Vísir - 11.03.1969, Síða 12
V í SIR . Þriðjudagur II. marz I8B8.
EFTIR C. S. FORESTER
Og þá tók hjartað í brjósti Marbl-
es kipp. Skyndilega var hann miður
sín af ótta — ótta við hið ókomna.
Að lokum var að því komið að
framkvæma ráðageröirnar í stað
þess að velta þeim fyrir sér í rö og
næði. Eitt örvæntingaraugnablik
hugsaði hann um flótta, um að gefa
allt þetta upp á bátinn. Hann vissi,
aö hann gæti það.
Hann gæti barizt, i. bökkum árum
saman, þótt hann hlyti ekki hinn
ólíklega vinning í fjárhættuspilinu,
sem hann var að hugsa um. En
herra Marble yfirbugaði freisting-
una, og hélt áfram við ráðag^rðina
einbeittur. Hann veifaði til Saund-
ers en þaö var maðurinn, sem
hafði valdið Marble þessum hugar-
æsingi þegar hann kom inn.
Saunders var méð glas sitt í hend
inni. Hann hafði heilsað kunningj-
um sínum við barinn og var nú að
svipast um sahnn til að ganga úr
skugga um, að hann hefði ekki
gleymt að heilsa neinum.
Hann var feitlaginn meðalmaður,
rióður í kinnum og vel útlítandi.
Hann kannaðist litillega við Marble.
Það er að segja, hann hafði spjall-
að nokkrum sinnum við hann á
kránni, og hann vissi, að Marble
vann i bankanum, þar sem hann
sjálfur átti innistæöu sína. Þaö var
allt og sumt.
Að sjálfsögðu var hann dálítið
hissa á því. að Marble veifaði til
hans, en Saunders gætti þess vand-
lega að vera vinsamlegur við alla,
se.n ávörpuðu hann, úr því að starf-
semi hans byggðist á því, að hann
ætti vinsamleg samskipti \iiö fölk.
Saunders var veömangari með ör-
litla skrifstofu á fimmtu hæð í Old
Broad Street og viðskipti hans fóru
næstum eingöngu fram gegnum
síma og með viðtölum við menn,
sem biöu á götuhomum eftir hon-
um í matmálstímum sinum.
Með glas í hendi kom Saunders
yfir að borðinu, eins og Marble
hafði gert á undan honum, og næst-
um ósjálfrátt settist hann niöur.
Það var eitthvaö í framkomu Marbl-
es, sem virtist gera það óhjákvæmi-
legt að setjast niður.
„Jæja, þá,“ sagði Saunders glað-
lega, „hvemig gengur?"
„Svona sæmilega," sagði sagði
Marble. „Megiö þér vera að þvi að
tala við mig i tiu minútur?“
Saunders gerði ráð fyrir þvi, þó
með svolitilli eftirsjá, því að hann
hafði í fyrstu gert ráð fyrir, að
Marble vildi komast í reikning hjá
honum, en úr því að hann lét ekk-
ert slikt i ljósi, bjóst Saunders við
þvi aö fá að heyra „erfiðleikasögu“.
Svo langt sem reynsla hans náði,
gerðu menn ekkert annað sín á milli
en veöja eða fara fram á lán.
„Þér skiptið við bankann, sem ég
starfa við, er það ekki?“ byrjaði
Marble.
„Rétt er það“.
„Þér vitið hvar ég vinn?“
„Rétt aftur. Hvað er að? Er
hann á hausnum? Er ég búinn að
ávísa fram yfir?“ Saunders var
fyndinn náungi; það var engin
hætta á að hann hefði ávísaö fram
yfir, þvi að innistæða hans fór aldr-
ei niöur fyrir fjögur hundruö pund.
En Marble brosti varla. í stað þess
leit- hann alvarlegum augum á
Saunders.
„Nei,“ sagði hann hægt. „Ég vil
eiga viö ýöur viðskipti, ég þarfnast
aðstoðar frá einhverjum viðskipta-
manna bankans. Þér eruð tilvalinn,
eða ef þér viljið ekki taka þátt í
þe^Sú, Þá verð ég auðvitað að ná'
f einhvern annan.“
,,Ég held bara, að þér hafiö enn
á réttu að standa," sagöi Saunders,
en hann var ekki alveg jafnléttlynd-
ur ennþá. Hann var undrandi að
leita að einhverri ástæðu fyrir hátt-
erni Marbles.
Annaðhvort var þessi rytjulegi
maður ruglaöur, eða þá að hann
hafði eitthvað ólöglegt i huga.
Hvernig sem því var variö, ætlaði
Saunders ekki að ánetjast. Saund-
ers var löghlýðinn maður, nema að
því sem viökom veðmálum. Og
samt — og samt —
„Á ég að segja yöur frá því?“
spuröi Marble þungbúinn. Hann var
fullkomlega rólegur, eins og þegar
hann haföi boðið Medland þetta
viskíglas, en það kostaði hann gíf-
urlega áreynslu. Öryggi hans yfir-
\a jjjótivisltt
E£ ^1?16V _ og uaóm^a«a
á sólarhtinS a{ben4um 1
ag hringla>
BllAlf IGAN FAIORf
car rental service ©
BauSarárstíg 31 — 8imi 22033
hugaði toijti-yggni Saunders.
„Allt í lagi. Ég segi þó ekki, aö ég
gangi að þvi,“ bætti Saunders við
í flýti.
„Nei, en ég vii að þér heitið þvi,
að segja ekki orð um það, sem ég
segi yður, ef þér gangið ekki að
þvi.“
Saunders gekk að því, og allir
Englendingar treysta Ioforöi veö-
mangara.
„É0 héf komizt yfir upplýsingar.
Þær gætu gefið gf sér mikla pen-
inga‘, v.erði rétt með þær farið.“
„Veðhlaupaupplýsingar?" Rödd
Saunders var næstum hæðnisleg;
helminginn af tekjum sinum hafði
hann af fólki með veðhlaupaupp-
lýsingar.
„Nei — um gjaldeyrisviöskipti."
„Ég veit varla, hvað það er.“
,,Nei,“ sagði Marble. „Margir vita
litið Um þau.“
„Nú svolitió veit ég,“ sagði
Saunders ákafur i aö réttlæta sig.
„Ég veit hvemig markið hefur fall-
ið niður í næstum ekki neitt — og
— og — allt það mál, þér vitið.“
Andrúmsloftið hafði einhvem veg
inn gerbreytzt þessar fáu minútur.
Tvímælalaust var Marble að sækja
i sig veðrið. Að miklu leyti stafaði
þessi breyting auövitað af þvi, að
samræðurnar snerust um hlut, sem
hann vissi mikið um og hinn ekk-
Seljum bruna- og annað fyllingarefni á mjög hagstæð« verði.
Gerum tilboð í jarðvegsskiptingar og alla flutninga.
ÞUNGAFLUTNINGAR h/f . Sími 34635 . Pósthöif 741
OSVALDUR
S.
DANIEL
Brautarholti 18
Sími 15583
SKILTI og AUGLYSINGAR
BÍLAAUGLÝSINGAR
ENDURSKINSSTAFIR á
BILNÚMER
UTANHÚSS AUGLYSINGAR
SS^» 30435
Tökum að okkur hvers konar mokstar
jg sprengivinnu í húsgruimum og ræs-
um. Leigjum át krftpressur og víbra-
sleða. — Vélaleiga Steindörs Sighvats-
sonai, Álfabrekku viö Suöurlands-
braut, sími 30435. __________
TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR
FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA
ÚRVAL AF ÁKL/EÐUM
IAUGAVC6 Í2 - SlHI I0Í2S HílHASlHI titóí
BÖLSTRUN
Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverðl
WILTON TEPPIN SEM ENDAST OG ENDAST
EINSTÆÐ ÞJÓNUSTA! — KEM HEIM TIL YÐAR MEÐ SÝNISHORN.
OG GERIBINDANDIVERÐTILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU!
NÝ MIÐSTÖÐ, PANTIÐ TÍMANLEGA.
TEK MAL
Daníel Kjartansson . Sími 31283
Þú hjálpaðir norninni og mannætum
hennar til þess að taka Mörtu, frum-
skógamaður. Láttu ekkl tryggð þína og
hugrekkf bllnda þig.
Hegði ég ekki stöðvað ykkur, væruð
þið dauðir nú, en lifandi hafið þið enn
möguleika til að bjarga henni.
Það, hvernig við vemdum stúlkuna,
er okkar mál, frumskógamaður, og nú
veröur þú ekki lengur meö afskiptasemi.
Sláöu hann neðarlega, Melónuhaus.
Sparið
peningana
Gerið sjálf við bilinn
Fagmaður aðstoöar.
NÝJA BÍLAÞJÖNUSTAN
Simi 42530.
Hlieiim biil. — Fallegur bill
Þvottur, bónun, ryksugun.
NÝJA BíLAÞJÓNUSTAN
Simi 42530.
Rafgéymaþjönusta
Rafgeymar í alla bila.
NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN
Sími 42530.
Varahlutir i bílinn
Platínur. kerti, háspennu-
kefli, ljósasamlokur, perur,
frostlögur, bremsuvökvi,
olíur o. fl. o. fl.
NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN
Hafnarbraut 17-
Sfmi 42530.
¥
/