Vísir - 23.12.1969, Qupperneq 6

Vísir - 23.12.1969, Qupperneq 6
K Þorláksmessu er bókaflóð endanlega fallið að. En ekki öllu fyrr en í dag; síðbún- ustu jólabækurnar voru enn að koma út í vikunni er leið. Og vel má það vera að hingað og þangað á skemmuloftum útgefenda leynist þækur sem ofseinar hafa oröið á jóla- markaðinn og verða nú að bíða betri tíma. Aðrir útgef- endur tíðka að hafa einskon- ar leynibækur á framfæri sínu sem lítt eða ekki eru kynntar né frá þeim sagt, en koma þó út. Svo er í ár t.a.m. um leikrit Agnars Þórðarson- ar um Jörund, Hundadaga- kóngurinn, og ljóðakver eftir Þorstein Antonsson, Þá, nú og svo framvegis, sem Helga- fell gefur út. Sem betur fer eru aðrir útgefendur snemm búnari með sínar bækur. Þannig komu út fyrir nokkru og hafa veriö á jólamarkaði ljóðaþýðingar eftir Einar Braga, Hrafnar í skýjum. En bókin er ársett 1970, og hefur hún auösæilega oröið tiltæk úr prentsmiöju fyrr en ráð var fyrir gert. Væntanlega gefst tóm til þess síðar að víkja nánar aö þessum og öðrum þókum sem hér verða lauslega nefndar á síðustu stund. En þessar þrjár „leyni bækur“ heyra allar til flokki innlendra skáldrita sem virð- ist vera meö þunnskipaðra móti á jólamarkaðnum í ár. Jgókaútgáfan hófst seinna 1 ár en einatt áður og af ummæl- um margra útgefenda má ætia að hún hafi einnig oröið meö minna móti. Þó hefur bókaflóðiö virzt alveg nógu strítt og straum hart undanfarnar vikur en bóka talan verður ekki ljós fyrr en síö ar í vetur þegar árleg bókaskrá Bóksalafélagsins kemur út. í bókaskrá einni sem birt var í auglýsingablaði bóka nú fyrir skömmu virtust mér taldár um það bil 200 bækur á almennum bókamarkaði fyrir jólin. Þó margt sé efalaust vantalið f bráðabirgðaskrá sem þessari kann að mega hafa hana til marks um bókaflokka og hlut- föll þeirra á jólamarkaðnum en af þessum 200 bókum var um það bil fjóröungur bama og ungl ingabækur. Af þeim var hins vegar ekki nema um það bil fjórðungur frumsamdar bækur, allt hitt þýtt og margt af þvi, ur reynzt helzti lftið skáldskap- arár og fjarskalega Ijóðlítið. Ef allt er talið ljóðakyns reyndust bækumar 13 á skránni, þar af alls sjö nýjar frumortar ljóða- bækur. Ber þar sýnu hæst nýja bók, Innan hringsins eftir Guð mund Böðvarsson, sem áður hef ur verið getið. Þar á móti koma þó rúmt 20 skáldsögur og smá- sagnasöfn á skránni, fjórar end urútgáfur meðtaldar, og f hóp hinna nýju skáldsagna er vafa laust markverðasti skáldskapur- inn sem út kom á árinu. Viðlika margar bækur virtust í flokki ævisagna og endurminninga og þjóðlegs fróðleiks hvorum um sig, margt af því tagi framleitt til jólanna þó annað kunni að reynast markverðar og þarfleg- ar bækur. Þýddar bækur af ýfnsu tagi á jólamarkaönum að bókmenntum barnanna fráskild um voru hátt á fimmta tuginn á þessari skrá, þar af skáld- sögur 36. Af skránni að dæma er nær helmingur bókanna á jólamarkaðnum þýddar bækur og er þar ef að líkum og reynslu lætur misjafn margur sauður- inn. Um þær bækur er sjaldan rætt né ritað af neitt viðlíka alvöru og innlendar skáldmennt- ir og fræði, og hinni innlendu jólabókagerð er einatt óþarflega EFTIR ÓLAF JÓNSSON lítill gaumur gefinn. En því fleiri jólabókaflóð sem maöur buslar í gegnum, eða fleytir sér yfir, því forvitnari verður minnsta kosti undirritaður um hinn mikla meginstraum jólabókanna sem enginn tími gefst til að sinna. Hér er ekki einasta upp- lýsingar að rækja við lesendur sína heldur einnig harla fróðlegt viðfangsefni um islenzkt bók- mennta og menningarástand eins og þaö raunverulega er: að kanna einhverju sinni til hlítar allt bókaflóð jólanna. A ldrei fór samt svo að Heima- ^eyjarfólkið eftir Ágúst Strind berg yrði eina nýtilega erlenda skáldsagan á jólamarkaðnum í ár. Af þessum 36 bókum virðist mér að hvorki meira né minna en fjórar séu markverð skáld- rit. Menningarsjóöur gaf af ein- hverjum ástæðum út safn „helgi sagna“ eftir Stefan Zweig sem séra Pál Þorleifsson hefur þýtt, Ljósastikan heitir bókin, og hélt áfram útgáfu sinni á sögu For- sytanna, eftir John Galsworthy í þýðingu Magnúsar Magnússon- ar, I viðjum nefnist annað bind- ið, en hið fyrsta kom út fyrir jól 1 fyrra. Endingargóöur verð ur áhugi sjónvarpsáhorfenda að vera á sinni dægradvöl ef hann á að hrökkva svo seinlegri bóka útgáfu til framdráttar, en vin- sæll framhaldsþáttur í sjón- varpinu i fyrra, mun ástæðan til að farið var að gefa út þetta stóra skáldverk — eins og að sínu leyti Heimeyinga Strind- bergs. En merkasta erlenda skáldsagan í haust er alveg vafa laust Griðastaður Williams Faulkners sem Mál og menning gefur út f þýðingu Guörúnar Helgadóttur, en vert er að vekja athygli á því að Mál og menning er það forlag sem einna mesta stund virðist leggja á útgáfu vandaðra erlendra skáldrita á íslenzku. Þó einatt sé óglöggt hvaða röik ráði bóka valinu og útgáfan gangi meö mestu hægð fyrir sig, hafa all- mörg ágæt skáldrit áður komið út hjá forlaginu i sömu sniöum og saga Faulkners nú. Meira á- litamál er hvort þessar bækur séu raunverulega á jólamark- aönum þar sem þær heyra til félagsútgáfu Máls og menningar og munu eiga mestan markað sinn þar. En mætavel sómir Griðastaður sér á sínum stað í bókaflóðinu og kann aö svara þörfum lesenda betur en ætla mætti fyrirfram: æsilegur reyf- ari að efninu til — sem um leið má lesa sem sígildan mann- legan harmleik. Tafnan eru gefnar út til jól- " anna bækur sem einkum eru til að njóta með sjóninni, bækur til að skoöa og handleika fremur en lesa þær. í því flóði erlends mjmdaprents sem undan farin ár hefur leitað inn á bóka markaöinn er sérstök ástæöa til aö gleöja sig við þaö íslenzkt handverk sem fram kemur af þessu tagi og sómir sér í sam keppninni. Svo er í ár um bók með hinum nafnkenndu mynd- um W. C. Collingwoods úr ís- landsför hans 1897 Á söguslóð- um, sem Menningarsjóður gefur ur út en Haraldur Hanness. hef- ur annazt. Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja að þorrinn af myndum Collingwoods sem enn eru til, er nú kominn í eigu Þjóðminjasafns, fyrir örlæti er- lends gefanda, en þær hafa löngum fyrr verið notfærðar i íslenzkum bókum af ýmsu tagi, sögum, sagnaritum og kennslu- bókum. Sá siöur er nú að líkind um tekinn að fymast. Og bezta ráðiö til aö viðhalda myndunum í almenningseign er vafalaust út gáfa þeirra með slíkum hætti sem í þessari bók. Hún hefur prýöilega tekizt: litprentun myndanna er meö því bezta sem hér hefur sézt og bókin að öllu leyti vel og smekklega úr garöi gerö, en Haraldur Hannesson rit ar gagnort og skilmerkilega um Collingwood, Islandsferð og myndir hans. Helzt er eftirsjá í þvi að ekki skuli fleiri myndir prentaðar í litum í bókinni þó betra en ekki sé aö hafa þær svart-hvítar ásamt með teikning um Collingwoods. En í vatns- litamyndum hans birtist í skírri birtu hið „hómerska" Island ald arinnar sem leið sem Halldór Laxness ritar oft um í seinni tíð og mar^ir aörir minnast meö trega, menningararfur og upp- runaslóð allra okkar hinna sem skemmra munum. jpallegasta bókin á jólamarkað A í ár er samt að líkindum Ljóð mæli Gríms Thomsens, sem Sigurður Nordal sá um en Mál og menning gaf út i svipuðum sniðum og Kvæöi og sögur Jón- asar Hallgrímssonar áður. Þetta eru fallegar bækur, veglegir og vandaðir gripir meö virðulegum brag eldri bókageröar eins og við á. Nordal hefur gefið ljóð- mæli Gríms út af nosturslegri nákvæmni, hiö næsta þeirri skipan sem hann hafði sjálfur á þeim i fyrri útgáfum, og þarf varla að óttast aö óþarfleg fylgni við verk og villur fyrri út gefenda verði aö slysi eins og því miður varö í Jónasarbók meö síöubrengli úr heildarút- gáfu Matthíasar Þórðarsonar. Ljóðmælunum fylgir alkunn rit- gerð Sigurðar frá 1920, um skáld iö ásamt greinargerö um skáld feril hans og um útgáfuna, en mest er um það vert að hér eru ljóömælin sjálf svo aðgengileg lesanda sem verða má. En skyldi enn f dag vera þörf á þeirri máls vörn Gríms gegn aðfinnslum „snápa" sem Sigurður Nordal hefur talið nauðsynlega áriö 1920? Ætli það: enginn vefengir lengur þjóðskáldsstööu Gríms þónda á Bessastöðifrrt. Það er svo annaö mál hvort ljóðmæli hans eru Iesin jafriihikið nú á dögum og vert væri, en efasemd ir um það efni eiga sannarlega einnig við önnur þjóðskáld 19du aldar. Mikið má samt vera ef ekki hafa fleiri lesendur sömu reynslu og undirritaður, sem fljótlega rifjaöist upp við aö fletta hinni nýju og viöhafnar- legu útgáfu, aö fár eöa enginn skáldskapur frá hinni róman- tísku öld, að Jónasarljóðum ein- um frátöldum, höföi jafn skjótt og gagngert til lesanda nú á dögum og einmitt Ijóðmæli Gríms, ekki sízt ungra manna. T>ókaflóð fellur að og frá, og brátt er hávaðinn af þvi sem betur fer fallinn í gleymsku. En sem betur fer rísa jafnan upp úr kafi þess nokkrar þær bækur sem líklegt er að endingarbetri reynist, hvort sem líkur þykja til að þær endist ár eða öld. Þegar bóka- flóö tekur að fjara á Þorláks- messu eru sem betur fer eftir allmargar bækur sem maöur hyggur gott til að eiga ólesnar um hátíðina og á nýju ári. Þó skáldskaparár reyndist í minna lagi í ár komu út nokkur rit- gérðasöfn sem eftirtekt og á- huga vekja og margt var eins og endranær ritað um söguleg efni. Ný bók, enn stórvaxnari hinum fyrri, £ ritsafni Þorsteins Thor- arensen um aldamótasögu, Mór alskir mcistarar heitir þessi, fell ur aö vísu mætavel viö jólahas- arinn. En hún er líka líkleg eft- ir reynslu fyrri bóka til að stjaka við mönnum, hrista upp á nýtt viðtekinn sögulegan hug- myndaforöa, og fyrst og fremst til aö orða læsilega söguleg frá- sagnarefni. Þó ólíku sé saman að jafna, brunandi ferð Þor- steins eftir skeiövelli frásögunn ar, og fræöilegri nákvæmni, nostursamrj vandyirkni Vil- mundar Jónssonar munu margir lesendur eiga sér skemmtunar von ekki síöur en fróðleiks af hinu stórvaxna ritgerðasafni hans, Lækningar og saga, sem Menningarsjóður gefur út, þar sem síðasta ritgerðin af tíu er heil bók og ekki smávaxin. Nafn og orðstlr höfúndarins vek ur forvitni urn verkið, einnig lesenda sem lítt múndu hirða ell egar um læknirigasögu. Menn- ingarsögulegs eðlis er lfka sú ævisagan sem mestan áhuga vekur á jólamarkaðnum, saga Sveinbjamar Sveinbjömssonar eftir Jón Þórarinsson, sem Al- menna bókafélagið gefur út. En útgáfa þess hefur verið með 6- venjulegum myndarbrag í haust laus viö glys og gyllingar. Fyrir utan mikilsvert framtak for- lagsins að koma út í einu lagi Skáldverkum Guðmundar Kamb ans, sem getiö var hér i blaðinu á laugardaginn, er að nefna nýtt bindi í safni fslenzkra þjóðfræða annað bindi íslenzks orðtaka- safns eftir Halldór Halldórsson prófessor. Það er bók sem lík- legt er að lengi verði höfð hönd á eftir að aörar eru fymdar í skápum. Með þessu verki Hall- dórs og málsháttasafni Bjarna Vilhjálmssonar og Öskars Hall- dórssonar sem kom út fyri* nokkrum árum er mikill auður máls og hugmyndaforöa gerður aögengilegur öllum þeim sem lesa og bisa við að skrifa fs- lenzkt mál um þessar mundir. Og loks gaf félagið út mikils- háttar tillag til náttúrufrseða, mikið rit um Hafísinn sem er afrakstur hafísráðstefnu þeirrar sem haldin var í bvrjun árs- ins. Hvemig sem slík bók stend ur sig á jólamarkaönum — °S hvers vegna skyldi hún ekki standa sig? — eru svo skjót við- brögð um útgáfu fræöilegs efnis til mikillar fyrirmyndar. TTg þannig er sem betur fer ljóst að þótt nú taki um sinn þverlega fyrir alla. bókaútgáfu hérlendis verður enn nokkuð ao lesa og melta með sér fram eft- ir árinu. Þegar þvi er lokið er bókaflóö ársins endanlega fjar að út. Og þá fer líka með hægð inni að hilla undir nýtt flóð eí að vanda Iætur. eftir nöfnum bókanna og fyrri reynslu að dæma, reyfarar og ruslbækur. 1 ár hefur ennfrem-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.