Vísir - 24.03.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 24.03.1969, Blaðsíða 8
s V í SIR. Mánudagur 24. marz I9u». VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 elntakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Flýtum orkurannsóknum gíðustu árin hafa rannsóknir á virkjunum vatnsafls verið stundaðar af margfalt meira kappi hér á landi en var fyrir 1960. Þessi flýtir er í samræmi við þá stefnu, sem hefur rutt sér til rúms á síðustu árum, að nýta þurfi sem mest af orku landsins til stóriðju, áður en kjarnorkan gerir ísland ósamkeppnishæft á því sviði. En fróðir menn telja, að þessi hraði sé ekki nógu mikill og að við verðum nú þegar að stórauka virkjanarannsóknir til þess að missa ekki af lestinni. Dr. Gunnar Sigurðsson, yfirverkfræðingur Lands- virkjunar, skýrði nýlega frá því á fundi sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjördæmi, að með bjartsýni mætti vona, að við hefðum náð að virkja um það bil einn fimmta hluta af vatnsorku okkar fyrir 1980, en við það ár er nú miðað, þegar rætt er um samkeppnis hæfni vatnsorku í samanburði við kjarnorku. Dr. Gunnar lýsti hinni bjartsýnu áætlun á þennan veg: Árið 1972 verður búið að stækka Búrfellsvirkj- un í fulla stærð og tvöfalda álverið í Straumsvík. . Nokkur orka verður aflögu af viðbótinni til annarra þarfa, og ný virkjun í Laxá í Aðaldal tekur þá til starfa. Árið 1973 tekur síðan til starfa Sigölduvirkjun í Tungnaá á Þjórsársvæðinu, en þar eru rannsóknir ' komnar vel á veg. En þá þarf líka að byrja að bjóða Sigölduvirkjun út á þessu ári, — 1969. Þessi virkjun er töluvert minni en fullgerð Búrfellsvirkjun, eða 135 þúsund kílóvött. Árið 1976 tekur svo til starfa ódýr og mjög stór virkjun í efri hluta Þjórsár, en þá þarf líka að hef ja sleitulausan undirbúning þegar í ár. Und- irbúningur að öðrum virkjunum er skammt á veg kominn. Ef unnið verður markvisst að honum, má ef til vill koma enn tveimur virkjunum til viðbótar í gagnið fyrir 1980. Þetta er allt og sumt. Og mörg ljón eru á veginum. Afturhaldsamir vinstrisinnaðir stjómmálamenn hafa enn ekki fellt sig við stóriðjuáætlanimar. Erfitt get- ur reynzt að fá erlend iðnfyrirtæki til að taka þátt í þessu, því að mikil harka er í samkeppni þjóða í að laða þessi fyrirtæki til sín. Einnig mun undirbúningur virkjananna kosta gífurlega mikið fé. Loks þarf að út- vega óhemju mikið lánsfé til að reisa virkjanirnar og þann hluta stóriðjunnar sem við viljum eiga sjálfir. Og meðan við erum að sigrast á þessum erfiðleikum, renna auðævin í fossunum til hafs, engum til gagns. Nú er tíminn til að hugsa hátt og gera orkuþróun landsins að forgangsmáli. Við þurfum að leggja að minnsta kosti 50 milljónir króna á ári af almannafé til rannsókna á vatnsorku landsins og jarðvarma og til undirbúnings og útboðs virkjana. Þar á ofan verð- um við að veita stórfé til rannsókna á möguleikum okkar í stóriðjunni sjálfri. Á þessum sviðum eigum vib ÓþrjÖtandi verkefni fyrir höndum, — og staðfest- ingu þess, að ísland er vel byggilegt land. Frísir kalla Sýning unnin i Leiksmiðjunni 1968 Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson J^eiksmiðjan efndi til frumsýn- ingar á nýju og nýstárlegu leiksviðsverki sl. fimmtudags- kvöld að Lindarbæ. Ekki er beinlínis auðvelt að skipa því verki í neinn sérstakan flokk, enda ekki aðalatriðið. Hitt er meira um vert, að nú virðist samstarf hinna ungu leiklistar- manna í Leiksmiðjunni vera farið að bera nokkum árangur, sem f er fólgin vísbending um að þeir séu á réttri leið og fyrir- heit um að það samstarf verði með tímanum mjög jákvætt fyrir íslenzka leiklist og leik- listarlíf í landinu. Enn virðist þetta unga fólk þó varla nálgast viðfangsefni sín af tilhlýðilegu látleysi og ekki beita sjálft sig nægilegum aga. Fyrir það bregð- ur fyrir grunnfærnislegri með- ferð og fálmi — en þess á milli eru átök þess einlæg og ákveð- in, og það varðar mestu. Leiksmiðjan hefur nefnt verk þetta „Frísir kalfa“ en það þjóð- kvæði, ásamt öðrum gömlum kvæðum og vísum er meginuppi- staðan í því atriði verksins, sem mest kveður að, Klafakotsleikn- um. Utan um þann leik og inn í hann er svo vafið og ofið efni, sem orðið hefur til fyrir sam- eiginlegt framlag leikenda og leikstjóra, misfyndið, en ekki óskemmtilegt í heild, heldur langdregið á köflum. Túlkun Stefán Edelstein skrifar tónlistargagnrýni: Sinfóníutónleikar Cinfóníuhljómsveitin hélt 13. tónleika sína á þessu starfs- ári s.l. fimmtudag. Á efnis- skránnj voru Sinfónaía Nr. 1 eftir svissneska tónskáldið Zbinden, fiðlukonsert Nr. 1 eftir Paganini og 4. sinfónía Tsjaikovskýs. Sinfónían eftir Zbinden er hvergi byltingarkennt verk, þótt hún hafi heyrzt í fyrsta sinn fyrir 16 árum. Hún á rætur sínar í hefðinni. Fyrsti þátturinn er ljóðrænn með fallegum hljómum, allsætum en samt óvæmnum. Síðasti þátturinn er kátur og ekk; eins langdreginn og laus f reipunum og sá fyrsti. Hljóm- sveitin spilaði þetta nýja verk fcllega, sérstaklega í hæga kaflanutn var hljómurinn mjúk- ur og ísmeygilegur. Konstanty Kulka einleikarinn í fiðlukonsert Paganinis, er að- eins 22ja ára gamall, en spilar eins og meistari á hljóðfæri sitt. Tæknilegir erfiðleikar virðast ekkj til, yfirburðirnir eru svo til algerir. Intonationin var nærri því fullkomin, það var líkast því, að lærimeistari Kulkas hefði verið kölski sjálfur, eins og haldið var um Paganini sjálfan. Um verkið sjálft er lítið að segja. Það er glansstykki fyrir fiðiuna, einleikarinn getur sýnt tæknilega kunnáttu sína eins og línudansari í sirkus. Músikalskt innihald verksins er á við eina baun og hljómsveitarhlutverkið vægast sagt brandari. Sérstak- lega verður það hlægilegt, þegar það á að vera dramatískt. Þetta er tónlist liðinna tíma í orðsins fyllstu merkingu, þó að ég játi, —Listir -Bækur -Menningarmál- Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: þjóðkvæðanna og þjóðvísnanna í Klafakotsleiknum er aftur á móti heilsteyptari og rismeiri; skemmtileg tilraun þessa unga fólks til að draga upp mynd úr því þjóðlífi, sem það er sjálft rofið úr öllum tengslum við — að minnsta kosti á yfirborðinu. Einnig þar hættir því við að verða of langdregið, t.d. í drykkjuatriðinu á heiðinni. Ann- ars staðar nær það furðu örugg- um tökum á viðfangsefninu — og við það ber fyrst og fremst að miða. Ekki virðist óeðlilegt að gera nokkurn samanburð á þessari sýningu og „jólaleik" nokkurra ungra leikara í Tjam- arbæ 1 vetur; þar var að sumu leyti ekki ólíkt að farið, efnivið- urinn, sem tekinn var til meö- ferðar, allsvipaður, en þar gætti meiri hnitmiðunar og sjálfsaga og fyrir bragðið varö sú sýning mun heilsteyptari. Þessi sýning var ekki hvað , sízt nýstárleg fyrir það, eð leikendurnir notuðu hvorki gervi né önnur tæknimeðul til áhrifa- auka; byggðu túlkun sína ein- ' göngu á framsögn, söng og hreyfingum. Og söngurinn var sératriði fágaöur og mótaður til samræmis við hreyfingar og leik og þar reis meðferð unga fólks- ins á þessu viðfangsefni sínu hæst, en þar naut það öruggrar handleiðslu Jóns Ásgeirssonar tónskálds, sem látið hefur gömlu þjóðlögin og danslögin sig miklu varða og meðal annars unnið þar mikið og merkilegt starf fyrir Þjóðdansafélagið. Leiksmiðimir og flytjendur verksins — auk leikstjórans og yfirsmiösins Eyvindar Erlends- sonar — eru að þessu sinni þau Amar Jónsson, Ketill Larsen, Edda Þórarinsdóttir, Margrét Helga Jóhannesdóttir, Níels Óskarsson, Sigmundur Öm Amgrímsson Karl Guömunds- son og Þórhildur Þorleifsdóttir, og var þeim öllum þakkað inni- ■ lega og lengi í leikslok, sem þau og áttu skilið. Og hvað svo sem verður um Leiksmiðjuna í framtíðinni, þá hefur hún með sýningu þessari unnið mikil- vægt starf, sem ekki verður heldur vitað hvað upp af sprett- ur — hún hefur bent á hinn mikla og ómetanlega fjársjóð þjóðkvæðanna og þjóðlaganna, sem enn hefur ekki verið nýttur nema að litlu leyti í þágu is- lenzkrar leiklistar. Fyrir þaö ber að þakka þessu unga og áhuga- sama leiklistarfólki og óska því • allrar gæfu í leit sinni — og þó fyrst og fremst að það finni sjálft sig í list sinni fyrr en seinna. að gaman er að heyra hana spil- aða af slíkum manni sem Kulka er. En fiðlukonsert Glasúnoffs, sem átti upprunalega að spila þetta kvöld, heföi verið meiri matur í að heyra. Svo mætti líka spyrja, hvort ekki væri hægt að skipuleggja hlutina dá- lítið betur hvað einleikara snertir. Á síðustu tónleikum heyrðum við Edith Peinemann leika fiðlukonsert Bartóks, og núna kemur annar fiðluleikari- I lokin heyrðum við 4. sin- fóníu Tsjaikovskýs. Þessi sin- v fónía hefur verið flutt hér tvisvar áður (a.m.k.) á eftir- minnilegan hátt undir stjóm tveggja mætra hljómsveitar- Stjóra: Wodiczko frá Póllandi 1960 og Ronly-Riklis frá ísrael 1963. Dmngalegt, þunglyndis- legt og ofsafengið verk. Einnig mjög hávaðasamt og ekki laust við að vera óþægilega brútalt i sérstaklega í Háskðlablói. Tsjaikovský var sannarlega 10. sfða. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.