Vísir


Vísir - 06.08.1969, Qupperneq 4

Vísir - 06.08.1969, Qupperneq 4
Jóakim Hið fyrsta af mörgum nöfnum hins nýfædda Danaprins er, sem kunnugt er, Jóakim. Margir eru þeirrar skoöunar að krónprins- essan hafi ekki sýnt fjölskyldu- erfðum og sögu landsins nægjan- lega tillitssemi með þessari nafn- gift. En móðirin segir, að bamið hafi einfaldlega hlotið þetta nafn vegna þess, að þeim hafi fundizt það óvenju fallegt. Og þar við sat. Léttleiki Meira en milljón karla og kvenna í Sovétríkjunum iðka einhvers konar likamsrækt, leik- ■imi og loftfimleiká. Auk þess taka margar milljónir landsmanna þátt í morgunleikfiminni í útvarp inu á hverjum morgni hjá þeim „Valdimar og Magnúsi." Áfengisútgjöld I Noregi eru heildarútgjöld landsmanna til áfengiskaupa árið 1968 kr. 1.699.500.000 og nálgast þannig 1% milljarð króna á ári. Von Rosen í fyrradag hóf sænski greifinn von Ro^en að nýju þátttöku í styrjöldinni í Bíafra. Ein af smá- flugvélum hans varpaði sprengju á oliubirgðastöð í Nígeríu og eyði lagði hana. Takmark hans er að eigin sögn einungis það, að þjóð- inni í Bíafra verði ekki útrýmt úr tölu sjálfstæðra þjóða. Humphrey snýr aftur Hubert Humphrey, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, íhugar nú sterklega að snúa sér aftur að stjórnmálunum á næsta ári. — Humphrey sagði, að hann myndi örugglega sækjast eftir kosningu árið 1970 sem þingmaður heima- ríkis sins, Minnesota. Og... ... Norömenn fíytja út sand til Libýa. Mótmæla sxðleysi Fyrk skömmu safnaðist hópur manna fyrir framan leikhús eitt í New York til þess að mótmæla gamaníeiknum „Oh, Calcutta", en þar er opinskátt fjaílað um kyn- feröismál. Mótmælendur báru spjöld, þar sem á var letrað: Við krefjnmst siðsemi og velsæmis í Tistaverkunum." BER ER HVER AÐ BAKI.... Leidd á brott að söng loknum. Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 7. ágúst. Hrúturinn, 21. marz til 20. april. Loforð geta brugðizt og flest farið á annan veg en þú reikn- aðir með. Gerðu því ekki neinar fastar áætlanir, en taktu hlut- unum eins og þeir koma fyrir. Nautið, 21. apríl til 21. mal. Það virðist geta farið svo, að óstundvísi og óorðheldni, helzt þó í sambandi við smámuni að kalla, valdi þér óþægindum og gremju, einkum fyrri hluta dags ins. Tvfburamir, 22. maí til 21. júní. Þetta getur orðið nokkuð und- arlegur dagur. Margt virðist getá brugðizt, en verða þér aö vissu leyti ávinningur, einmitt fyrir það, þótt þaö komi ekki strax. fram. Krabbinn, 22. júní til 23. júli: Gagnstæða kynið getur valdið þér gremju og ef til vill nokkr- um erfiðleikum í dag, en ein- hvern hlut muntu líka eiga að þvi, þótt þú viljir ekki e. t. v. viðurkenna það. Ljónið, 24. júlí til, 23. ágúst. Þetta getur orðið sæmilegur dag ur í peningamálum, en helzt lítur út fyrir að eitthvað geti gengið úrskeiðis á öðrum svið- um, eitthvert ósamkomulag, e. t. v. heima fyrir. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. Gerðu þér sem Ijósasta grein fyrir þeim viðfangsefnum, sem bíða þín í dag og láttu þau, sem þola bið, sitja á hakanum. Gerðu engar fastar áætianir fyr- ir kvöldið. Vogin, 24. sept. til 23. okt. Þetta getur orðið vel sæmilegur dagur, þegar hann er allur, þótt eitthvað gangi öfugt til að byrja með. Reiddu þig ekki um of á loforð annarra, eða að þeir standi við ákvarðanir sínar. Drekin11, 24. okt. til 22. nóv. Bréf eða fréttir kunna að berast, sem valda þér nokkrum áhyggj- um eöa jafnvel gremju, en varla til lengdar. Þú færð það mörgu að sinna, að það gleymist. Bogmaðurinn, 23. nóv.til21. des. Minnstu ákvarðana og loforða, og ræddu við þá, sem hlut eiga að máli, getir þú ekki efnt það, sem umrætt var. Vafalítið ger- ist eitthvað í kvöld, sem kemur þér á óvart. Steingeitin, 22. des. til 20. jan. Gættu þess vel áð koma ekki ódrengilega fram við vini eða nákomna ættingja. Athugaðu, að þeir leggja e. t. v. meiri áherzlu á þá hluti, sem skipta þig minna máli. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr. Góður dagur, nema hvað ýmis- legt gengur kannski seinna, en þú gerðir ráð fyrir. Athugaðu vel hvort framkvæmdir sem þú hefur í hyggju, svara kostnaði. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz. Farðu gætilega í öllum áætlun- um, einkum í sambandi við pen- ingamálin, og leggðu ekki of mikinn trúnað á gróusögur í sambandi við einhver áhættu- viöskipti. ••••»•••••••••••••••••••••■••••••••• Páfanum mótmælt af sér þingmennsku. En ekki gengu mótmælin þrautalaust. Mót-mótmælendur lögðu til at- lögu við kröfuspjaldamenn og kðstuöu einmg eggjum og tómöt- um. Meðal þeirra var hinn 14 ára gamli sonur Roberts heitins Kennedys, Robert yngri. — Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi. ana sæla í sumarleyfi sínu í Hy- annis Port. í sjónvarpsræðunni á dögunum bað hann fólk að tjá huga sinn um slysiö og framtíð hans sem þingmanns. Honum hef- ur sannarlega orðið aö beiðni sinni — á marga vegu. Blaðafull- trúi hans segir, að samúöarkveðj- ur fólksins streymi að í sífellu, en fyrir utan sveitasetur fjölskyld- unnar þ^óta egg og tómatar. Það er einkum ungt fólk, sem á örð- ugt með að fyrirgefa þingmannin- um framkomu hans eftir slysið. Þaö hefur nú nokkrum sinnum safnazt saman fyrir framan sveita setrið með mótmælaspjöld, þar sem þess er krafizt, að hann segi Tvíburar mæð- ur samdægurs Fyrir skömmu vakti ung stúlka mikla athygli vegfarenda á Pét- urstorginu í Róm, er hún tók að kyrja mótmælasöng gegn banni páfa við notkun pillunnar marg- frægu. Stúlkan, Suzanne Harris, er 22 ára Bandaríkjastúlka og kaþólsk. Hún orti sjálf mótmæla- sönginn. Páll páfi gat ekki hlýtt á söng stúlkunnar, þar eð hann dvaldist um þær mundir á sveita- setri sínu Castelgandolfo. Þegar Suzanne hafði lokið söng sínum, leiddu tveir lögregluþjónar hana á brott. ÞJÓÐLEG í LEIKFÖNG i Leikföng frá Mordva-sjálfstjóm arlýðveldinu í Sovétríkjunum hafa lengi verið vinsæl. I þorpinu Meltsani hefur verið reist nýtt fyrirtæki, sem framleiðir leikföng og minjagripi í þjóðlegum stfl. Hér eru sýnishom — i senn minjagripir og felustaðir fyrir vínfleyg! (Fréttir frá Sovétríkjun- um). Edward Kennedy, öldungadeild- arþingmaður, á víst ekki sjö dag- Robert Kennedy yngri. í Minsk í Rússlandi gerðist sá óvenjulegi atburður fyrir skömmu að tvíburasysturnar Galína og Ir- ina Falévítsj eignuðust sín fyrstu böm samdægurs. Báðar ólu þær drengi — með aðeins 3 y2 klst. millibili. Galína vinnur í mat- vörubúð, Irina í skógerð. (Fréttir frá Sovétríkjunum). Suzanne Harris stundar nám við kaþólskan háskóla í Banda- ríkjunum, en hefur nú tekið sér árs leyfi, til þess að koma mót- mælum sínum á framfæri. Systir hennar er nunna. Mótmælasöngur hennar fjallar um þær þjáningar, sem bann páfans gegn notkun pillunnar hefur í för með sér. J Síðasta vísan hljóðar svo: • ,---. •——■ - ---- — en þegar við hlustum áóp? barnanna, bamanna, sem einlægt svelta, þá veit ég, að flestir spyrja „ertu viss um, að þetta sé vilji Guðs?“ l

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.