Vísir - 06.01.1970, Síða 9

Vísir - 06.01.1970, Síða 9
V1 SIR • Þriðjudagur 6. janúar 1970. 9 Sjómenn taka sér lítið frí milli vertíða að þessu sinni. Seinustu róðrarnir á haustvertíð inni voru farnir milli jóla og nýárs og vetrarvertíðin hófst þegar á nýársdag. Hvarvetna er hreyfing í verstöðvum. Það er hugur í mönnum og þeir eru bjartaýnir í upphafi þessarar vertíðar. Útgerðarmenn sjá fram á góða sölu á afurðunum og sjómenn sætta sig að minnsta kosti við aflaverðið og hlutaskiptin, sem náðust í samn ingunum núna fyrir áramótin. Lfnuveiðin, sem lítið hefur verið stunduð hér sunnanlands að minnsta kosti nú að undan- fömu virðist nú ríkjandi. Kann ski hugsa menn nú orðið meira um gæðin en magnið. Vísir ræðir í dag við nokkra sjávarútvegsmenn um vertíðar- horfurnar ÓLAFUR LÁRUSSON, KEFLAVIK. Vertiðin góð i Flóanum ef þeir byrja vel vestra Hér áður fyrr spáðu gömlu mennimir því að fiskirí yrði Spjallað v/ð menn i brem verstöðvum gott hér í Flóanum, þegar haust vertíðin byrjaði vel fyrir vestan. Vestfirðingar hafa aflað mjög vel í haust og við skulum vona að þaö lofi góðu sem fyrr, sagði Ólafur Lárusson, gamalkunnur útgerðarmaður og frystihúsrek- andi f Keflavík. — Ég hef nú dregið mig í hlé frá þessu að mestu, segir Ólafur, og krakkarnir mínir eru teknir við. — Ólafur hefur eins og Suöumesjamenn vita rekiö frystihús og útgerð í Keflavík í áratugi. — En maður er enn þá i- " hugann við þetta, bæt- ir hann við. Þessi vertíð leggst ekki sem verst ann, heldur Ólafur á- fram. Verðið á afurðunum er nokkuð gott. Ég held endilega að þetta síðasta ár hafi verið mun betra fyrir útgerðina en hið fyrra. Og við skulum vona að getum haldið þessu sleituliust gangandi í vetur. Mánaðarverkfall í fyrra setti að sjálfsögðu strik í reikninginn, einkum við Suðurlandið. Það gera langtum fleirj út á línu núna en áður. Nú er hugs- að m. ,'.a um að koma þessu í dýrar pakkningar. — Eru horfurnar betri núna heldur en þegar þú varst að byrja að fást við sjó? — Það held ég ábyggilega. Ég held að þær séu miklu betri en þæ voru fyrir 40 — 50 ár- um, þegar ég fór fyrst að róa. En fiskirfið er miklu minna. Þá kornu bátamir með fullfermi dag eftir dag á línunni og voru þó með styttri lóöir en nú er. KRISTMUNDUR HALLDÓRS- SON, ÓLAFSVÍK. Þarf oð kenna beitingar — Mesta vandamálið hjá okk ur hér f Ólafsvík er að fá mann skap til beitinga. Við höfum ekki mannskap í landi á alla bátana, segir Kristmundur Hall dórsson, skipstjóri, sem er kunn ur aflamaður á vertíðum f Breiðafirði. — Yfirleitt fara allir bátarnir hérna á línu, segir Kristmundur, og það er mjög óvenjulegt. Línuveiðin hefur ekkert verið stunduð hér nema af einum og einum báti núna síðustu árin og þess vegna er það svona að það vantar menn, sem vanir eru beitingum. Ég held, að það þyrfti að gera eitthvað í þessu af viti kenna ungu mönnunum þetta. Það væri ekki fráleitt að setja þetta inn í skólana.'' — Og hvernig leggst fiskiri- ið í þig? — Maður er skeikull spámað- ur, en ég hef enga trú á að það komi nein fiskgengd að ráði hér í Breiðafjörðinn. Það virðist vera of kaldur sjórinn hérna til þess að fiskurinn hrygni. ,J^nn hef — aldrei ver- ið jafnkaldur hér þessi ár sem ég hef veriö á sjó og ein- mitt núna þessi síðustu þrjú ár. — Og fiskigengdin hefur líka brugðizt þessi þrjú ár. Það getur verið að hann komi hérna við. Þannig var það í fyrra. í febrúar var mokfiskiri í netin inn á Sandabrún, en hann gekk ekki inn í fjörðinn, staldr- aöi stutt við og fór svo suður og það var hraði á honum. — Ætlí við verðum ekki að elta hann suður núna eins og þá. Góðlr beitingamenn eru ekki á hverju strái núna, en á því ríður, þegar svo mikil áherzla er IðgS á línuveiðarnar. Helzt fást góðir beitingamenn í akkorði og þá fyrir 225 krónur á balann. — Sumir komast yfir 8—10 bala á dag. Hér eru nokkrir Hafnfirðingar með haug- ana á borðunum hjá sér. SIGHVATUR BJARNASON EYJUM. Útgerðin miklu betur sett en i fyrra — Janúar gefur okkur yfir- leitt lltið hér í Eyjum, segir Sighvatur Bjamason forstjóri \ Vestmannaeyjum, en hann stjómar .^einnt aí áterstu fisk- verkuufirst9þ,yuiium þar, Vinnslústöðinhi'/ — Én bátamir voru að í nóvember og desem- ber og fengu dálítið kropp, segir hann. Sennilega verður línan stunduð eitthvað svona fyrst í stað. Annars lagði einn báti net núna milli hátíðanna og þeir em tveir að leggja til viöbótar núna. Þeir eru að sverma fyrir ufsa, en hann getur nú reynzt brellinn. Jú. menn eru bjartsýnir. Það er hugur í þeim að komast af stað. — Em sjómenn ánægðir með nýju kjörin? — Ekki hef ég heyrt neina ó- ánægju aö minnsta kosti. Ann- ars frestuðu þeir fundi hérna sjómennimir. Það er þvf ekki búið að samþykkja ennþá. Það er heldur ekkj búið að fella samkomulagið, en ég hef heyrt að þeir viíji fá nánari skýringar á þessu. Það er þetta sem fer mest i taugamar á mér hver áramót, þegar menn ætla að fara að rífa hver annan á hol, ósamkomu- lagið er svo mikið eins og oft- ast er vegna þessara samninga. Þetta virðist hafa tekizt bless- unarlega vel núna. — Er útgerðin ekki betur sett eftir síðasta ár, heldur en á sama tíma í fyrra. — Hún er miklu betur sett en um síðustu áramót, bæði útgerðin já og fiskiðnaðurinn. Mér heyrist á útgerðarmönnum að þeim finnist dökkna dálítið í fiV—> úna vegna þessara aukapoka, sem verið er að hengja á þá — Þetta sem öll- um þvkir nauðsyn en enginn vill eiga. Nú á að fara af stað með þessa lífeyrissjóði. Ég hef alltaf verið hlynntur þeim, en það þarf líka penhiga í þetta. Nú svo er það 1% í atvir.nu- leysissjóð. Gallinn er nefniiega sá að við getum ekki notaö krónuna nema einu sinni til að greiða með henni. ■1 Mokaflinn við Suðurland bjargaði vertíðinni I fyrra. En hún var einhver bezta netavertíð í mörgum verstöðvum, ekki sízt í Grindavík og Þorlákshöfn. — Nú eiga menn von á góðri veiði, að minnsta kosti lofar haustvertíðin góðu. Bjartsýiii / upphafí vertíðarinnar liiiTÍHil ■ Efnilegur poppari Alveg var þetta ágætt hjá honum Flosa vini mínum á gamlárskvöld í sjónvarpinu, og virtust orð hans furðu sönn, sem birtust f Visi fyrir áramótin, að ,,það verður að lagerast", og líkti kappinn Flosi þar þætti sínum við ölbrugg, og hver neit- ar þvi að öl þurfi að lagerast og sé betra þeim mun eldra sem það er. Skal ég trúa ykkur fyrir því, að „það verður að Iagerast“ var nokkuð fleygt máltæki nú um áramótin. enda átti það tíð- um vel við. Annars er ástæðan fyrir pári minu I þennan dálk ykkar sú, að ég vildi undirstrika það, sem líka varð fleygt nú um áramótin eftir skaupið, að Flosi er hinn efnilegasti poppari, og má segja að ekki séu margir táningamir, sem skemmta í popp-heiminum hjá okkur í dag popp-Iegri en hann var í gervi sínu, það var stórkostlega hlægilegt að sjá þá tilburði og vona ég bara að sjónvarpið endurtaki skaupið hans Flosa sem fyrst. Ölbruggari. ■ Kristilegt og líflegt í framhaldi af sjónvarpsum- ræðunum langar mig að nefna efni. sem gjaman mætti taka meira rúm í sjónvarpinu, en það er kristilegt efni. Helgistundin hefur frá upphafi verið, og hana viljum við ekki missa, og skal sjónvarpinu þakkað fyrir þann „trúfasta" lið. En oft hef ég hugsað að gera mætti þáttinn líflegri með því að láta Ieikmenn annast hann við og við (meö fullri virðingu fyrir prestunum). Að öðru leyti sést kristilegt efni sjaldan á skerminum. Hins veg- ar hafa sjónvarpsmenn óneitan- lega verið fundvísir á þætti, þar sem hæðzt er að því, sem heilagt er, og trúað fólk gert sem allra tortryggilegast. Á ég þó bágt með að trúa öðru en að til séu góðir, kristilegir sjónvarpsþætt- ir. sem fremur byggja upp en rífa niður. Þegar „dátasjónvarp- ið illræmda“ var og hét, mátti sjá stutta, kristilega kvikmynd á sunnudögum (og er e.t.v. enn?) Þetta voru alþýðlegar myndir úr daglega lífinu, margar sérlega góðar, enda vinsælar meðal fólks. Gætum við ekki sýnt eitt- hvað svipað í okkar sjónvarpi, jafnvel þessa sömu þætti? Geirþrúður. HRING/DI SIMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.