Mosfellsblaðið - 01.02.2001, Side 11
GLEYHDI
GÖiXGI
stíga, þökuleggja og
meira að segja gróður-
setja tré út um allt.
Þætti mér gaman að
vita á hvaða fjárhags-
og framkvæmdaáætl-
un Höfðahverfið hefur
verið á fyrst göngu-
stígar í Reykjahverfi
eru ekki komnir á áætl-
un.
Með von um svar
Ibúi í Krókabyggð,
Mosfellsbœ
Þingvallavatn - Yiövönm
Jafn-
tefli
gegn
Fram
ann 10. febrúar síðastliðinn
hófst keppni í Esso-deildinni
að nýju eftir hlé sem gert var
vegna Evrópukeppni landsliða í
Svíþjóð. Þrátt fyrir góðan tíma
sem liðið hefur haft til að undir-
búa sig, þá hefur sá dans sem
menn vildu, ekki verið á rósum.
Málshátturinn segir, leynt mein
skal leynt bera, en það fer ekki
milli mála að margir sterkir leik-
menn hafa verið meiddir upp á
síðkastið og það hefur veikt leik
liðsins. Má þar nefna Þorkel Guð-
brandsson sem reif vöðva í innan-
verðu læri, Bjarki Sig. fór í spegl-
un í janúar vegna hnémeiðsla sem
tóku sig upp hjá honum, Hjörtur
Amarsson þurfti einnig að leita á
náðir lækna vegna meiðsla sinna í
hné. Einnig má hér nefna Magn-
ús Már og Reyni markvörð en
þeir hafa báðir átt við meiðsli að
stríða.
Afturelding og Fram áttust við
fyrir skömmu að Varmá í Mos-
fellsbæ. Leikurinn var spennandi
lengi vel en þó er óhætt að segja
að heimamenn hafi verið betri
lengst af í frekar slökum leik.
Magnús Már stóð sig afbragsvel
sem og Reynir Reynisson mark-
vörður, en hann bjargaði liðinu á
köflum meistaralega vel.
Lokamínútur leiksins voru spenn-
andi, einn leikmaður Fram fékk
m.a. að líta rauðaspjaldið en það
dugði ekki leikmönnum Aftureld-
ingar og endaði leikurinn 23-23.
Páll Þórólfsson á förum?
Þær fréttir um að Páll Þórólfs-
son muni yfirgefa herbúðir Aftur-
eldingar í vor breiðast nú eins og
eldur í sinum um íþróttaheiminn.
Sagt er að Grótta-KR hafí haft
samband við hann en eins og
margir vita þá býr Páll ásamt
fjöldskyldu sinni í vesturbænum.
Páll hefur ekki gefið neina form-
lega yfirlýsingu um málið en
óvíst er hvort hann leikur með
Aftureldingu á næsta leiktímabili.
Meðfylgjandi mynd er tekin á lóð-
armörkum Krókabyggðar 4-16
og Leikskólans Reykjakot sem er við
Krókabyggð 2.
Þessi göngustígur er svo gleymdur
að hann er ekki einu sinni á fjárhags-
áætlun hjá Mosfellsbæ!
Eg er íbúi í Krókabyggð og húsin
hér eru öll byggð á árunum í kringum
1990 og finnst mér frekar undarlegt
að þessi eini göngustígur sem liggur
að lóðunum okkar sé ekki á fjárhags-
áætlun.
Þegar ég hringdi á bæjarskrifstof-
umar og spurðist fyrir um þetta var
mér fyrst tjáð að byggingaraðilinn að
húsunum ætti að ganga frá þessu, en
ég sætti mig nú ekki alveg við þau
svör þar sem þetta er lóð Mosfellsbæj-
ar en ekki okkar íbúðareigenda hér,
svo þá var mér bent á að hringja í
Ahaldahúsið og tala við þann sem þar
sæi um þessi mál og viðkomandi tjáði
mér það að þessi göngustígur væri
ekki á áætlun ársins 2001 en mögu-
leiki á því að hann væri á áætlun 2002
en var samt ekki viss.
Eg á frekar erfltt með að sætta mig
við þetta þar sem maður keyrir hér um
sveitina og þá einna helst ef maður fer
í nýjasta hverfíð, Höfðahverfi, og þar
er búið að gera gangstéttar, göngu-
Isalög á Þingvallavatni hafa verið
furðuleg þennan vetur, ís festir ekki
svo heitið geti. Vatnið hefur lagt tvis-
var en rifið af aftur eftir fáa daga.
Vatnið hefur ekki náð að kólna í eðli-
legt horf vegna hita í vetur, ennfremur
er ekki vitneskja um heita vatnið frá
Nesjavöllum, sem rennur niður í
hraunið, hvar það kemur í Þingvalla-
vatn og hvaða áhrif það hefur á hita-
stig vatnsins.
Það þótti því óvarlegt þegar sýnt
var í sjónvarpi er Omar Ragnarsson
lend á flugvél sinni á Þingvallavatni,
en ísinn var farinn tveimur dögum
seinna. Þó ís sé yfir eru víða vakir og
vatnið því stórhættulegt yfirferðar
þennan vetur.
Séra Heimir Steinsson sendi oft
viðvörun í útvarp um hættulegan ís
meðan hans naut við, en nú eru Þing-
vellir enn í eyði og enginn prestur. -
S.l. haust var fellt í atkvæðagreiðslu
sameining Þingvallahrepps við Grafn-
ing og Grímsnes þar sem m.a. fóru
saman hagsmunir um sameiginlegan
skóla, en nú stendur fyrir dyrum að
sameinast Laugardalshreppi og Bisk-
upstungnahreppi, sem landfræðilega
gengur ekki saman, sagði Jóhann
Jónsson í Mjóanesi í viðtali við Mos-
fellsblaðið.
Tíundi behhur í bíiaþrítum
Fyrstu helgina í febrúar, frá fimmtu-
degi til sunnudagskvölds, tóku nem-
endur úr 10. bekk Varmárskóla að sér að
þvo og bóna bfia fyrir bæjarbúa. Matthí-
as Ottósson hjá Mottó ehf hjálpaði þeim
á allar lundir, lagði fram allt efni, tæki og
aðstöðu í tveimur húsum, Flugumýri 24
þar sem fram fór tjöruhreinsun og þvott-
ur og Flugumýri 14, þar sem ryksugað
var og bónað. Einnig gaf Matthías þeim
pitsur hvem dag.
Krakkamir gátu tekið fyrir um 10 bfia
í einu í „bónstöðinni" en það er nýtt iðn-
aðarhúsnæði. Þar var unnið af krafti við
dúndrandi diskómúsík og þau afgreiddu
um helgina 87 bfla. Bæjarbúar tóku vel
í þetta ágæta framtak hjá nemendunum,
en þeir em að safna fyrir útskriftarferð
við skólalok í vor.
Hér er bónfólkið, yfir 20 talsins að
taka við kennslubíl í bón.
Stœkkun sund-
laugarinnar
Tækninefnd bæjarins hefur lagt það
til við bæjarstjóm að samið verði við
tvær til þrjár arkitektastofur að koma
nteð tillögur um breytingar á sund-
lauginn að Varmá og hönnun á for-
byggingu við íþróttamiðstöð sam-
kvæmt fyrirliggjandi forsögn um mál-
ið.
Drög að forsögn um endurbætur á
Varmárlaug hafa þegar verið sam-
þykktar af íþrótta-og tómstundanefnd.
DÚKLAGNINGAMEIS1ARINN ehf.
40-60 % afsláttur aflinoleum dúkum
henta vel á heimili eða skrifstofur
ATH!
Takmarkað magn - hafið samband
Guðmundur gsm 821 3400
Magnús gsm 821 3401
MOSFELLSÍ /BLAÐIÐ