Vísir - 04.12.1969, Page 8
?
19
VISIR
.W '.'v,1-
Otgefancí): Reykjaprent h.t.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: lónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axei Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099
Afgreiösla: Aöalstræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sirni 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 165.00 á mánuöi innanlands
t lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Prentsmiöja Visis — Edda h.f.
Lýst eftir skynsemi
„það er vonlaust að gera út fiskibáta á íslandi í dag“,
hefur Þjóðviljinn eftir einum skipstjóranum á þingi
Farmanna- og fiskimannasambandsins, sem haldið
var nýlega. Segir blaðið skipstjórann hafa sagt, að
ný skip kosti 20—25 milljónir króna og þurfi að afla
á hverju ári fyrir andvirði sínu, ef vel ætti að vera,
en í rauninni væri meginþorri flotans ekki með nema
3—4 milljón króna afla á ári.
Hugsun ræðumanns og blaðs var sú, að þetta sýndi
lítinn vilja og skilning ráðamanna á íslandi á málum
sjávarútvegs. Það er vissulega erfitt að sjá samhengi
þar á milli, því að ekki geta ráðamenn haft þann
starfa að smala fiski í net og á öngla sjómanna, þótt
þeir fegnir vildu. Ríkisstjórnin ræður ekki yfir nátt-
úruöflunum-
Hitt er svo rétt, að það mundi bæta hag útgerðar-
innar, ef peningum væri varið af almannafé til
stuðnings henni. En slíkar uppbætur eru orðnar
óvinsælar, enda veit enginn hvar þær taká endíi. Það
eru áreiðanlega margar atvinnugreinar, sem þykjast
ekki síður þurfa slíka fyrirgreiðslu. Og svo má ekki
heldur gleyma hagsmunum almennings, sem borgar
skatta og kærir sig ekki um, að þeim sé eytt í upp-
bætur.
Hagur útgerðarinnar er satt að segja ekki eins
slæmur og ræðumaður vildi vera láta. Hagurinn hlýt-
ur að sjálfsögðu að fara mest eftir aflamagni og út-
flutningsverði, sem hvort tveggja hefur verið lélegt
undanfarin ár. Hins vegar hefur verið bætt töluvert
úr þeim vandræðum með lækkun gengis krónunnar
og með lögum, sem færa fjármuni til útgerðarinnar
af óskiptu aflaverðmæti. Vegna þessara aðgerða
stjórnvalda er hagur útgerðar á íslandi nú að vænk-
ast, þóit ekki séu erfiðleikarnir alveg úr sögunni.
Á þingum sjómannasambandsins og fiskimanna-
sambandsins og annars staðar sækja sjómenn nú fast
að fá breytt þessum lögum um hlutaskiptin, sem hafa
bjargað útgerðinni á þessu ári og tryggt almennt út-
hald fiskiskipa. Ef lögunum yrði breytt útgerðinni í
óhag og sjómönnum í hag, er víst, að útgerð mundi
dragast saman og jafnvel falla niður á sumum svið-
um. Rekstur hennar stendur í járnum eins og er. Sjó-
menn viðurkenna það og því er það gegn betri vit-
und, að þeir heimta breytingar á lögunum.
Hlutaskiptin eru í jafnvægi eins og er. Kjarabætur
sjómanna geta ekki falizt í breyttum hlutaskiptum,
því að þeir fá ekki hlut, ef ekki er róið. Kjarabætur
þeirra geta aðeins falizt í meira aflamagni og í hærra
verði aflans. Um verðið semja útgerðarmenn og sjó-
menn sameiginlega við fiskvinnslustöðvarnar, með
hliðsión af verðlagi á erlendum markaði.
Það er því út í bláinn og raunar hrein ævintýra-
mennska að tala um verkfall á bátaflotanum út af
hlutaskiptum eða lögum um þau. Einhver vottur af
skynsemi verður að vera í hverri kröfugerð.
V í SIR . Fimmtudagur 4. desember 1969.
Verða hjóna-
skilnaðir
leyfði
Ítalíu?
r a
ÍTALIR hugsa mikið um
hjónaskilnaði þessa dag-
ana- — Stuðningsmenn
þeirra fara um götur,
berandi spjöld, þar sem
mótmælt er því meinta
misrétti, að hjón geta yf-
irleitt ekki skilið lögum
samkvæmt, hvernig sem
tautar og raular. Harðar
tilraunir eru gerðar á
þingi til að hneldcja
hinni fornu löggjöf.
Á annað hundrað þingmenn
'Éöku til máls um hjónaskilnaðar-
frumvarp, sem hefur veriö til
umræöu síðan í maí. Frumvarpið
nýtur stuðnings meirihluta
neöri deildar og líkiega einnig
öldungadeildarinnar. Breytt til-
högun kann aö verða að lögum,
áður en þingið lýkur störfum.
Kristilegir demókratar, stærsti
flokkurinn, hafa mjög andmælt
þessu frumvarpi, en þeir eru þar
einir á báti, að frátöldum ný-
fasistum, sem einnig vilja halda
hinni gömlu skipan í þessum
efnum. Þessir flokkar hafa ekki
til samans meirihluta á þingi og
réði þaö úrslitum, að frjálslynd-
ir ákváðu að styðja frumvarpiö
sem einn maður.
„Hórdómssök“
Slagnum er engan veginn lok
ið en margt bendir til þess, að
mótþrói kaþólikka sé í rénun.
Æðstu valdamenn kaþólsku
kirkjunnar líta enn sem fyrr á
hjónaskilnaði sem brot á lögum
guðs, en kirkjan i heild sinni hef
ur nokkru frjálslvndara við-
horf. Jafnvel klerkar hafa látiö
hafa þaö eftir sér, að skilnaður
sé mál, sem hver og einn verði
að taka afstöðu til eftir eigin
sapnfæringu. Skilnaðardómstóll
kirkjunnar, Sacra Rota, hefur
verið í seinm tíö nokkru örlát-
ari en fyrr í því að veita skiln-
aö ,,í undantekningum“.
Sacra Rota segist hafa veitt
skilnað í 960 tilvikum síðustu
fimm árin, en umsóknir hafi
verið 1400. Þetta er þó talin lág
tala borin saman við tugþús-
undir hjónabanda, sem aöeins
eru til á pappírnum og sívaxandi
fjölda löglegra samvistarslita,
i ■ • r'-
Stuðningsmenn hjónaskilnaðar á fundi í Róm.
Ponti-hjónin eru í hópi þeirra
ítala, sem léku á skilnaðar-
löggjöfina með því að skipta
um ríkisborgararétt, enda er
frú Sophia talin hamingju-
sömust mæðra.
sem dómstólar veita leyfi til fyr
ir einar fimmtíu krónur. Dóm
stólar banna þó í slíkum tilvik-
um, að aðilar gangi að nýju í
hjónaband, og gera það eftir
sem áður að hórdómssök ef þeir
hafa mök við hitt kynið. Þeir,
sem gifzt hafa viö borgaralega
vígslu hafa enga von um skiln-
aö.
Löggjöf þessi er frá 1929, aö
ráði páfa þess tíma og var á-
kvæöið tekið í stjómarskrá ítal
íu áriö 1948.
Kristilegir demókratar gera
sér vonir um þjóöaratkvæði,
þótt þeir bíði endanlegan ósigur
á þingi. Stjórnarskráin gerir ráð .
fyrir heimild til þjóöaratkvæð-
is, en óvíst er, aö af því veröi
í þessu tilviki. Frjálslyndir telja
að yrði það fellt í þjóöaratkvæöi
sem þingið hefði samþykkt, væri
óhjákvæmilegt að efna til nýrra
kosninga, þar sem þingiö hefði
glatað trausti fólksins. Stjórn-
málaforingjarnir eru þó ekki all
ir hrifnir af kosningum um þess
ar mundir.
Hálf milljón í
ólöglegri sambúð
Ítalía er ekki það sveitaland,
sem var fyrir 20 árum. Miklir
fólksflutningar hafa orðið, bæöi
innan landsins sjálfs og til ann
arra landa. Talið er, að hálf
milljón ítala búi í sambúð án
giftingar. Sorgarleikurinn við
þessa óvígöu sambúð er sá, aö
lögin leyfa giftri konu eða
manni ekki aö viðurkenna barn
sem fætt er utan hins „löglega
hjónabands". Þegar slík hjóna-
bönd eru í rauninni nr sög-
unni, skapast mikill vandi. Börn
eru iðulega talin fædd af „ó-
þekktu foreldri". Oft fela dóm-
stólar slík börn f forsjá uppeldis
stofnana og slíta þau frá sínum
heimilum. Fyrir kemur, að menn
taka til sín með valdi börn, sem
þeir ekki eiga, ef þeir eru
„skráðir feður“ þeirra, þótt þeir
búi ekki með móöurinni. Á upp
eldisheimilum fá prestar og
nunnur börnin til utjiráða.
Þessu hefðbundna skipulagi
revna menn nú aö breyta.
Þeir segja...
Vonlaust um samn-
inga við Austur-
Berlín.
„Yfirlýstur vilji Bonnstiórnar-
innar til samninga við Austur-
Berlin hefur hlotið góöar viðtök
ur í vestrænum ríkjurn ... en
hefur ekki mátað leiðtoga komm
únista. Stoph, forsætisráðherra
Austur-Þýzkalands, segist líka
vera reiðubúinn til viðræðna, en
aðeins um þau atriði, sem Bonn
stjórnin telur, að ekki megi
semja um. Hyggnir athugendur
bjuggust við þessum viðbrögö-
um. Vestur-þýzka stjórnin dreg
ur greinilega I efa, að stjórnin
í Austur-Berlin reynist eins
hörð í horn að taka og hún vill
vera láta. Þetta próf hefur sýnt
að stjórn kommúnista hefur ein-
ungis áhuga á viðurkenningu á
Austur-Þýzkalandi sem ríki.
Stjórn V-Þýzkalands ma ekki
bjóða heim frekari hrakförum.
Það virðist vera áætlanasnrðun-
um í Þýzkalandsmálunum um
megn að viðurkenna, að engin
,von sé um samninga í Berlín“.
Frankfurter Neue Presse
(Frankfurt)