Vísir - 19.11.1969, Blaðsíða 10
w
VÍSIR . Miðvikudagur 19. nóvember 1969.
Að leik loknum
Það er kannski að bera í
bakkafullan lækinn að ræða um
íljróttir, en íþróttir eru nær dag-
lcga fréttaefni, venjulegast í
miklu magni í hverju blaði.
Ilandknattlcikurinn er þar ofar-
lega á blaði, enda sú iþrótta-
grein sem einna beztur árangur
hefur náðst í nú í seinni tíð,
cf miðað er við erlenda íþrótta-
mcnn.
Þessa dagana hefur frammi-
staða íslenzku íþróttamannanna
verið framúrskarandj góð í er-
lendri keppni. Austurrikismenn
voru sigraðir tvívegis með mikl-
um yfirburðum, og i knatt-
spyrnu voru Bermudamenn sigr
aðir á sínum heimavelli, svo að
okkur er ekki alls varnað í þess
um efnum.
Það virðist hafa komið flatt
upp á ílesta, að svo stór sigur
skyldi vinnast yfir Austurríkis-
mönnum, og í sumum íþrótta-
fregnum má lesa furðu yfir van-
mætti keppinautanna og er jafn-
vel hælzt um. Eðlilega eru í-
þróttaunnendur glaðir yfir unn-
um sigri, en sigurgleðin má ekki
vera blandin rætni eða ill-
kvittni. íslendingum hafa oft
gramizt skrif danskra blaða í
tilefni af stórum töpum gegn
dönskum liðum. Hve gleiðletr-
uð tíðindin hafa verið og
háðungin venjulega útmáluð
nægilega til að koma við kaunin
á okkur löndunum. Hafi Islend-
ingar hins vegar unnið sigur á
Dönum, sem aðeins sjaldan hef-
ur komið fyrir, þá er varla til
nægilcga smátt letur né nægi-
Icga óáberandi staður f blaði til
að fregnin fái að rúmast. Svona
hefur íslendingum að minnsta
kosti fundizt frændskapurinn
vera á íþróttasviðinu. Hinn
sanni íþróttaandi liefur verið
lítt áberandi í slikum samskipt-
um.
En nú þegar íslenzkt lið verð-
ur skyndilega hinn stóri sigur-
vegari, megum við gæta okkar í
sigurgleðinni, því að það er ekki
laust við, að í hlööunum sumum
hverjum gæti sama „danska“
sigurkeimsins í fregnum og frá-
sögnum. Vandi fylgir vegsemd
' hverri, er gamalt íslenzkt spak-
mæli, sem gjarnan má koma
fram í hugann samfara stórum
sigrum á íþróttasviðinu. Það
þarf að leggja dýpri skilning i
hinn sanna íþróttaanda og rækt
un hans meðal einstaklinganna,
ef íbróttirnar eiga að vera eins
þroskandi og af er látið. Það
' er mikið atriði, að bæði iþrótta
mennirnir sjálfir og áhugamenn
imir sem fylgjast með leikjum,
leggi áherzlu á hinn sanna
íþrótlaanda og taki tapi og sigri
með sömu sönnu karlmennsk-
unni. Sigrarnir eru sætir og
Ijúfir, þegar leikmenn hafa mik-
ið á sig, lagt til að ná settu
marki, en bað má ekki leggjast
svo lágt að hælast um á sama
i hátt og okkur hefur sárnað hvað
mest í fari annarra þjóða, þegar
við höfum orðið að sætta okkur
við stórt íþróttatap.
Hins vegar er óhætt að óska
i handknattleiksmönnunum til
, hamingju með unninn sigur, því
1 einmitt á bessu sviði hefur mik
1 ið verið á sig lagt í ströngum
i’ æfingum. Vonandi fylgir sigrin-
5 um ekki ot'metnaður. sem kæmi
1 niður á næstu æfingum eða
Ínæstu kappleikjum. Einnig cr
það vonandi að slíkur' sigur
/ verki hvetjandi á leikmennina
v sjálfa og eins á hina yngri að
| stunda leiki sér til þroska.
Þrándur i Götu.
t
ANDLAT
Einar Grímsson, bóndi, Gröf í
Laugardal, andaöist 10. nóv. s.I.,
67 ára að aldri. Kveðjuathöfn fer
fram frá Fossvogskirkju á morgpn
kl. 10.30.
Sigrún Theodóra Jakobsdóttir,
Tjarnarbraut 17, Hafnarfirði, and-
aðist 13. nóv ,s.l., 76 ára að aldri.
Hún verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju á morgun kl. 1.30.
Kristófer Grímsson, fyrrverandi
ráðunautur, Silfurteigi 4, andaðist
13. nóv. s.l., 76 ára að aldri. Hann
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju á morgun kl. 3.00.
ÁLÞINGI
í DAG:
Sameinað Alþingi:
Á dagskrá eru átta fyrirspurnir:
1. Skólar og námskostnaður.
2. Ráðstafanir 1 geðvemdarmálum.
3. Greiðsla rekstrarkostnaðar
skóla.
4. Sjálfvirkt símakerfi.
'5. Raforkumál.
6. Endurskoðun laga um húsnæð-
ismál.
7. Héraðslæknar.
8. Knattspymugetraunir.
Auk þess, ef tími vinnst til,
einar tólf þingsályktunartillög-
ur.
I GÆR:
Sameinað Alþingi:
Þingsáiyktunartillögur:
1. Þjóðaratkvæði.
2. Flutningur afla
3. Rekstrarlán
4. Heimildarkvikmynd um Al-
þingi.
5. Verzlun meö afborgunum
6. Viðskiptafulltrúar
7. Tollar af vélum til iðnaðar-
ins.
8. íþróttamál.
Flestar tillögurnar ivoru af-
greiddar til nefnda.
EFTA-fundur —
iP1—>• 1. síðu.
Bretar yrðu meðlimir í því. Mundi
EFTA ekki líða undir lok um langt
skeið, þótt aðild Breta yröi sam-
þykkt í hinu bandalaginu, þar sem
það tæki 5—10 ár, að Bretar yrðu
þar fullgildir aðilar. Sagði ráðherr-
ann, að íslendingar yrðu að taka
málið til nýrrar athugunar, ef svo
yrði, og virtist ekki fráleitt að þá
gæti ísland jafnvel hugsað sér að-
ild að hinu nýja Efnahagsbanda-
lagi Evrópu.
Margmennj var í Norræna hús-
inu í gærkvöldi, og skiptar skoðan-
ir um málið meðal fundargesta.
Móöir okkar og tengdamóöir
GUÐMUNDÍNA ODDSDÖTTIR
Laugavegi 74
andaöist 18. nóv. s.l. á Borgarspítalanum.
Betty Guðmundsdóttir
Gyða Guðmundsdóttir Ingi Guðmundsson
Ágúst Guðmundsson Bjargey Stefánsdóttir
Grímur Guðmundsson Elín Sæmundsdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir Ingvi Jóhannesson
1
Nýtízku gluggatjaldabrautir frá Gardinía og allt til-
heyrandi. — Þær fást meö eða án kappa, einfaldar
og tvöfaldar, vegg eða loftfestingar.
Úrval viöarlita, einnig spónlagðir kappar l ýmsum
breiddum.
Gardínubrautir sf.
Laugavegi 133,
sími 20745.
Fromfalsnðstoð — Vélabókhald
BÓKHALD OG UMSÝSL? H/F
ÁSGEIR BJARNASOi
Laugavegi 178 . Simi 84455
BÍLAÞVOTTUR OG BÓNUN
Þvæ og böna bíla. Vönduð vinna. Sæki og sendi. l’antið
i síma 23637 eflir kl. 4 á daginn.
I DAG
I
IKVÖLD
VEÐRIÐ
i OAG
Norðaustan gola
eða kaldi, frost
1—2 stig í dag
en 3—4 í nótt.
Léttskýjað að
mestu.
BELLA
Ég ætla hvorki að leggja inn
né taka út... Hvernig er það
þegar maður ætlar aö fá yfir-
færslu?
FUNDIR í KVÖLD •
Landsmálafélagið Vörður held-
ur almennan félagsfund að Hótel
Loftleiöum í kvöld kl. 20.30. Jó-
hann Hafstein, iðnaðarmálaráð-
herra flytur ræðu.
Kvenréttindakonur þinga. Kven
réttindafélag íslands heldur fund
að Hallveigarstöðum, miðvikudag
kl. 8.30. Nokkrar ungar konur
munu þar ræða málefni nútíma-
kvenna. Fundur þessi er opinn öll
um áhugasömum konum um
kvenréttindamál.
Landsspitalasjóðsnefndinni,
barát 15. þm. loftskeyti frá far-
þegum á „Gullfossi" •— þar sem
tilkynnt er, aö þeir hafi stofnað
til skemtunar (kvöldinu áður en
þeir komu til Hafnar) og átti
ágóðinn að renna í Landsspítala-
sjóð íslands. Inn komu 500 kr. og
form. skemtinefndarinnar, hr.
kaup. Pétur Gunnarsson, ávisaði
sjóðsnefndinni straks þessum pen
ingum. Nefndin vottar gefendum
bestu þakkir fyrir þessa góðu
gjöf og hug þann, er farþegarnir
á „Gullfossi“ bera til þessa þjóð-
þarfa málefnis.
Landsspítalasjóösnefndin.
Vísir 19. nóv. 1919.
Mæðrafélagskonur. Fundur
veröur fimmtudaginn 20. nóv að
Flverfisgötu 21. Áríðandi félags-
mál á dagskrá. Félagsvist. Munið
eftir basarnum. Tekið við gjöfum
á fundinum, en kökum á sunnu-
dag.
Hvað er EFTA? Samband ungra
Sjálfstæðismanna og Heimdaliur
F.U.S. efna til ráðstefnu um hugs
anlega aðild Islands að EFTA
laugardaginn 22. nóv. kl. 13.30 í
Sigtúni v/Austurvöll.
Æskulýðsvika KFUM og K.
Samkomur æskulýðsvikunnar ,
eru á hverju kvöldi þessa viku
kl. 8,30 að Amtmannsstig 2b. —
I kvöld talar Einar Th. Magnús-
son. Raddir æskunnar: Jón Fr
Sigurðsson, Valdfs Magnúsdóttir
og Þórdís Ágústsdóttir. Mikill
söngur. Æskulýðskór og tvísöng-
ur. Allir velkomnir á samkomur
æskulýðsvikunnar.
Basar Kvenfélags Hallgrims-
kirkju verður haldinn 22. nóv.
Félagskonur og velunnárar kirkj-
unnar, vinsamlega afhendi gjafir
sínar í félagsheimilið 20. og 21.
nóv. kl. 3 — 6 báða dagana. Einnig
til frú Huldu Nordal Drápuhlíð 10
(sími 17007) og frú Þóru Einars-
dóttur Engihlíð 9 (simi 15969). —
Basamefndin.
Kvenfélag ÁsprestakaHs. Kon
ur munið basarinn sunnudaginn
30. nóv. n.k. í Langholtsskóla.
Tekið á mótí munum í Ásiheimil-
inu Hólsvegi 17 kl. 2—5 e.h. og
á fimmtudagskvöldum.
Munið basar Sjálfsbjargar sem
haldinn verður sunnudaginn 7.
des f Lindarbæ. Tekið á móti
munum á skrifstofu Sjálfsbjarg-
ar Bræöraborgarstíg 9 og á
fimmtudagskvöldum að Marar-
götu 2.
Frá Kvenfélagasambandi íslands
Leiðbeiningastöð húsmæðra, Hall
veigarstöðum, sími 12335 er op-
in alla virka daga kl. 3—ð nema
laugardaga.
MINNINGARSPJÖLD •
Minningarspjöld Menningar og
minningarsjóðs kvenna. fást á eft
irtöldum stöðum: skrifstofu sjóðs
ins að Hallveigarstöðum Túngötu
14, Bókabúö Braga Brynjólfsson-
ar, Hafnarstræti 22, hjá Valgerði
Gísladóttur, Rauðalæk 24, hjá
Önnu Þorsteinsdóttur, Safamýri
56, hjá Guðnýju Helgadóttur,
Samtúni 16.
SÖFNIN •
Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74
er opið sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 1.30—4.
Héraðsbókasafn Kjósarsýslu
Hlégaröi. Bókasafnið er.opiö sem
hér segir: Mánudaga kl. 20.30—
22.00, þriðjudaga kl. 17 — 19 (5-7)
og föstudaga kl. 20.30—22.00. —
Þriðjudagstíminn er einkum ætl-
aður börnum og unglingum.
Tæknibókasaln IMSl, Skipholti
37, 3. hæö. er opiö alla virka
daga 1. 13—19 nema laugardaga
Nattúrugripasalnið Hvertisgötu
116 er opið þriðjudaga. fimmtu-
daga laucardaga og sunnudaga
frá kl 1.30—4.
TILKYNNINGAR •
Kristniboössambandið. Sam-
koman í Betaniu fellur niöur i
kvöld. Munið samkomuna Amt-
mannsstig 2 B.
Listasaln Einars Jónssonar er
lokað um óákveöinn tima.
Landshokasain Islands. Safnhús
mu við Hverfisgötu. Lestrarsalir
eru opnir alla virka daga kl. 9-19
Útlánasalur kl .13 — 15.
»•« • •••••••••••••••••••••••••••••.••••»«•»«• • &•••