Vísir - 11.03.1969, Side 8

Vísir - 11.03.1969, Side 8
8 VlSIR . Þriðjudagur 11. marz 1969. J VISIR Otgeíandi: ReyKjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsmgar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm. Laugavegi 178. Sími 11660 (5 iínur) Áskriftargjald kr 145.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Drentsmiðja Visis — Edda h.f. Hin leiðin $ ( Aðalritst.jóri Tímans og einn af þingmönnum Fram- í sóknarflokksins ver heilli síöu í blaði sínu s.l. sunnu- / dag til þe ss að sanna, hve „glögg og ákveðin úrræði“ ) Framsóknarflokkurinn hafi bent á „til að jafna hag- ) sveiflur í framtíðinni. Vitnar hann þar í bók eftir Ól- \ af Björnsson prófessor og alþingismann, sem út kom ( fyrir 18 árum. Er svo á skrifi þessu1 að skilja, að fram- sóknarmenn hafi í einu og öllu farið eftir kenning- ) um prófessorsins í tillögum sínum um lausn á hvers \ konar vanda, sem þjóðin hefur þurft við að glíma í ( efnahagsmálum undanfarin ár. Og tekur ritstjórinn ( fram, að allt sé þetta að finna í þeirri efnahagsstefnu l Framsóknarflokksins, sem um skeið hafi gengið undir ) nafninu „Hin leiðin“! \ Hér skýtur eitthvað skökku við. Bók prófessors \ Ólafs er mjög greinagóð og auðskilin flestum, 'sem v eitthvað hafa kynnt sér efnahagsmál og ráðstafanir ( í þeim efnum. Stefna sú, eða réttara sagt stefnuleysi, / sem fólst í þeim hrærigfaut, er nefndur var „hin leið- ) in“, var hins vegar öllum þorra manna, þar á meðal \ framsóknarmönnum sjálfum, alveg óskiljanleg. Og \ þegar beðið var um skýringar, voru þær annaðhvort ( engar gefnar eða þá að borinn var á borð sami sugs- ( anagrauturinn og áður. / Framsóknarmenn hafa margt sagt um efnahags- ) málin síðasta áratuginn. Þeir hafa alltaf þótzt kunna ) ráð við hverjum vanda, en jafnframt verið ófáanlegir \ til þess að leggja fram eina einustu raunhæfa tillögu, ( sem sannaði að þeir kynnu einhver úrræði. Þeir hafa ( slegið ýmsu fram, og ekki vantar, að þeir hafi deilt / á ríkisstjórnina fyrir ranga stefnu. En sú gagnrýni er \ harla ómerkileg, sem aðeins miðar að því, að rífa nið- ( ur, en bendir ekki með rökum á neitt betra í staðinn. / Og þegar svo þar við bætist, að öllum tiltækum ráð- / um er beitt til þess að auka vandræðin og magna þá ) erfiðleika, sem verið er að deila á aðra fyrir að hafa \ skapað, þá er það réttnefnd ævintýramennska og ( ábyrgðarleysi, m. ö. o. óheiðarleg stjórnarandstaða. ( En þannig hefur Framsóknarflokkurinn og kommún- / istar hegðað sér s.l. 10 ár, og að svo miklu leyti, sem / orsakir núverandi efnahagserfiðleika voru ekki mann- ) legum mætti óviðráðanlegar, á stjórnarandstaðan, og \ ekki sízt Framsóknarflokkurinn, meginsökina á því \ hvernig komið er. ( Stefna Framsóknarflokksins hefur öll þessi ár ver- / ið sú, — og aðeins sú — að koma í veg fyrir að við- / reisnarstefnan heppnaðist, valda ríkisstjórninni sem ) mestum erfiðleikum og koma henni frá, hvað sem sú \ atlaga kostaði þjóðina. Slík stefna hlýtur alltaf að ( verða hentistefna af versta tagi, þar sem miðað er ( víð það eitt, hvaða skemmdarverk þjóni tilganginum / bezt á hverjum tíma. Og á þau „úrræði“ eru fram- ) sóknarmenn alltaf fundvísir. ) ■ i fréttaauka í brezka út- varpinu um helgina var rætt um horfur í borgarastyrj- öldinni £ Nígeríu í öðrum tón en áður. Fyrirlesarinn hélt því fram með öðrum orðum, að menn hölluðust æ meira að þeirri skoöun, að vafasamt væri, að sambandsstjómin í Nígeríu gæti sigrað í styrjöldinni, en ef hún sigraði myndu skæruliðar berjast áfram árum saman. p^n hvernig má þaö vera, aö Iboamir, þessi hrjáði þjóð- flokkur sem byggir Biafra, og berst fyrir sjálfstæði sínu, getur haldið áfram baráttu sinni. Það kvað fyrirlesarinn vera vegna þess, að þarna væri þjóöflokkur sem væri að berjast fyrir til- veru sinni, sjálfstæði, framtíð og stæði sameinaður í baráttunni. Fyrirlesarinn kvað það vafa- laust hafa farið fram hjá mörg- um, að Biaframenn hafa nú land helmingi stærra aö flatar- máli á valdi sínu en í september. Enn séu fleygar inn í Biafra á valdi sambandshersins,' en staöa hans ótrygg hvarvetna, vegna Vafasamt um sigur Lagos- r s Biafra hefur á valdi sinu helmingi stærra landsvæði en i haust er leið stjórnar NIGERÍU sífelldra árása skæruliða á þjóð vegi og herflokka. Hve lítiö sam bandshemum hefði raunverulega orðið ágengt frá því í september sl. haust, væri ekki hægt að út- skýra með þeim stuðningi, sem Frakkland veitti Biafra, með þvi að leggja þeim til vopn, en sam- bandsherinn hefir fengiö sem kunnugt er vopn keypt í Bret- landi og Bandaríkjunum og Sovétríkjunum m.a. Ilyushin- sprengjuþotur, sem hafa verið notaöar tii árása á sjúkrahús, markaðstorg og slíka staði og hefir sambandsstjórnin afsakaö manntjón með því að það sé ekki hægt að giröa fyrir manntjón af slysni, en stefna stjórnarinnar heföi verið að ekki bæri að gera árásir á bæi og sjúkrahús. Fyrirlesarinn kvaö marga furöa sig á hvað sambandshern- um heföi oröiö lítið ágengt sein ustu mánuði, en nefnir m.a þetta Brezkir liðsforingjar hefðu þjálf að sambandsher Nígeríu og gert þaö vel. I byltingunni hefðu flest ir beztu liðsforingjarnir falliö, — þeir sem nú berðust væru ekki þjálfaöir sem skyldi, hernað arlegum áætlunum í mörgu áfátt agi lítill í hemum, enginn bar- áttuvilji, samgönguleiðir til liðs ins, sem sótt hefir inn í Biafra langar og erfiðar, og skæruliöar mjög torveldað slíka flutninga Meðan svo hefir gengiö, sem að framan var að vikið, hefir Bi- afra unniö samúð alls heimsins og sam i Isstjómin glatað sam- úö og u.jci að sama skapi. Það hefir að vonum vakiö eigi litla undrun — og beizkagremju, að ekki sé meira sagt, að brezka jafnaöarmannastjórnin hefir sett velþóknunarstimpil á útflutning hergagna til sambands stjórnarinnar. Það hefir verið fóörað með þvi, að ekki væri hægt að neita löglegri stjórn samveldisríkis um vopn, og þeg ar gagnrýnin hefir harðnað út af hinum ómannúðlegu loftárásum á sjúkrahús og fólk í Biafra, halda Wilson og hans menn því á lofti, að Lagosstjórnin fái ekki flugvélar og sprengjur frá Bret- landi. Er það vafalaust rétt en að áliti gagnrýnenda eru þessi rök ekki talin nægilega sterk til þess að réttlæta stefnu og afstöðu Wilsons og hans manna. Þeim hefir þótt hann tvöfaldur í roðinu í öllum málflutningi stefn únni til réttlætingar, og er hann nú og stjórn hans að því er virð ist á undanhaldi, og hefir orðið að fallast á viöræður og umræðu í neðri málstofunni um Nígeríu, eftir a<5 150 þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum skrifuðu und ir áskorun þess efnis. Nígeríumálið er eitt þeirra mála, sem hefir haft þau áhrif í flokki Wilsons, að tugir þingmanna ýmist sitja hjá við atkvæðagreiðslur eöa greiða at- kvæði gegn stjórninui, og sýna með því, að þeir eiga drengskap og áræði til þess að setja sann- færinguna ofar hollustunni við flokksforustuna. Afstaða Sovétríkjanna virðist augljós, að ná fótfestu ■ og áhrif um í Afríku. Hafa þeir keppt í sumum löndum þar við Kfna og verður það ekki rakið nánar. — Sumir ætla aö þar sem Nigeríu stjóm er hafi þeir „veðjað á skakkan hest“, en eins og stend ur eru sovézk herskip í kurteisis heimsókn f Nígeríu, — til þess að hressa upp á móralinn? A. TJt Ojukwo ofursti, leiötogi Bí- afra í frelsisbaráttunni. Myndin er af skæruliða í Bíafra, en þeir geta ekki reitt sig á aðrar skotfærabirgðir en þeir geta borið, og sýnir myndin nokkuð óvanalega aðferð við skötfæraflutning

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.