Vísir - 10.09.1969, Qupperneq 8
cof
/
VÍSIR
___■V. •
Dtgerandi RevKjaprent H.t
Framkvæmdastjon Sveinn R. Eyjólísson
RitstjOrt: JOnas Kristjðnsson
Aðstortarntstjóri Axel Thorsteinson
FréttastjOri: Jón Biri.it Pétursson
RitstjOmarfulltrúi Valdimat H Jóhannesson
AuglVsingar Aðalstræti 8 Simar 15610 11660 og 15090
Afgreiðsla Aðaistræti S, Slrni 11660
Ritstjóro Laugavegi 178 Slmi 11660 (5 liriur)
AskritfarKjald kr 145 00 ‘ mánuði innanlands
I lausasftlu kr 10 00 eintakið
^rentsmiðia Visis — Edda h.f
Allt á sama stað
|£arl Guðjónsson, alþingismaður Alþýðubandalagsins
fyrir Suðurland, lýsti yfir því á kjördæmisráðsfundi
fyrir skömmu, að hann mundi ekki bjóða sig fram
aftur undir merkjum Þjóðviljaklíkunnar sem réði
einu og öllu í Alþýðubandalaginu.
Karl flutti á fundinum langan reiðilestur um yfir-
gang Þjóðviljamanna í Alþýðubandaiaginu Hann
sagði, að sú klíka hefði í engu breytt vinnubrögðum
sínum, hagaði öllum málum gersamlega að eigin geð-
þótta og hikaði ekki við að þverbrjóta lög flokksins
og ályktanir, ef henni byði svo við tö horf?. Ýmsir
helztu oddvitar flokksins hefðu þverbrotið ályktun
flokksins um ekkert samneyti við iiinrásarríki Var-
sjárbandalagsins. Öll völd í Alþýðubandalaginu væru
raunverulega í höndum ÞjóðviljaKlíkunnar
Á fundinum tóku fleiri í sama streng og Kari, þar á
meðal annar maður á lista Alþýðuband'.lagsms á Suð-
urlandi, Björgvin Salómonsson. Virðast uppreisnar-
mennirnir í Alþýðubandalaginu njóta töluveiðs fylgis
á Suðurlandi, og.stuðlar afstaða Kans mjög að því, að
Alþýðubandalágið klofni um land allt.
Til skamms tíma hefur litið svo út sem Þjóðvilja-
klíkunni mundi takast að halda töluverðum hluta
fylgis Alþýðubandalagsins. Þjóðviljamenn eru þraut-
þjálfaðir í þeim leik, sem til þess þarf, og hafa gert
nafnskiptatæknina að sérstakri listgrein í hvert sinn,
sem þeir hafa lent í alvarlegu mótlæti, hafa þeir náð
að halda sínu með því að skipta um nafn 03 dyljast
undir fölsku flaggi. Fyrst hétu þeir kommúnistar, síð-
an sósíalistar og nú Alþýðubandalagsmenn.
Og alltaf hafa fylgismenn látið blekkjast. Það er
t'yrst nú, að þeir eru að sjá sannleikann i málinu.
Hann er sá, að það eru sömu mennirnk, sem ráða öllu
í Alþýðubandalaginu og réðu kommúnistaflokknum
á sínum tíma, þegar hann hét sínu rétta nafni. Að vísu
er of snemmt að spá, hve víðtæk og langvinn þessi
nýja innsýn óánægðra Alþýðubandalagsmanna verð-
ur.
Hvaða álit, sem menn hafa á Hannibal Valdimars-
syni og uppreisnarmönnum hans, hljóta allir lýðræðis-
sinnar að óska þess, að gríman nái að falla af íslenzk-
um kommúnistum, svo að fylgi þeirra far> niður í eðli-
legt mark. Áhrif þeirra hafa of lengi venð of mikil,
íslenzku þjóðfélagi til mikils tjóns. í krafti Þjóðvilj-
ans ráða þeir lögum og lofum í Alþýðubandalaginu.
Á sínum tíma héldu margir þýzkir stjórrimálamenn,
að þeir gætu notað Hitler og ráðið sjálfir. Það var
mikill misskilningur. Til skamms tíma hafa lýðræð-
issinnaðir Alþýðubandalagsmenn haldið, að þeir gætu
notað kommúnista til þess að byggja upp vinstri fylk-
ingu. Það var jafnmikill misskilningur. Kommúnistar
kunna til verks í valdasviptingum cg verða jafnan
ofan á. En nú eru þeir þrátt fyrir allt sífellt að verða
fleiri, sem sjá, að tilgangslaust er að starfa með
kommúnistum. Og nú hefur Karl Guðjónsson bsétzt í
bann hóp.
V í S IR . Miðvikudagur 10. september 1969.
-tljmiMMMW—miniimiiuiLMi . ni.»jiw.j««a
Sá sem er fyrstur nær 1 feitustu fritana og verður því oft mikill handagangur í öskjunni.
ÚTSÖLURNAR BJARGA
ÖLLU í DÝRTÍÐINNI
— Viðskipti sem allir hagnast á
^llt í fjöri iöar, titrar. Útsölu-
skiltin þjóta upp eins og gor
kúlur. Eiginmenn eru trekktir
upp, dregnir niður I bæ. Verðmið
ar f öllum regnbogans litum
standa í búðargluggum, lítillát-
ir og feimnislegir eins og þeir
hálfskammist sín fyrir töluna
sína svona í miðri dýrtíðinni.
Vinnulúnar húsmæöur í regn-
kápum horfast í augu við bros-
andi og spengilegar gínur í
skrautlegum baðfötum. Vegfar-
endur telja í budduræflinum
meðan kaupmaðurinn reynir að
bretta niður tærnar á gömlu
skónum, sem alltaf hafa gleymzt
niðri f kjallara. Það er enginn
vafi, það er útsala í Reykjavfk.
Dtsölur eru hið mesta menn-
ingarfyrirbæri. Þá geta kaupend
ur látið eftir sér að eignast fall-
egu fötin, sem hafa verið f tlzku
allt sumarið. Frottebaðfötin, sól
gleraugun með stóru glerin,
strandskómir með mjóu böndun
um og töskumar með Mallorka
myndunum, allt rennur út eins
og heitar lummur, Regnhlífar
eru aftur á móti, og því miður,
ófáanlegar. Það er líka miklu
meira gaman að verzla, þegar
útsala er. Þá þarf maður ekki
að vera eins formlegur og upp-
stilltur í verzlununum. Til dæm
ir má alveg ganga um allt og
handfjalla og þreifa á nörun-
un. Meira að'segja er hægt að
fara um búðina og benda og
spyrja eins og krakkarnir: „Hvað
kostar þetta og hitt?“ Kaupmað-
urinn, sem síðan kl. 9 um morg
uninn hefur rogazt með sama
brosið, heldur því enn, svarar
og þylur upp tölur og.ber sn--
an við gamla ókristilega v-
Verðmiðarnir lítillátu bro-'
litabrosi þessu til samþyki
gamla, gulnaða verðskráin si.
sér við f skúffunni af hryllingi
Kaupmaðurinn er yfir sig á-
nægöur. Aldrei hefur ískrað
jafnoft í útidyrahurðinni í sum
ar og einmitt nú. Og þegar hann
gengur á bak við, inn á lager-
inn, til þess að herða á sendi-
sveininum við að bursta rykið,
hugsar hann með sér að réttast
; bara að stækka við sig fyr-
'in. Siðan gleymir - hann
tví og sendisv^rninum,-^et;
. app brosið aftur og skýzt
fram fyrir. Þar standa viðskipta
vinirnir við hillurnar og býsn-
ast yfir, hve bamafötin séu
krúttleg og sæt.
Milli klukkan fimm og sex
eykst ösin um allan helming,
allir kaupa eitthvað Lokserkom
inn lokunartími. Kaupmaðurinn
leggur brosið á hilluna en er
þó hinn ánægðasti. Kaupendur
eru komnir hver til síns heima
með dofna fætur og horfa á
hvernig börnin rífa utan af pinkl
;f unum. Allir eru uppgefnir, en
hre’ssir i bragði yfir góðum verzi
unardegi.
Aðeins ef það er útsala, er sjálfsagt að str.nzt og skoða, jafn-
vel þó aö hinn sami komi aldrei til með að nota þann varn-
ing, sem á boðstólum er.