Vísir - 10.07.1969, Blaðsíða 8
8
V1 S I R . Fimmtudagur 10. júlí 1969.
VtSIR
Otgeíandi ReyKjaprent h.t. \
Framkvæmdastjóri Sveinn R. EyjólfssoD /
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsoo í
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson )
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson 1
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmai 15610 11660 og 15099 )
Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Slmi 11660 (
Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) /
Áskriftargjald kr. 145.00 * mánuði innanlands l
f lausasðíu kr. 10.00 eintakið /
°rentsmiðia Vfsis — Edda hJ. \
Við viljum nýja nefnd
Reikna má með, að í haust breytist viðhorfin í skóla- /
málum landsins að ýmsu leyti. Þá skilar áliti nefnd )
sú, sem starfað hefur í nokkur ár að framtíðarskipu- )1
lagi Háskólans, og einnig hefur verið boðað, að þá \\
verði strax teknar upp einhverjar nýjar námsbrautir ('
við skólann. Þá á einnig að vera búið að koma á fót (
nýjum námsbrautum fyrir landsprófsmenn og gagn- /
fræðinga. Jafnframt starfar nefnd að endurskipulagn- )
ingu Kennaraskólans og unnið er að heildarendur- j
skoðun skólalaganna frá 1945. Allt þetta starf sýnir, ii
að hinn nýi tími er að halda innreið sína í skólakerfið. //
Það, sem nú vantar, er heildarmyndin. ))
Við leggjum til, að enn ein nefndin verði skipuð í )
endurskoðun skólamálanna, þótt slíkar nefndir séu \
örugglega of margar fyrir. En verksvið og skipulag v
þessarar nefndar á hvort tveggja að vera nýtt. í nefnd- <
ina mætti t. d. skipa einn hagfræðing, einn tölfræð- /
íng, eínn félagsfræðing, einn skólastjóra, einn upp- /
eldisfræðing, einn raunvísindamann og einn hugvís- )
indamann. Þessir menn eiga allir að vera undir fertugu \
og hafa þetta verkefni fyrir fullt starf. Þeir eiga að (
skipta með sér verkum og starfa sjálfstætt hver að í
sínum þætti, en hittast vikulega til að bera saman /
bækurnar, gagnrýna hver annan og fá víðari sjón- )
deildarhring í verkefnum sínum. j
Tölfræðingurinn og félagsfræðingurinn eiga að gera j
spá um þörf þjóðfélagsins fyrir skólamenntun á ýms- í
um stigum og sviðum. Spána gera þeir í samráði við /
hina nefndarmennina og á hún að gilda fimm ár, tíu /
ár, fimmtán ár og enn lengra fram í tímann. Spána j
má gera með hliðsjón af þeirri þróun, sem er að ger- j
ast með mestu hámenningarþjócum heims. \
Uppeldisfræðingurinn, raunvisindamaðurinn og '«
hugvísindamaðurinn gera í samræmi við spána tillög- j
ur í stórum dráttum um aðgerðir á sínum sviðum. \
Skólastjórinn á að höfða til reynslunnar og hafa það (
verkefni að koma þessum fimm framangreindu mönn- /
um niður á jörðina, ef þeir eru cf mikið uppi í skýj- )
unum. Til þess nýtur hann aðstcðar hagfræðingsins, j
sem reiknar jafnóðum út kostnað og ber saman fjár- j
hagslega hagkvæmni ýmissa möguleika. j
í hvert sinn sem eitthvert svið er afgreitt í stórum (
dráttum, er fenginn maður, sem ekki er í nefndinni, /
en þekkir vel viðkomandi svið, til þess að skipuleggja )
endurbæturnar í smáatriðum og fylgja þeim eftir í j
framkvæmd. Á þann hátt eiga að fara saman fram- j
sýni, heildaráætlun og nákvæmar aðgerðir á hverju y
sviði. Rannsóknin \ heild þarf ekki að taka nema tvö (
ár í mesta lagi, ef nefndarmenn hafa ekki annan starfa, /
og kostnaðurinn ætti varla að nema meiru en tæpum j
tveim milljónum króna. Betri fjárfestingu fyrir tvær j
milljónir er varla hægt að hugsa sér. j
Það sem nú er verið að gera í skólamálunum, er \
mjög gott en götótt. Ýmis svið og stig fræðslumál- :
anna verða útundan. Þau göt fyllir nýja nefndin, um /
leið og hún samræmir og endumýjar skólakerfi okkar. )
3!
TUNGUNU
Þannig munu þeir Armstrong og Aldrin paufast um á tunglinu
og safna sýnishornum fyrir jarðarbúa. Tunglferjan í baksýn.
■ „Við ætlum að vera á
tungli n í 22 stundir. Það
fyrsta, sem strákamir gera,
er að búa sig undir að skjóta
sér upp aftur ... ef óvænta
hættu bæri að höndum. —
Svo fara þeir að borða og
fá fjögurra stunda hvíldar-
tíma. Þið gætuð að minnsta
kosti kallað það svefn, nema
hvað ég ekki viss, hversu
vel við getum sofið í þessum
... hérna, þröngu húsakynn-
um.“
Gætuð þið sofið, þegar þið
vissuð, að rétt fyrir utan svefn-
herbergisdymar bíður tunglið
eftir því að verða skoðað?
— — og svo eftir hvildina,
opnast útgönguop tunglferjunn-
ar og fyrsti geimfarinn stígur
niður þrepin inn í hinn nýja
heim.
Læra að ganga
upp á nýtt
„Viö verðum að læra að
ganga og hoppa og fara milli
staða í þessu umhverfi, þar sem
þyngdaraflið er 1/6 af þvi, sem
er á jörðinni .... hvernig á að
framkvæma allt þetta, sem við
höfum lært síöan við fórum
fyrst að ganga. Allt upp á nýtt.“
Ef ég krasa, dett ég þá?
Detti ég, kemst ég þá aftur á
fætur?
„Fyrst og fremst veröum við
að ná í hluta af tunglinu, sýn-
ishorn. Við munum meta mögu
leika geimfara, framtíðarinnar
til að starfa við þessar aðstæð-
ur.“
Ég á f brasi með búninginn
Það er erfitt að hrevfa hand-
legginn og setja annan fótinn
fram fyrir hinn.
„Síðan komum við fyrir til-
raunatækjum, sem veröa eftir
á tunglinu, jarðskjálfta- ....
tunglskjálftamælum."
Geimfararnir snúa a'ftur til
tunglferjunnar og hvfla sig.
Fjórar eða fimm klukkustundir
líða í viðbót við þær tvær eða
þrjár, sem þeir voru úti. Tungl-
ferjunni er skotið upp, nema
„pallinum", sem verður eftir á
mánanum. Þeir fljúga til að
hitta aftur geimskipið sem
varð eftir ,,uppi“ með einum
geimfara og beið eftir þeim
tveimur, sem fóru í labbitúr á
tunglinu.
Eitthvað á þessa leið verður
reynsla geimfaranna banda-
risku, sem ætla sér að heim-
sækja tunglið okkar, auövitaö
ef alit fer samkvæmt áætlun.
Tveir þeirra, Armstrong og
Aldrin stiga fæti á mánann. Sá
þriðji. Collins, stjórnar skipinu,
sem tekur við þeim aftur og
flýgur til jarðar með tunglferj-
una við tengda að nýju.
Átta daga ferðalag
Skotið veröur klukkan 13.32
að fslenzkum tíma miðvikudag-
inn 16. júlf, rétt eftir hádegið.
Laugardagur 19. júlf klukkan
17.26: Komið að tunglinu.
Sunnudagur 20. júlí, kl. 17.50:
Tunglferjan yfirgefur geim-
skipið.
Sama dag kl. 20.23: Lending
á tunglinu.
Mánudag 21. júlí kl. 06.17 að
morgni verður geimfarinn Arm-
strong fyrstur manna til að stíga
fætj á tunglið, og 22 mínútum
síðar fylgir Aldrin f fótspor fé-
laga síns.
.... og tfu mínútum fyrir sex
um kvöldið skjóta þeir sér
sjálfir upp aftur og yfirgefa
tunglið. Fjórum stundum seinna
eiga þeir að tengjast geimskip-
inu á nýjan leik og snúa til
jaröar morguninn eftir.
Klukkan 16.49 fimmtudaginn
24. júlí er gert ráð fyrir að geim-
far þeirra falli í Kyrrahafið.
Fyrstu för manna í gönguferð
á tunglinu er lokiö.
Eins mikilvægt og þegar
fyrsta lífveran skreið
á land
„Við lifum á tímum mikillar
byltingar f þróunarsögu lífs á
jörðinni. Maðurinn er að færa
svið sitt út, frá yfirborði jarðar
út í sólkerfið. Margir álita, að
þetta sé jafnmikilvægur at-
burður og þegar fyrsta lífveran
kom upp úr hafinu og skreið
á land og tók að marka sér nýtt
athafnasvið." — Þetta eru orð
Thomas O. Paine, sem stjórnar
þessum málum í Bandaríkjun-
um, nú þegar maðurinn hyggst
fótum troða mánann f ifyrsta
sinn.