Vísir - 11.03.1969, Side 13

Vísir - 11.03.1969, Side 13
V1S IR . Þriðjudagur 11. marz 1969. IJ Páll Magnússon, löqttæðingur: Herstöðvar NATO á Islandi era verður eftirfarandi kröfur '!jr í því máli: ) Að hinn mislukkaði herstöðva- samningur frá 5. maí 1951 verði sem fyrst tekinn til endurskoðun- ar, með eða án uppsagnar. b) Að hafizt verði handa um full- ar efndir á öryggisfyrirmælum 5. gr. samningsins, sem alveg hafa verið vanræktar hingað til. c) Að breytt veröi ósanngjörnum ákvæðum samningsins um bóta- skyldur íslands á tjóni, sem her- stöðvarnar geta haft í för með sér. d) Að NATO-ríkin greiði rétt- mæta ársleigu fyrir hemaðarleg af not sín af landinu. Af því að herstöðvamál okkar hefur verið talsvert á dagskrá aö undanfömu, finnst mér ekki vera úr vegi aö athuga lítillega hinn 18 ára gamla herstöövasamning okk ar frá 5. maí 1951. Vegna legu íslands í Atlants- hafi og hernaöarlegrar þýðingar þess í stórveldastríöi, urðu Bretar að hernema landið árið 1940, í 'ikjóli þess, sem nefnt er neyðar- réttur. Hernámið fór fram með heim hætti, aö Bretar settu heriið á land í höfuðborg okkar og byggðu hermannaskála víöa í borginni og nágrenni hennar og gerðu, er frá leið. herflugvöll í miðri Reykja- vík. Árið eftir settist svo banda- rískur her að í herstöðvunum í stað Breta og árið 1941 fengu Banda- ríkjamenn leyfi til að gera full- kominn herflugvöl-1 í næsta ná- gnenni Keflavikur. Með þessu var ísland gert að herstöð til varnar þeim þjóðum, sem þá voru í stríði við Þjóðverja. En þetta hlaut jafn framt að hafa í för með sér, aö ísland og þá fyrst og fremst höfuö borg þess, gæti orðiö orustuvöllur, þar sem fómað yrði lífi og eignum verulegs hluta þjóöarinnar, ef til alvarlegra átaka kæmi um her- stöðvamar. Auövitað gátu íslend- ingar neitað um þetta leyfi, en lfk- legt er, að herstöðvamar hefðu engu að síður verið hafðar hér á- fram og þá án þess að við fengjum þar nokkru um ráðið, svo hér var vissulega úr vöndu að ráða. Árið 1945, að stríðinu loknu, ósk uðu Bandaríkin að hafa hér áfram háldandi hersetu, vegna hins ugg vænlega kalda stríös milli austurs og vesturs, og urðu harðar deilur með þjóð okkar um það, hvort far ið skyldi að vilja þeirra í því efni. Árið 1949 var Norður-Atlantshafs bandalagið, öðm nafni NATO, stofn að, og gerðist ísland, eins og kunn- ugt er, aðili að því. 1 bandalaginu eru nú þessi 15 ríki: Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, . Frakkland, Grikkland, Holland, ísland, Ítalía, Kanada, Luxembourg, Noregur, Portúgal, Sambandslýðveldið Þýzkaland og Tyrkland. Með aðild okkar að NATO varð sáttmáli bandalagsins raunvemlega okkar varnarsamningur, því með honum skuldbatt NATO sig til að verja ísland. Við vorum komnir á varnarsvæði NATO. Við vörpuðum að vfsu um leið hlutleysi okkar fyr- ir borð, en tryggðum jafnframt ör- yggi okkar, eftir þvf sem unnt var, að áliti meiri hluta Alþingis. Eftir þetta sótti NATO um það, að fá aö hafa herstöövarnar hér áfram sér tii vamar. Fyrir okkur var þetta að sjálfsögðu allt annað mál og margfalt hættulegra en þátt *akan í NATO. Með áframhaldandi herstöðvum í landinu, var árásar- hættunni beint að því, ogþáeinkum að þeim mikla fjölda fbúa þess, er búa í nágrenni herstöðvanna. Land ið gat með þessu orðið omstusvæði hvenær sem var, en þau örlög reyna öll ríki að forðast í lengstu lög, þótt þau séu aðilar að hern- aðarbandalagi. — Og eins og Þórir Baldvinsson gerði rækilega grein fyrir í Morgunblaðsgrein sinni, 23. f. m., eru herstöðvarnar okkur nú verri en engar og aðeins til þess fallnar að bjóða hættunni heim. Fyrri hluti Heiti herstöðvasamningsins. sem gerður var að tilhlutan NATO, 5. maí 1951, milli Bandaríkjanna og íslands, er því samkvæmt framan- sögðu algert rangnefni og mjög vill andi. Það hljóðar svo: „Varnarsamningur milli lýðveld- isins íslands og Bandaríkja Ame- ríku á grundvelli Norður-Atlants- hafssamningsins.“ Með þessu rangnefni er gefið í skyn, að herstöðvamar séu hér fyrst og fremst í þágu íslendinga og þeim til varnar. Og í ..Inngangs- orðum“ samningsins er þetta árétt að með enn berari orðum, þar segir orðrétt: „hefur Norður-Atlantshafsbanda- lagið farið þess á leit við ísland og Bandaríkin, að þau geri ráð- stafanir til, að látin verði í té aðstaða á íslandi til varnar land- inu og þar með einnig til varnar svæöi því, sem Norður-Atlants- hafssamningurinn tekur til.“ Ekki getur hjá þvi fariö, að ájykt að sé af þessu, að samningurinn sé geröur aðallega í þágu íslendinga og þeim til varnar. Enda er þeim, með 2. gr. samningsins gert að leggja ókeypis til allt land, sem herstöðvarnar þurfa á að halda. Og ennþá skýrar kemur þetta sjón armið fram í „Viðbæti“ samnings- ins, því samkvæmt honum át ísland að þola bótalaust verulegan hluta af öllu því tjóni á eignum og mannslífum, sem hér getur oröið, er minnst varir í sambandi við starfsemi herstöðvanna, Sem dæmi um þetta má taka það tilfelli, að herþota félli niður í miðri Reykja- vík og grandaði þar eignum og mannslífum í stórum stíl. Einn slík ur atburður skeði á Skarði í Lands sveit 28. marz 1968, er herþota hrapaði þar niður innan sand- græðslugirðingar. Flugmaðurinn bjargaðist í fallhlíf, en flugvélin sprakk í tætlur, er sprenging varð í eldsneyti hennar, og gróður og giröing eyðilagðist á 20 þúsund fermetra svæöi. Sem betur fór skeði þetta á bersvæði. Tjónið var metið á 90 þúsund krónur, en yfir menn setuliðs Bandaríkjanna vís- uðu reikningnum til ríkisstjórnar okkar, samkvæmt fyrrnefndum bótasamningi, og kváðu hana eiga að bæta tjónið, — og við það situr snn. Örðugt er að gera sér rétta grein fyrir þessum mistökum við samn- ingsgeröina fyrir 18 árum, því við- horf og afstaða til málsins er nú nokkuð önnur en þá var. En þau mistök gátu og geta enn valdið okkur óútreiknanlegu og óbætan- legu tjóni, og það án þess að til átaka komi um hergtöðvarnar, það sýnir atburöurinn á Skarði. Það er því meira en tímabært að taka samninginn, með eða án uppsagnar, til rækilegrar endurskoöunar og breytinga, og ætti þá, í stað nú- verandi rangnefnis, að koma yfir- skriftin: 'Samilingur milli Bandaríkja Ame ríku og Islánds iirh herstÖBvár á ls- landi tH vamar ríkjum Noröur-At- lantshafsbandalagsins. Samkvæmt tilgangi og markmiöi NATO með herstööinni, er þetta rétt heiti á samningnum og mun- inn sjá menn, ef þeir fara að bera það saman viö núverandi heiti hans, sem sést hér að framan. Ertu að byggja? Víltu breyla? Þarftu að taga GRENSÁSVEGI 22-24' SÍMAR: 30280-32262 UTAVER j^Wub&íGöíM Um þjónusíu við bifreiðaeigendur Þættinum hefur borizt eftir- farandi bréf frá Félagi bifreiöa- innflytjenda: „Greinarkom yðar s.l. föstu- dag um varahlutaskort kemur oss ekki á óvart og munu því miður niargir bílaeigendur yerða fyrir enn meiri óþægindum af varahlutaskorti ef ekki verður unnið hið bráðasta að lagfær- ingu þessara mála. Eins og öllum er kunnugt, sem fylgzt hafa með þessum málum, gerðist sá einstæði at- burður á Alþingi við gengisfell- ingamar að meö Iögum var bannað að hækka birgöir. Hvað skyldi húseigandinn segja, ef hann hefði keypt eða byggt íbúð fyrir 10 árum fyrir kr. 1 milljón og söluverð hennar væri í dag kr. 2 milljónir. Nú væri þessum húseiganda algjör nauösyn vegna breyttra heim- ilisástæðna, t.d. veikinda, að selja sína íbúð á kr. 1 milljón, þótt sannanlegt væri að sams konar ibúð gæti hann ekki fengið fyrir minna en kr. 2 milljónir. Birgðir í þjónustufyrirtæki eins og bifreiðainnflytjenda, þurfa og eiga að vera fyrir hendi, en þegar samkvæmt lögum er fyrirskipaö að þær skuli dragast saman um helming, frá því sem þær voru fyrir gengisbreyting- una 1967, hlýtur annað hvort að þurfa að auka fjármagn til varahlutakaupanna eöa þær dragast saman. Eins og öllum er kunnugt er aukið rekstrarfjár- magn illfáanlegt og dýrt ef fengist. Eftir síðari gengisbreyting- una verða bifreiðasalar aö selja tvo hluti til að kaupa einn í staðinn, t.d. hafi verið til hægra og vinstra bretti er nú aöeins hægt að kaupa annað fyrir þaö fé sem fæst fyrir sölu tveggja. Félag vort skrifaöi ýtarlega greinargerð til verölagsskrif- stofunnar 8. janúar s.l., þar sem bent var á þau vandkvæði sem skapazt hafa og verða munu á næstunni með varahluta- útvegun f hvers konar vélar og tæki. Fundir hafa veriö haldnir með verðlagsstjóra um málið og eftir hans ósk, athugun látin fara fram í nokkrum fyrirtækj- um um rekstrarafkomu vara- hlutadeilda árið 1967. Athugun þessi leiddi í Ijós allmikinn hallarekstur allra þessara aðila, enda, hvemig er, hægt að búast við að bifreiða- salar geti gefið þjónustu og selt varahluti með álagningu sem var aðeins einn þriðji af því sem verðlagsnefndir Danmerkur og Svíþjóðar telja hæfilegt þar? Til viðbótar annarri endaleysu í málum þessum má svo benda á að verzlunarálagning á bif- reiðavarahlutum hefur verið lækkuö um einn þriðja síðan 1967. Mál þetta er nú til athugunar hjá verðlagsskrifstofunni og væntum vér að þessi athugun leiði í Ijós að svo geti þetta ekki gengið til lengdar. Bifreiðareigandinn, hvort sem hann notar bílinn í einkarekst ur eða hefur hann sem atvinnu tæki, verður eðlilega sár og leið ur yfir að varahlutir skuli ekki vera tll, en eina björgin er þá að sérpanta hann, en það hefur mikinn aukakostnað í för með sér, svo ekki sé talað um það tjón, sem hann hlýtur af stöðv- un farartækisins. Augljós má einnig vera sú aukna slysahætta sem skapast vegna ónógs við- halds bifreiða. Vonandi finnst lausn á þessu máli fljótlega, því ef ekld, þá munu mlkil vandræði skapast, jafnt fyrir bifreiðaeigendur og þau fyrirtæki, sem sölu bifreiða varahluta annast. Þess skal getið að lokum að viöræður hafa farið fram við FÍB um þetta ástand og vonandi kemur einhver skilningur þaðan. Virðingarfyllst Félag bifrelöainnflytjenda“. Þökk fyrir bréfið. Þar eð við deildum hart á lélega þjónustu varahlutasala, þá fannst okkur rétt að birta bréf innflytjenda í heild, og heyra sjónarmið þeirra í þessu máli, sem skiptir marga svo miklu. Þrándur £ Götu. STYÐJUM bAgstadda Bíafra söfnun Rauða kross r Islands Allir bankar og spari- sjóðir taka við fram- lögum. \ Framlög til Rauða krossins eru frádrátt- arhæf til skatts. I NÝTT NÝTT úr íslenzkri ull. Verð kr. 545,— fermetrinn af Á 1 rúllunni. Húsgagnaáklæði — Mikið úrvaL GOLFj lEPPI |f $$§*£% Kjörgarði, Sími 22209. • ■

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.