Vísir - 18.11.1969, Blaðsíða 8
/777
r.'H'i
t - » m . r /•■/'/77 / / / •/ •/'/ / f m r i 1 'T*
3
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aöalstræti k. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 165.00 á mánuöi innanlands
t lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiöja Visis —
Þegar skynsemin ræður
I Jörmungar styrjaldarinnar í Víetnam koma öllum
við og snerta samvizku alls mannkyns. Vísir er í
hópi þeirra fjölmiðla, sem hafa gagnrýnt styrjaldar-
rekstur Bandaríkjastjórnar þar í landi. Hins vegar
telur blaðið sökina ekki vera hennar einnar. Það verð-
ur líka að hafa í huga, að stjórn Norður-Víetnam
stuðlar að hörmungunum með því að hafa fjölmennt
herlið í Suður-Víetnam og að sýna ekki neinn vilja
til samkomulags um, að báðir aðilar flytji heri sína
úr landinu.
Hér á landi eins og víða annars staðar hefur gætt
töluverðrar einsýni í málinu. Ályktanir um það hafa
yfirleitt verið á þann veg einan að álasa stjórn Banda-
r^kjanna. Það er gert í góðri meiningu, en ekki mundi
samt saka að leyfa skynseminni að taka þátt í að
móta slíkar ályktanir. í ljósi þessa ber virða íslenzka
háskólastúdenta sérstaklega fyrir að taka í málinu
afstöðu, sem mótast af skynsemi og yfirvegun. Þeir
segja réttilega:
„Við leggjum áherzlu á þá einlægu von allra ís-
ienzkra stúdenta, að hinu hörmulega stríði í Víetnam
ljúki sem bráðast. Eina réttláta lausn stríðsins hlýt-
ur að vera sú, að hinir hrjáðu íbúar Suður-Víetnam
fái sjálfir að ákveða framtíð sína, óháðir ógnunum
og erlendum afskiptum. Við teljum, að þetta verði
bezt tryggt með því, að báðir utanaðkomandi stríðs-
aðilar kveðji herlið sitt heim og frjálsar kosningar
fari fram í landinu undir eftirliti Sameinuðu þjóð-
anna.“
Þessi tillaga Vökumanna var samþykkt með yfir-
gnæfandi meirihluta á almennum stúdentafundi á
föstudaginn, og jafnframt var felld tillaga vinstri-
manna um að skora aðeins á stjórn Bandaríkjanna
að flytja herlið sitt á brott.
Mestu máli skiptir, að almenningsálitið í heimin-
um geti þvingað deiluaðila til að fallast á, að íbúar
landsins fái sjálfir að ráða stjórnarfari sínu í almenn-
um kosningum, undir víðtæku eftirliti Sameinuðu
þjóðanna. Ályktunin, sem stúdentar samþykktu,
stuðlar að þrýstingi í þá átt, en ekki tillagan, sem þeir
felldu.
Vísir hefur áður lagt á það áherzlu, að vanda beri
framkvæmd almennra kosninga í Suður-Víetnam,
ef til kemur. Það þarf að tryggja, að allir aðilar geti
boðið fram óáreittir í öllu landinu og að kosninga-
baráttan öll verði undir vernd Sameinuðu þjóðanna,
en til þess þarf mjög fjölmennar eftirlitssveitir. Ann-
ars er hætt við, að þvinganir og ógnanir hafi áhrif
á kosningarnar.
Þá stefnu ættu allir að geta tekið undir, hvort sem
þeir telja, að þjóðfrelsishreyfingin eða hin öflin í land-
inu njóti fylgis meirihluta þjóðarinnar. Slíkar kosn-
íngar gætu einnig sýnt, hvort íbúamir vilja halda sjálf-
stæði eða sameinast Norður-Víetnam. Mikilvægast er,
að vilji fólksins fái að ráða, og að því á barátta okkar
að stefna.
•.
VISI R . Þriðjudagur 18. nðvember 19B9.
Flugvélaræningj ar í
fangelsum hjá Castró
Það er ekkert sældar-
brauð að vera flugvéla-
ræningi. Með hrópið
„Kúba, Kúba“ á vörun-
um og handsprengju í
hægri hendi stofna þeir
lífi og limum í hættu í
leit að fyrirheitna land-
inu. Þegar til sæíuríkis-
ins kemur, eru þessir
trúgjörnu „byltingar-
menn“ settir í fangelsi
Castros, einræðisherra.
Robert Lee Sandlin, 19 ára,
sem kom til Bandaríkjanna í
byrjun mánaöarins, hefur upp-
lýst, aö hann hafi setiö í prísund
á Kúbu síöan hann kom til
Havana í marz. Hann sagöi þaö
vera orsök þess, að hann ög
fimm aðrir flugvélaræningjar
kusu aö snúa aftur til Banda-
ríkjanna. „Hann sneri aftur af
fúsum vilja,“ segir lögfræöingur
hans. Fyrstu sex mánuöina var
hann í klefa með fjölmörgum
öörum Bandaríkjamönnum. Fyr-
ir tveimur mánuöum voru þeir
fluttir í stórhýsi í útjaðri Hav-
ana. Þar voru þeir þó enn ein-
angraðir, nema í tvö eöa þrjú
skipti, er þeir fóru í fylgd varð-
manns til borgarinnar og fengu
nokkurra stunda „frelsi“. Hins
vegar var fæði þeirar betra en
annarra fanga í ríki Castros,
segir Sandlin.
Óblíðar viðtökur
Hinir sex ræningjarnir, sem
Raymond L. Anthony.
sneru aftur, eru Thomas Boynt-
on, 32ja ára, Joseph Crawford,
28 ára, Raymond Antony, 55
ára, Thomas Washington, 29 ára
og Ronald Bohle, 22ja ára. Allir
hafa þeir fengið óblíðar viötök-
ur, þegar þeir færöu Castro á
silfurfati flugvél í heilu lagi með
manni og mús. Raunar skilar
Castro vélunum, og hiffn al-
menni farþegi er ekki of hnugg-
inn yfir þessari aukaferö til
Havana. Sumir verða auðvitað
dálítið skelkaöir, ef ræninginn
virðist gripinn algeru æði, sem
stundum gerist.
„Höfuðleðrasafnarar“
Menn hallast aö því, að ræn-
ingjarnir séu „exhibitionistar",
það er fremji þennan verknaö
til að vekja á sér athygli. „Flug-
ræninginn er eins og höfuöleöra-
safnari meðal Indíána," segja
menn. „Ef hinir Indíánarnir
vissu ekki, aö hann hefur náö
höfuðleðrinu, væri ekkert
gaman, og hann mundi ekki elt-
ast við þau.“ Sálarlff þessarar
manntegundar er mjög í athug-
un hjá fræöimönnum. Þeir telja,
að aðeins veröi unnt aö uppræta
ránin meö þvi að brjóta til
mergjar, hvernig þessir menn
eru gerðir og hvaö knýr -þá til
slíkra verka. Þessi sálgreining
er undirstaöa tilrauna til aö
stemma stigu við flugvélarán-
um.
Dauðasök
Yfirstjórn bandarískra flug-
mála, FAA (Federal Aviation
Agency) kannar möguleika aö
beita gegnumlýsingartækjum,
til að komast aö raun um, hvort
Thomas J. Boynton.
farþegar hafi skotvopn í fórum
sínum. Á flugvöllum í Banda-
ríkjunum getur aö lesa: „Beri
menn vopn í flugvél, eiga þeir
á hættu fangelsisvist eöa sektir.
Flugvélarrán er dauðasök: Far-
þegar veröa að gangast undir
skoöun.“ Samt er stjórnin mót-
fallin, að farþegar beiti ræningj-
ana valdi. Áhöfn er fyrirskip-
aö aö hlýða ræningjum i einu
og öllu og aöeins yrða á þá,
þegar um mikla hættu sé að
ræða við framkvæmd fyrirskip-
ana þeirra, til dæmis eldsneytis-
skort.
Minichiello ekki
grunaður
Stjómin Iét í marz rannsaka
gegnumlýsingartæki, sem á að
greina vopn í vösum farþega.
Svipuð tæki eru notuð viö hliö
fangelsa I Bandarikjunum. Slík
tæki munu nú í notkun með
leynd á níu flugvöllum. Tækiö
greinir þó illa milli málmhluta,
getur til dæmis ekki greint á
milli hnífs og lyklakippu, Að-
feröin á að vera sú, aö finnist
slíkur málmhlutur á tækinu,
verði farþeginn að þola rann-
sókn. Hins vegar er málið of
viöamikið til þess, að enn sé
unnt að nota tækið viö alla far-
þegana. Starfsfólkið verður aö
meta, hverjir séu eftir útliti
sinu „líklegir ræningjar" og
rannsaka þá meö tækjunum.
Mikill galli kom I Ijós á dög-
unum. Raffaele Minichiello,
frægastur ræningja, var aldrei
rannsakaður með tækinu. , Hann
var undanskilinn og talinn
„dæmigert bandarískt ungmenni
sem ekki mundi gera flugu
mein.“ Svo fór sem fór.
Ronald T. Bothle.
Pelr segia...
50 flugvélarán í ár
„Rán Boeing-707 vélarinnar
og flug hennar samkvæmt skip-
unum ræningjans nærri 7000
mílur, frá vesturströnd Banda-
rikjanna til Rómar, ætti loksins
að hafa opnað augu þjóðánna
fyrir því, hversu nauösynlegt er
að grípa til haröra aðgeröa
gegn ræningjunum.
50 flugvélarán hafa verið fram
in hingað til á þessu ári. Flest
hafa þau verið milli Norður-Am
eríku og Kúbu, og þau eru svo
algeng, aö varla er minnzt á þau
í heimsblöðunum.
Þeytingur Raffaele Minichiello
yfir Atlantshafið beinir athvgh
manna að flugránum fremur erx
nokkurt rán Kúbumanna.
Sannarlega virðist þessi glæp-
ur orðinn að venju, og mjög
háskalegri venju. Betra er lönd-
um heimsins að herða aögerðir
sínar nú en að bíða hins óum-
flýjanlega voöaatburðar."
Times (London).
xnaa