Vísir - 19.11.1969, Blaðsíða 13
VÍSIR . Miðvikudagur 19. nóvember 1969.
d
Eggið inniheldur mikið af næringarefnum og fjörefnum.
Egg til margra
hluta nytsamleg
— og hafa fengizt mjög ódýrt
TTndanfarna mánuöi hafa egg
verið með ódýrari fæöuteg-
undum. Kílóið af eggjum hefur
kostað 90 krónur í verzlunum
og enn minna þegar þau hafa
verið boðin til sölu- af eggja-
framleiðendunum sjálfum, sem
hafa gengið í hús með egg til
sölu. Hefur kílóið jafnvel kom-
izt niður 1 75 krónur. Nú hefur
framboðið minnkaö og verðið
aftur stigið og kostar kílóið af
eggjum nú 112 krónur í verzl-
unum. Þó eru eggin ekki dýr á
þessu verði miðað við sumar
aðrar vörur, ef miðað er við nær
ingargildi þeirra.
Ódýr egg
í kílóinu eru yfirleitt 16—17
egg. Ef miðað er við það að
eggjakílóið fáíst á 80 krónur og
í kílóinu séu 16 egg, kostar
hvert egg 5 krónur. Egg eru ó-
dýrara álegg en margt annað.
Hálft egg á brauðsneið kostar
þvi 2.50, en til samanburðar
kostar ein sneið af roast beef 10
krónur, ein sneið af malakoff
pylsu 7 krónur, ein sneið af
rúllupylsu rúmar fimm krónur,
sömuleiðis hangikjötssneiðin.
Eitt kíló af súpukjöti kostar
120 krónur.
Fjörefnarík
Ýmislegt má tína til, þegar
rætt er um kosti eggjanna. Þau
eru næringarrík og innihalda
mikið af fjörefnum, einnig eru
þau auömelt og því ágætis
sjúkrafæða. I eggjarauðunni er
jám, fosfór, önnur sölt, A, B og
D-vítamín, einnig kalk og fita.
Konur skortir yfirleitt járn og
er þetta því mjög góð fæða fyr-
ir þær. í eggjahvítu eru hvítu
efni, B-vítamín og svolítið af
söltum.
Skemmtileg
Egg eru skemmtileg fæöa,
því að það er hægt að nota þau
á svo margvíslegan 'hátt, þau
ættu þvi seint að verða leiði-
gjörn, þeim sem borða þau.
Mikla áherzlu má leggja á það,
að fjölskyldan fái sér linsoðin
egg í morgunmat, áður en vinnu
dagurinn hefst. Egg eru góð und
irstaða fyrir vinnudaginn og
skélasetu þeirra yngri. Einnig
er mjög fljótlegt að matbúa
egg. Linsoöið egg er yfirleitt
soöið í 31/2 mínútu.
Egg hafa margvíslega eigin-
leika, Þau lyfta og eru því höfð
í kökur, bakstra o. fl. Þau
binda, sem dæmi má nefna
hrærð egg og pönnukökur, þar
sem eggjum og hveiti er blandað
saman. Þau jafna og mýkja, en
ein eggjarauða jafngildir 5 gr.
af hveiti, þegar gera skal sósur
t. d. Eg'gjarauður blandast fitu
og eru því notaðar í majones.
Egg skíra því eggjahvítan hleyp
ur við upphitun. Ef hún er hit-
uð í soði verður soðið tært, því
gruggið fellur út með eggjahvít
unni þegar hún hleypur.
Hægt er aö nota egg í eftir
talda rétti og til þessara nota
m.a.: í,eggjadrykki, hrá á brauð
sneiðar og í rétti, soðin, lin-
soðin, harðsoðin, með súpum,
sem álegg, sem hleypt egg,
steikt egg, hrærð egg, í eggja-
köku, í sósur, í eftirrétti, í
bakstur og til snyrtingar.
Geymsla
Geymsla eggja er mikilvægt
atriði. Eggin geymast bezt á
köldum stað við 3 — 12 stiga
hita. ísskápurinn er góður
geymslustaður, en eggin þurfa
að vera aöskilin frá öðrum mat
vælum. Ef ekki er sérstök eggja
geymsla í skápnum er betra að
leggja plasthimnu yfir eggin
þar sem þau geta að öðrum
kosti tekið í sig önnur bragð-
efni. Einnig er bezt að geyma
eggin þannig að mjórri endinn
snúi niður, vegna þess að rauð
urnar stíga upp og í mjórri end
anum komast þær frekar í snert
ingu við eggjaskurnina. Hvítan
í nýjum eggjum er tær og seig,
en í gömlum eggjum er hún
þunn og gruggug. í nýorpnum
eggjum fylla eggjahvítan og
rauðan næstum alveg út í skum
ið. En við geymslu gufar vatn
burt úr egginu, vegna þess að
eggjaskumin er óþétt. í staðinn
safnast loft i breiðari enda eggs
ins.
Egg þola meiri geymslu en
fólk ímyndar sér almennt. —
Geymslutími eggja er miðaður
við það, að þau séu ný. Hægt er
að geyma egg við 25 stiga hita
i allt að því mánuð, við 12 stiga
hita í þrjá mánuði, en við 5
stiga hita fjóra mánuði. Það
finnst strax á bragði eggja þeg
ar þau eru orðin gömul.
Hægt er að geyma eggjahvít-
ur í a.m.k. 2 — 3 sólarhringa ef
þær eru geymd í skál, sem bund
ið er yfir, í ísskápnum. Eggja-
rauðuna er hægt að geyma einn
dag, ef hún er lögð varlega f
skál og ofurlitlu vatni hellt yf-
ir, rauðan má ekki bresta. ÁI-
þynna er sett yfir skálina og
hún sett í ísskápinn.
Gæta skal þess að geyma
eggin ekki í pappaboxunum, sem
þau em seld í í verzlunum, þar
sem pappinn veldur því að
vökvinn í eggjunum gufar upp.
Bezt er að slá eggin úr skum-
inni á brún, sem er ekki of
skörp. því rauðan má ekki fara
í sundur. Bezt til þessara nota
er brún á bolla eða diski. Eggiö á
að slá úr snöggt, en ekki of fast.
Hægt er að nota stífþeyttar
eggjahvítur í marga rétti en
ekki er sama hvemig eggin em
þeytt. Skál og þeytari verða að
samsvara hvort öðm. Bæði skál
og þeytari þurfa að vera þurr og
köld og það má ekki vera nein
rauöa í hvítunni. Þegar rafmagns
þeytarar eru notaöir á að setja
þá á lægsta hraða, þar sem hrað-
ari þeyting verður til þess að
endist ekki eins lengi. Meö þeyt-
ara, sem er ekkí rafmagnsknú-
inn á að vera hægt að þeyta
tvær eggjahvítur á tæpum þrem
mínútum.
Snyrtimeðal
Eggjarauðan hreinsar, mýk-
ir, nærir og yngir húðina. Ein
eggjarauða er hrærð saman við
1—2 msk af ólífuolíu eða
möndluolíu, ásamt 1 msk sítr-
ónu-, appelsínu- eöa tómatsafa,
f mjúkt krem. Þegar þessi
skammtur er geymdur á köldum
stað f loftþéttum umbúðum næg-
ir hann f 3—4 daga. Ofurlítið af
eggjakreminu er sett á húðina
bæði morgna og kvölds og á að-
eins að vera augnablik á. Einu
sinni til tvisvar f viku er hægt
að láta eggjamaskann þorna al-
veg inn, áður en hann er þveg-
inn af með volgu vatni.
Eggjahvítan hreinsar, tekur
fituna af, spennir og yngir upp
húðina. Eggjahvítur hafa mjög
góð áhrif á húöina og hárið.
Hvítumar eru þeyttar létt sam-
an með gaffl; og notaðar ein-
tómar sem andlitsmaski eða að
viðbættri einni msk af sítrónu-
safa. Þegar maskinn er alveg
þurr er hann þveginn af með
volgu vatni.
Hér koma svo f lokin tveir
eggjakúrar. Fyrir þurrt og venju-
legt hár: 2—3 eggjarauður eru
hrærðar saman við 1 msk af
sítrónusafa og 1—2 msk
möndluolíu, og núið í hárið. Þeg-
ar eggjahræran hefur þomað of-
urlítið, er hún þvegin úr hárinu
— fyrst úr köldu vatni og síðan
úr volgu. Fyrir feitt eða mjög
óhreint hár: 2—3 eggjarauður
eru hrærðar saman við 1—2
msk sítrónusafa og núið f hárið.
Þegar hræran er þornuð í hárinu
og það skolað úr köldu vatni og
þvegið aftur upp úr stífþeyttum
eggjahvftum. Hárið skolað vel
úr volgu vatni. í síðasta skol-
vatnið má setja edik (2 msk í
lítra af vatni), sem hefur þau
áhrif á hárið, aö það glansar enn
meira.
LIIMDARPREIVT- SF
KLAPÍ'AP jy L.ndor:; J >ÍMI .MS/ý
® Notaðir bílar til sölu
Höfum kaupendur að Volkswagen og
Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu.
Til sölu I dag:
Volkswagen 1200 ’56 ’59 ’65 ’68
Volkswagen 1300 ‘66 ‘67 ‘68 ’69
Volkswagen Fastback ’66 ’67
Volkswagen sendiferðabifr. ’66 ’67 ’68
Volkswagen station ’67
Land-Rover bensín ’62 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68
Land-Rover dísil ’62 ’65 ’67
Willys ’66 ’67
Fíat 600 fólksbifr. ’66
Fíat 124 ’68.
Fíat 600 T sendiferðabifr. ’66 ’67
Toyota Crown De Luxe ’67
Toyota Corona ’67
Volvo station ’55
Chevy-van ’66
Chevy Corver ’64 sjálfskiptur m. blæju.
Taunus 17 M station ’66
Volga '65
Ford Bronco ’66
Singer Vogue ’63
Rússajeppi Gaz. ’66
Benz 220 ’59
Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot
af rúmgóðum og giæsilegum sýningarsal okkar.
Sírni
21240
HEKLA hf
Laugavegi
170-172