Mosfellsblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 8
Gróska hjá Leikfélagi
Mosfellssveitar
Leikfélag Mosfellssveitar vinnur
um þessar mundir að uppfærslu
Disneyævintýrsins Fríða og dýrið í
leikstjóm Bjameyjar Lúðvíksdóttur.
Þetta er að ræða margrómað ævin-
týri um unga og bókhneigða stúlku
sem býr hjá föður sínum. Ævintýrið
gerist í litlum bæ og nærsveitum
bæjarins. Uti í sveitinni er gríðarlega
stór og mikill kastali sem hnepptur
var í álög sökum hugsunarleysis
prinsins sem þar bjó. Ibúar kastalans
em fastir í álögum og húsbóndi þeirra
er Dýrið. Ef Dýrið nær ekki að sýna
ást og fá hana endurgoldna áður en
hann nær að verða tuttugu og eins árs
verður kastalinn og íbúar hans í
álögum um aldur og ævi. Faðir Fríðu,
gamall upfmningamaður tekst á hen-
dur ferð til að kynna nýja
uppfinningu. Ekki vill betur til en svo
að hann villist og lendir í klóm
Dýrsins. Allir sem fyrir augu Dýrsins
koma eiga ekki afturkvæmt úr kastal-
anum. Fríða leitar föður síns og finn-
ur hann í kastalanum.
Gaston nokkur, heimskulegur upp-
skafningur sem allt þykist vita, ætlar
að giftast Fríðu án þessa að hún hafi
nokkuð um það að segja. En Fríða er
aldeilis ekki tilbúin að kyngja hverju
sem er.
Margar bráðskemmtilegar persónur
prýða sýninguna og er ekkert til spar-
að varðandi búninga, lýsingu og
sviðsmynd. Það sem prýðir sýning-
unna ennfremur er frábær tónlistar-
flutningur - en í sýningunni er lifandi
tónlist.
Utfærsla tónlistar og hljómsveitar-
flutningurer í höndum Birgis
Tryggvasonar og félaga. Sýningin er
ekkert síður fyrir fullorðna en börn
enda um skemmtilegan leik og söng
að ræða.
Fyrirhugað er að sýna um helgar
tvær sýningar á dag. Frumsýning er
fyrirhuguð 2 mars.
Um 20 manns leika í sýningunni
ásamt auk íjölda fólks er starfar við
uppfærsluna.
Leikfélag Mosfellssveitar kynnir
um þessar mundir nýjung í leikhús-
lífinu. Hægt er að gera svokallaðan
leihússamning við Leikfélag Mos-
fellsveitar þar sem fyrirtækjum og
stofnunum gefst kostur á að semja um
leiksýningar fyrir ýmsa minnihluta-
hópa í þjóðfélaginu t.d. krabba-
meinssjúk börn, hjartveik böm og
langveik börn svo eitthvað sé minnst
á. Kynning á verkefninu hefur farið
fram í nokkrum stæiri fyrirtækjum
við mjög góðar undirtektir.
Frekari upplýsingar um leikhús-
samninginn er hægt að fá hjá Leik-
félagi Mosfellsveitar. Sínti: 566-7788.
Tryggið ykkur miða í tíma.
Mosfell á Sellossi
Kiwanisklúhburinn Mosfell í Mosfellsbæ hélt nýlega sameiginlegan fund í Gesthúsum á Selfossi með klúbb-
unum Búrfelli á Selfossi og Gullfossi ofan úr Hreppum. Þetta var hinn skemmtilegasti fundur og mikið rætt
og skrafað, en ræðumaður kvöldsins var Guðni Agústsson, Iandbúnaðarráðherra. A myndinni má sjá Guðna
ásamt eiginkonu hans, Margréti Hauksdóttur.
Erfndi frá
Leigjendasam-
tökunum fellt
Meirihluti bæjarstjórnar hafnaði
erindi frá leigjendasamtökunum
varðandi gjaldskrá húsaleigu. I bókun
frá meirihlutanum segir að aðeins sé
verið að miða við að leigugjald af fé-
lagslegu húsnæði taki breytingum
samkvæmt vísitölu neysluverðs eða
lánskjaravísitölu. Með þessu sé Mos-
fellsbær aðeins að gera fyrirkomulag
hækkana á þann hátt sem almennt
gerist á markaðnum.
Hákon Bjömsson fulltrúi Sjálfstæð-
ismanna í bæjarstjórn lagði þá til í
ljósi óska forystu verkalýðshreyfing-
arinnar um að draga úr eða afturkalla
gjaldskrárhækkanir til að verðbólgu-
markmið kjarasamninga náist, að
bæjarstjóm legði sitt að mörkum og
samþykkti að afnema allar vísitölu-
tengingar í gjaldskrám bæjarins. Þessi
tillaga var felld.
Hús undlr félags-
starf aldraðra?
Upp hefur komið sú hugmynd að
byggja hús yfir félagsstarf aldr-
aðra hér í bæ. Lagt hefur verið til að
þetta myndi hús muni rísa við Lækjar-
hlíð í nánum tengslum við Lágafells-
skóla. Hafa menn hugsað sér húsið
sem félagsmiðstöð fyrir bæði eldri
borgara hér í bæ og nemendur Lága-
fellsskólans. Þannig mætti hugsa sér
að koma þama upp sérgreinastofum
s.s. handavinnustofu, tölvuveri og
matreiðslustofu sem gætu nýst félags-
staifinu og vaxandi námsskeiðahaldi.
Þá gæti þetta húnæði orðið miðstöð
fullorðinsfræðslu hér í bænum.
Tillagan var rædd á síðasta bæjar-
stjórnarfundi og lagt að leitað yrði
umsagnar fræðslunefndar og for-
stöðumanns fræðslu-og menningar-
sviðs.
Sjálfstæðismenn lögðu fram breyt-
ingartillögu þar sem þeir fóm fram á
að kannaður yrði frekar sá möguleiki
að gera ráð fyrir fjölnota rými sem
nýta megi fyrir félagsstarf aldraðra í
menningarmiðstöð sem fyrirhuguð er
á Hlégarðssvæðinu.
Þessi tillaga Sjálfstæðismanna er í
samræmi við vilja meirihluta aldraðra
hér í bæ sem tóku þátt í könnun um
framtíð félagsstarfs aldraðra.
Ágætu Mosfellingar.
Bestu þakkirjyrir það brautargengi sem þið veittuð
mér í prófkjöri sjálfstæðismanna þann. 9.Jeb. s.l.
Ég mun hér eftir sem hingað til vinna þau störfsem
mér verða falin afjestu, krafti og heilindum.
í mínum huga em þetta Jyrstu skrefin, næstu skref
tökum við saman semfiest til þess að ná því markmiði
að sjájstæðismenn sitji við stjómvölinn eftir 25. maí
n.k.
Bestu kveðjur,
Ragnheiður Rikharðsdóttir
Kís reiðhöll I
hesthúsahverfinu
á Varmárbökkum?
Hestamannafélagið Hörður hefur
haft fmmkvæði að því að reyna
að fá reista reiðhöll á athafnasvæði
hestamanna hér í bænum. Jafnframt
hafa þeir farið fram á að hesthúsa-
hverfið verði stækkað til vesturs með
fimm nýjum hesthúsalengjum.
Gert er ráð fyrir að reiðhöllin sem á
að verða um 2400 fm rísi á miðju at-
hafnasvæðinu. Tillaga um þessar
breytingar liggur nú fyrir skipulags-
og byggingamefnd Mosfellsbæjar.
Harðarmenn vonast til að Mosfells-
bær konti að uppbyggingu reiðhallar-
innar en félagið ætlar þó að fjármagna
framkvæmdina að mestu leyli. Rekst-
ur reiðhallarinnar verður í höndum fé-
lagsins.
Aætlaður byggingarkostnaður er á
bilinu 60-65 milljónir króna.
MOSFELLS 8 BLAÐIÐ