Vísir - 14.04.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 14.04.1970, Blaðsíða 1
C- ISIR Stal gulli9 steinum og hringum fyrir 130þús. kr. Lögreglan handtók i gær 15 ára ungling, sem grunaður var um að hafa brotizt inn á verk stæði Skartgripaverzlunar Stein þórs og Jóhannesar á Laugavegi og stoiið þaöan um helgina verðmætum, sem námu um 130 þúsundum króna. Voru þetta hringar, hálfunnir og fullunnir, gull og steinar i skartgripi. Við leit heima hjá piltinum í gær fannst mestur hluti þýfis- ins og játaði hann á ság þjófn- aðinn. Hann hafði verið einn að verki. Það sem á vantaði að kæmi tíl skila, kvaðst hann hafa gefið kunningjum. GP. Bilun / geimfarinu—hætt við tendingu Apollo 13. snúið við — Nota tunglferjuna sem „björgunarbát" Geimferðastofnun Banda- ríkjanna ákvað að aflýsa fyrírhugaðrí lendingu á tunglinu og láta Apollo 13 snúa við með geimfarana þrjá, James Lovell, Fred Haise og James Swigert. Orsök þess, að ferðin hefur mistekizt var bilun í mikil- vægasta rafkerfinu í geim- farinu. Apollo 13 mun fara bak við tungl og síðan snúa aftur til jarðar á miðvikudagsnótt klukkan 01. 40. Geimfararnir verða að nota vél- Allir sem vettlingi geta valdið i fiski / Eyjum: GAGNFRÆÐASKÓLINN SÉR UM ÚTSKIPANIR í gær var mesti afladagur vertiðarinnar í Vestmanna eyjum og komu þar á Iand milli 13 og 14 hundruð tonn. Aflinn var mjög jafn. Margir bátanna voru með þetta 30—40 tonn, en fér upp í 50 tonn hjá sumum. Mikil vinna hefur verið í fisk- verkunarstöðvunum í Eyjum og vantar tilfinnanlega fólk. — Allir sém vettlingi geta valdið hafa kom- ið sér í fiskvinnu í Eyjum. Og fjöldi aðkomufólks er kominn þang að til þess að vinna aflann. Nemendur úr gagnfræðaskólan- um í Eyjum hafa verið fengnir til þess að hjálpa til við útskipanir á fiski, én skip koma svo til daglega um þessar mundir til Eyja til þess að lesta fisk frá frystihúsunum og er þá ekki .hægt að taka fólk frá fiskvinnslunni til þess arna. Nemendur úr gagnfræðaskólan- um hafa einnig verið fengnir til vinnu í frystihúsunum sjálfum. —• Venjuiega hefur fiskvinnslan staðið 'til miðnættis, en fiskaðgerðin hefur staðið fram eftir nóttum. Mikill afli hefur einnig borizt á land á Suðurnesjum. Til Grindavík- ur komu í gær um 950 lestir. Meira en helmingur af þeim afla er unninn í Grindavik, en hitt er flutt á bílum til annarra staða, meðal annars til Reykjavfkur. Mik- il vinna er því hvarvetna í fisk- vinnslustöðvum og alls staðar unn- ið fram á nætur. Fiskurinn sem berst á land er mest megnis þorskur, fremur smár, megnið af honum fer í frystingu, en lítið er hirt um að hengja upp skreið, enda markaður óviss fyrir hana. Veiddi loðnu fyrir yfir 6 milljónir Heildarveiðin á loðnuvertíðinni er miðað við Iaugardaginn var 187.140 lestir, meiri en nokkru sinni fyrr. Aðeins um tfu skip eru ennþá að veiðum og hafa rekið í sæmileg- an afla allt fram til þessa. Aflabæsta skip loðnuveiðanna er nú búið að skila að landi afla að verðmæti yfir 6 mil'ljónir króna, en það var Súlan, Akureyri. sem mest- an afla hafðj á laugardaginn var, 6020 lestir. Eldborg hafði þá fengið '5640 lestir, Örfirisey 5600, Öm 5515 og Gísli Ámi 5497, en alls höfðu 30 skip komizt yfir 3 þúsund lestir á þessari loðnuvertíð. Ein- hverjir hafa því orðið að láta sér nægja lftið, því að uim 60 skip stunduðu veiðarnar meðan mest var um að vera. Sæmiilegur afli mun hafa fengizt í gær, en þá var Eld- borg meðal annars á landleið með 500 tonn. ’ar farsins til að fá það á rétta braut. Síðan á Apollo 13 samkvæmt síð- ustu reikningum að lenda á jöröu kl. 17.13 á föstudag. í gærkvöldi haföi allt virzt ganga að óskum, en þá fannst bilunin f orkukerfinu. Stjórnendur geimferöa stöðvarinnar komu saman til fund- ar og raíddu, hvort hætta skyldi við ferðina. Er tíminn leið, án þess að unnt væri að leysa vandann, urðú menn órólegir. Margir vísindamann anna gengu fram og aftur um gólf og(aðrir grúfðu sig yfir stjómtækin. Einn helzti sérfræðingurinn, Willi- am Bergen, kom hlaupandi inn í stjórnherbergið. „Ef við getum ekki komið kerfinu af stað, þá verður Apollo 13 að snúa viö tafarlaust," sagði hann við starfsmenn frétta- stofunnar Reuther. Bergen er for- seti í geimferðadeild þess félags, sem gerði Apollo 13. Þetta er fyrsti mikilvægi vand- inn, sem orðið hefur f Apollo-áætl- uninni. Þetta er líka í fyrsta sinn, að geimfarar hafa oröið að gefa Ijósrauð merki í mælitækjunum í geimferðastöðinni í Houston. Fvrr f nótt fór Fred Haise geim- fari inn í tunglferjuna þremur og hálfri klukkustund fyrr en áætlað var. Var Haise við að athuga ferj- una. Þessari athugun var flýtt, því að fyrirhuguð stefnubreyting í gær reyndist vera ónauðsynleg. Snemma í morgun var geimför- unum sagt að fara úr stjómfarinu yfir í tunglferjuna. Merki sáust um aö einungis væri rafmagn f stjórn- farinu í nokkrar mínútur enn. Geim fararnir tilkynntu, að súrefnis- þrýstingurinn nálgaðist núll og súr- efni læki út í himingeiminn“. Ef ekki verður unnt að nota að- alvél geimfarsins, munu geimfar- arnir verða að nota vél tunglferj- unnar til að flytja Apollo 13 aftur til jarðar. Síðar tilkynntu tveir geimfarar að þeir væru komnir í tunglferj- una og þeim liði vel. Þar væri nóg rafmagn. James Swigert fór ekki yfir í tunglferjuna, þar sem hún tekur aðeins tvo. Talsmaður geimferðastofnunar- innar segir, að tunglferjan verði eins konar björgunarbátur, er þeir snúa til jarðar. — HH. Áfengið var á þriðja mánuð á skerinu Tólf 25 lítra brúsar fullir af spíritus fundust i skeri fram- undan fjörunni hjá bænum Ytra-Hólmi skammt frá Akra nesi um helgina. Þaö voru unglingar, sem vísuðu lögreglunni á Akra- nesi á fundinn, en þau höfðu fundið brúsana, þegar þeim varð gengið út f skerið á sunnudagskvöld á fjöru. Út í skerið er 10 mínútna sigling á trillu frá Akranesi og sóttj lögreglan brúsana á sunnu dagskvöld. Háfði lögregluþjónn komizt á snoðir um, að ungling ar höfðu áfengi um hönd, enda einn úr hópnum greinilega und ir áhrifum áfengis. Unglingarnir höfðu nefnilega tekið með sér sýnishorn í land og freistazt til þess að smakka á því. Brúsamir voru allir bundnir saman með kaðli og sumir voru í uppskipunarneti, svipuðum þeim, sem notuð eru við upp- skipun í íslenzkum höfnum. —- Nokkrir höfðu komizt úr netinu í sjávarrótinu, en héngu fastir við hina á kaðlinum. Bóndinn á Ytra-Hólmi minnt- ist þess að hafa veitt þessum brúsum fyrst eftirtekt snemma í febrúar eftir mikið brim síð- ustu daga á undan, en hann hefðj aldrei athugað þá nánar. Engin von bykir til þess að brúsunum hafi verið komið fyr ir í skerinu, heldur hafi þá rekið bangað. GP. 42 lífeyrissjóöir mót- mæla bindingunni Rúmlega 70 fulltrúar frá 42 líf- eyrissjóðum samþykktu á fundi sín um f gær einróma mótmæli við því ákvæði frumvarps um húsnæð- ismál, þar sem lífeyrissjóðir eru skyldaðir til aö kaupa skuldabréf Veðdeildar Landsbankans fyrir fjórðung ráðstöfunarfjár síns. I ályktuninni segir, að fyrrgreint ákvæði marki nýja grundvallar- stefnu hins opinbera af málefnum lífeyrissjóðanna, sem valdi tilfinn anlegri skerðingu á ráðstöfunarrétti þeirra yfir því fjármagni, sem þeir hafi yfir að ráða og sé því alger- lega eign félagsmannanna sjálfra. Fundurinn telur, að sú stefna, sem hér hefur verið tekin, sé mjög var hugaverð, og telur það óréttlætan legt að skerða á þennan ' ,'tt eign arrétt og umráðarétt sjóðsfélaga yfir því fjármagni, sem þeir safna Fundurinn skorar því á hæstvirt Alþingi að breyta frumvarpinu á þann hátt, að þetta ákvæði verði fellt niður. HH. Annar og fjórði bekkur Verzlunarskóla íslands var í óða önn að ausa af brunni iærdómsvizku sinnar í morgun, Próf í verzlunar- deild byrjuðu 1. apríl og standa yfir til mánaðamóta. Fimmti og sjötti bekkur byrja í prófum 2. maí og Ijúka stúdentar prófum sínum 11. júní. Verzlunarskólinn er fyrstur með sín vorpróf, enda byrjar hann 15. september aö hausti, hálfum mánuði á undan öörum fram- haldsskólum. Próf fara nú álmennt að hefjast hjá öðrum skólum og verður þá mikið að gerast hjá þessari fjölmennustu „stétt“ landsins. — MV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.