Vísir - 04.10.1969, Blaðsíða 8
8
VÍSIR k Laugardagur 4. október 1969.
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvaemdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099
Af««eiSsIa: Aðalstræti 8. Simi 11660
Rltstjöna: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
AcfcrfftKYvfwW kr. 165.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
„Alþýðulýðveldin"
þjóðviljinn helgaði 20 ára afmæli kínverska alþýðu-
lýðveldisins svonefnda mikið rúm. Alþýðulýðveldi
þykir heppilegt orð um stjómarfar kommúnista, en er
vitaskuld rangnefni. Skyldi nokkrum heilvita ís-
lendingi detta í hug, að almenningur í Kína ráði ein-
hverju um stjóm ríkisins? Öllum hlýtur að vera ljóst,
að þar er einræði og ein grimmasta harðstjórn, sem
nú er til í heiminum. Meginþorri þjóðarinnar er vilja-
laust verkfæri í höndum þeirrar harðstjórnar og ger-
sneyddur allri sjálfstæðri hugsun, eins og skýrt kemur
fram í Maó-dýrkuninni. Vitaskuld er til í ríkinu fólk,
sem sér hversu fráleit sú manndýrkun er, og fregnir
hafa borizt um andspyrnutilraunir gegn harðstjórn-
inni. En það er hægra sagt en gert að brjótast undan
oki kommúnismans þar sem hann hefur náð undirtök-
um, og margir kjósa fremur að halda lífinu en hætta
á slíkar aðgerðir.
Það er vafalaust rétt, að margs konar framfarir
hafa orðið í Kína síðustu tuttugu árin, en svo hefur
einnig orðið víðar í heiminum. Kommúnistar guma
oft af því, hvað framfarir hafi orðið miklar,
þar sem þetr hafa náð völdum. Sannleikurinn er þó
sá, að lífskjör í ríkjum kommúnista eru hvergi sam-
bærileg við það sem sæmilegt er talið í þróuðum lýð-
ræðisþjóðfélögum. Almenningur í ríkjum kommún-
ista þekkir ekki, nema þá af afspurn, sumt af því sem
talið er sjálfsögð lífsþægindi á Vesturlöndum.
Stjórnkerfið leyfir engar kröfur, og ríkisvaldið læt-
ur segja fólkinu að lífskjör þess séu betri en í lýðræð-
islöndunum. Óupplýstur almenningur, eins og í Kína
og Sovétríkjunum, þekkir ekki annað, hefur engan
samanburð, og lætur sér nægja það, sem honum er
skammtað. Það er og hægt að framkvæma mikið þar
sem vinnuaflið kostár sama og ekkert miðað við það
sem er hjá frjálsum þjóðum. Harðskeytt einræðis-
stjórn getur leyst mörg verkefni, sem reynast erfiðári
viðfangs undir lýðræðisstjórnarfari. En slíkar fram-
kvæmdir eru því aðeins mögulegar, áð lífskjörum
ahnennings sé haldið niðri við lágmark þess, sem þarf
til að draga fram lífið. Þannig er það í Kína og hefur
lengst af verið í Sovétríkjunum síðan kommúnistar
komust þar til valda, þótt það kunni að hafa skánað
eitthvað á síðari árum.
Eitt er víst, að kommúnistarnir við Þjóðviljann
mundu ekki kalla það mannsæmandi lífskjör á ís-
landi, sftm þeir lofsyngja hjá Rússum og Kínverjum,
og þess verður áreiðanlega langt að bíða, að lífskjör
almennings í nokkru kommúnistaríki verði sambæri-
ieg við það, sem þau eru hér á íslandi nú, hvað þá
heldur þegar velmegun var hér mest, hversu margar
lofgreinar, sem Þjóðviljinn á eftir að birta um „sæl-
ana“ í „alþýðulýðveldum“ kommúnismans. Kúgun og
ófrelsi getur hvergi skapað fársæld og hamingju.
íi
:)
i
i
(<
Muskie sterkasta
tromp demókrata
— en Nixon væri ósigrandi i dag
□ Edmund S. Muskie, öldungadeildarþingmaður
frá Maine stendur betur að vígi en nokkur
annar hugsanlegur frambjóðandi demókrataflokks
ins, yrðu forsetakosningar í Bandaríkjunum um
bessar mundir. Hann hefur mjakazt fram úr Hubert
Humphrey, s»m var f fmmboði í fyrra, og Edward
Kennedy, sem fram til þessa hafði verið sterkan.
Eru þetta niðurstöður Gallup-könnunar, sem gerð
var fyrir tveimur vikum.
Nixon forseti hefur hins veg
ar mikla yfirburði yfir þessa
hugsanlegu andstæðinga sína
í kosningum. Slíkt gerist að vísu
oft í Bandarikjunum, að forset
inn nýtur mestra vinsælda £ byrj
un kjörtímabilsins, en á í harðari
baráttu, þegar til kastanna kem
ur f næstu kosningum.
stilla þannig líklegum frambjóð
endum demókrata, hverjum fyr-
ir sig gegn Nixon og Wallace
fæst nokkur mynd af því, hvem-
ig forsetakosningar mundu fara,
með þremur flokkum.
Fylgistap Kennedys er í öllum
ríkjum og meðal allra stétta og
aldursflokka. Mest er þó tapiö
Forskot Nixons er 49% gegn
' 34% Muskies, 53 á móti 33,
ætti Humphrey í hlut, og 53
gegn 31, væri Kennedy í fram-
boði gegn honum í forsetakosn-
ingum.
George C. Wallace, sem var
I framboði í fyrra fyrir Óháða
flokkinn, sem hann stofnaði þá,
mundi fá milli 10 og 11 af hundr
aði atkvæða. Þetta er nærri jafn
mikið og þau 13,6 prósent, sem
hann fékk í fyrra. Heldur hann
því fylgi sínu betur en nokkur
annar „þriðja flokks" frambjóð-
andi hefur gert í Bandaríkjunum
Þama hefur Kennedy, öldunga-
deildarþingmaður, misst 6 af
hundraði fylgis frá fyrri skoö-
anakönnun í júlílok si., en sú
könnun var gerð þegar eftir að
Kennedy hélt í sjónvarpi vamar
ræðu sína í Kopechne-málinu.
Mary Jo Kopechne lézt 13. júli.
Æskufólk snýr baki
viö Kennedy.
Þegar Kennedy var stillt upp
gegn Nixon og Wallace í þessari
könnun, fékk Nixon 50 af hundr
aði, Kennedy 37 og Wallace 9 af
hundraði fylgis. Með þvi að
£ þeim hópum, þar sem hann
átti áður mestum vinsældum að
fagna, meðal unga fólksins,
kvenna, svertingja og ómennt-
aðs fólks. Rýmunin er 13 af
hundraði hjá unga fólkinu.
Muskie er einkum vinsæll hjá
stúdentum og hann nær einnig
betur en aðrir demókratar til
óflokksbundinna kjósenda.
Hubert Humphrey fékk 43 af
hundraði atkvæða £ forsetakosn
ingunum f fyrrahaust. Nú mundi
hann aðeins hljóta 33 af hundr-
aði og þvf vaknar sú spurning,
hvort hann sé ekki æ meir að
hverfa í skuggann og eigi sér við
reisnar von.
Enginn einn leiðtogi
demókrata.
Sannleikurinn er sá, að eng-
inn einn maður hefur komið
fram sem leiðtogi demókrata-
flokksins frá því að repúblikan-
inn Richard Nixon var kjörinn
forseti. Er þar hver að bauka
i sinu homi og ota slnum tota.
Þetta er þó ekki óvanalegt £
Bandarikjunum fyrir flokk f
stjómarandstöðu. Öldungadeild-
arþingmaðurinn Mike Mansfield
Muskie öldungadeildarmaður
befur mjakazt fram úr Hump-
hrey og Kennedy.
kemur oftast fram sem talsmaö-
ur flokksins, enda leiðtogi hans í
öldungadeildinni, þar sem hann
hefur meirihluta. Á hinn bóginn
flytur Kennedy iðulega ræður,
sem athygli vekja, en þá Jafn-
framt deilur.
Yrði kosinn forseti Bandaríkj-
anna f dag skiptust atkvæðin
þannig:
Nixon 49%
Muskie 34%
Wallace 11%
Óákveönir 6%
— eða:
Njxon 53%
Humphrey 33%
Wallace 11%
Óákveðnir 3%
— og loks:
Nixon 53%
Kennedy 31%
Wallace 10%
Óákveðnir 6%
... en hallar undan fæti fyrir
Kennedy.
vzr:
asssssuL'ra,