Vísir - 04.12.1969, Side 13

Vísir - 04.12.1969, Side 13
I VÍSIR . Fimmtudagur 4. desember 1969. f3 Jólakökur frá Þýzka- landi og Danmörku Smákökur Hildar, vanillukringlur, fín smjöress og hvítar smákökur eru meðal þess, sem 1 bakað er á þýzkum heimilum fyrir jólin. TV"ú fara éldhúsin að ilma af kökubakstri hvað úr hverju. Þau eru í meirihluta heimilin, sem viðhalda hinum hefðbundna bakstri fyrir jólin. Hvert heimili hefur oftast sínar uppskriftir, sem farið er eftir og hafa verið fengnar frá eldri kynslóðinni. Margar okkar uppskriftir koma áreiðanlega upprunalega frá Danmörku, og hafa síðan lít- illega breytzt í meðförunum. Ekki hefur kökubakstur tíðkazt hér almennt áður fyrir jól, nema á efnaheimilum. Hins vegar dregur jólakakan, sem er nú ekki álitin veizlukaka lengur, nafn sitt af því að hún hefur verið eitt aðalbakkelsið um jólin í gamla daga Þessar uppskriftir, sem birtar eru hér á eftir eru hið hefð- bundna jólabakkelsi í Danmörku og Þýzkalandi og hafa sennilega einhverjar þeirra borizt hingaö, kannski í breyttri mynd. Fyrst eru hér kökutegundir frá Þýzkalandi. ur verið sáldrað í. Geymið deig- ið á köldum stað í klst. Búið til úr þvi mjóar 8—10 cm langar rúllur, sem þið setjið saman í kringlur og bakið ljósgular í 10 —15 mín. við 200 ,gráða hita. Hrærið púðursykrinum í eyggja- hvítuna í hæfilega stíft krem og penslið vanillukringl- umar með kreminu, eftir bakst- urinn. Fín smjör-ess með ofurlitlu smjöri. Bakið í stundarfjórðung viö um það bil 200 gráða hita. Eftir að kökumar hafa kólnað er eggjarauðan og púðursykurinn hrært saman og hluti af hverri köku penslaður með kreminu. Hér koma svo tvær uppskrift- ir frá nágrannalandinu Dan- mörku: Smákökur Hildar. 250 g smjörlíki (smjör), 375 g sykur, 3 egg, 1 pk. vanillu- sykur, ofurlítiö lyftiduft, 750 g hveiti, marmelaði, púðursykur. Hrærið saman smjörlíki, sykri og eggjunum, bætið við vanillu- sykri, Iyftidufti og hveitinu. Hnoðið deigið, geymið á köldum stað 1 eina klst. Breiðiö út, þar til deigið er Vt cm að þykkt. Stingið út kökur í þrem mis- munandi stærðum, með kleinu- hjólinu, raðið á smurða plötu og bakið í 10—15 mínútur við 200 gráða hita. Smyrjið tvær minni stærðimar að neðan með marmelaði, setjið ofan á stærstu kökuna og stráið púðursykri yfir. Vanillukrmglur. 250 g smjörlíki (smjör), 275 g sykur, 3 egg, 1 pakki vanillu- sykur, ofurlítið af lyftidufti, 750 g hveiti, eggjahvíta og púður- sykur. Hræriö saman smjörlíki, sykri °g eggjum, bætið við vanillu- sykrinum og hnoðið saman við það hveitið, sem lyftiduftinu hef- 250 g smjör, 250 g sykur, 7 eggjarauður, rífið hýði af hálfri sítrónu, 500 g hveiti, eggjarauða og mulinn molasykur. Hrærið saman smjör, sykur og eggjarauðurnar, bætið við rifnu sítrónuhýðinu og hveitinu, hnoðið deigið og geymið í 1 klst. Búið til rúllur og skerið í 10 cm langa bita, sem þið mótið essin úr. Raðið á smurða plötu og geymið á köldum stað Penslið með eggjarauðunni, stráið muld- um molasykrinum yfir og bakið kökurnar í tíu minútur við 200 220 gráða hita. Brúnar smákökur. 1V2 dl Ijóst síróp, 200 g púð- ursykur, 175 g smjör, 1 tsk engi- fer, 1 tsk negull, 1 tsk natron, þeyttur rjómj úr 1 j/2 dl rjóma, 750 g hveiti, möndlur. Hrærið saman sírópið, púður- sykurinn, smjörið, kryddið og natrónið þar til það er mjúkt. Þeytta rjómanum blandað í og þar á eftir er deigið hnoðað með hveitinu. Deigiö á að geyma á kpldum stað í nokkrar klst. Breitt út og kringlóttar kökur skomar úr þvl. Bakaðar við lág- an hita 160 gráða í 8—10 mín. Vanilluhringir. V2 kg. hveiti, 220 g sykur, 125 g afhýddar og saxaðar möndlur, 3 tsk vanillusykur eða kornin úr einn; stöng, 375 g smjör eða smjörlíki, 3 eggjarauður. Hrærið saman hveitið og syk- urinn, bætið við möndlum, van- il'lu, smjöri og eggjarauðum og hnoðið deigið. Geymið á köldum stað til næsta dags. Búið til lengjur með þvl að setja deigið f hakkavélina meö kökumótinu á, búið til kransa úr lengjunum. Bakað við jafnan hita, 175 gráða i 10—12 mín. Hvítar smákökur. 150 g smjör, 250 g sykur, 2 egg, 250 g rifið súkkulaði, 250 g afhýddar möndlur, 250 g hveiti, 4 eggjarauður, 12 msk púðursykur. Hrærið saman smjör, egg og sykur, bætið súkkulaðinu, möndl unum og hveitinu við og hnoðið. Búið til úr deiginu mjóar rúllur, um það bil 4 cm í þvermál, setj- ið rúllumar á kaldan stað. Sker- ið 1 cm þykkar kökur af rúll- unum, mótið þær til og raðið á plötu, sem hefur verið smurð Y firhjúkrunarkona óskast ráöin að Sjúkrahúsinu á Selfossi frá 1. febr. 1970. Uppl. um stöðuna gefur yflrlæknir sjúkrahúss- ins Óli Kr. Guðmundsson í síma 99-1505. Sjúkrahússtjórn. drengjaskyrtan úr Velour, sem breytist úr venjulegri skyrtu í rúllukraga-skyrtu með því að renna Iásnum upp. Litir rauðar m/bláum lás, bláar m/rauðum lás, gul-drapp m/brúnum lás. Stærðir 2 . 4 . 6 . 8. FALLEG ★ HANDHÆG ★ ÞÆGILEG Uenl.iiniUB Blftnmýril 5833BB VENJUL. KRAGI •RÚLLUKRAGI en sattí B/acka Decken Super borvélin sem hægt er aS tengja við alla fylgihlutina kostar aðeins krónur 1280.— Fæst í flestum verkfæraverzlunum AXMINSTER býSur kjör viS allra hœfi GREN5ASVEGI 8 SIMI 30676.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.