Vísir - 19.11.1969, Blaðsíða 16
VISIR
Míðvikudaguryl 9. nóv. 1969.
RITSTJÓRN
LAUGAVEGI 17S
SÍMI MUO
Mjög mikicJ úrvai af snyrtivörum og jólagjafavörum
Pi?fUR PÉTURSSON. HEILDV. - SUÐURGÖTU 14
AUGLÝSINGAR
AÐALSTRÆTI 8
SÍMAR 1-16-60
1-56-10 OQ 1-50-99
Fiðlarinn
80 sinnum
— Slær öll met hjá
Þjóðleikhúsinu
1 kvöld sýnir Þióðleikhúslð Fiðl-
arann á þakinu í áttugasta sinn
og hefur engin sýning gengið Jafn-
oft í striklotu hjá Þjóðleikhúsinu.
Með þessari sýningu verða milli
46 og 47 þúsund manns búin að
sjá Fiðlarann, sem er einstök að-
sókn. Aðsókn að leikhúsunum hef-
ur raunar verið óvenju góð í haust
og til dæmis yfirleitt uppselt um
helgar eða hátt í það.
Fiðlarinn er nú sýndur fjórum
sinnum I viku og mun ætlunin að
stefna að hundrað sýningum á hon-
um í vetur.
Isinn rekur hratt
að landi undan
Byggt úr afgangstimbri frá menntaskóla-
húsinu. Um 120 ára gamalt
■ „Þetta hús er nú Iíklega
um 120 ára gamalt, á sín-
um tíma byggt úr timbri, er
gekk af, þegar menntaskól-
inn var byggður árið 1846,
og lengi vel bjuggu gjaman
skólapiltar í því,“ sagði Páll
Líndal borgarlögmaður í við-
tali við blaðið í morgun. Hús-
iS sem hér um ræðir er Þing-
holtsstræti 9, hornhúsið, er
var á Þingholtsstræti og Amt
mannsstíg. Hús þetta hefur
nú verið flutt á Árbæjartún,
en stöðugt er unnið að loka'
skipulagi þess svæðis.
„Húsiö er ein hæð ásamt risi
timburklætt svipað menntaskól-
anum og á allan hátt í hefð-
bundnum stíl frá síðustu öld,
sagðj Páll, og er nú unnið að
rannsóknum á fleiri gömlum
húsum ma. í Grjótaþorpinu, með
það fyrir augum að flytja þau
þarna upp eftir eða jafnvel hef
ur komiö til tals að friðlýsa
hluta af hverfum eða götum
svipað og hefur veriö gert á
Akureyri. Hefur í því sambandi
helzt komiö til tals að friða
Stýrimannastíginn. Sá, sem vinn
ur að þessum rannsóknum fyrir
okkur og gerir tillögur er leik-
arinn og arkitektinn Þorsteinn
Gunnarsson, og þykir okkur
bara bara verst, hvað hann sinn
ir leiklistinni mikið og verður
arkitektinn oft að láta í minni
pokann fyrir leikaranum," sagði
Páll að lokum.
Hiti i Stangaveiðifélagi Reykjavikur
norðanáttinni
— Borgarisjakar út af Vestfjórbum. — HriÓ
i útsveitum nyrðra
Noröanáttin rekur nú isinn á
undan sér upp að ströndum lands
ins. íshrönglið er nú aðeins 19 mfl-
ur undan Straumnesi og viða aðeins
20—25 mílur undan Vestfjörðum.
Þar er mestmegnis um þunnan
nýmyndaðan ís að ræða, en borgar
ísjakar lóna þar á stangli og þrír
bessara ísrisa sáust um 38 mílur
frá Bjargtöngum i ískönnunarflugi
í gærdag. Þá rekur væntanlega
suður með Vesturlandi, ef norðan
áttin helzt.
Isjaðarinn er mun noröar, þegar
austar dregur með Norðurlandi. Til
dæmis er ísröndin ennþá 60 mílur
undan Kolbeinsey, en búast má við
að jakar berist fljótt undan norðan
áttinn; nær landi.
Snjórinn lét ekki á sér standa
með norðankulinu og i útsveitum
nyrðra er nú snjókoma og strekk
ingur, nánast hríðarveður, sunnan
lands aftur á móti lygnara og frost
lítið. — Það lygndi snögglega um
veðrabrigðin í gærkvöldi, og sáu
sjómenn sér þá leik á boröi að
bregða sér í fiskirí, en klukkan þrjú
i nótt var farið að kula upp aftur
á miðunum.
.AðaSstarfið að svara gífur-
!egum fjölda bréfa um ísland'
— segir annar ritstjóri „lceland Review", Haraldur J. Hamar
„Margir virðast halda að við
séum ferðaskrifstofa, því okkur
berast fyrirspurnir um allt mögu
legt og ómögulegt varðandi Is-
land, og megnið af okkar tíma
fer í aö svara þessum bréfum,"
sagði Haraldur J. Hamar, annar
ritstjóri tímaritsins Iceland Rev-
iew, er blaðamaður hafði sam-
band við hann í morgun.
„Bréfin aukast stöðugt og þau
koma alls staðar frá úr heiminum
enda hafna um 95—98% af upp-
lagi blaðsins erlendis á endanum,
þó að stór hluti sé keyptur af inn-
lendum fyrirtækjum, t.d. flugfélög
unum, en þau dreifa því síðan
ytra,“ — sagði Haraldur.
„Hefur ekki verið erfitt að láta
svona tímarit bera sig á þessum
síðustu tímum?“
„Jú, eiginlega finnst okkur það
kraftaverk, því að engir sjóðir
standa á bak við það, en með aukn
um auglýsingum, innlendum og er
lendum reynist þetta kleift. Okkur
finnst túnaritiö hafa sannað tíl-
verurétt sinn og gert mikið og vax
andi gagn með alhliða kynningu á
landinu,“ — sagði Haraldur enn-
fremur.
í síðasta hefti tímaritsins er með
al annars fjallað um íslenzka lista
menn, um forseta Islands, handrit-
in, grindadráp og fleira. I byrjun
desember kemur næsta hefti og er
aðalefni þess um geimfarana á Is-
landi og birtar litmyndir af ferða
lagi þeirra til Öskju.
mundsson, en þeir tóku á leigu
annars vegar Hítará á Snæfellsnesi,
en hips vegar Leirá. Stjóm fAláfts-
ins var ekki sammáia forrtumni um
nauðsyn þess að vík'ja þessum
mönnum úr félaginu og sagði því
formaður af sér í sumar.
Nú rétt fyrir aðalfundinn voru
þremenningarnir því teknir inn aft-
ur, en á aöalfundinum gerðist það,
að Axel Aspelund var endurkjö.r-
inn formaður með miklum fjölda
atkvæða. Þar sem ekki fékkst nið-
urstaða í málinu á aðalfundinum,
verður boðað til framhaidsaðalfund
ar, en stjórn félagsins mun hafa
það í hendi sér, hvernig tekið verð-
ur á þessu grundvallarmáli.
■ Töluverður hiti er nú í fé-
lagsmönnum Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur vegna leigu á
laxaám. Áoalfundur félagsins
um helgina snerist að verulegu
Ieyti um það grundvallarmál,
hvort leyfa ætti mönnum, sem
boðið hafa í ár á móti félaginu,
að vera í því, en engin niður-
staða fékkst í þessu máli þrátt
fyrir 6 klukkustunda fund.
Málið komst upp á yfirboröið í
sumar, þegar formaður félagsins,
Axel Aspelund vék þremur mönn-
um úr félaginu fyrir að hafa boöið
í laxveiðiár m. a. til að endurleigja
þær útlendingum. Þessir menn
voru þeir Agnar Kofoed-Hansen,
Oddur Helgason og Kristján Sig-
ísinn er ekki langt undan eins og sjá má. Og spáð er vaxandi norðanátt.
Hart deilt um
leigu á laxám