Vísir - 04.10.1969, Síða 9
VISIR. Laugardágur 4. október 1969,
9
JON HJARTARSON
skrifar mánaðarannál:
j£nn biðu nokkrir eftir sumr-
inu, en sumarið lét ekki
•inu sinni sjá sig undir septem-
bersól og hann hélt áfram að
rigna oní hrakin heyin. Bændur
mæna nú bara í Bjargráðasjóð-
inn. Þar er mikill jarmur. Nú
fer mörg ásetningsgimbur í
sláturhúsið og lambæmar tví-
stí£3 með sárum jarmi við fjár-
&&SG&T.
□
Hins vegar hreyta bóndakonur
nú æ dýrari mjólk úr kúnum.
Hver sopi má sín mikils í víta-
mfnleysinu og eymdinni fyrir
sunnan. — Velþynnt mjólk og
misheppnaður saltfiskur veröur
hvundagur vesalinganna hér á
mölinni, hvalkjöt og dagseytt
rollubuff til skiptist á sunnu-
dögum. — Ojæja.
□
Var það að furða þótt blómi
þjóðarinnar legðist í víking að
Og nú er mikill slagur í siáturhúsinu.
CPTtMBCRSOL
hætti forfeðranna og hyggi
strandhögg í skipasmíðastöðvum
og öðru fabrikkeríi heimsstór-
iðjunnar — með íslenzka verk-
menningu og aldalanga lýsis-
drykkju að bakhjarli?
□
Á meðan framtakssamir snikk
arar gengu á mála hjá stór-
iðjuhöldum álfunnar, réði ríkiö
til sín fáeina skrifara og pent-
listamenn. — Nú er þess að
vænta aö nýr hundadagakon-
ungur verði skrifaður í 19.
launaflokki. Menn ættu fjanda-
korniö að geta bögglað saman
nokkru klámi upp á samtíðina
fyrir þann pening, hnoðað sam-
an ferskeytlu skammlítið ellegar
barið til dulítinn ádeiluskúlptúr.
□
Hafi „Litla ljóta klíkan" ekki
læst klónni um kúnstina ætti
myndlistin að hafa alla mögu-
leika á aó þróast og margfaldast,
sitt í hverju horni, á meöan
kaupmenn líta á malerí sem
vísitölutryggingu og hlaöa þe m
með velþóknun upp í rekka i
kjöllurum sínuin, .Þannig geta
gamlir heimskommúnistar og
Marxistar haldið áfram að vera
gáfaöir í skjóli hfns argasta
kapítalisma. — Svo geta menn
átt hugsjónir heima hjá sér
eftir klukkan sex.
□
Það er kreppa segja menn.
Milljón tonn síldar týnd og
tröllum gefin norðuríDuinbshafi
niðurskurður og svelti í svéit-
um — Nú á efnahagurinn sér
helzt von í kaupstefnum og js-
lenzkum iðnaði. Sýningadömur
hafa ekki undan að fara úr óg
í. íslenzki risinn ryðst fram á
heimsmarkaðinn. Spurning dags-
ins snýst um það hvort unnt
verði að anna eftirspurn í Fær-
eyjum.
□
Heimurinn er að uppgötva
ísland. íslenzkar sýningastúlkur
eru uppgötvaðar suður í Sviss.
Bandaríkin eru vitlaus í íslenzk-
armérár. Japanir halda íslenzka
póstmenn ríkulega hjá sér í sex
vikur og skipa þeim í öndvegi
ótal nefnda. Áliö rennur út á
heimsmarkaðinum eins og heitar
lummur og kísilgúrinn gerir
lukku undir merki Johns Man-
ville .
□
En bændur þrífast ekki i
þessu landi nema þeir geti piss-
áð í einhverja sprænu af landar-
eign sinni og selt hana útlend-
ingum, að þeir geti húkkað
þar bröndur. Fyrir þær bröndur,
sem ekki veiðast má svo höfóa
skaðabótamál við raforkuverin.
— Og svo vaknar sú stóra
spurning,; hver eigi botnleirinn.
Bændur við Mývatn heyja nú
: :
hatrammt stríð við íslenzk-
erlenda auðhringa um botnleir-
inn. Þar er auðvitað um aö ræða
prinsipmál. Kannski kemur þaö
svo í ljós, að bændastéttin í
landinu á ótæmdar auðlindir í
forarvilpum sínum og ófæru-
flóum. 1
□
Sá sjaldgæfi atburður gerist
í septemberlok að gáfnaprófi
var skellt á heilt byggðarlag.
Gaflaramir gengu hiklaust að
kjörborðinu og stóðust prófið að
fiestra dómi og geta nú þar fyrir
drukkið sitt brennivín innan
bæjarmarkanna án þess að laum-
ast til þess. — Einhverjir eru
reyndar að reyna að koma því
inn hjá almenningi að þeir séu
ekki svona gáfaðir í Firðinum
sem af er látið og halda því á
lofti að þeir ha-fi staðizt prófið
með blekkingum og svindli.
□
íslendingar töþuðu frábærlega
fyrir Frökkum í knattspymu
suður í París. — Öil fótbolta-
forustan er á eiriu máli um að
íslenzkt 'iið hafi sjaldan eða
aldrei tapað með slfkum ágæt-
um. Drengirnir sýndu svo sann-
arlega hvað í þeim bjó og að-
sóknin að véllinum sannaði það
enn einu sinni, hvað íslendingar
eru vinsælir andstæðingar.
□
Allt útlit er nú fyrir aö þessir
fáu, sem ennþá reyktu pró-
fessjónalt verði nú líka að fara
að vefja, úr því heimsmarkað-
inum stafar hætta af fslenzka
krabbanum. Sá stimpill mun
raunar vera svo óhuggulegur að
sögn tóbaksframleiðenda að
þeir hinir sömu myndu hætta
hvort eð væri.
□
Og svo fór hann að snjóa.
Þetta sumar, sem aldrei kom, er
á enda. Mjöllin breiðir sig yfir
hvanngræn grösin, sem aldrei
voru slegin og menn verða róm-
antískir og þunglyndir heldur en
ekki neitt — Þá eygja menn
einna helzt huggun í spila-
klúbbum og fölskum tékkum,
skammgóðum vermi velferðar-
rfklsins
SkálaS fyrir aurunum hennar Guðrúnar minnar frá Lundt.
LESENDUR
JHAFA
ORÐID
□ „Hókus pókus4*
Þið þama á Vísi virðist vera
eina heiðariega dagblaðiö sem
birtir fréttir, sem virðast stund
um vera óþægilegar fyrir þann
stjómmálaflokk, sem þið virðist
þó óneitanlega styðja (ég held
raunar, að heiðarleg frétta-
mennska sé alltaf til góðs, -rit
skoðun hinna dagblaðanna eýrtr
aðeins trúverðugleika þeirra.)
Þið birU«ð f'étt á baksíðu
biaðsins á dðgunom, tjer sem
skýrt var frá kjön*»«> vwJúpta-
fræðinga, bæði f þjájrxistw hins
opinbera og einkaÞ»t> tkja.
Þar kemur fram, að aígengustu
árslaun eru 300—350 þús. kr.
og virðist mega ráða, að laun
einhverra viðskiptafræðinga séu
þama töluvert fyrir ofan. Nú er
mér spum: Hvemig getur við-
skiptafræðingur í þjónustu hins
opinbera haft, segjum 400—500
þús. kr. f ársiaun, meðan útborg
að mánaðarkaup í þeim stöðum,
sem flestir viðskiptafræðingar
skipa, er einhvers staðar nálægt
20.000 kr. Hvaða „hókus pók-
us“ getur þama nær tvöfaldaö
árslaun þeirra?
„Opinber láglaunamaður".
□ Pop-blöð og sorprit
Þessi svonefndu pop-blöð, sem
að undanfömu hafa skotið upp
kollinum eins og gorkúlur svo og
sorprit ýmiss konar, em að
verða ein mesta skömm þessarar
þjóðar.
Blöð þessi em undantekningar
lítið illa skrifuð og eyðileggja aö
mestu viðleitni fslenzkra skóla
til að bæta málþroska og málfar
nemenda sinna.
Sagt er að skynsamir ungling
ar lesi ekki slfk blöð. Málið er
bara ekki svo einfalt. Vitað er úr
sálfræði, að skynsemin ein ræð-
ur ei gjörðum okkar, og kemur
einnig til þáttur tilfinninga og
hvata. Unglingar á 13—16 ára
aldri em afar viðkvæmir, hvað
varðar hvatir og tilfinningar,
þannig að heilbrigð skynsemi
fær oft litlu ráðið um gjörðir
þeirra. Á slfka strengi spila ein-
mitt útgefendur þessara ómenn
ingarblaða og ættu þeir að
skammast sín og mættu allir að
ósekju hverfa af Iandi brott nú
þegar.
Hið háa Alþingi á hins vegar
að sjá sóma sinn f þvf að búa
þannig um hnútana, að menn
sem standa fyrir útgáfu blaða til
dreifingar ungu fólki á við-
kvæmum breytingaaldri séu
sæmilega skrifandi á fslenzkt
nútímamál. Brandur.
□ Fer byggingarlistinni
aftur?
Danskur vinur minn, sem er
arkitekt, sagði við mig um dpg-
inn: „Hann er nú meira ófétið
þessi stormur, sem gekk yfir
Noröurlöndin um daginn. Tókstu
eftir þvf, að það vora nýju bygg
ingarnar, sem sáust hálfhmndar
og skemmdar f dagblöðunum og
sjónvarpinu. Þær sem voru
byggðar fyrir fimmtfu ámm, þær
Iétu ekkert á sjá, það hrandi
ekki einn einasti múrsteinn af
þeim." Steinkassabflf.
HRINGID í
SlMA 146-60
KL13-15