Vísir - 04.10.1969, Blaðsíða 1
►
Vegur undir
vegur yfir
B Strákarnir í Kópavogi iðuöu
í skinninu í gærdag eftir að fá að
aka nýjan tengiveg undir um-
ferðarbrýrnar nýju, en í morg
un var vegurinn opnaöur fyrir
almennri umferð. Tengivegurinn
er milli Kársnesbrautar og Ný-
býlavegar undir brýmar, sem
byggöar hafa verið yfir gatna-
mótin.
B Eldri ökumennirnir hafa lik-
lega ekki síður hlakkaði til aö
fá þennan veg því hann greiöir
mjög umferð milii bæjarhlut-
anna, sem alltaf er töluverð, auk
þess sem vesturbærinn kepist f
betra samband við hina nýju
hraðbraut um Kópavog. ,
B Umferðarmerki hafa ekkl
verið sett upp á þessum stað að
sögn forráöamanna byggingar-
nefndarinnar vegna anna við aðr
ar framkvæmdir en almennar
umferðarreglur gilda á þessu
svæði. Gangbrautir verða merkt-
ar sérstaklega fyrir gangandi
veðfarendur, þar til gangstéttar-
gerð er lokið.
B Deilumálið milli ÁTVR og
bandarísku tóbaksframleiðend-
anna er nú á því stigi að „allt
bendir til þess að pakkarnir
verði ekki merktir í Bandaríkj-
unum“, eins og Jón Kjartansson
Vísir í
vikuSokin
fyigir biaðinu í dag
til áskrifenda
forstjóri ÁTVR sagði í viðtali
við blaðið í gær.
Von er á fulltrúa sambands
bandarískra tóbaksframleiðenda til
íslands, eftir helgina, til viðræðu
við ÁTVR, einnig er von á fulltrúa
fyrirtækisins Brown & Williamson
til Iandsins, í sömu erindagerðum.
Ekki varð af neinu samkomulagi
milli ÁTVR og Blanco, fulltrúa R.
J. Reynolds fyrirtækisins á fundi
þeirra. Lýsti Blanco því yfir, sem
áður hafði frétzt, að bandarisku
framleiðendunum fyndist of sterkt
að oröi kveðið á íslenzka varúðar-
miðanum, sem á að fylgja síga-
rettupökkum, og yrðu miöarnir ekki
settir á pakkana í Bandaríkjunum.
ÁTVR skýrði hins vegar frá því,
að orðalagi miðanna og íslenzkum
lögum yröi ekki breytt.
Nýting Loftleiða-
hótelsins yfir 100%
— Aningarfarþegum fjölgar stöðugt —
M'órgum visað frá i sumar vegna þrengsla
B Loftleiðamenn verða
varla vændir um, að þeir nýti
ekki fjárfestlngar sínar nægj
anlega vel. í allt sumar hefur
nýting hótelsins verið fyrir
ofan 100%, nema í septem-
ber, þegar nýting hótelsins
varð „aðeins“ 94,6%.
Mest varö nýting hótelsins I
ágúst 105,1% sem er metmánuð
ur frá upphafi. í júní ívar nýting
in 100,6% og í júlí 102,1%
sem næstbezti mánuður frá upp
hafi — Skýringin á því, að hægt
er að nýta hótel meira en 100%
er sú, að sama herbergið er léigt
tveimur sama sólarhringinn.
Vegna þrengsla í hótelinu
varðað vísa mörgum svokölluð-
um „áningarfarþegum“ frá yfir
háannatímann og uröu þeir því
færri, en ella. Engu að síður varð
11,3% aukning á þessum gestum
fyrstu níu mánuöi þessa árs mið
að við sama tíma í fyrra. Þeir
urðu 8747 á móti 7860 í fyrra.
Flestir urðu þeir í september, en
að sjálfsögðu hefðu þeir orðið
fleiri yfir hásumarið, ef föng
heföu verið á að hýsa þá.
Áningarfarþegar greiða 44
dali fyrir tveggja daga dvöl hér
með gistingu, mat og skoðunar-
feröum. Fyrir einn dag greiða
þeir 19.50 dali. — Langflestir
eru hér tvo daga og má því
reikna með, að aðeins þessir far-
þegar gefi af sér 30—40 milljón-
ir króna I erlendum gjaldeyri
með dvölinni hér.
Ljésavélarstimpill
stöBvar Ægi í mánuð
— vibgerð á Þór, eftir brunann i fyrravetur, lýkur um áramótin
B „Oft veltir lítil þúfa
þungu hlassi“, er mál-
tæki, sem starfsmenn Land-
helgisgæzlunnar hljóta að
hugleiða nokkuð þessa dag-
ana. Flaggskip stofnunarinn-
ar, Ægir, hefur nú í nokkrar
vikur verið stopp hér í
Reykjavík vegna brotins
stimpils í Ijósavél skipsins. —
Auðvitað getum við notað
skipið, þó að ljósavélin sé ó-
virk, sagði Pétur Sigurðsson
forstjóri Landhelgisgæzlunn-
ar í viðtali við Vísi, en við get
um ekki unnið í því úti á sjó
án ljósavélarinnar.
Við höfum ekki viljað láta
vinna nema dagvinnu viö að
Iagfæra ljósavélina til að spara
fyrir ríkiskassann og höfum því
sett Albert í gang i staðinn með
megnið af áhöfn Ægis, sagði
Pétur Sigurösson.
Ljósavélin í Ægi er að vísu
ekki alveg ein um framleiðslu
rafmagns um borð. Rafall er í
sambandi við aðalvél skipsins,
en töluvert álag þarf að vera
á vélinni til að hún fullnægi raf-
orkuþörfinni. Þá er einnig neyð-
arljósavél um borð í skipinu
eins og skylt er.
Þór er enn til viðgerfiar eftir
brunann, sem varð urrt' fcorð i
seinnipart fyrravetrar. Er ráð- É
gert að viðgerðinni verði lokið -
um næstu áramót, en miklar
skemmdir urðu í skipinu eins
og kunnugt er. Enn er ekki víst
hversu dýr viðgerðin verður, en
miklar skemmdir urðu vegna
hita og reyks fyrir utan bruna-
skemmdimar sjálfar. Hefur m.
a. þurft að taka upp nokkrar
stálplötur, sem hafa skemmzt
af hitanum og sömuleiðis endur-
bæta rafleiðslur og tæki
Gamla kjötið rennur út
— búizt við minnst 10°/o aukningu i kjötframleibslunni i ár
• Við reiknum með að kjöt-
framleiðslan verði í það minnsta
10% meiri í ár en í fyrra, sagði
Vigfús Tómasson, sölustjóri hjá
Sláturfélagi Suðurlands í viðtali
við Vísi í gær. — Og sennilega
er það þó of lágt reiknað, bætti
hann við, þar sem þessi áætlun
er gerð meðan bændur höfðu ein
hverja von um að ná heyjum Inn.
Framleiðslan á kindakjöti nam
í fyrra rúmlega 12400 tonnum eða
841603 skrokkum, og þann 1. sept-
ember eða í þann mund að slátuj:-
tíöin var að hefjast voru 7—800
tonn eftir af kjötinu frá í fyrra,
samkvæmt upplýsingum, sem Vísir
fékk hjá Framleiðsluráði.
— Þetta kjöt var svo til alveg
hætt að seljast, sagði Vigfús, sölu-
stjóri Sláturfélagsins, en nú hefur
mikill skriður komið á söluna, eftir
að auglýst var 10 kr. lækkun á
gamla kjötinu frá og með 1. októ-
ber. — Við höfðum sent mikið af
gamla kjötinu í verzlanir í borginni
og eins í kaupfélögin á Suðurlandi,
31943
kom upp
Dregið var í Landshappdrætti
Sjálfstæðisflokksins á miðnætti sl.
þriðjudags. Þar sem ekki höfðu
borizt skil utan af landi var vinn-
ingsnúmerið innsiglað, en innsiglið
brotið í. gær. Vinningsnúmerið var
31943 og getur sá heppni vitjað
vinningsins á skrifstofu flokksins
að Laufásvegi 46.
VISIR
59. árg. — Laugardagur 4. október 1969. — 218. tbl.
Pakkarnir ekki merktir / USA