Vísir - 10.07.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 10.07.1969, Blaðsíða 1
Síldarverð þriðjungi hærra en ífyrra 59. árg. — Fimmtudagur 10. júlí 1969. — 152. tbl. Verð á saltsíld til bátanna verður í sumar um það bii þriðj- ungi hærra en það var í fyrra, eða 650 kr. á hverja uppsaltaða tunnu í stað 472 kr. í fyrra- sumar. Hver uppmæld tunna (120 lítrar eða 108 kg) er nú á 477 kr. en var við fyrstu verðákvörðun, sem gilti fram í september f fyrra 347 kr. Nýja verðið gildir til 30. sept. Veröákvörðun þessi var gerð með atkvæði oddamanns f yfirnefnd Verðlagsráðs, Bjarna Braga Jóns- sonar og fulltrúa síldarseljenda, Guðmundar Jörundssonar og Tryggva Helgasonar, gegn atkvæði fulltrúa síldarkaupenda, Jóns Þ. Ámasonar og Sveins Benedikts- sonar. Ennfremur hefur verið ákveðið lágmarksverð á síld, sem afhent er utan hafnar til söltunar, ísunar eða frystingar á þessu tímabil tii 30. sept. og skal hvert kg. seljast á 2,80 og hver uppmæld tunna á 302,00 kr. Einnig var ákveðið lágmarksverð á loönu í bræðslu á Norður- og Austurlandssvæði, 0,94 kr. hver kg. Heimilt er að greiða 30 aurum lægra verð fyrir loðnu, sé hún tek- in úr veiðiskipi í flutningaskip utan hafnar. Hah Loftleiðir unnið Air Bahantas málið? — Rætt um möguleika á, að Loftleiðir kaupi líka TransAvía ■ Vísir hefur fregnað, að dómur sé fallinn fyrir undirrétti í Míamí í Bandaríkjunum í máli Loftleiða vegna,kaupa þeirra á flugfélaginu EJA (Executive Jet Aviation), sem á Air Bahamas. Herma fregnir, að úrskurður hafi verið sá, að Loftleiðir megi eiga meirihluta hlutafjár þess, en þeir munu hafa eign- azt það nær allt. Málið höfðaði Rickett nokkur major, einn aðaleigandi Air Bahamas. Taldi hann, að gefa hefði átt fyrri hluthöfum for- kaupsrétt að hlutabréfunum áð- ur en þau voru boðin Loftleiðum til kaups. Málinu mun hafa verið áfrýj- að til æðri dómstóls í Florida- ríki. Alfreð Elíasson, framkvæmda stjóri Loftleiða, tjáði blaðinu í morgun, að honum værj ekki kunnugt um dóminn. Hins veg- ar vissi hann, að málflutningur hefði farið fram í þessu máli í Miami. Samkvæmt þessum fregnum er talið, að Loftleiðir hafi unn- ið málið í þessari lotu. Aðspurður, hvort Loftleiðir hefðu tekið nokkra ákvörðun um kaup hollnezka flugfélags- ins Trans Avia, sagði Alfreð aö um það lægi engin ákvörðun fyrir. Trans Avia hefur komið við sögu í Bíafra-fluginu. Höfðu Loftleiðir fyrst leigt nokkrar vélar sinar Trans Avia, en síðar eignaðist flugfélagið Flughjálp þær vélar. Þá hefur Trans Avia komið við sögu Air Bahamas málsins. Alfreð Elíasson skýrði frá því, að frestur hafi verið veitt- ur til 15. þessa mánaðar þeim áhugamönnum, sem hafa hug á að kaupa Rolls Royce flugvélar Loftleiða. Eru þetta atvinnulaus ir flugliðar, mest sænskir, sem vilja eignast flugkost. — Er því margt í deiglunni hjá Loftleið- um um þessar mundir. SAST I SUNDLAUG- INNII HVERAGERÐI Saknað 15 ára Reykjavikurpilts • Fimmtán ára piltur, Krist- ján Kristjánsson, Nökkva- vogi 15 í Reykjavík, hvarf að Umferð bönnuð um Búrfellssvæðið • Öll almenn umferð hefur ver- ið bönnuð um virkjunarsvæöiö við Búrfell og Þjórsárbrúna um ó- ákveðinn tíma. Stafar sú ákvörðun af jarðraski því, sem orðið hefur, þegar vatninu er smátt og smátt hleypt i vatnsvegina, þ.e. „stöðu- vötnin'* mynduð austur þar, en þær framkvæmdir hófust fyrir nokkrum dögum • Er þetta gert til þess að fólk lendi ekki í vandræðum á ferð um svæðið, en ekki hefur komiö til neinna óhappa hingað tll. Fram kvæmdir austur þar ganga sam- kvæmt áætlun. heiman frá sér í byrjun vik- unnar. „Það spurðist til piltsins síðast, þar sem hann var að synda í sund lauginni í Hveragerði í fyrradag, og eru þessar upplýsingar taldar nokkuð áreiðanlegar", sagöi Kristj án Sigurðsson, rannsóknarlögreglu maður í viðtali við Vísi í morgun. Kristján kvaðst ekki teija að neitt stórkostlegt væri aö í sam- bandi við hvarf piltsins, en hann mun hafa horfið á svipaðan máta áður. Kristján fór að heiman frá sér á mánui agsmorgun, og var þá klæddur bláum gailabuxum, köflóttri peysu og hafði sandala á fótum. Freysteinn ógnar Guðmundi -r- Ákvörðun i máli Friðriks i dag • Freysteínn Þorbergsson ógnar nú Guðmundi Sigurjónssyni í baráttunni um fyrsta sætið á æf- ingaskákmótinu. í gær vann Frey- steinn Bjöm Sigurjónsson, en Guömundur og Bragi geröu jafn- tefli. Biðskák varð hjá Jóhanni Þóri og Trauista. Ákvörðun verður tekin i dag, hvort strika skuli Friðrik út úr keppninnj eða telja ótefldar skákir hans honum tapaðar. Æfingamótinu eru settar naumar tímaskorður, vegna þess að nokkrir keppenda eru á förum á meistara- mót Norðurlanda. Auk þess verður heimsmeistaramót stúdenta um næstu mánaðamót. Biðskákir verða tefldar í kvöld, og siðasta umferð er á morgun. Nú er úti veður vott Ekki hefur mikiö séð til sólar það sem af er júlí, og í dag er suddi og strekkingur, sem senniiega endist a. m. k. næsta sólarhring- inn, samkvæmt veðurspám. Ekki er pó nein lægð sjáanleg á leið til landsins, segja veðurspámenn, og má þvf jafnvel búast við að innan fárra daga fái borgarbúar sólskinið sitt iangþráða. — Yrði það vel þegin sumargjöf iftir votviðrasamasta júní-mánuð um áratuga skeið. — Myndin er dæmigerð fyrir miðborg Reykjavíkur, þar sem konur „vopnaðar“ regnhlífum hafa sett svip á götulífið undanfarnar vikur. MUN BETRI LAXVEIÐI í ÁR EN í FYRRASUMAR • „Lax, lax, iax,“ syngur Guðmundur Jónsson þrot- laust þessa dagana, og virðist söngur hans verða að áhrinis- orðum, en laxveiði er nú 6- venju góð um land aiit, að því er Albert Erlingsson í Veiðimanninum tjáði Vísi í morgun. Albert sagöi að laxagengd væri alls staðar eins og bezt yrði á kosið og mun betri en á sama tima í fyrra. Hann sagði, að þegar síðast fréttist hefðu verið komnir um 600 laxar á land úr Þverá f Borgarfirði, en heldur minna úr Norðurá og Laxá í Kjós, Þá sagði Albert, að veiði hefði strax i byrjun júlí orðiö allgóð i Laxá í Hrepp- um og Brúará, en það væri ó- venjulegt mjög í byrjun veiði- tímans. Veiðiár norðanlands hafa heldur ekki brugðizt, og er' fiskur kominn um alla Laxá i Aðaldal, en yfirleitt er hann seinni til þar en annars staðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.