Vísir - 21.06.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 21.06.1969, Blaðsíða 1
s;í ÆM W WKmHm 59. árg. — Laugardagur 21. júní — 136, tbl. , » SELJA LOFTLEIÐIR RR VÉLAR SÍNAR? — Flugliðar reyna að skaða félagið Á aðalfundi Loftleiða, sem haldinn var í gær, kom fram, að félagið hefur fengið „viðunandi“ Sig. Helgason, New York, flytur skýrsiu sína á aðalfundinum. kauptilboð í allar Rolls Royce fiugvéiar félagsins frá nýstofn- uðu flugfélagi í einu nágranna- landa íslands. Verður væntan- lega tekin afstaða til þessa kaup tilboðs um næstu mánaðamót, og þá jafnframt ákveðið um væntanleg frekari flugvélakaup félagsins, eða hv rt félagið hazli sér völl með breyttum rekstrartilgangi. Tap varð á rekstri félagsins á sl. ári sem nam rúmum 7 milljónum króna, en þá höfðu afskriftir upp á kr. 296 milljónir króna verið tekn- ar með f reksturskostnað. Velta félagsins á sl. ári nam tæp um 1,4 milljarði króna og var aukn ing í krónum um 36%. I ræðu stjórnarformanns, Kristjáns Guð- 'laugssonar kom m.a. fnam, „að fluglið félagsins hafi nokkra sér- stöðu, og virðist leggja á það meg inkapp, beint og óbeint, að skaða félagið með vinnudeilum og vinnu- tregðu, sem birtist í ýmsum aðgerð um, sem venjulegir sakleysingjar myndu ekki telja sér samboðnar." 1 upphafi fundar var minnzt sérstak- lega Kristjáns Jóhanns Kristjáns- sonar, forstjóra eins af stofnendum Loftleiða, sem Iézt fyrr í vikunni í Bandaríkjunum. Flugvélstjórar veikir í dag? ■ Við höfum heyrt að flugmennirnir séu að hressast, en óttazt er að heilsu flugvirkja og íiugvélstjóra kunni að hnigna mjög eftir því sem nær dregur hádegi á morgun, sagði starfs- maður Flugfélagsins í viðtali við Vísi í gær. Félagið hafði þá góðar vonir með að hægt yrði að senda eina flugvél til Kaupmannahafnar á miðnætti og þotuna til London nú í morgun. Flugmenn ætluðu upphaflega aðeins að vera í verk falli fimmtudag og föstudag og lék grunur á, að „veikindi" þeirra yrðu ekki lengri að sinni. Flugvélstjórar ætluðu aftur á móti að hefja vinnustöövun í dag á hádegi og var talin hætta á að heilsu þeirra færi nú mjög að hraka. Þó er þess að geta, að formaður félags þeirra lýsti því yfir á fundi með samgöngumála- ráðherra, að hann mundi sjálfur beita sér fyrir því að félags- menn hans virði lög. Vísir hafði í gærkvöldi tal af Þórði Björnssyni, yfirsakadöm- ara, vegna flugmannadeilunnar, sem Vinnuveitendasamband I’s- lands vísaöi til embættisins fyr- ir hönd flugfélaganna. Sagði yf- irsakadómari að strax og kær- an hefði borizt dómnum, hefði embættið farið fram á það við flugfélögin, að þau létu dómn- um í té viss gögn, sem byggja mætti rannsókn málsins á, svo sem um hvaða menn ættu hér i hlut. Þessi gögn hefðu ekki enn borizt, sagði Þórður Björns son, og fyrr er ekkert hægt að aðhafast i málinu. Tvö slys i umferðinni í gaer Tvö slys urðu í umferðinni í gær. Lítil telpa varð fyrir bifreið á Hæðargarði, móts við húsið nr. 52 í gærmorgun, er hún hljóp framundan vörubifreið, sem stóð við götuna, og lervti fyrir bif- reið sem ekið var eftir götunni. Þá varð kona fyrir bifreið á mótum Barmahlíðar og Löngu- hlíðar kl. rúmlega fjögur í gær. Konan og litla telpan voru báðar fluttar á Slysavnðstofuna. Rafmagn skammtað í tfag Hætta er á rafmagnsskömmtun á Suövesturlandssvæðinu í hádeg- inu í dag og á morgun nema því aðeins að álaginu verði dreift til muna. Unnið er nú aö því að tengja 220 kw línu sem liggur frá Búrfelli um Geitháls og til Straumsvíkur og meðan á þeim framkvæmdum stend ur eru rafmagnsnotendur beðnir um aö dreifa álaginu svo það komi LITIÐ UM NYTT KAL Búizf við að sláttur hefjist i næstu viku 9 Sprettutíð hefur verið góð undanfarið og er búizt við að sláttur geti almennt hafizt um mánaðamótin næstu. • Blaðið taláði við Jónas Jóns son hjá Búnaðarfélaginu í gær, sem sagði að horfur á grassprettu væru heldur góðar um landið. „Þó væri þetta engan veginn talið gott, ef viö værum ekki orðnir svo illu vanir á undanförnum ár- um“, sagði Jónas. „Mikið af túnun um á kalsvæðunum. er ennþá stór kostlega skemmt, en ekkj hefur borið mikið.á nýju kali, þó er það til og það allvíða um landið. Verstu rkalsvæðin, sem voru í fyrra, líta nú mun betur út heldur en þá.“ Þá sagði Jónas, að útlit væri fyr- ir, að sláttur hæfist með heldur seinna’móti miðað við gott árferði en með fyrra móti miðað við undan farin ár. Liti allsæmilega út með sláttinn og væru horfurnar ekki svipaöar og í fyrra, þegar algjör neyð var. Vísi r í vikulokin fylgf7 bluðinu í dug til úskrifent'u - ...... v .Í.A. . . Bíða átekta í Bíafra ÍSlenzku flugmennirnir í Flug- hjálp, sem fljúga til Bíafra á vegum Kirkjusamtakanna bíða nú átekta, en allir loftfiutning ar til Bíafra hafa Iegið niðri nú um skeið. Nú hefur Bíafrastjórn samþykkt birgðaflutninga að degi til og í dag verður fundur Rauða krossins og Kirkjusamtakanna í Genf, sem mun sennilega skera úr um það hvenær þeir flutningar hefjist. ->- 10. síða. Ililliillp Blómaskeið litlu flugfélaganna — Mikið annriki hjá jbeim i innanlandsfluginu i gær ■ Mikið var að gera hjá litlu flugfélögunum í gær þegar Ijóst var að veikindi flugmanna myndu halda á- °ram. Flugstöðin, Flugþjón- usta Björns Pálssonar og Norðurflug Tryggva Helga- sonar voru með sínar vélar á stöðugu flugi í gær, eftir því serr veðurfar leyfði, en síðdegis í gær „lokuðust“ nokkrir staðir á Norðuriandi svo og Vestmannaeyjar vegna þoku. AIls munu yfir 15 litlar flugvélar, hafa ver- ið í farþegaflutningum innan lands í gær. Hjá Flugþjónustu Björns Páls sonar var búizt við, aö fluttir yrðu allt aö 90 farþegar allt í allt í gær, en flug stóð enn yfir er haft var samband við starfs- menn þar í gærkvöldi. Hefur fyrirtækið yfir 6 vélum að ráða, og var þeim flogið vítt og breitt um landið, m.a. til Vestmanna- eyja, Hornaljarðar, Egilsstaða, Akureyrar og víðar. Flugstööin var með 5 vélar i gangi í gær, sem samtals geta flutt 15 farþega ; einu. Þar hafði aðallega verið íiogið til Vest- fjarða svo og til Austurlands. Norðurflug er meö tvær vélar, aðra sem tekur 11 farþega og var áformað í gær að fara tvær feröir til Reykjavíkur, Hin vélin, mun minni, var eitthvað í flugi milli staöa norðanlands. Af þessu annrfki litlu flugvél anna má sjá, . að blómaskeið þeirra hefur verið í gær, enda veikindi flugliða stæiri flugfélag anna ekki náö til flugliða. litlu félaganna. stíga um borö í eina sniáflugvélanna í gdkr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.