Vísir - 04.10.1969, Page 7

Vísir - 04.10.1969, Page 7
I VlSIR. Laugardagur 4. október 1969. 7 Vígslubiskupar Ekki mun það hafa komiö á óvart er sr. Pétur Sigurgeirsson var kosinn vígslubiskup Norö- lendinga. Hann er þriðji Akureyr arpresturinn, er þá stöðu hlýtur og sá fimmti í röðinni síðan til þessa embættis var stofnað með lögum frá 1909, sem Þórhallur biskup nefndi „skör að stólunum fomu.“ Fyrstur vígslubiskup Hóla- stiftis var sr. Geir Sæmundsson. Hann hlaut vígslu að lokinni prestastefnu að Hólum 10. júlí 1910. Var það önnur biskups- vígsla á þeim helga stað, hin fvrri fór þar fram 30. júlí 1797, er síðasti Hólabiskupinn, Sig- urður Stefánsson vígði GeirVída lín. Við bískupsvígslu sr. Geirs Sæmundssonar var staddur mik itl fjöldi manna, bæði lærðra og leikra. Þar stýrði sr. Bjarni Þor- steinsson á Siglufirði söngnum, en eftir athöfnina flutti sr. Matthías hátíðarljóð sín, frá alt ari Hóladómkirkju. Þar í er þetta erindi, sem tekið hefur ver ið í sálmabókina: Margir vottar (efumst eigi) eru með oss þessa stund, þeir, sem hér á holdsins degi heitast þráðu Drottins fund. Syngið með öss, sælu bræður, syngið, biðjið, feöur, mæður: Islands sól og sumar dafni. Sign oss, Guö, í Jesú nafni. Eftir sr. Geir Sæmundsson kom sr. Hálfdán Guðjónsson á Sauðárkróki. Hann hlaut vígslu að Hólum 8. júlí 1928 af biskupi, dr Jóni Helgasyni,, bræðrungi sín um og vini frá æskuárum“. Var sú athöfn hin hátíðlegasta, sótt af miklum mannfjölda þ. á m. 35 prestum. Með eftirmanni sr. Hálfdáns fluttist vígslubiskupinn aftur til Akureyrar, er sr. Friðrik Rafnar var vígður að Hólum 29. ágúst 1937. Gizkað var á, að við þá athöfn væru 800 manns. „Veður var hið bezta og fegurð og tign Hóla nutu sín vel í glaða sól- skini.“ Sr. Friðri'k hélt vigslpbiskups embættinu til dauðadágs, 21. marz 1959, þótt látiö hefði hann af prests- og prófastsstörfurtt. 5 árum áður, sakir vanheilsu. Na- grannaprestur hans, sr. Sigurður Stefánsson, prófastur á Mööru- völlum, varð eftirmaður hans og. hlaut vígslu á Hólum 30. ágúst 1959. Var þaö á 14. sd. e. Trin. — guðspjallið: Tíu líkþráir, hið sama og fyrirrennari lians hafði lagt út af fyrir 22 árum. Það var mikið tjón fyrir kirkju lslands er sr. Sigurður varð að láta af prests- og prófastsstörf- um sakir vanheilsu aðeins rúm- lega sextugur að aldri. farsældarinnar. Gamall maður, verkalýðsforingi í þorpi einu lét nýlega fiafa eftir sér athyglis- verð ummæli um breytinguna á innihaldi lífsbaráttunnar, sem orðið hefði á hans dögum. Hann minntist gamla tímans, lélegs aðbúnaðar á flesta grein og erf- iðrar vinnu frá morgni til kvölds En hvað nú? Góðar byggingar, rafmagn og vatn í hverju húsi og hvers kyns þægindi. „En eitt er víst“, bætti gamli maðurinn við. „Það eru miklu meiri á- hyggjur hjá mönnunum nú“. Og til hvers eru þá allar framfarim- ar, ef þær ekki færa mönnum frið í hjarta og innri farsæld, ánægju en ekki áhyggjur vegna þess sem unnizt hefur? Hér er úr vöndu aö ráða og því fáu að svara nema að því leyti sem hver og einn getur gert upp við sjálfan sig. Að hve miklu leyti getur hann snúizt gegn ó- heilbrigðum tíöaranda — óeðli legri og óheilbrigðri keppni eftir fánýtum hlutum, kapphlaup, sem veldur lamandi þreytu, skil ur eftir auðn og tóm, en færir hvorki frið né sanna farsæld. — Hér verður eins og fvrr er sagt, hver og einn að gera hlut- ina upp við sig sjálfan. Á ég ekki að neita mér um þessa skemmtun? Fer ég nokkurs á rriis þótt ég sleppi henni? Get ég ekki látið vera að kaupa þennan nýja hlut? Gerir ekki hinn gamli sama gagn? Því ekki að veita sér heilsu- bótargöngu en spara bíiinn og bensínið? O. s. frv. o. s. frv. Hin hóflausa græðgi eftir lífs gæðunum. Þar sem hinum minni máttar er stjakað til hliðar og látnir verða útundan, hefur mörgu illu til leiðar komið. — Mörg eru sorgleg dæmi um það úr okkar eigin samtíð og sagan sýnir hve mennirnir hafa þar lít ið lært þrátt fyrir aðvaranir og ábendingar göfugra manna og viturra. Um þetta er lærdómsrík frásaga í einni af fornsögum okk ar — Laxdælu. Þar segir frá veiðistöð þeirri á Breiðafirði, er Bjarneyjar heita. „Þær eyjar eru margar saman og voru mjög gagnauðugar. I þann tíma sóttu menn þangað mjög til veiöi- fangs Var og þar fjölmennt mjög 'ölluni misserum. Mikiö þótti spökum mönnum undir því, að menn ætti gott saman í útverj- um. Var það þá mælt-að mönn- um yrði ógæfra um veiöifang, ef missáttir yrðu. Gáfu og flestir menn aö því góðan gaum.“ Nú er mikiö um það rætt, hver nauðsyn ber til að nýta gæði landsins, sem bezt, opna auðlind ir þess, virkja krafta þess í þágu fólksins til að tryggja hag þjóð- félagsins, efla velmegun þess. — Öllum kemur saman um að möguleikarnir séu miklir, landið sé „gagnauöugt“ eins og höfund ur Laxdælu kemst aö orði um Bjarneyjar á Breiðafirði. Um hitt kemur okkur ekki eins vel saman hvernig eigi að afla þessa mikla auðs, — enn síður hvemig eigi að skipta honum. Hver ein staklingur skarar eld að sinni köku, því að honum finnst sinn hlutur sízt mega minni vera. — Hvert stéttarfélagið, hver hags munahópurinn af öðrum gerir sínar skilyrðislausu og ófrávíkj anlegu kröfur, sem verði aö upp- fyllast. Annars sé ekki hægt að lifa „mannsæmandi lífi“ o.s.frv. Óneitanlega virðast margir hafa samúö með þessum kröfum. — A.m.k. fá þær margar stuðning með því að birtast í blöðum og fjölmiðlunartækjum. En samt er eins og maöur hafi það á tilfinn ingunni, að jafnvel þótt allar þessar kröfur yrðu uppfylltar, mvndi ekkert lát verða á þessari kröfugerð því að allar efnislegar „þarfir“ eru óseðjandi hjá þeim sem ekki á hið innra með sjálf- um sér hófsemi hins hógværa hjarta. Jesús sagði, að þótt maöurinn eignaðist allan heiminn, þ.e. þótt hann fengi allar sínar veraldlegu óskir uppfylltar stoðaðiþaðhann ekki neitt ef hann biði tjón á sál sinni, þ.e. eignaðist ekki þann innri frið, sem er í sátt við Guö og menn og finnur fullnægju i því að njöta andlegra verðmæta í hógværð og kærleika. — Þess vegna þurfum við að kappkosta að vanda mat okkar á efnisgæð unum og sýna hófsemi i allri meðferð þeirra til þess að öðlast hlutdeild í því sem dýrmætara er. — Þvi að ef vér reynumst ekki trú í hinum rangláta mamm on, hver mun þá trúa okkur fyrir Ef þér því ekki hafið verið trúir í hinum rangláta mammon, hver mun þá trúa yður fyrir sannri auðlegð? (Lúkas 16. 11.) Cjálfsagt mun það svo að þetta tvennt sem nefnt er í yfir skrift þessarar hugvekju sé það sem mönnum mun þykja einna mest hnoss þessa lífs — þ.e. að eiga frið hjartans og rósemd hug ans, finna með sjálfum sér ör- yggi þess, sem yfir er vakað af æöra mætti í þessari tilveru og með sporum hvers og eins sé fylgzt frá vöggu að gröf af vit- und og veru hins algóða, sem ann öllu lífi af kærleiksríkum mætti sínum. Að öðlast trúna á þessa föðurlegu forsjón Guðs, vissuna um þessa vernd, það er að eignast þann frið hjartans, sem er æðri öllum skilningi, eins og segir í Orði Guðs. En hvaö með farsældina? Hvað meinum við með þesu orðið? Orðabókin segir að það sé sama sem hamingja, velgengni. En burtséð frá öllum skýringum orðabókanna er ekki ótrúlegt að með þessu orði sé að öllum jafn aði átt við andlega vellíöan og vtra öryggi, að maöurinn búi á- rekstra og illindalaust við um- hverfi sitt, hafi fundið inntak og takmark f lífinu og kunni tök á því að verja efnum sinum og kröftum í samræmi við það tak- mark. Sjálfsagt munum viö jafnan telja það, að andleg lífsskoðun eigi að vera hafin yfir brauðstrit og keppni um efnisleg verðmæti. Þetta er þó tæpast nema í oröi kveðnu. Starfið vinnan í ein- hverri mynd, er inntak hins rúm helga dags í ævi hvers heitbrigös manns. Þar kemur öflun lífsgæð- anna til greina á svo marga Vegu. Óneitanlega setur þessi lífsgæðaöflun svip sinn á dag og veg hvers einstaklings flestu öðru fremur. Það er hún sem nefnist öðru nafni lífsbarátta. — Það nafn er að vísu gamalt, frá þeim tíma, sem lífið var oft lít- íð annað en stríð fyrir sjálfri til- verunni, stríö sem oft var tví- sýnt og endaði ósjaldan meö ó- sigri manneskjunnar. Enda þótt sú barátta sé nú orðin sigurviss- ari heldur en áður, er ekki víst að þar með sé náð þráðu marki Geir Sæmundsson. Hálfdán Guðjónsson. Friörik J. Rafnar. sannri auðlegð? Frækorn Vitiö, bræður minir, elskaðir: Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði. (Jak. 1.19.) Frækorn EINUM STAÐ í hugvekjunni, sem birtist hér á Kirkjusíðunni í dag er vakin athygli á því, hve hinn innri frið ur hjartans er manninum meira virði heldur en ytri velgengni. Hversu langt sem maðurinn nær í öflun efnisgæðanna tryggir það honum hvorki sanna farsæld né sálarfrið.----1--- Það tekur ekki nema fáeinar minútur að renna augunum yfir þessa hugvekju. Þaö ætti engan að skaða. Sig. Stefánsson, FóiS þér fslenzlc gélfteppi fr& Sr. Helgi Hálfdánarson andað- ist 2. jan. 1894. Útför hans fór fram 13. jan. Þrjár ræður voru fluttar og höfðu allir ræðu- menn (án þess að bera sig sam an) valið sér sama textann: Fil. 1.21.: Því að lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur. Ennfremur <5dýr EVIAN feppi. SpariS tíma og fyrirhöfn, og verzIiS á einum sltc?. Héraðsfundur Húnvetninga var haldinn að Tjörn 31. ágúst. Skoraði fundurinn á söfnuði að stofna ferðasjóð aldraðs fólks í prófastsdæminu. Skal sjóður þessi styrkja aldraö fólk innan héraðsins sem vill taka þátt í sumardvöl við Vestmannsvatn. Vitur er að vísu sá, sem villir éi heimsihs blíða Þrautum eftir þarf ei lengi 'áö bíða. (Gamalt viðlag). SUDURLANDSBRAUT10. REYKJAVIK SlNi::83570 PBOX1311 Pétur Sigurgeirsson, TCPPIK Zílíima

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.