Vísir - 04.12.1969, Page 2
V í SIR . Fimmtudagur 4. desember 1969.
Sníðaþjónusta
Pfaff
' S.l. mánudag tók til starfa
sníðaþjónusta Pfaff 1 húsa-
, kynnum verzlunarinnar,
Skólavörðustíg 3. Þar geta
' konur fengið aðstoð við snið
eftir Pfaff sníðakerfinu gegn
vægu verði. Aðstoðað verður
við snið á öllum venjulegum
kven- og barnafatnaði.
Fyrst um sinn verður sníða
þjónusta Pfaff opin kl. 2—5 á
mánudögum og föstudögum.
PFAFF
Skólavörðustíg 3 - Sími 13725 1
unx\
óö, -- - " _ • ® © j
HEIMILISTÆKI
STEREO-TÆKI
eru þekkt fyrir tóngæði.
Umboðsmenn um ailt land
£/unnu't íP&^eitMon h.f.
• ■ ' SuflufUmhbratrt 16 ReyVjáviV - Slmnutni: iValysrc - Simi 35200
Guðmunaur ógnar veíai Oskars!
Búizt við spennandi keppni þeirra i milli
á fyrsta Reykjavikurmótinu i lyftingum
• Ekki er ólíklegt að hörð
keppni verði á fyrsta
Reykjavíkurmótinu í lyfting-
um, sem háð verður í Tóna-
bæ laugardaginn 13. desem-
ber n.k. Guðmundur Sigurðs-
son hefur nú náð að komast
í milliþungavigt, sama flokk
og Óskar Sigurpálsson, og
hefur verið mjög mjótt á mun
unum milli þeirra félaga á æf-
ingum að undanförnu, báðir
náð ágætum árangri.
Búast má við sannkölluðu
metaregni í öllum flokkum
keppninnar, en á síðasta móti
voru sett 13 íslandsmet og er
því spáð að þau verði ekki færri
nú.
Dómaravandamálið hefur ver-
ið leyst, því nýlega voru útskrif
aöir fyrstu íslenzku dómararnir
í greininni, sem er frumskilyrð-
ið til að hægt sé að keppa við
löglegar aöstæður. Veröur fróö-
legt að sjá hvemig þeim tekst
upp.
Ástæða er til að hvetja í-
þróttaunnendur að koma og sjá
þessa nýju grein, sem getur
verið skemmtileg á aö horfa,
ekki sízt þegar reynt er við
mörg met, eins og nú verð-
ur. Keppnin hefst kl. 15 annan
laugardag, 13 des. og eru þátt-
takendur í keppninni beðnir að
láta skrá sig hjá Brynjari Gunn
arssyni í síma 52806 fyrir laug-
ardaginn 6. des.
/#
Lokað" innan-
hússmót firma
Á sunnudaginn kemur 7. des.
fer fram innanhússknattspyrnumót
á vegum knattspymuklúbbs fram-
reiöslumanna í íþróttahúsinu á Sel
tjamamesi og hefst kl. 14.00.
Eftirtöldum fyrirtækjum var boð-
in þátttaka í mótinu: Flugfélag Is-
lands, Loftleiðir, BP, Kristján Ó.
Skagfjörð, Sláturfél. Suöurlands,
SÍS, Prentsmiðjan Edda, Vffilfell,
Bæjarleiðir, Bræðumir Ormson,
Landsbankinn, ísal, og A og B lið
framreiðslumanna.
Þetta er 1 annað sinn sem fram-
reiðslumenn halda firmakeppni inn
anhúss, en sfðast sigruð'u Faxar (lið
Flugfél. íslands). ’ Öll þessi lið æfa
knattspyrnu innanhúss og meöal
þeirra em margir þekktir knatt-
spyrnukappar.
í leikhléi fara fram tveir knatt-
spymuleikir, milli barþjónaklúbbs
Islands og matsveina Sælkerans í
Hafnarstræti (sælkerar við sælkera)
og hljómsveitar Ragnars Bjarna-
sonar og Roof-Tops, en þeir slöar-
nefndu leika fyrir dansi um kvöldiö
í Sigtúni. Þar fer einnig fram verð
launaafhending og verða veitt 1.
2. og 3. verðlaun.
Knattspyrnulandsliðið á ferðalagi I síðasta mánuði. Leikmenn skoða aðalstöðvar Sþ. Ekki kom-
ust allir, sem valdir höfðu verið, í Bermudaferðina, því ferðalög, þótt ókeypis séu, kosta alltaf
eitthvað af heimilispeningunum.
Styrkjum landsliðið!
FJÁRSÖFNUN er að hefj-
ast á vegum dagblaðanna
til að gera för landsliðsins
í handknattleik sem vegleg
asta í febrúarlok. Það er
alkunna að íslenzk lið hafa
oft verið illa útbúin í utan-
landsferðum, læknis- og
nuddaralaus, svo dæmi sé
nefnt, og að auki hafa leik-
menn veríð með lífið í lúk-
unum vegna þess að þeir
hafa vitað að þeir tóku
þátt í „Iúxus“, sem þeir og
fjölskyldur þeirra höfðu
ekki beint efni á.
Sumir leikmanna höfðu e.t.v. tek
ið út öll sín frf og því kauplausir
á vinnustaö. Fjölskyldan heima hef
ur e.t.v. ekki of mikið að bfta og
brenna. Þannig em okkar íþrótt-
ir, meöan úreltar „áhuga“ manna-
reglur gilda. Hvernig er annars
-hægt að hafa áhuga á íþróttum, þeg
ar slíkar reglur em að flækjast
fyrir
Dagblöðin safna því fé 1 því
skyni að styrkja t.d. eiginkonur og
fjölskyldur þeirra leikmanna, sem
þurfa að fóma tíma, fé og fyrir-
höfn til aö berjast fyfir iandsins
hönd, en einnig til að landsliðið
megi fara sem bezt búiö til keppni.
Greinilegt er að einstaklingar og
starfshópar hafa áhuga á málefn
inu og verður tekiö viö gjafafé á
afgreiöslum blaðanna. Skrifstofa
Vísis í Aðalstræti 8 mun taka við
framlögum.