Vísir - 23.12.1969, Page 16

Vísir - 23.12.1969, Page 16
Þriðjudagur 23. des. 1969. Saklausir eftir allt Félagamir, sem handteknir voru fyrir nokkru á Reykjavíkurflugvelli nýkomnir frá Patreksfiröi, hafa ekki veriö fundnir sekir um þau 6- heilind) gagnvart skipsfélögum sín- um, sem þeir voru sakaöir um. Þeir voru yfirheyröir hjá rann- sóknarlögreglunni hér í hátt á fimmta tima aö sögn eins þeirra, leitað á þeim að peningum, sem ekki fundust, en þeir voru ákærðir fyrir aö hafa stoliö 1500 krónum og vini af einum skipverjanna. Telja þeir að áfengiö hafi veriö drukkið í sameiningu um borö og meö fullu samþykki hlutaöeigandi, og pening- unum hafi líklega verið eytt á eðli- í legan hátt af eiganda fjárins. * * ■—j^ m ■ ■■■'■<■■*. — Ævisögur, dulræna og þjóðlegur fróðleikur er í mestum metm Sjálfsævisaga Jónasar Sveinssonar, virðist æfla að verða metsölubókin / ár ÞAÐ ERU ævisögur, dulrænar bækur og þjóð legur fróðleikur, sem bezt virðast ganga á jóla markaðnum í ár og þess utan einstaka þýddar skáldsögur. Samkvæmt könnun, sem Vísir gerði í allmörgum bókabúðum í gær virðist ævisaga Jónasar Sveinssonar læknis, „Lífið er dásam- legt“ ætla að seljast mest allra bóka fyrir þessi jól. Þar næst kemur „Völva Suð- urnesja" og loks „Undir Jökli“ eftir Áma Óla. Þess utan eru svo þrjár ævisögur (þar meö talin viðtalsbók við nokkra skipstjóra) og ekki færri en fjórar bækur með einhvers konar þjóðlegum fróðleik. Samkvæmt stigatölu, sem gerð er samkvæmt þessari skyndikönnun Vísis lítur vin- sældalistinn þannig út: Lífið er dásamlegt 18 stig. Völva Suðurnesja 11 stig. Undir Jökli 8 stig. Hetjurnar frá Navarone 8 stig. Mennimir í brúnni 4 stig. Vinur minn og ég 4 stig. Syndugur maður segir frá 4 stig. Mannlífsmyndir 4 stig, og eftirtaldar bækur minna: Menn sem ég mætti — Mór- alskir meistarar — Aftur i aldir — Örlagaleiðir — og bók Skúla frá Ljótunnarstöðum. Af bamabókum virtist mest seljast af þessum: Dagfinnur dýralæknir, — Siguröur Fáfnis- bani — Dularfullu björgunar- launin — Drengurinn frá Andes- fjöllum — Bob Moran. Þess ber að geta að bækur sumra forlaga seljast eins mikið eða meira til fastra kaupenda eins og á frjálsum markaði. Á það einkum við um Almenna bókafélagiö og Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins. — Þessi könnun nær hins vegar aðeins til bókabúða á Reykjavíkursvæðinu og niður- staða hennar er engan vegin einhlít. í Allsherjarþing i j hinna ungu \ Sameinuöu þjóðirnar ráðgera aö i halda sérstakt „allsherjarþing“, þar i sem aðeins sitji ungt fólk, fulltrúar i þeirrar kynslóðar, sem fædd er ■ eftir stofnun samtakanna fyrir 25 árum. Er í ráði, að þingið standi frá \ 25. júni til 24. október í sumar. Sameinuíu þjóðirnar eiga 25 ára afmæli á næsta ári. Verða eink- unnarorð ársins friður — réttlæti — framfarir. Hafði fyrst verið ráð- , gert, að einkunnarorðin yrðu frið- Jólatónleikar í ur — framfarir, en þa minntust fulltrúar þess á síöustu stundu, að réttlætiö þyrfti að fylgja með, og friður og framfarir í einhverju ríki dygði ekki til án réttlætis. Var þá jafnvel búið að prenta frímerki með orðunum friður — framfarir, og verður nú að yfirstimpla þau. Þetta kom fram á fundi, sem fulltrúar stjórnmálaflokkarina á síá- asta þingi Sameinuöu þjóðanna áttu með blaðamönnum í gær. Dómkirkjunni Sunnudaginn milli jóla og nýárs veröa tónleikar í Dómkirkjunni á vegum Dómkórsins og hefjast þeir kl .5. Uppistaða tónleikanna veröa þýzk jólalög í útsetningu J. S. Bach. Meö jólaiögum þessum veröa leiknir tiiheyrandi orgelfor- leikir og verður Abel Rodrigues organleikari á tónleikunum. Einn- ig verða á efnisskránni tvö gömul ísl. jólalög í útsetningu Jóns Þór- arinssonar. Tónieikunum lýkur meö þætti úr „Magnificat“ eftir Bach. Stjórnandi á tónleikunum verður Ragnar Björnsson. Veröi aðgöngu- miöa á tónleikana verður mjög í hóf stillt og veröa seldir á 75 kr. við innganginn. Síðar í vetur, nánar tiltekið á föstunni, frumflytur Dómkórinn á- samt fleirum ísl. passíu og verður nánar skýrt frá því síðar. Yalli Víkingur á bókamarkaðnum Valli Vikingur eftir Ragnar Lár., listamanninn, sem Við sögðum frá í gær í tiiefni af „meti hans í mál verkasölu (seldi enga mynd), hefur orðið vinsælli en mannamyndirnar á Mokkakaffi. Sjónvarpið sýndi syrpu af myndum meö Valla og urðu þær vinsælar. Um þessi jól koma tvær barna- hækur eftir Ragnar Lár á mark- aðinn, Valli Víkingur, sem er lita bók frá Lithoprenti, og enn frekari ævintýri Mola, flugustráksins. Á baksiöu Valla Víkings er mynd, sem ætlazt er til aö börnin klippi út og á að vera hægt að gera hreyfimynd af víkingnum ef rétt er að hlutunum farið. LAUSN FRISTUNDA- \ ANDANS FUNDIN? — Nú geta allir rakið ættir sinar saman við konunga Evrópu „Ég hef fundið lausnina á frí- stundavandátiiálfnu, sem' ánh ’ ars verður óviðráðanlegt eftir einn-tvo áratugi, þegar vinnu vikan verður orðin þrír dag- ar. Þá leggjast allir í ættfræð- ina og til þiess er bókin gerð,“ sagði Stefán Bjarnason verk- fræðingur í morgun, þegar hann snaraðist inn á ritstjórn Vísis. „Þaö var nú í byrjun desem- bermánaðar, að ég var að laga til í kompunni minni í kjallaran- um. Fann ég þá sviðin slitur af ættartöflu, sem ég hafði gert um 1950 og hélt að hefði brunn- iö, en þar rakti ég konungaættir í Evrópu frá Auðunni skökli, landnámsmanni á Auöunnarstöð- um [ Víðidal. Datt mér allt f ' efiíu ’í 'hug að láta prenta þetta og gefa út, ásamt eyðublaöakerfi fyrir ættartöflur, sem ég hef endurbætt smátt og smátt og margir biðja mig um. Og ég skellti mér í þetta.“ „Hvenær ég byrjaði á þessu? Ja, ég var um það bil ellefu ára, þegár ég fann Sýslumannaævirn- ar í bókaskáp pabba. Þetta er nefnilega upplagt táningagaman og eins og bezta krossgáta. Ætt- fræði er töfrandi leikfang og þetta geta allir gert án æfingar. Það er bara aö byrja og skrifa nafnið sitt o.s.frv. .. “. Bókin heitir: „Ætt mín og tengsl henn- ar við konunga og aöalsættir Evrópu". Heklan bíður Nýja strandferðaskipið, Hekla, bíður þess nú albúin norður á Ak- ureyri að fara í reynsluferðina. Verður beðið með það fram vfir hátíðar, en þá ætti ekkert að vera til fyrirstöðu lengur. Myndin er af skipinu eins og það er í dag, SIipp stöðvarhúsið sést bak við skipið. Afgreiðslufólk fær uð sofu lengur Afgreiðslufólk í verzlunum þarf ekki aö mæta til vinnu sinnar fyrr en klukkutíma síöar en vanalega eftir jól, — þ.e. kl. 10 í staðinn fyrir kl. 9 eins og venja er til. Magnús L. Sveinsson, skrifstofu- stjóri V.R. sagöi blaðinu aö þetta væri í samningum afgreiðslufólks, enda álitið aö það ætti þaö fyllilega skilið eftir allar annirnar fyrir jólin. l 1 f&f j DAGUR W j TIL JÓLA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.