Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 5
5 VÍ45TR . Laugardagur 7. marz 1978. Hvenær kemur Guðs ríkið? Hin sanna tign Á kirkjusíðunni í dag skipar Skálholt mikið rúm. Skálholtsprestur skrifar hugvekjuna, henni fylgja fagr- ar myndir af reisulegum byggingum frá hinum forn- helga stað. Hér er birtur smákafli úr prédikun, sem einn mætasti maður íslenzkrar kristni, sr. Friðrik Friðriks- son, flutti í Skálholtskirkju á 15. sunnudag e. trin. 2. sept. 1951: „Vissan um tign vora hjá Guði fyrir trúna á Jesúm Krist gefur oss það sigurafl, sem yfirvinnur allt. Dreng- ur nokkur í Danmörku, krypplingur og bæklaður og aumingi frá móðurlífi, sem enga framtíð virtist eiga, átti eitt sinn í spurningatíma að skýra frá því, hvaða sálmavers væri honum kærast. Hann stóð upp og mælti fram þetta vers: Einnig ég er þó öðlingsbarn, þótt aumur sé og snauður. Augu hans ljómuðu, og það var svo mikil hrifning yfir honum, að bæði presturinn og börnin fengu tár í augun. Þau fundu, að hann átti þessa tign, og i henni var fólg-' inn kraftur til að bera mótlæti lífsins. Það var eins og hann segði: Hvað gerir það í rauninni til, þótt ég sé bæklaður og aumingi, ég er samt barn míns himneska föður, hins eilífa konungs. — Hærri tign eða helgi er ekki unnt að fá. Æðri tign átti ekki Þorlákur helgi og engir þeir dýrð- armenn sem prýtt hafa þennan stað, ekki Brynjólfur biskup, ekki Jón Vídalín né nokkrir aðrir, sem með lífi sínu hafa gjört þennan stað svo dýrðlegan í sögu þjóð- ar vorrar. Eftir þessari tign eigum vér að sækja, getum öðlazt hana og lifað í henni, hvort sem vér erum- biskupar eða bændur, sjómenn eða verkamenn eða vinnuhjú. Sá, sem leitar Guðs og réttlætis hans, eignast allt þetta að auki. Guð gefi oss náð til þess. um.“ — Hér tekur hann ljósar til orða: „Því sjá, Guös ríki er hið innra í yður.“ Víðar víkur hann að hinu sama með öðrum orðum, segir t. d., að enginn geti séð Guðs ríki nema hann endurfæðist, eða talar um, að áheyrendur hans komist ekki í Guðs riki nema þeir snúj við og verði eins og börnin. Það er þá augljóst, að spurn- ingin um Guðs ríki er orðin spurning um þig sjálfan. Er Guðs ríki nær oss? Meistarj Jón Vídalín heldur próf um það, hversu Guðs ríki sé nærri söfnuði hans og sjálfum honurn og segir: — „Hver er þá kristileg trú? — Hún er verkar fyrir kærleikann. — Hvernig honum er varið á þessum síö- ustu og verstu dögum, það finn- ur hver og einn, þegar hann stingur hendinnj í sinn eigin barm og spyr hjarta að, hversu fús að hann sé á að fyrirgefa sín um náunga hans misgjörðir, hvað mikið hann vill missa af sínum munum til að hjálpa þeim auma og nauðstadda, hversu ljúfur hann er á að af- saka sinn bróður, tala vel um hann og færa alla hluti til betra vegar, hversu kostgæfnir af for- eldrar og húsbændur eru í því að ala upp böm sín og hjú í Guðs ötta og góðum siðum, með hverju skapi að böm og þjón- ustufólk hlýði foreldrum og húsbændum eður hinir undir- gefnu þeim yfirboðnu. Allt ætla ég þetta fari í ðlestri hjá mörg- um manni.“ — — — Hann heggur broslega nærri oss. — Er Guðs ríki nokkuð nær oss en það var honum og hans sóknarmönnum? sálmaskáldið: „Þetta er huggun mín í eymd rninni, að orð þitt- lætur mig lífi halda.“ Sálm: 119, 50. — Þannig horfa kristnir menn ávallt fram og upp. Þeir svipast eftir táknunum ‘ávallt viðbúnir. eyðingarinnar Viðurstyggð eyðingarinnar, standandi á helgum stað, er eitt þeirra tákna, sem boða skál endurkomuna. Löngum hafa kristnir menn haft á því tákni gætur, og oft hafa þeir þótzt sjá það. Þeir sáu það í Jerúsalem. Þeir sáu það í Róm. Ekki alls fyrir löngu heyrðist mér, að ungir menn þættust mega greina þessa viö- urstyggð á Islandj i sljórri eða hálfdauðri þjóðkirkju. Og það er satt: Víst er hér tómlæti um komu Guðs ríkis, um kristniboð meðal heiðingj- anna, um villukenningar, sem spilla akrinum, um kærleikann til náungans. Er ekki því lfkt, að allt sé tekið fram yfir Guðs ríkið. Kirkjugangan er hið ó- nauðsynlegasta alls. Engar fóm- ir eru færðar. Ekkert er heilagt. — Og Guö er aðeins fyrir sjúka og sorgmædda. Vissulega hefur margt satt orð verið talað um kirkjuna á vesturlöndum. Menningarupp- Iausn og ofbeldi flæða einnig yfir hana. Og þar, sem hræið er, þar munu ernirnir safnast. Treðst ríki Guðs undir á jörðu? Nei það mun lifa f hjörtum manna. Og þótt hópur þeirra manna muni stundumþykjasmár og snauður.þá á hann gamaltorð frá Drottni sínum, fyrirheit: — „Vertu ekki hrædd, litla hjörð, Þegar Skálholt reis úr rústum og fékk aftur sinn prest eftir að hafa .verið annexia um meira en 170 ára skeið varð sr. Guð- mundur ÓIj Ólafsson á Torfa- stöðum fyrstur presta til að flytja í Skálholt. Hann skrifar hugvekju kirkjusíðunnar í dag. Sr. Guðmundur er fæddur i Reykjavík 1927, stúdent 1949 og lauk guðfræðiprófi 4 árum síðar. Eftir það stundaði hann fram- haldsnám bæði í Osló og í Þýzka landi. Honum var veitt Skál- holtsprestakall — Torfastaðir — vorið 1955 og hlaut prestsvígslu 5. júní það ár. Sr. Guðmundur hefur skrifað margar greinar f trúarleg málgögn og tímarit og var um skeið meðritstjóri Kristi- legs skólablaðs. — Geta má þess, að hann ritstýrir nú fallegasta tímariti, sem gefið er út hér á landi: HESTINUM OKKAR. — Kona sr. Guðmundar er Anna Guðrún Magnúsdóttir, prests frá Ólafsvík Guðmundssonar. því að föður yðar hefur þóknazt að gefa yður ríkið.“ Já, þannig er það. Sé Guðs ríki, ríki trúarinnar og kærleik- ans, hið innra í þér, þá er það komið. Og það er þitt, þvf að Jesús Kristur hefur fært þér það á jörðu. Komi þitt riki, — Drottinn minn. til manna, — til heiöingj- anna, — til vina minna, — til óvina minna, — til mín. Já, kom þú sjálfur. Lúk. 17, 20.-21. Hvenær kemur Guðs ríkið? Langt er nú orðið síðan Jesús prédíkaðí og sagði: „Guðs ríki er nálægL" - „Tíminn er fulln- aður.“ En hvar er það nú? — Ég sé það ekki. Ég kem ekki auga á það. Ekki er það í Nígeríu. Ekki segja menn það vera í Rúss- landi og ekki í Bandaríkjun- um, >ví að í Rússlandi eru menn hvorki frjálsir að þvi að taia né hugsa, — í Bandaríkj- un»m eru menn hins vegar svo frjálsir, að þegnamir eru ekki ðhníEir hver fyrir annars illsku. — Og ég veit, að það er ekki heldur á íslandi, þetta Guðs ríki, segir þú. Því að hér er einnig böl og mannvonzka, eigingirni og flokkadráttur, og kristindóm sinn hafa íslendingar helzt með hátíðamatnum. Við aðrar mál- tíðir kysi margur þeirra að eta rtáunga sinn. Jesús svarar: „Guðs ríki kem- nr ekki þannig, að á því beri, og ekki munu menn geta sagt: Sjá, það er hér, það er þar. Því sjá, Guðs ríkf er hið innra í yður.“ Kirkjan — Guðs ríki á jörðu Við fermingarbörnin er gjarna sagt: Kirkjan er Guðs ríki á jörðu. Er það svo? — Þá aðeins verða þau orð sönn, sé þess gætt, að orðið kirkja merkir einungis söfnuð Guðs, þá, sem trúa á Jesúm Krist og fagnaðarerindið. Jesús sagði þeg ar í upphafi, er hann talaði um nálægð Guðs ríkis: „Gjörið iðr- tm og trúið fagnaðarboðskapn- Guð veki brennandi bæn i hjörtum vorum: — Kom þú, Drottinn, til mín, svo að ég megi verða fús að fyrirgefa, — svo að ég verði fús að fórna af minu handa hinum aumu, að ég megi afsaka bróður minn og færa alla hluti til betra vegar fyrir hann, að ég fái staðið í stöðu minnj sem húsbóndi, foreldri, barn eöa þjónn. — Gef mér þá trú. sem starfi i kærleika, svo að ég megi flýta sigri þínum á jörðu. Endurkoma Krists 1 guðspjöllunum er einnig minnt á endurkomuna, — þá stund. er Jesús Kristur kemur í konungsdýrð sinni með fullu veldj Guðs ríkis, svo að ekkert annað ríki verði lengur á himni né jörðu. — Á máli guðfræð- innar heitir sá boðskapur Es- katología. Og löngum hefur ver- ið sagt: Það er hið óttalegasta dauða merki, ef Eskatologían gleymist. Viðvaranir eru enda margar í guðspjöllunum. Þar er sagan af hinum tíu meyjum, hinum fá- vísu og hinum hyggnu. Þar seg- ir, að tveir muni vera á akri og annar muni tekinn og hinn skil- inn eftir. Og þar standa þessi orð Jesú: „Vakið, því að þér vitið ekkj daginn né stundina." Guðs börn mega aldrei gleyma því, að þau eru ekki af þessum heimi. Þau eru þegnar hans, sem sagði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi.‘‘ I þeirri vitn- eskju og vissu er sigur þeirra vís. Lif kristins manns, — líf kirkj unnar, — líf Guðs ríkis á jörðu er það að vænta komu Jesú Krists. Um spádóm endurkom- unnar getur hún sagt eins og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.