Vísir - 04.12.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 04.12.1969, Blaðsíða 1
Alþingi fær EFTA- una á morgun Ýtarleg greinargerð, sjo fylgisk/bl og tvb frumvbrp fylgja Aðild íslands að Fríverziun- þingi eftir hádegi á morgun. reiknað með, að hægt verði arsamtökunum, EFTA, verð- Málið er lagt fyrir í mynd að afgreiða hana fyrir jóla- ur væntanlega lögð fyrir AI- þingsályktunartillögu og er leyfi þingmanna. SkíBaparadís við Lögberg ■ Á næstu dögum verður opnað nýtt skíðasvæði að eins rúma 10 km frá Reykja- vík, en ætlunin er, að í fram- tíðinni verði þarna ein alls- herjar skíðamannaparadís fyr ir íbúa Stór-Reykjavíkursvæð isins og jafnvel erlenda ferða- menn. — I vetur verður þarna aðeins um tilraunastarf semi að ræða. Settar verða upp 2 sluðalyftur við sumar- dvalarheimili Kópavogsbæj- ar, sem stendur í Lækjarbotn um rétt ofan við Lögberg, en Kristinn Benediktsson, hinn víðkunni skíðamaður stendur að þessari tilraun. Hann fær á næstu dögum tvær snjóframleiösluvélar til landsins og verður allur snjór framleiddur ú vatni og lofti, sem leitt verður í pípum um brekk- |j urnar. Með þeim hætti verður *J unnt að hafa skíðasnjö 1 brekkun um í allan vetur, en eins og kunnugt er hefur aðstaða til skíðaiðkana verið afar erfið í nágrenni Reykjavíkur undanfar in ár sérstaklega vegna snjó- leysis. Ætlunin er að hafa skíðalyft urnar í gangi dag hvern í allan vetur frá kl. 9 á morgnana til miðnættis og verður brekkan, sem tekin verður í notkun f vet ur flóðlýst jafn langan tíma. Kristinn Benediktsson mun hafa lent í nokkrum erfiðleik- um með að ná í vatn þarna upp frá, en vatnið er algjörlega nauö synlegt í snjóframleiðsluna. — Hann lét bora eftir vatni, sem kostaði um 100.000 kr., en án árangurs. Þetta mál leystist þó betur en á horföist, þar sem hann fékk aðgang í borholu, sem Útvegsbankinn á í nágrenninu og verða á næstu dögum lagðar leiðslur frá holunni upp í brekk urnar, en það verður einn dýr asti liður framkvæmdanna, sem munu kosta nokkar milljónir fyr ir tiiraunina í vetur. Það er Kópavogsbær, sem á landsvæðið þama upp frá og hefur bærinn gert samning við Kristin um leigu á svæðinu í vetur ásamt sumardvalarheim ilinu að því er bæjarverkfræð- ingur Kópavogs sagði í viðtali við Vísi f morgun, fær Kópa- vogskaupstaöur með þessu að- stöðu til skíðaiðkana fyrir skóla börn í bænum, en þau munu hafa ákveðna daga í brekkunum. Með þessu móti nýtist sumar- dvalarheimiliö bænum betur, en það ella hefði gert. Að því er Vfsir hefur fregnað er ætlunin í framtíðinni að verja tugmilljónum til framkvæmda á þessu svæöi, sem er að mörgu leyti afar hentugt til skíöaiðk- ana, nema þar hefur verið afar takmarkaður snjór undanfarna vetur. Mun vera ætlunin að setja þarna upp fjölda skíða- lyfta, flóðlýsingu fyrir allt svæð ið, sem hefur fjölda af góðum skíöabrekkum, rækta allt svæð- ið upp og jafnvel koma þar upp veitingastöðum. í vetur verða þama aðeins tvær lyftur eins og áður er sagt og munu þær geta flutt um 5.000 manns upp brekkuna á klukkustund. Þá verður opin veitingasala í sum- ardvalarheimilinu, sem virðist af ar hentugt til slíks. Vísir reyndi aö fá frekari upp- lýsingar hjá Kristni Benedikts- syni, en hann vildi ekki gefa neinar upplýsingar á þessu stigi má'Isins, en staðfesti að upplýs- ingar Vísis væru réttar í megin- atriðum. Sjálf tillagan er mjög stutt, en ýmis viðamikil skjöl munu fylgja henni. Ýtarleg greinar- gerð fjallar um helztu hliöar málsins. Þar að auki fylgja vænt anlega sjö fylgiskjöl, þar á með- al skýrsla Guömundar Magnús- sonar prófessors um íslenzkan iðnað og Fríverzlunarsamtökin og skýrsla nokkurra sérfræð- inga Efnahagsstofnunarinnar um útflutningsmöguleika fyrir íslenzkar vörur. Þá verða um leið lögð fram tvö frumvörp, er varða atvinnu- réttindi útlendinga, annað á sviði verzlunar og hitt á sviði iönaðar. Um miðja næstu viku er svo von á nýju tollskrárlög- unum, en á þeim hefur farið fram ýtarleg endurskoðun í sam bandi við fyrirhugaöa aðild að Fríverzlunarsamtökunum. Síðar verða lögð fram frum- vörp um norræna Iðnþróunar- sjóðinn og um skatta fyrirtækja. í síðara frumvarpinu verður væntanlega fólgin samræming við skattareglur þær, sem fyrir- tæki í fríverzlunarlöndunum búa við. lAtvinnuleysið tvöfaldast á mánuði • Unnið er að fullum krafti við að koma upp nauðsynlegum tækj- um, en i gær var verið að koma upp ljósastaurum fyrir flóð- lýsinguna. Kamið yfir tvb þúsund á bllu landinu B Atvinnulausir á öllu landinu eru nú 2049 manns, en voru 1078 fyrir einum mánuði. Þannig hefur atvinnuleysið tvöfaldazt í nóvembermánuði. Fjöldi at- vinnulausra hefur margfaldazt í sumum kaupstöðum, svo sem á Sauðárkróki, þar sem nú er 101 atvinnulaus, en þar voru 9. Á Ólafsfirði eru nú 69 á skrá, voru 6, á Húsavík 77, en voru 8 fyrir mánuði. Veskjaræning- inn hljóp í fangið á löggunni Kona nokkur varð fyrir árás seint í gærkvöldi, þegar hún var á gangi í Garðastræti, og að henni hljóp ungur maður og hrifsaði af henni veski hennar með peningabuddu og öllu sam- an. Gat hún lítið viðnám veitt, enda ’hafði veskjaræninginn snör hand- tök við og tafði ekki lengi, eftir að hann hafði náð fengnum, heldur hvarf að bragði inn í næsta húsa- sund. Henni tókst þó að setja á sig útlit mannsins og gat lýst hon- um rækilega fyrir lögreglunni, sem fór strax á stúfana og leitaði mannsins í miðborginni. Tveir lögregluþjónar, sem höfðu tekið að sér að svipast um eftir kauða við höfnina, fengu á göngu sinni beint í flasið á sér ungan mann, sem lá greinilega mikið á og hljóp við fót, og þekktu þeir strax af lýsingunni, að þar var kominn sá, sem leitað var. Enda viðurkenndi hann verknað- inn og það með, að veskinu hefði hann fleygt í höfnina, eftir að hafa tæmt það að innihaldi þess, sem hann haföi falið í kassa við nýju Tollstöðina. Veskinu tókst að bjarga úr sjón- um og innihald þess fékk konan allt með skilum. 1 Reykjavík er fjölgunin hlutfalls lega minni. Nú eru þar 515 skráöir atvinnulausir, á móti 364 í nóvem- ber. Á Akureyri eru 224 atvinnu- lausir, á móti 117 áður, og á Siglu- firði 241 á móti 163 áður. í öðrum bæjum er breytingin þessi: Neskaupstaður 87 (36 fyrir mánuði), Keflavík 13 (0), Hafnar- fjörður 97 (36), Kópavogur 40 (26), Seyðisfjörður 4 (0), Akranes 6 (12), ísafjörður 5 (5) og Vestmannaeyj- ar 0 (0). Alls eru atvinnuleysingjar í kaupstöðum 1479, en voru 782 fyr- ir mánuði. í kauptúnum meö meira en 1000 íbúum eru nú 74, en voru 40 fyrir mánuði, og í smærri kaup- túnum samtals 496, en áöur 256. Samtals 2049 (1078). Tölur þessar eru samkvæmt upp lýsingum félagsmálaráðuneytisins, sem safnar skýrslum um atvinnu- leysi frá bæjum og þorpum um hver mánaðamót. Miðast þær við 1. desember, og eru þær hér born- ar saman við atvinnuleysið 1. nóv- ember, eða mánuði fyrr. Hermann kominn heim Hermann Gunnarsson kom heim til íslands í fyrrakvöld og er hætt- ur atvinnuknattspyrnu meö Eisen- stadt. Hins vegar hefur hann tilboð upp á vasann frá öörum félögum, sem hann hugleiðir hér í jólafríinu, og hefur hann frest fram að jólum til að svara þeim. „Yið fljúgum allir fyrir dollarana“ Þeir hinir eru ekki að fljúga fyrir guð almátt- ugan, sagði flugmaður, sem gæti hugsað sér að fljúga fyrir Von Rosén • Allmargir íslenzkir flugmen að fljúga fyrir kirkjuna. Þeir munu hafa sent Von Rosén hafa ekki verið að fljúga fyrir skeyti á Martinez Hotel í París guð almáttugan, og þaö er því til að spyrjast fyrir um kjör, ekki meiri húgsjón í þeirra flugi sem hann býður fyrir herflug í en hinna, sem ef til vill munu Bíafra, að því er Vísir hefur fljúga fyrir Von Rosén. fregnaö. — Munu margir hafa Flugmaöurinn gat upplýst hug á þessu starfi, enda munu Vísi um það, að enginn leið er flugmönnum í þessu flugi vera til að stöðva flugmenn, sem tryggð 10.000 doilara föst mán- vilja fljúga fyrir Von Rosén. aðarlaun og jafnvel meira eftir íslendingar hafa ferðafrelsi og efnum og ástæðum. það nægir, sagði hann. Það er hér stór hópur menntaðra flug- Þetta eru miklir fjármunir, manna, sem ekki hefur verið sagði einn flugmaður í viðta'li sköpuð aðstaða til að sinnáþess- við Vísi í morgun og það fer ari atvinnugrein. Það er ekki ekki á milli mála, að þeir freista. nema eölilegt að þeir kanni það, Við fljúgum allir fyrir dollara, sem þeim kann að standa til — einnig hinir, sem hafa verið boða, sagði flugmaðurinn. VWVWWWWSrt^WVWVWVWWWWWWWW I.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.