Vísir - 28.02.1970, Blaðsíða 16
ugardagur 28. febrúar 1970
Danir eru á enn verra hóteli"
— sögðu Frakkar jbegar landsliðið kvartaði
yíir fáheyrilegum aðbúnaði i Metz
Mannbroddar hafa ekki verið í
almennri notkun síðan fyrir
stríð, en renna nú út líkt og
heitar lummur.
; Mannbroddar í hálkunni
H Undanfarna daga hefur gíf-
urleg hálka verið á gang-
stéttum hér í borg, og margir
brugðið á það ráð að kaupa sér
mannbrodda til að komast hjá
beinbrotum og meiðslum.
Hafa mannbroddar ekki verið í
almennri notkun hér á landj síðan
fyrir strið.
Vísir hafði samband við verzlun-
ina Geysi, sem selur þessa eftir-
sóttu vöru, og fékk þær upplýsing-
ar, að broddarnir rynnu Ut iíkt og
heitar lummur, og væru kaupend-
ur jafnt ungir sem gamlir.
Broddarnir eru úr ryðfríu stáli,
og keyptir frá Noregi og Svíþjóð.
- MV -
Frá fréttaritara Vísis
í heimsmeistarakeppninni,
Magnúsi Gíslasyxii:
MIKLAR væringar urðu í
gær á milli íslenzka lands-
liðsins og frönsku móttöku-
nefndarinnar í heimsmeistara
keppninni í handbolta, sem
nú stendur yfir í Frakklandi.
Fréttaritari Vísis í heims-
meistarakeppninni, Magnús
Gíslason, sagði í viðtali frá
Frakklandi í gær, að heldur
betur hefði skipt um svip,
þegar landsliðið hélt til borg-
arinnar Metz í gær.
Þótt fslenzka landsliðið ynni
ekki Ungverjana, var engu að
síður boðið til myndarlegs
kvöldverðar í fyrrakvöld í boði
borgarstjórnar Mulhouse, sagði
Magnús, En allt andrúmsloftiö
breyttist heldur betur, þegar
komið var til Metz, þar sem liðið
mun dvelja, þar til leikunum í
B-riðli er lokið. Allar móttökum-
ar f Mulhouse voru til hreinnar
fyrirmyndar, en ekki var liðið
fyrr komið til Metz, en allt var
farið að ganga á afturfótunum
hjá Frökkunum. Landsliðinu var
troðið inn á 3. flokks hótel. Þeg-
ar farið var að mögla var svariö,
að Danir væru á enn verra hót-
eli, svo þetta væri svo sem allt í
lagi.
Ekki hýrnaði yfir landsliðinu
við hádegisverðarboðið, sem
var í matsal knattspyrnuliðsins
í Metz, maturinn var lélegur og
ónógur. Piltarnir gengu út í mót-
mælaskyni, þegar móttökunefnd-
in var illfáanleg til að bæta úr,
þrátt fyrir eindregnar kröfur
Axels Einarssonar, formanns
handknattleikssambandsins.
Axel benti þeim á, að sam-
kvæmt reglum um heimsmeist-
arakeppni ættj aðbúnaður og
viðurgerningur að vera fyrsta
flokks. Allt útlit var fyrir, að ís-
lenzka landsliðið myndi að eigin
frumkvæðj yifirgefa hótelið, en
Frakkar báru allt mögulegt og
ómögulegt fyrir sig m. a. fá-
tækt eftir tvær heimsstyrjaldir
o. s. frv.
Eftir mikiö stapp virtust
Frakkarnir þó vera aö gefa sig
og útlit fyrir að liðið flytti á
fyrsta flokks hótel, eftir að Axel
hafði hótað að kæra til franska
handknattleikssambandsins.
- vj —
ísinn 100 málum fjær en í fyrrn
Hafísinn heldur sig nú mun
fjær landinu en á sama tíma i
Verður fimmtugur
án afmælisdags
UM HELGINA verða eflaust
ýmsir til þess að halda upp
á afmælisdag, sem ekki er til
samkvæmt tímatalsreikningn
um. 1 ár er ekki hlaupár, og
missa því þeir af afmælisdeg-
inum sínum, sem/fæddir. eru
29. febrúar. Mun sumum
þykja súrt í broti, en aðrir
verða e. t. v. fegnir.
Einn þeirra, sem ætlar sér að
halda upp á afmælisdaginn í
dag er Klemenz Jónsson, leikari
og leikstjóri, en hann hefði átt
að fylla fimmta tuginn hinn 29.
Ætlunin var að halda upp á
fimmtugsafmæliö sama daginn
og frumsýning yrði á Pilti og
stúlku, sem Klemenz leikstýrir,
en sú áætlun stóðst ekkj og eins
og Klemenz sagði, þegar blaðið
hafði samband við hann „var
haegt að fresta frumsýningar-
deginum, en afmælisdeginum
ekki“.
Piltur og stúlka verður hins
vegar frumsýnt hinn 6. marz,
og verður það í þriðja sinn, sem
leikurinn er settur upp í Reykja-
vík. Með aöalhlutverkin Indriða
og Sigríði í Tungu fara Garðar
Cortes og Margrét Jónsdóttir, en
með önnur hlutverk fara margir
af okkar þekktustu leikurum.
- SB —
fyrra, en að meðaltali er ísinn 100
sjómílum nær Grænlandsströnd, á
svæöinu frá Jan Mayen fyrir norðan
ísland, langleiðina til Angmagsalik.
— ísinn er miklu fjær norður og
vestur af landinu en í fyrra, en þá
lá meginísinn alveg suður undir
Horn og jakadreif var á Húnaflóa,
sagöi Jónas Jakobsson, veðurfræð-
ingur í viðtali við Vísi í gær.
• Það sem þessu veldur fyrst og
fremst, er að vindar hafa hag-
að sér allt öðruvísi á svæðinu við
ísland og fyrir norðan það í ár en
í fyrra.
í janúar og nú í febrúar hefur
austanátt verið ríkjandi á þessum
slóðum, og hefur austanáttin haldið
hafísröndinni frá íslandi og jafn-
t'ramt hraðað ísrekinu suðvestur
um Grænlandssund. — SB —
Isinn er 100 sjómílum nær Grænlandsströnd að meðaltali nú í
febrúarlok en hann var á sama tíma í fyrra. Á myndinni sést
hvernig ísröndin liggur núna frá Jan Mayen allt til Angmagsalik
(beina línan) en rofna línan sýnir hafísröndina f fyrra á sama
tíma og jakahrönglið, sem teygðist norður og austur fyrir landið.
Yal um 47 nöfn í próf-
kjörinu í Hafnarfirði
Klcmenz ræðir við leikara á æfingu,
K Kjörnefnd Sjálfstæðisflokks-
ins í Hafnarfirði hefur nú
stillt upp 47 nafna lista, sem
allir stuðningsmenn Sjálfstæð-
isflokksins í Hafnarfirði geta
kosið um í prófkjöri, selm fram
fer í Hafnarfirði um næstu helgi.
Auk þess sem öllum stuðnings-
mönnum með kosningarétt
gefst tækifæri til að ákveða upp
stillingu flokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningar í vor, er félög-
um í Sjálfstæðisflokksfélögun-
um 18—20 ára einnig gefinn
kostur á að taka þátt i prófkjör-
inu.
Ef/ jxátttakan nær 50% af kjör-
fylgi flokksins við síðustu bæjar-
stjórnarkosningar, verður prófkjör-
ið bindandi við uppstillingu lista
flokksins. Kjörgögnin verða send
heim til allra stuðningsmanna n.k.
laugardag, en á sunnudag verður
farið meö innsiglaðan kjörkassa og
seðlarnir sóttir. Jafnframt geta
menn farið sjálfir með kjörgögnin
á kjörstað. Þeir, sem af einhverj-
um ástæöum fá ekki send kjörgögn
heim, geta hringt eftirþeirn í Sjálf-
stæðishúsið. Við atkvæðagreiðsluna
eiga þátttakendur að merkja við
nöfnin í þeirri röð með tölustöfum,
sem þeir vilja að verði á framboðs-
listanum. Minnst skal merkja við 5
nöfn en mest 9 nöfn. Vilji
kjósandi koma einhverjum að,
sem ekki er fyrir á listan-
um, getur hann bætt fimm nöfnum
við, en þá verður að sjálfsögðu að
númera á sama hátt og áður segir.
Nöfnin á prófkjörlistanum eru
þessi: —vj—
Albert Kristinsson, verkstjóri
Árni Gr. Finnsson hæstaréttarlögm.
Benedikt Guðbjartsson, lögfr.nemi
Birgir Björnsson, járnsmiður
Björn Eysteinsson, nemi
Eggert Isaksson, skrifstofustjóri
Egill Strange, módelsmiður
Einar Siguriónsson, skipstjóri
Einar Þ. Mathiesen, forstjóri
Einar Þóröarson, iðnnemi
Elín Jósefsdóttir, húsmóðir
Geir Þorsteinsson, húsasm.m.
Gestur Gamalíelsson, húsasm.m.
Guðm. Guðmundsson, sparisj.stj.
Guðríður Sigurðardóttir, kennari
Gunnar S. Guðmundsson, verkm.
Ilalldór Bjarnason, loftskevtam.
Helgi Jónasson, fræðslustjðri
Hermann Þórðarson, flugumf.stj.
Hjalti Jóhannsson, skrifstofum.
Hrafn Johnsen, tannlæknir
Hulda Sigurjónsdóttir, húsmóðir
Ingvar Hallsteinsson, prentsm.stj.
Jón Kr. Jóhannesson, húsam.m.
Karl Auðunsson, útgerðarm.
Kristján Kristjánsson, skipstj.
Kristján Loftsson, fulltr.
Laufev Jakobsdóttir, húsmóðir
Magnús Elíasson, fisksali
Ólafur Pálsson, húsasm.m.
Oliver Steinn Jóhannesson, kaupm.
Páll V. Daníelsson, forstjóri
Pétur Þorbjörnsson, kaupmaður
Reynir Eyjólfsson, verzl.m.
Rúnar Brynjólfsson, yfirkennari
Sigurður Bergsson, vélstjóri
Sigurður Kristinsson, málaram.
Sigurveig Guðmundsdóttir, húsm.
Sigurður Þorleifsson, iðnnemi
Skarphéðinn Kristjánss. lögregluþj.
Sólon Sigurðsson, deildarstjóri
Stefán Jónsson, forstjóri
Stefán Sigurðsson, kaupmaður
Sveinn Þ. Guðbjartsson, heilbr.fltr.
Sannundur Sigurðsson, skipstjóri
Trausti Ó. Lárusson, forstjóri
Viðar Þórðarson, skipstjóri