Vísir - 27.06.1969, Side 13

Vísir - 27.06.1969, Side 13
V í SIR . Föstudagur 27. júní 1969. »^^^^^^^^^^WWV¥WVMV¥¥¥»>W¥V¥¥¥¥V¥¥¥¥y¥¥¥V¥¥¥W¥y¥¥¥¥¥V¥¥¥¥» T3 Ottó Schopka SPJALLAÐ UM IDNÞRÓUNiNA SKIPASMÍÐAR Á TÍMAMÓTUM málin allt öðruvfsi við. Hér eru til stöðvar, sem hafa sýnt að þær geta smíöað vönduð og full komin skip og á samkeppnis- hæfu verði, ef þeim eru tryggö samfelld verkefni. En það eitt. nægir engan veginn til þes-s áö útgerðarmenn og aörir leiti ti! þeirra um smíöi nýrra skipa. í flestum nágrannalöndum okkar bjóða stöövarnar 75-80% liostn- áðarverðs að Iáni til 8-10 ára með 6% vöxtum. Ef íslenzku stöðvunum verður ekki gert kleift að bjóða hliðstæð kjör, eru miklar líkur á að sú saga endurtaki sig, sem oröið hefur svo mörgum hneykslunarefni á undanfömum árum, að íslend- ingar láta smíða allan sinn skipa stól erlendis. En þess gætir þegar, að mikil hætta sé á aö þetta gerist aftur. Sambandiö héfur í athugun að endurnýja skipastól sinn, en girnileg lánstilboð erlendra skipasmiðja geta hæglega valdið því, að þáu skip verði smíðuð erlendis. íslenzk skipasmíðastöö á þess kost að smíða tvö lítil fiskiskip fyrir Indverja, ef þau viðskipti falla kaupendum í geð, eru lik- ur á að um allmiklu meiri við- skipti geti oröið aö ræöa. En íslenzka stööin veröur að bjóða svipuð lánskjör og t. d. Noregur, Danmörk ög Holland. Takist það ekki er líklegt, að ekki verði af samningnum. Það tækifæri, sem þarna býðst, má ekki fyrir nokkurn mun láta sér úr greip um ganga. Það er ljóst, að það sem haml ar viðunandi nýtingu skipasmiöj- anna, er skortur . fjármagns, Þetta fjármagn verður -að út- vega, því að allt mælir-með því að íslendingar ættu aö geta ver- ið meðal fremstu þjóða heims á sviði fiskiskipa, ef fjármagn skortir ekki, Erlendar lántökur í þessu skyni ættu. ekki .aö hafa • n.ein, Qhagstæð áhrif á efnahags- þróunina innanlands nemá .siður:; væri á meðan ónóg atvinna ér v landinu og iðnaðarmenn verða að leita í stórum hópum til starfa í öðrum löndum. \ Skipasmíðaiðnaðurinn er áfar ’- vinnuaflsfrek atvinnugrein, . — vinnulaun eru stór þáttur f frám leiðslukostnaðinum. Þótt ekki væri némá af þesari ástæðu er full þörf á að búá svo um hnút- ana, að íslendingar geti smíðaö sín skip sjálfir og til útflutnings að auki. Þaö væri í meira lagi al varlegt mál, ef verið væri aö smíða skip erlendis fyrir Íslend- inga á sama tíma og hér væru verkefnalausar skipasmiðjur og atvinnulausir iðnaðarmenn og verkámenn. Slíkt má aldrei ger- ast. J síðustu viku var hleypt at stokkunum hjá Slippstöðinni á Akureyri stærsta skipi. sem til þessa hefur virið ^míðað í ís- lenzkri skipasmiðju, eitt þúsund lesta strandferöaskipi fyrir Skipaútgerð ríkisins. Sá atburð- ur markar tímamót í sögu ís- lenzks iðnaðar og þó einkum í skipasmíðaiðnaðiQum. En skipasmíðaiöhaðurinn stend ur raunar á tímamótum f öðrum skilningi og af öðrum orsökum um þessar mundir. Hér hafa ver ið byggðar á undanförnum ár- um miklar skipasmiðjur, sem hafa möguleika á að framleiða meginhlutann af þeim skipastól, sem Iandsmenn þurfa á að halda. Samt er ástandið þannig, að margar stöðvarnar hafa haft Iangtum of lítil verkefni nú um langt skeið en eins og gefur að skilja er þeim mjöjg að vanbún- aði að standast 'álík áföll til lengdar, þar sem skuldir eru miklar og greiðslur af lánum skipta háum upphæðum á ári hverju. Að sjálfsögðu á verkefna skorturinn rætur að rekja að sumu leyti til hins slæma árferö- is, sem hér hefur ríkt, en margt bendir til þess að afkoma útgerð arinnar hafi batnað talsvert á síðustu vetrarvertíð og áhugi út- gerðarmanna á skipakaupum hef ur aukizt verulega. Um leið hefur ríkisstjórnin marglýst þvf vfir, að ýmsar ráð- stafanfr skyldu gerðar til þéss að skapa skipasmiðjunum viðun- andi verkefni. Þannig var t. d. í ársbyrjun 1968 heitið 10% við- bótarlánafyrirgreiðslu til þeirra útgerðarmanna, sem létu byggja skip sín hér heima til viðbótar við 75% lán Fiskveiöasjóðs, en lán sjóðsins til fiskiskipa, sem smíðuð eru erlendis, nema mest 67% af verðmæti skipsins. Þá er og skemmst að minnast þess að Atvinnumálanefnd ríkisins sam- þykkti að ráðstafa 50 m. kr. til skipasmíða í íslenzkum skipa smíðastöðvum til atvinnuaukn- ingar. Er um þessar mundir unn ið að gerð áætlunar um smíði fiskiskipa, sem Atvinnumála- nefndin mun greiða fyrir. En svo ágæt sem þessi fyrir- heit-um-aöstoð-kuana að vera, þá hafa þau fram til þessa reynzt heldur gagnlítil, en alvar- legast er þó. að sá hlekkur. sem mikilvægastur er, Fiskveiðasjóð ur, er algerlega ófær um að fjár magna nokkrar verulegar skipa smíðar hér innanlands næstu ár. Því^veldur, að sjóðurinn er að greiöa niður stutt-tíma-Ián, sem tekin voru erlendis fyrir fáum árum, þegar skipasmíðar fyrir íslendinga urðu hvað méstar er- lendis. Þær skipasmíðar voru að verulegu leyti fjármagnaðar með stutt-tfma-Iánum, sem hinir er- lendu framleiðendur gátu boöið — að sjálfsögðu með opinberri aðstoð — og Fiskveiðasjóður yf- irtók þessi lán og endurlánaði kaupendum skipanna til lengri tíma. Þess vegna er Fiskveiða- sjóður ekki aflögufær nú til aö efla innlendan skipasmíðaiðnað. Siðastliðin 2 ár hefur stórlega dregiö úr endurnýjun fiskiskipa- flotans, aðallega af tveimur á- stæðum. Annars vegar varö veru leg endurnýjun á árunum 1963 - ,67, sem dregur úr endurnýjun- arþörfinni á næstu árum, hins vegar vegna lélegrar afkomu í sjávarútvegi, sem hefur lamað getu útgerðarinnar til þess að kaupa ný skip. En nú eru ný viöhorf að skapast og greinilega hefur orðið vart vaxandi áhuga útgerðarmanna á að láta smíða ný skip, og þá einkum þær gerð ir, sem látnar voru sitja á hak- anum á árunum 1963-’67, þegar stefnan var sú að hafa stærö skipanna sem mesta. Nú er eft- irspurn eftir minni stærðum skipa og sú eftirspum fer vafa- laust vaxandi, því að endurnýj- un þess hluta flotans hefur ver- ið vanrækt. Hér verður að gæta þess vel, að íslenzku skipasmiðj- unum verði sköpuð aöstaða til þess að smíða skip, þ. e. a. s. að nauðsvnlegt lánsfé verði útveg- að. Þegar uppgangurinn mikli hófst árið 1962, voru íslenzku skipasmiöjurnar algerlega ófær- ar um að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu, sem þá hófst enda áttu þær ekki nema tiltölulega lítinn hluta í henni. En nú horfa LJÓSASTILLINGAR Bræúúrnir Ormsson ht 1 i/ , 'Mtfmúla ,38820. ..(Betní -á.jöðii.bensinstöð BP viö Háaleitisbr.) Seljum oruna- og annað fyllingarefni á mjög hagstæðu verði. Gerum tilboð 1 jarðvegsskiptingar og alla flutninga. ÞUNGAFLUTNINGAK h/f . Simi 34635 Pósthólf 741 PLATÍNUBÚÐIN, Tryggvagötu Sfmi 21588. Úrval af ódýrum lugtum f alla evrópska bíla t. d. Renault R-16, Simca, Citro- en, Daf, o. fl. FASTEIGNA — VERÐBRÉFASALA — INN- IÍEIMTA — KAUP SALA — EIGNASKIPTI Fasteigna- og veröbréfasalan. Eignaskipti. Laugavegi 11, 3ja hæð. Sími 13711 á skrifstofutíma 9.30—7 og eftir samkomul. Nýtizku veitingahús - AUSTURVER - Háaleitisbraut 68 — Senöum — Sími 82455 L E IG A N s.f. Vinnuvelar til feigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum RafknOnir Steinborar Vatnsdœlur ( rafmagn, benzín ) J arðvegsþjöppur Rafsuðutœki Víbratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablásarar HÖFDATUNU - SiMI 23480 FóiS þér [slenzk gólftappi fr<5» ggj mtirna TEPPflHIISIÐ Ennfremur.édýr EVLAN feppf. Spadð tima og fyrithöfn; og vöH$8 á einum'sfað. SUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAViK PBOX1311Í n / h i ■t3S.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.