Vísir - 06.01.1970, Síða 16

Vísir - 06.01.1970, Síða 16
1*1 Hi'l Þriðjudagur 6. janúar 1970. Mannlaus bifreið ekur ú girðingu Q Mannlaus bifreið, sem stðð Bíla- og búvélasöluna hjá Reykjanesbraut, rann niður hall- ann yfir gamla Laufásveginn í gær og hafnaði á girðingu við húsið Breiðholt. — Urðu töluverðar skemmdir bæði á bifreiðinni og girðingunni. L/nn/ð v/ð innréftingu stærsta hót- els landsins — Á ad vera tilbúið oð nokkru leyti / sumar • Nú er unnið af krafti við að loka framhlið Kr. Krist- jánssonar-hússins við Suður- landsbraut og á því verki aö vera lokið um næstu mánaða- mót. Ætlunin mun vera að full- gera einhvern hluta hússins fyr- ir næsta sumar, þannig að mót- taka ferðamanna i því geti þá þegar hafizt. Er ætlunin að tvær efstu hæðirnar, a. m. k. verði fullgeröar. @ Þarna mun rísa stærsta hót- el landsins, en eins og kunn ugt er, er ætlunin að nýta þaö að einhverju ieyti sem heima- vist á veturna til að auka nýt- ingu hússins, en það hefur verið eitt vandamál hótelreksturs hér á landi, hve nýting þeirra hefur verið bundin við fáa mánuði árs ins. Hjá flestum hótelum næst ekki full nýting nema 2 mánuði, júlí og ágúst. Stigar eru mjög víða við hafnargarðana eins og sést á myndinni, en mikið öryggi er að þeim. Þó mun talsvert hafa borið á eyðileggingu þeirra þar sem bátar leggjast að. Lokun hafnarínnar á dagskrá eftir slysið á nýársmorgun Hið sorglega slys, sem varð á nýársmorgun, þegar þrjú ungmenni fór ust í Reykjavíkurhöfn, hefur orðið til þess að vekja aftúr til úmræðna lokun hafnarinnar. „Þá var einkum höfð í huga lokun austurhafnarinnar — sér- staklega með tilliti til slysanna við togarana, sem oftast liggja við Faxagarð, og vegna óska tollyfirvalda og vegna þeirra, sem eiga verk að vinna við upp- skipun og annaö á hafnarbökk- unum,“ sagði hafnarstjóri, Gunn. ar Guðmundsson, þegar blaða- maður Vísis spurði hann eftir því, hvað liöi framkvæmd lokun- arinnar. „Meðan ólokið var gerö mann- virkja eins og hinni nýju vöru- skemmu Eimskips, var frekari athöfnum slegið á frest, þar til þeim væri lokið og betur sæist, hvernig hagkvæmast yrði að koma þessu fyrir,“ svaraði hafn- arstjóri. „Enda hafa nú lokazt tvær götur — önnur Geirsgata, hefur alveg lagzt niður sem umferöar- gata, og hinni, Pósthússtræti, hefur verið lokað við höfnina fyrir akand; umferð. Umferö — umfram þá, sem flytur vörur til * og'frá höfninni — hefur líka minnkað stórlega við þetta, svo aö í því tilliti hefur mikil bót orðið. En togaraslysin hafa nú um nokkuð langt skeið, legið niðri.“ „Margir hafa gert sér I hugar- lund, þegar rætt hefur verið um lokun hafnarinnar, einangr- un, svipaða þeirri sem þekkist í fríhöfnum erlendis, sem girtar eru mannheldum girðingum og varðmenn gæta dag og nótt. Var slíkt ekki ráðgert við Reykja- víkurhöfn?‘‘ „Nei, þaö var nú ekki hug- myndin. Menn höfðu meira í huga að setja hlið, þar sem varð- menn yröu við gæzlu að nætur- lagi til þess að loka umferð á nóttum, en hins vegar var svo alltaf ætlað að hafa höfnina opna á daginn, — nema bara fyrir óþarfa umferð.“ „En hvað nú um vesturhöfn- ina?“ „Ég býst við því, að næst þeg- ar lokun hafnarinnar ber á góma, komi lokun vesturhafnarinnar til umræðu eftir þetta sorglega slys á nýársmorgun, en ég get auðvitað ekkj sagt fyrir um, hvað af þeim umræðum, ef til kemur, kann að hljótast." í morgun var verið að vinna við að loka framhlið nýja hótelsins við Suðurlandsbraut. Þarna eru trésmiðir að vinnu. (Ljósm. B. G.). „Piásturinn var í hymunni" — staðhæfit heimilisfólkið „Þeir komu hérna frá borgar- íækni og tóku skýrslu og meðal annars spurðu þeir okkur, hvort nokkur hérna á heimilinu hefði meitt sig nýlega, og notað plást- ur, en slíku er ekki til að dreifa, meira að segja var enginn sára- plástur til á heimilinu,“ sagði @ Sala íslenzku togaranna á er- lendum markaði ber oft ekki með sér, að íslenzki togaraflotinn sé að grotna niður, eins og þó er alkunn staðreynd. — Þannig seldi hinn tveggja áratuga gamli togari, Þorkell máni fyrir rétt rúmar 5 milljónir íslenzkra króna í Bremer- haven í gærmorgun. 30 manna á- höfn hafði á 23 döpum dregið urn 5 milljónir upp úr sjónum, jró að veiðiskipið geti ekki heioh'nis tal- izt nútímalegt. Þorkell máni var með 172,8 tonn, sem seldust fvrir 209.543 mörk, sem þýðir að meðal verð fyrir hvert kfló sé 29 krónur, sem mun vera metverð. Hulda Steingrímsdóttir, húsmóð irin í Vogunum, þar sem plást- urinn illræmdi fannst í mjólk- urhyrnunni fyrir jólin. „Þannig að það er alveg öruggt, að plásturinn kom í hyrnunni. Við hjónin vorum ekki heima þetta kvöld og sonur okkar, sem er á sautjánda ári, fær . sér gjarnan mjólk að drekka áður en hann fer f rúmið, og svo haföi hann gert þetta kvöld. En pilturinn missti heldur betur lystina, þegar þessi ,,góðgjörningur“ fylgdi meö. Tók hann því hyrnuna frá og setti hana í eldhúsgluggann, í stað þess að setja hana í ísskápinn aftur. Þegar við hjónin komum svo heim fannst mér skrýtið að sjá hyrnuna f glugg- anum og innti son minn eftir því, hvers vegna hann hefði ekki látið hana í ísskápinn. Þá sýndi hann mér plásturinn og mér fannst þetta þvílíkur viðbjóður, að ófært væri annað en fólk fengi að vita af slíku. Drenginn þekki ég það vel, að hann færi sízt af öillu aö finna upp hjá sjálfum sér að spinna upp Seldu fyrir fimm millj. eftir 23 daga hluti sem þessa.‘ 63 þús. ný númer — 40 bús. þegar seld! „Salan hefur gengið stórvel til þessa,“ sagði Páll H. Pálsson, i ramkvæmdastjóri Happdrættis Háskóla íslands i morgun, en happdrættið hefur nú stækkað miög, miðarnir eru alls 240 þús- und talsins i 4 samhliða flokk- um, Hálfmiðum, sem eftir voru, var breytt t heilmiða. Kvað Páll alls hafa selzt lið- ega 40 þúsund af þeim 63 þús- und miðum, sem komu á mark- aðinn hjá happdrættinu og gerði hann sér vonir um að þeir seldust upp áður en dregið yrði í fyrsta sinn á þessu happdrætt isári, um miðjan mánuðinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.