Vísir - 22.03.1969, Side 4
Kemurðu upp um þig í
Sérhvert okkar ver um þriöj-
uagi ævi sinnar í þetta... liggur
meö lokuð augu í því ástandi. sem
kallað er SVEFN.
Sérfræðingar hafa dundað viö
það um árabil að finna skýringar
á hinu dularífulla í atferli okkar.
Þeir reyna að túlka hvað gerist í
draumum okkar og annarri hugar
starfsemi. Ein aðferðin er að fylgj
ast meö okkur er við sofum. Sum
ir halda því fram, að mikið megi
marka af stöðu okkar, liggjandi í
rúminu. Kallast það S.P.I. (Sleep
Posture Interpretation). Franskir
læknar starfa með hópi sjálfboða
liða og hafa samið vísindalega
greinargerö um málið. í Banda-
ríkjunum eru kvikmyndir teknar
af sofandi fólki.
Læknir einn segir: „Þegar fólk
sefur, tekur undirmeðvitundih
við. og hennar verkefni er að
láta hugann glíma við fortíöina
eða óleyst verkefni af ýmsu tagi.
Er þetta gerist til dæmis í draum
um, leggst persónan í þær „stell-
ingar'1, sem sýna hvernig hún
bregzt viö vandamálum lífsins.“
Auðvitað breyta margir um stöðu
svefni?
margsinnis á hverri nóttu. Flestir
sofa á hliðinni, segja læknarnir,
og fremur á annarri eftir vana.
Konur sofa frekar á maganum en
karlar. Þeir liggja frekar á bakinu
en konur. Sérfræðingar telja, að
gera megi ákveðið kort, ef fylgzt
er með ákveðinni manneskju, sem
veltir sér á ýmsa vegu um nótt
ina.
Undín í hnút. Sérfræðingar segja, að þetta sé sígilt dæmi um það „að hverfa aftur til móðurkviðar“, til tímans fyrir fæðingu.
Sálfræðingar segja: „Þessi persðna gerir sér rellu út af hlutunum og vili gefa sig að hugarórum bernskunnar á nýjan leik. Staðan
í svefni táknar líklega, að stúlkan sé mjög ástfangin og vilji vera háð eiginmanni sínum eða öðrum ástvini af hinu kyninu“.
ÞEIR, SEM SOFA A BAKINU.
„Þetta er yfirleitt stolt fólk
með sterkan persónuleika og í
svefni er það að sýna, að ekkert
geti raskaö jafnvægi þess. Þar
sem það er vel á verði, heldur
það ekki, að nokkru sinni komist
upp um það, svo annað fólk sjái.
að það hafi ákveðna veikleika,
sem annars eru faldir.
KODDAFAÐMLÖG.
Þrýsti fólk koddunum að sér i
svefni, sýnir það mikla þörf fyrir
ástúð og umhyggju. Hafi menn
höfuðið undir sænginni, eru þeir
svartsýnir.
Fólk, sem „dettur út af“ frá
bókalestri er eins og þeir sem
síétandi eru sætindi. Það á erfitt
með að „slappa af.“
Sofi menn með höfuöið hang-
andi út fyrir rúmið, þá eru þeir yf
irleitt með sektarkenndir.
Á MAGANUM.
Hamingjusöm manneskja, sem
hefur aðlagazt aðstæðum vel. Til
dæmis: Ég er viss um að ástvinur
minn yfirgefur mig ekki.
TEYGJANDI ÚR SKÖNKUNUM.
Eirðarlaus manneskja, æst og
alltaf á ferðinni. Hefur „kom-
plexa" og hættir til einræðis-
hneigðar.
Þaer stúlkur sem stinga þumal
fingrinum upp í sig og faðma
bangsa eöa dúkku, þurfa stöðugt
á hughreystingu að halda. Rellu-
samar og óttast að týna ástvini
sínum.
Nú getur hver litið í eigin
barm, eða látið aðra gera það
fyrir sig.
VELJUM (SLENZKT <H> ÍSLENZKAN IÐNAÐ |
M
JBP-HiIIur
JON LOFTSSON h/f hringbraut I2i.sími iosoo
I*
V.W.WAW,
J. B. PETURSSON SF.
ÆGISGÖTU 4 - 7 58 13125,13126
ICL.JEÐNENQ HF.
*
Fagmenn
fyrir hendi
ef óskaS er
LAUGAVEGI 164, SIMI 21444.
i