Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 2
Ungir hasla sér völl í útgáfu bóka Þriggja ára gamall drengur, Surjit Shah að nafni, hlýtur að hreppa titilinn yngsti atvinnu- sögumaður heims, en nýlega voru gefnar út á prenti smásögur eftir hann, sem hann las föJur sínum fyrir, en sá er listmálari í Ahmeda bad í Indlandi. Bókin var gefin út undir heit inu, „Svart, svart regn.“ Nú er í ráði að gefa bókina út á ensku ' þýðingu Claudíu Kohn, 8 ára dóttur amerísks arki tekts, sem starfar í Ahmedabad. Eldabrasið truflaði sendingar úr geimnum Don Winkle, kráreigandj í Swettenham í Englandi, verður að gera svo vel og slá á frest öll um áætlunum um að stækka greiðasölustað sinn, vegna þess aö stækkunin getur truflaö og hindrað merkjasendingar utan úr geimnum. Kráin er I þriggja mílna fjar- lægð frá hinni risastóru radar- stöð I Jodrell Bank, sem veitir móttoku og endurvarpar skeyta- sendingum gervitungla og geim- fara. en starfsfólk sfiðvarinnar óttaöist að elektrónískur tækja- búnáður, sem Winkle ráðgerði að nota ið eldamennskuna í ný- byggingunni, mundi trufla skeyta- móttökuna. Leon Uris kvænist Rithöfundurinn Leon Uris gekk r.Jiega í hjónaband í þriðja si- en ;ann skildi við fyrri kon sinar báðar. Þriðja konan er Jill Peabody, ljósmyndari að mennt og iðn. Hann er 45 'ára og hún 22ja, og er þetta fyrsta hjóna- band hennar. Hin forna Jerúsalem fundin Mitt í öllum fréttaskeytunum frá ísrael um launsátur, árásir, árekstra, mótmæli og hótanir hafa gleymzt tíðindi, sem fom- leifafræöingum mun þykja mikið til koma. 70 árun eftir fæðingu Krists gerðu Gyðingar uppreisn gegn rómverskum hemámsyfirvöldum, en Títus lét hart mæta hörðu og hersveit/r keisarans rændu borg- ina o„ lög’' ‘ -'Vir, „sem hurfu“ undir þá Jerúsalem, sem við þckkjum í dag. Nú eru menn byrj aðir að grafa upp þessar neðan- jarðarrústir. Dov Perla, ..sem er rabbíi og fornleifafræðingur, hefur upplýst, að fornleifagröfturinn sé kominn langt áleiðis Sýndi hann fyrir nokkru ýmsum fyrirmönnum I Israel heilt völundarhús her- bergja og hliðarganga, sem fund izt hafa undir Jerúsalem, en gang ar þessir liggja allir í áttina að hinum fornu borgarmúrum Jerú- salem og eru gerðir úr stein- um, sem höggnir hafa verið til fyrir rúmum 2000 árum. Dag hvern finnast nvir hlutar þessarar ævafomu borgar, en Dov Perla heldur að enn sé það allra merkilegasta ófundið — nefnilega inngangurinn i „það allra helgasta" I musterinu — en hann væntir þess, að von bráð- ar komi það i ljós. Fornleifafræðingar, sem að upp greftrinum hafa unnið, nafa undr azt þá staðreynd, að engin bein, peningar eða aðrar slíkar leifar manna hafa fundizt. „En ef við bara höldum áfram að grafa, kemur það líka áreiðanlega í ljós“, segir rabbíinn. Dov Perla, rabbíi og fomleifafræöingur, kemur hér út um einn munnann, sem liggur niður í völundarhúsiö undir Jerúsalem, L E1G A N s.f. Vinnuvélar til leigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum Rafknúnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmagn, benzín ) Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœkl Víbratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablásarar HDFDATUNI 4 SiMI 23480 MGl/Nég hvili með glerau með gleraugum fm Austurstræti 20 . Simi 14566 sww lýli GRENSASVEGI8 SIMI 30676.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.