Vísir - 23.12.1969, Síða 1

Vísir - 23.12.1969, Síða 1
Rúmur sólar- hrinfiur er þar til jólahátíóin gengur í garð. Líklega veröur þetta erfiður sólarhringur fyr ir smáfólkið, sem beðið hefur spennt síðustu vikurnar og talið niður dag- ana á jóladaga tölunum sínum. Síðustu klukku- tímarnir á að- fangadag munu örugglega verða alerfiðastir, — en á slaginu kl. G hringja kirkjukiukk- umar hátíðina inn. 59. árg.— Þriðjudagur 23. desember 1969.—286; tbl. FLOGIÐ FRAM AÐ HÁDEGI Á MORGUN — Siðustu bilferðirnar klukkan 4 Það eru allra síðustu forvöð fyr ir þá sem ætla út á land fyrir jólin að pakka saman í dag og I fyrra- málið. Flugfélag íslands fer sína síðustu ferð út á land klukkan 11.45 í fyrramálið — til ísafjaröar. Síðasta ferð til Akureyrar verður kl. níu á morgun, en næstsíðasta klukkan 18.30 í dag. Til Vestmanna eyja verður flogið klukkan 9.30 á morgun. Síðasta ferð til Egilsstaða er klukkan 13.30 í dag og til Sauð- árkróks klukkan 16. — Síðustu utanlandsferðir Fí voru farnar í morgun, önnur til London hin til Færeyja. Síðustu ferðir landleiðina verða farnar frá Umferðarmiðstöðinni á morgun, í Mosfellssveit klukkan 16, til Keflavíkur kiukkan 15.30, á Laugarvatn klukkan 13 og í Búrfell klukkan 13.30. Til Hveragerðis, Sel foss, Eyrarbakka og Stokkseyrar verður farið klukkan 9 í fyrramálið og klukkan 14, og til Þorlákshafn- ar verður síðasta ferð klukkan 14 á morgun. Seinasta ferð á Akranes og í Borgames verða kl. 10 í fyrra- málið og síðasta ferð á Snæfeils- nes, til Ólafsvíkur og Hellissands verður klukkan 8 í fyrramálið. — Engin ferð er eftir í Dali, á Vest- firði eða norður I land með áætl- unarbílum fyrir jól, síðustu vagn- arnir fóru þangað f morgun. Seinasta ferð Akraborgar upp á Akranes verður kl. 14.30 á morgun. Þessl litla stúlka er ein þeirra, sem bíður þessarar mestu hátíöar ársins. Að fara í jólakötfinn... Um-það er rætt í grein í blað- inu í dag. Köttur þessi er hinn mesti viðsjálsgripur, eins og flestum mun kunnugt. I grein- inni er rætt um ýmsa gamla jólagesti, vættj og forynjur. Sjá bls. 24 og 25. Mikilvægasta efnið Áreiðanlega er það mikilvæg- ast af öllu að menn hafi sér til handargagns þetta síðasta blað fyrir jólin. í því er að finna upp- lýsingar um hvaöeina, sem þeir kunna að þarfnast. Á bls. 12, 13 og 14 er rætt um sjónvarp og út- varp um hátíöina, hún kynnt og dagskráin i heild birt með. Á minnisblaði fyrir hátíðisdagana bls. 10 og 11 eru allar helztu upplýsingar um þá þjónustu sem innt er af hendi um hátíðamar. Bíó og leikhús Ætli menn að bregöa fyrir sig betri fætinum á annan dag jóla og fara í leikhús eöa bíó, þá eru allar uppiýsingar um þá staöi að finna á bls. 26 og 27, en að auki er Myndsjá frá jólaóperu Þjóö- leikhússins á bls. 3 í blaðinu í dag. i Jólabókaflóðið fellur að Á morgun er stórstreymt, og i kvöld er stórstreymt hvað varðar jólabókaflóðið mikla. Á bls. 7 í dag eru síðustu jóla- bækur ársins 1969 kynntar les- endum, —og á bls. 5 ritar Ólafur Jónsson grein, er hann nefnir Upp úr kafinu og fjallar um bókaútgáfuna. Jólamafurinu og heimilissiðirnir nefnist grein á bls. 8 og 9 í dag og þar segja fimm manns Vísis frá jólamat sinna fjöl- skyldna. Meðal þeirra eru Tryggvi Þorfinnsson, skólastjóri Matsveina og veitingaþjónaskól- ans. og hótelstjórinn á Sögu, Konráð Guðmundsson. Loks má ekki gleyma innkaupaæði því hinu mikia, • sem geysar í dag. Því eru gerð skil á bls. 22 og 23. Síðasta blað fyrir jól — næsta blað 29. desember Á 2. þúsund Íslendingar að heiman um jólin UM 800 manns verða á ferð og flugi að heiman yf- ir jólin, en það eru áhafnir skipa og flugvéla, sem vinnu sinnar vegna geta ekki verið hjá fjölskyldum sínum um hátíðirnar. Hjá Flugféiagi Islands verða 3 • ÖIl líkindi eru nú til þess, að að okkur takist að hefja snjó- framleiösluna aðfaranótt annars í jólum, þannig aö á annan í jólum ætti brekkan að vera orðin snævi þakin, sagði Krístinn Benedikts- son í viðtali viö Vísi í morgun, en hann og starfsmenn hans hafa stað ið í strangri baráttu við tímann við aö koma upp skíðaaöstöðu í Lækjarbotnum við Lögberg, fyrir jól. Ýmsar óvæntar tafir hafa orðið við framkvæmdirnar. Þeir þurftu t.d. að sprengja um 300 metra í skurðinum fyrir vatnsleiðslumar, sem liggja upp að brekkunni, þar sem snjóframleiðslan f;r fram. áhafnir Fokker Friendship-véla í Kaupmannahöfn um jólin, en hjá Loftleiðum' verða fjórar áhafnir í New York og tvær i Luxemburg og eru þetta alls um 75 manns. 9 áhafnir Eimskipafélags íslands verða einhvers staðar á höfum úti eða í erlendum höfnum yfir jólin — nema kannski þær, sem ná heim á annan í jólum, því nokkur skip eru á leið heim. Fjallfoss og Reykja- foss verða hér heima. Þá hafa orðið töluverðar tafir á því að fá ýmsa hluti í snjófram- leiðslutækin og skíðalyfturnar, en Kristinn sagðist eiga von á síð- ustu hlutunum með flugvélum í dag. Ætlunin er að vinna stíft í dag og á morgun og jafnframt aðfara- nótt annars í jóium, þegar skíða- lyfturnar verða settar upn, en þeg- ar hefur verið gengið frá öllum undirstöðum og undirbúningi fyr- ir uppsetningu skíðalyftanna. Krist inn sagðist þó ekki geta ábyrgzt, að honum tækist að koma þessu öllu á stað fyrir þonnan tíma, og kvaðst mundu auglýsa [ útvarpi um leið o? hann sér hvort fram- Fjögur skip SÍS verða í föirum yf- ir jóiin, en áhafnir þeirra eru um 100 sjómenn, sem verja jólunum á sjónum eða í erlendum höfnum, en heima verða Helgafell, Litiafeil og Stapafell. Af Reykjavíkurtogurunum 13 verða 12 á hafi úti og þar veröa um 360 sjómenn fjarri heimilum sínum. Ógetið er þá íslendinga, sem starfa erlendis um þessar mundir, an í jólum? 'kvæmdaáætlunin stenzt og unnt veröur að opna svæðið á annan í jól um. Grimmur hundur LÖGREGLAN var i gær kvödd upp í Hlíöar, en þaðan höföu borizt kvartanir undan grimmum hundi, sem hafði bitið dreng í hverfinu. Var hundurinn tekinn af fóikinu, sem hafði hann í vörzlu fyrir kunn- ingja sína, og hann fenginn í hend ur gæzlumanni borgarlandsins. Um afdrif hundsins var ekki víst — hvort honum yrði lógað eða komið fyrir í sveit. námsmanna og annarra. Munu því á 2. þúsund íslendingar verða að ' heiman um þessi jól. útlit fyrir rauð jól Allt eins má búast við rauðum , jólum í Reykjavík í þetta skipti, en fyrir norðan verði þau hvít. Blaðið hafði samband við Veð- • urstofuna í morgun og skýrði Páll . Bergþórsson, veðurfræðingur frá því, að lægð væri á Grænlandshafi, sem ylli austanátt og búizt er við • að gangi austur um landið í nótt og í fyrramálið með rigningu yfir sunnanvert landið. Um leið byrji • að snjóa á Norðurlandi. Á morgun er gert ráð fyrir að kólni á land- inu „og sennilega verður dálítið frost á jólanótt“, sagði Páll. Gott veður var á Austur- og Norðurlandi i morgun, en fremur kalt. Frost var 9 stig á Grímsstöð- um og á Staðarhóli, en ekki nema eins stigs frost i Grímsey. í Reykja- vik var 2 stiga hiti. VISIR 32 SÍÐUR / DAG Snjór á Lögbergi á ann

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.