Vísir - 23.04.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 23.04.1969, Blaðsíða 3
FH vill eigiB félagssvæði Sækir til bæjarbúa um stuðnirig ■ Á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að Fimleikafé- lag Hafnarfjarðar, F.H., var stofnað. Er stofndagurinn tal- inn vera 15. október 1929. Allt frá þeim tíma hefur F.H. verið leiðandi afl í íþróttalífi Hafnnrfjarðar, og ótaldir eru sigr.M' einstakra íþróttamanna og flokka féiagsins. Því miður hafa aðstæöur til í- þróttaiökana þó jafnan verið slæmar í Hafnarfirði. Nægir að benda á að hinir ágætu hand- knattleiksmenn bæjarins hafa ekkert íþróttahús haft til að æfa og keppa í, og hafa orðið að leita til margra staða til æfinga. Fyrsti knattspyrnuvöllur Hafn arfjarðar var við Víðistaði, en lengi hefur staðið til að þar verði framtíöaríþróttasvæði Hafnar- fjarðar. Völlur þessi var ruddur 1908 og notaður allt til ársins 1920 en knattspyrnufélagið 17. júní gekkst fyrir gerð iþrótta- vallar á Hvaleyrarholtinu og hef ur hann enn þann dag f dag veriö aðalíþróttavöllur Hafnar- fjarðar. Segja má að völlur þessi hafj alla tíð verið mjög slæmur og litlar endurbætur gerðar á honum, ef frá eru skilin árin 1954 til 1962, sém kalla má blómaskeið hafnfirzkrar knatt- spyrnu. Þá voru byggðir við völlinn búningsklefar og böð, en áður höfðu knattspymumenn orðiö að afklæðast í holtinu við völlinn, hvernig sem viðraði. — Hin bætta aðstaða er þarna fékkst var öðrum fremur að þakka þeim Axel Kristjánssyni og Albert Guðmundssyni. FH hefur lengi aö þvf stefnt að fá eiginn knattspyrnugrasvöll og í nóvember 1959 var FH loks veitt svæöi fyrir framtíðarstarf semi sína. Var það við austur- mörk Hraunhóla í Garðahreppi, norðan Reykjanesbrautar um 200 metra austan vegamóta Reykjavíkurvegar og Álftanes- vegar. I september 1960 var byrjað á byggingu íþrótt„vallar á svæð- inu og var henni langt komið árið 1963, en þá varð að hætta framkvæmdum vegna fjárskorts. Hafði FH þegar í upphafi þess- ara framkvæmda tilkynnt bæjar yfirvöldunum að félagið hygð- ist koma upp mannvirkjum þarna á svæðinu, án þess að biðja um aðstoð frá bænum. í ársbyrjun 1965 ákvað svo stjóm FH að hefja framkvæmdir á svæðinu að nýju og var óskað eftir því að svæðiö yrði mælt upp að nýju, Svæðið var mælt upp, en ekki fékkst leyfi bæjar yfirvalda til frekari fram kvæmda á svæðinu, enda kom á daginn að gerður hafði verið nýr skipulagsuppdráttur, sem gerði ráð fyrir hraðbraut yfir þvert svæðiö. Stjórn FH lagði áherzlu á að fá að halda framkvæmdum við völlinn áfram, en samningar um það tókust ekki. í júlí 1967 tókust svo samn- ingar um það að FH fengi land í Kaplakrika fyrir íþróttasvæði sitt, og undi FH all vel þeim málalyktum. Greiddu bæjaryfir- völdin félaginu 500 þúsund kr. í skaðabætur. 23. nóvember 1967 barst bréf frá byggingarfulltrúa Hafnar- fjaröar og fékkst með því end- anlegt leyfj fyrir því að stað- setja knattspymuvöll í vestur homi lóðarinnar. Hófust fram kvæmdir á svæðinu 15. marz 1968. Varð þegar ljóst að fram- kvæmdir þessar yrðu mjög kostnaðarsamar og jafnvel fé- laginu ofviða. En nú kom í ljós sem oft áður samheldni og fé- lagsþroski FH-inga. Kvöld eftir kvöld mættu félagamir við völl inn og störfuðu þar í sjálfboða- liðsvinnu. Á þennan eina hátt hefur orðið mögulegt fyrir félag ið að hrinda framkvæmdinni svo vel áleiðis. En til þess að unnt verði að fullgera völlinn og taka hann í notkun, þarf að þekja völlinn með grasþökum. Kostar það töluverða fjárhæð og leita nú FH-ingar til bæjarbúa Hafnar- fjarðar eftir aðstoð. Ætti öllum að vera það bæði ljúft og skylt að rétta' félaginu hjálparhönd. íþróttamenn félagsins hafa auk ið hróður bæjarins, ekki einung is innanlands heldur víða um Evrópu, auk þess sem þeir hafa veitt mörgum ógleymanlegar á- nægjustundir. í leikjunum með þeim eldri. Á minni myndinni er Bafnfirðingur á línunni. DANSSKÓLI HERMANNS RAGNARS V0RS ÝNINC skólans verður í Austurbæjarbíói laugardaginn 26. apríl 1969 kl. 2,30 e. h. if Um 200 nemendur koma fram á sýningunni. _>f Yngstu börnin bregða upp mynd af „leikvelli“. Litið verður inn á nýstárlegan „táningastað“, þar sem dansaðir eru allir nýjustu táningadansarnir, Vatusi — Boogalo — Saul o. fl. auk allra vinsæl- ustu dansanna s.l. 40 ár, eins og t. d. Charleston — Boomps-a-Daisy — Lambeth Walk — Tvist o.fl. ,>f Gömlu aldamótadansarnir verða dansaðir í við- eigandi búningum. ^f Sígildir samkvæmisdansar, Enskur vals, Tango, Quickstep, Cuban-Rumba, Cha-cha-cha og Pasa- Doble. Aðgöngumiðasala er í dansskólanum frá kl. 3 í dag og á föstudag. í Austurbæjarbíói föstudaginn 25. apríl frá kl. 4 e. h. — Verð aðgöngumiða er kr. 75.00. if SJÓN ER SÖGU RÍKARI SÝNINGIN VERÐUR EKKI ENDURTEKIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.