Vísir - 01.04.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 01.04.1970, Blaðsíða 1
Vilja koma upp dýraspítala Dýraverndunarfél. með hjúkrunarstöð dýra í undirbúningi • Samband Dýraverndunarfé- lags Islands hefur nú gert það að baráttumáli sínu að koma í upp í Reykjavík hjúkrunarstöð fyrir dýr, dýraspítala og hafa þegar verið gerðar kostnaðar- áætlanir og frumteikningar að slíkri stöð. Stöðin myndi kosta 3—4 milljónir króna, en árlegur rekstrarkostnaður yrði um 2 milljónir, að því er Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, ritari yaðilífípiltsins 0 „Hjálmurinn bjarg- aði piltinum tvímæla- laust," sögðu sjónarvott ar, sem með skelfingu höf ðu horft á pilt á skelli nöðru stingast fram af hjóli síhu beint á höfuð- ið á götuna, svo að í glumdi. Pilturinn hafði komið akandi á bifhjóli sínu eftir Suðurlands- braut I gærdag um kl. 3, en á móts við hús nr. 4 rann hjólið í bleytu á malbikinu með ofan- greindum afleiðingum. Allir, sem til sáu, voru ekki í minnsta vafa um, að pilturinn hlyti að vera stórslasaður. Slíkt högg þyldi enginn á höfuðið. En ekki aldeilis! Að vísu hrufl aðist pilturinn viö fallið og hlaut einhverjar skrámur, en í höfð- inu kenndi hann sér einskis meins, enda hafði hjálmurinn tekið höggið af. Pilturinn var fluttur á slysavarðstofuna, en meiðsli hans reyndust ekki al- varleg. Nákvæmlega á sama stað varð árekstur fyrir1 átta árum, eöa 20. júnl 1962, og rákust þá saman bifreið og Vespuhjól, en bifhjólamaðurinn var með 5r- yggishjálm, sem varð honum til lífs, því að hjálmurinn tók höggið af honum. Orkaði það ekki tvímælis um, hve mikil björg manninum var f hjálmin- um, þvi að stór dæld kom 1 hjálminn af högginu.- GP. — m í bleytunni á malbikinu rann bifhjólið til og ökumaður þess stakkst á höfuðið á götuna, en hjálmur hans tók höggið af, og slapp pilturinn með lítiils háttar meiðsli. Grænmeti með fyrra móti á márkaðinn -^-¦: ; %%£$&&?, JoSmi Lennon lá rasðir við Gunn- fí 0r ur Þórðurson r~ ~ w * í morgun j át — Sjá bls. 16 ' m ma&zZj : -:Á Gúrkur, salat, grænkál, hreökur og steinselja er nú komið á mark- aðinn og er það með fyrra móti. Veturinn hefur verið óvenju hag- stæður til grænmetisræktar m.a. vegna þess hve hann hefur verið bjartur, stillur og snjór ríkjandt. Hefur það mikið að segja á uppeld- isstigl plantnanna. Þorvaldur Þorsteinsson forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna skýrði frá þessu í viðtali við blaðið 1 morgun. Hann sagði ennfremur að grænmetisræktin liti óvenjulega vel út í ár, allavega miðaö við í fyrra, hvað sem síðar kann að gerast. Grænmetið muni nú smámsam- tn tínast á markaðinn eftir því sem vorið nálgast en t.d. koma tómat- arnit í maí. Grænmet} hefur nú hækkaö frá í fyrra. Gúrkurnar hækkuðu um 10%, en það verð er ekki fastákveð ið og getur lækkað aftur. -SB-g^. samtakanna, sagði í viðíali við Vísi í morgun. — Þetta er mál, sem barizt er fyrir í öllum menningarlöndum og víða hefur þegar verið komið upp slíkum stöðvum, enda verður varla hjá því komizt að koma slíkum stöðvum upp, þar sem mannúðar- mál eiga á annað borð eitthvað upp á pallborðið, sagði Þorsteinn Einarsson. Nauðsynlegt er að skapa að- stöðu þar sem hægt er að gera ýms ar aðgerðir á dýrum og þar sem unnt er að koma dekurdýrum t.d. í geymslu eða sóttkví. — Reynsl- an erlendis hefur sýnt, að svona hjúkrunarstöðvar fyrir dýr lifa á \ smádýrum, dekurdýrum, sem kom- ið er fyrir í geymslu um lengri eða skemmri tíma, en til mikils hag ræðis er fyrir almenning að geta komið dýrum sínum þar fyrir í sumarleyfum og því um líku. Með tilkomu dýrahjúkrunarstöðv ar skapast tækifæri til að gera að- gerðir á stórgripum við sæmilegar aðstæður. Þannig væri t.d. unnt að taka búfénað bænda til meöferðar og er augljóst hagræði f því að skera t.d. nautgripi upp þar sem öll tæki eru fyrir hendi og þrifn- aður, en t.d. þurfa að skera þá upp í fjósinu, þar sem allur sýkla gróður er mjög mikill. Þorsteinn sagði að Samband dýraverndunarfélaga hefði haft þetta að baráttumáli nú í 3—4 ár og hefði m.a., lagt það til, að inn- flutningur á skotvarningi yrði skattlagður til að standa undir kostnaði. Nægilegt væri að leggja 10 krónur á hvert kíló, sem flutt er inn til aö standa straum af kostn- aði, en það myndi gefa á aðra millj ón króna árlega. Fordæmi fyrir slíku mætti m.a. finna í Bandaríkjunum, þar sem veiðigjöld, byssuleyfi og hunda- skattar rynnu til slíkrar starfsemi. Hann kvaðst heldur ekki telja það óeðlilegt, að þeir sem herjuðu á náttúruna, legðu eitthvað af mörk- um á móti. -vj- // LAXÁ SAMKEPPNIFÆR LANDSVIRKJUN — segir Knútur Otterstedt, rafveitustjóri á Akureyri 44 Sú leið að leggja línu frá Búr felli til Akureyrar hefur vissu- lega verið athuguð, en hægt var að sýna fram á, að orkan frá Laxá ;væri samkeppnifær við orkuná frá Landsvirkjun og þvi var tlið eðlilegt og nauðsynlegt fyrir þennan landshluta að full nægja fyrst um sinn orkuþörf inni með framhaldsvirkjun í Laxá, segir Knútur Otterstedt, rafVeitu?'tjóri Laxárvirkjunar ; bréfi til Vísis. Vísir spurði nýlega að því hvers vegna fleiri mö-'eikar væru ekki kannaöir til aðfull- nægja raforkuþörf Laxárvirkj- unarsvæðisins, en virkjun í Laxá. T.d. mætti kanna mögu- leikana á því að leggja há- spennulínu yfir Sprengisand til Akureyrar eða möguleikann á fleiri gufuaflsstöðvum. Um.reynsluna af gufustööinni segir rafveitustjórinn, aö orku- verðið muni sennilega aldrei fara niður fyrir 35 aura kwst vegna gufukaupa, reksturs- og viðhaldskostnaðar. Hins vegar sé orkuverðið frá afskrifuðu vatnsorkuveri aðeins nokkrir aurar á kwst. Rafveitustjórinn segir að minni líkur séu til þess aö orku frekur iðnaður verði staðsettur á svæðinu, ef fullnægja ætti orlcuþörf hans eingöngu með orku, sem framleidd er á Suður landi og flutt norður yfir há- lendið eftir -ímlega 200 km. langri h'nu. — Fallið ; Laxá við Brúar getur gefið um 75 MW og gæti fullvirkjun þessa falls verulega stuðlað að því að orkufrekur iðnaður komi á svæðið. -vj- Snjórinn í vetur, birtan og stillurnar, sem hafa fylgt honum, hafa orðið tll þess, að grænmetið er nú óvenju snemma á ferðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.