Vísir - 04.12.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 04.12.1969, Blaðsíða 16
 ULTRfi+LfíSH Mjög mikid úrval af snyrtivörum og jólagjafavörum | . PÉTUR PÉTURSSON. HEILDV. - SUÐURGÖTU14 i]M|L ^ggs Prentum stórt sem smátt FMyjuflðtu 14* Sjmi 17467 Síldin hvarf aftur Skipin liggja úti þriðju nóttina undir Jökli , Skrópa til að mótmæla seina- gangi í byggingu nýs skóla Iðnskólabyggingu i Hafnarfirði hefur ekkert mibab áfram undanfarin ár — Mótmælaskjal afhent i morgun, mótmælaganga i dag — Allir samtaka nú •.. og skrópum bara! var kjörorð nemenda Iðn- skólans í Hafnarfirði og því varð lítið úr kennslu í skólanum í morgun. Kennarar og skólastjóri voru mættir tilbúnir til að hefja kennslu í morgun eins og venju- lega og rétt undir klukkan átta tóku piltarnir að tínast í skól- ann, svo að þessi kennsludagur byrjaði líkt og aðrir venjulegir kennsludagar. Aðeins eitt var öðruvísi. Eng- ir piltanna höfðu með sér skóla- bækur sínar eða töskur. Þegar fyrsta kennslustund var í þann veginn að hefjast, kl. 8, gengu nokkrir skólapiltanna fram úr hópnum og afhentu skólastjóra plagg meö yfirlýs- ingu þess efnis, að „við nemend- ur í Iðnskóla Hafnarfjarðar höf- um ákveðið aö neita að mæta til kennslu í dag ...“, en í plagg- inu var skýrt út, að þetta væri gert til þess að taka undir kröf- ur iðnnema í Hafnarfirði um auknar framkvæmdir til lausn- ar húsnæðisvandamáli skólans, en ekki vegna neinnar óánægju með kennara skólans eða skóia- stjóra, sem nemendur töldu sig þvert á móti standa í þakkar- skuld við. Fór síðan hver heim til sín og úr kennslu varð ekki að sinni. Iðnskólabyggingin nýja í Hafn arfirði hefur verið í „byggingu" um allmörg undanfarin ár, en ekkert miðað. Hústóftirnar við Reykjavíkurveg gína við nem- endunum, sem hírast i gamla húsinu við Mjósund og segjast ekki þora að mæta allir i einu til skóla, það séu ekki sæti fyr- ir alla! Sáralítið var kastað á síldarmið- unum eftir miðnætti f nótt. Mun minna fannst af torfum heldur en í fyrrinótt. Nokkur skip eru nú á landleið með slatta siðan f fyrri nótt. Flest skipanna bíða hins veg- ar úti á miðunum þar til f kvöld og ætla að reyna fyrir sér þriðju nótt- ina f röð. Aðeins var vitað með vissu um tvö skip, sem fengið höfðu ein- hvem afla f nótt, Hamravík og Hörpu. Einhverjir fleiri munu hafa fengið einhverja ögn. Engin veiði var f Breiðamerkur- dýpi í nótt, en þar eru nokkrir Austfjarðarbáfar við veiðar. — Lít- il veiði var í Norðursjó. Þar fréttist aðeins af einum fslenzkum báti með afla f nótt. Það var Fffill með 300 kassa, eða um tíu tonn. Kveikt á jólatrénu . dagið á rafveitu borgarinnr eykst i'iikið þessa dagana. Ljósadýrðin '■erður æ meiri. Starfsmenn raf- \eitunnar hafa nógan starfa við aö koma fyrfr ljósaskrauti. Þama eru þeir að lýsa tréð á' Austur- velli, en formlega hefur ekki verið kveikt á trénu ennþá. Það verður gert meö hátiðlegri athöfn að venju núna á sunnudaginn. Framsögumenn á fundinum í gær: Frá vinstri: Finnbogi Guðmundsson, dr. Þórður Þorbjamarson, Jón Ármann Héðinsson og dr. Unnsteinn Stefánsson. ^ .. í - jpj|| llllll BIBI 9 ' Niðursuðufræðingar fá ekki vinnu • Aöeins 6 af hundraöi verkfræð- inga okkar, eða um 20 manns, vinna við fyrirtæki í sjávarútvegi. Enn færri eru viöskiptafræðingarn- ir, menntaðir í rekstri fyrirtækja. í sjávarútvegi starfa sex viðskipta- fræðingar alls, og einir tveir þeirra eru sjálfir útgerðarmenn. Þetta kom fram á fundi um sjáv arútvegsmál í gærkvöldi, sem Stúd- 'entafélag Háskólans gekkst fyrir. Átti þar aö fjalla um, með hverjum hætti „bókvitið verði í askana lát- ið“, hvernig nýta megi menntunina í þágu atvinnuveganna. Umræöur voru fjörugar, og tóku margir til máls. Þar kom einnig fram, að af 9 niðursuðufræðingum, er prófi luku fyrir nokkrum árum, fá fjórir enga vinnu í samræmi við menntun sína. Frummælendur voru Jón Ármann Héðinsson, alþingismaöur, Finnbogi Guðmundsson útgerðarmaður, Unn steinn Stefánsson, haffræðingur, og ® 9 ára drengur beið bana, er hann varð undír afturhjóli vöru- bíls á Hringbraut í Keflavík í gær- kvöldi. Engir sjónarvottar voru að slysinu, og ekki varð bílstjórinn þess var þegar það gerðist en aðrir bílar sem fylgdu í kjölfar vöru- Þóröur Þorbjamarson, fram- kvæmdastjóri. Voru þeir þess sinn- is að efla beri tengsl Háskólans og atvinnuveganna, og hafi þar ver- ið mikill misbrestur á. Ýmsir ræðumenn lögðu áherzlu á • Vélstjórar við Landsvirkjun féllust á það í gær, að fresta stöðvun á vélum írafossvirkjun- ar, sem átti að hefjast á mið- nætti í nótt um einn sólarhring, en nokkuð þokaði f samkomu- lagsátt í launadeilu þeirra við Landsvirkjun í gærdag. Vonazt er til þess, að lausn geti fengizt á þessu máli í dag, en Lands virkjun mun vera þv£ velviljuð, að vélstjórar fái nokkrar launabætur bílsins nokkru á eftir honum komu að drengnum. Talið er, að slysið hafi orðiö þegar drengurinn hafi ætl.að að hanga aftan í vörubilnum en lent fyrir hjólinu með einhverj um hæt.ti. gildi „fingurgómatilfinningarinnar" í útgerðinni, og væri nauðsynlegt, aö forráðamenn fyrirtækja í sjávar útvegi hefðu náin persónuleg kynni af atvinnugreininni. Nægði þar ekki skólamenntun. og telur að þeir hafi dregizt nokkuð aftur úr f íaunum. Náist ekki samkomulag i dag verða vélar írafossvirkjunar stöðv- aðar á miðnætti í nótt í einn sól- arhring, en síðan verða vélar Steingrímsstöðvar stöövaðar í einn sólarhring. — 1 byrjun næstu viku verða vélar bæðj i Steingrímsstöð og írafossvirkjun stöövaðar, en þrátt fyrir þaö ætti ekki aö koma til rafmagnsleysis til almennings, þar sem unnt verður að kynda vara aflstöðvamar við Elliðaár og f Straumsvfk, að því er Ingólfur Ágústsson, rekstrarstjóri, sagðj í viðtali við Vísi. Kynding á þessum stöðvum er hins vegar mjög dýr fyrir Landsvirkjun og þvf bagalegt ef til þess kemur. 9 ÁRA DRENGUR BÍÐUR BANA Vonazt eftir lausn vélstjóradeilunnar í dag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.