Vísir


Vísir - 01.06.1970, Qupperneq 8

Vísir - 01.06.1970, Qupperneq 8
3 V1SIR . Mánudagur 1. júnf 1970. Útgefanrh: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjó^'sson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttástjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610, 11660 Afgreiösla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjór.i: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiöja Vfsis — Edda hf. D-dagur í gær Reykvíkingar lýstu í gær trausti á stjórn sjálfstæð- ismanna á borgarmálunum. Þetta var mikill sigur, ekki sízt fyrir Geir Hallgrímsson borgarstjóra, sem hafði sett embætti sitt að veði fyrir því, að meiri- hluti sjálfstæðismanna héldist. Mestur var sigurinn þó fyrir borgarbúa sjálfa, sem hafa nú tryggt sér áfram ábyrga og framfarasinnaða stjórn borgarmála. Margir höfðu óttazt, að meirihlutinn mundi glat- ast. Og ekki muna menn eftir kosningabaráttu í Reykjavík, sem hafi verið öllu tvísýnni. En að lokinni talningu kom í ljós, að sigurinn hékk alls ekki á hálm- strái. Baráttan um neðsta borgarstjórnarsætið stóð milli Alþýðubandalagsins og Framsóknar. Ef Guð- mundur J. Guðmundsson á G-listanum hefði komizt inn í borgarstjórn, hefði hann ekki fellt Ólaf B. Thors, áttunda mann D-listans, heldur Guðmund Þórarins- son á B-listanum. Sjálfstæðismenn fengu nú í Reykjavík um 3.500 atkvæðum meira en í síðustu alþingiskosningum og 2.000 atkvæðum meira en í síðustu borgarstjórnar- kosningum. Undanhaldi síðustu ára hefur því verið snúið upp í sókn og er flokkurinn aftur kominn með um það bil helming allra gildra atkvæða í Reykjavík. Víðar um landið höfðu sjálfstæðismenn ástæðu til að fagna úrslitunum, ekki sízt í nágrenni Reykjavík- ur. Meirihluti þeirra efldist bæði í Garðahreppi og á Seltjarnarnesi, og bæjarfulltrúar unnust bæði í Hafn- arfirði og á Akureyri. í heild voru hlutfallstölurnar hinar sömu og í síðustu sveitastjórnarkosningum, rúm 47% í Reykjavík og 42% yfir landið, og hefur flokkur- inn þannig náð því upp aftur, sem tapaðist í síðustu alþingiskosriingum. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar farið illa út úr þessum kosningum, sérdeilis þó í Reykjavík, þar sem um hreint fylgishrun var að ræða. í síðustu alþingis- kosningum fékk flokkurinn yfir 7.100 atkvæði, en nú ekki nema 4.600. En segja má, að útkoman hafi ekki verið nema mátuleg eftir frammistöðu flokksins í borgarstjórn á liðnu kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn má vel við una. Hann hélt hlutfallsfylgi sínu bæði í Reykjavík og yfir landið. Þar að auki vann hann mann í Reykjavík og gerðist stærsti andstöðuflokkur sjálfstæðismanna í borgar- stjórn. Þá mega flokksbrotin úr Alþýðubandalaginu líka vel una úrslitunum. Að vísu hefur Alþýðubanda- lagið sjálft tapað fylgi, bæði í Reykjavík og úti á landi, en Hannibalistar hafa gert meira en að bæta upp þann mun. Ósennilegt er þó, að allt það fylgi kæmist til skila, ef flokksbrotin sameinuðust aftur. Hannibalistum hefur tekizt að ná umtalsverðu fylgi og hafa þar með tryggt sér líf sem flokki. En sósíal- istafélagið fékk slæma útreið og var langt frá því að ná inn einum manni. Réttmætt er að taka undir ummæli sérfræðinga út- varpsins í nótt, er þeir sögðu, að í heild hefði þetta verið dagur Sjálfstæðisflokksins. Kaupstaðirnir Akranes Hannibalistar vinna sæti Hinn nýi flokkur Hannibal- ista á Akranesi vann sæti af Sjálfstæðisflokknum. A — Alþýðuflokkur 388—2 (391 -2) B —Framsóknarflokkur 481—2 D—Sjálfstæðisflokkur 618—3 (762—4) G—Alþýðubandalag 307—1 H —Frjálslyndir 264—1 Framsóknarmenn og Alþýðu- bandalagsmenn höfðu sameigin- legan lista 1966 sem fékk 749 atkvæði og þrjá menn. í bæjarstjórn eru: Guðmund- ur Vésteinsson (A), Þorvaidur Þorvaldsson (A), Daníel Ágúst- ínusson (B), Björn H. Björnsson (B) Valdimar Indriðason (D), Jósaf H. Þorgeirsson (D) Gísli Sigurðsson (D) Ársæll Valdi- marsson (G) Hannes H. Jónsson (H). Á kjörskrá voru 2276, at- kvæði greiddu 2078. ísafjörður Vinstri meirihluti áfram Vinstri flokkamír héldu ó- breyttum meirihluta á'Isafirði. A—Alþýðuflokkur 337 — 2 (323 -2) B—Franisóknarflokkur (235—2) D—Sjálfstæðisflokkur (474-4) G —Alþýðubandalag 154—1 (160 —1). I bæjarstjórn: Björgvin Sig- hvatsson (A), Sigurður J. Jó- hannsson (A), Jón Á. Jóhanns son (B) Barði Óla'fsson (B) Högni Þórðarson (D), Kristján Jónsson (D), Guðfinnur Magn- ússon (D) Garðar S. Einarsson (D), Aage Steinsson (G). Sauðárkrókur Sjálfstæðismenn bættu við einum Sjálfstæðismenn bættu við einum í bæjarstjóm Sauðár- króks. AlþýðubandalagiÖ tapaöi einum. A—Alþýðuflokkur 126 — 1 (96 -1) B—Framsóknanflokkur 352—3 (274—3) D — Sjálfstæðisfiokkur 291 — 3 (261-2) G—Alþýðubandalag 79—0 (96 -1) Kjörsókn var 94% en á kjör- skrá voru 910, 855 kusu. í bæjarstjóm eru: Erlendur Hansen (A) Guðjón Ingimund- arson (B) Marteinn Friðriksson (B) Stefán Guðmundsson (B) Guðjón Sigurösson (D) Halldór Þ. Jónsson (D) Björn Daníelsson (D). Siglufjörður Unnu mann á 4 atkvæðum Alþýðubandalagið vann mann af Sjálfstæðisflokknum á aðeins 4 atkvæðum og hefur það nú 3 menn, en allir hinir flokkarnir 2. A — Alþýöuflokkur 244 — 2 (269 — 2) B — Framsóknarflokkur 263 — 2 (279 — 2) D — Sjálfstæðisflokkur 317 — 2 (322 — 3) G — Aiþýöubandalag 325 — 3 (312 - 2) Á kjörskrá voru 1374, 1168 kusu eða 90%. 1 bæjarstjórn Siglufjarðar eru: Kristján Sigurðsson (A), Jó- hann G. Möller (A), Bogi Sigur- björnsson (B), Bjarki Árnason (B), Stefán Friðbjarnarson (D), Knútur Jónss. (D), Benedikt Sig urösson (G) Kolbeinn Friðbjarn- arson (G) og Gunnar R. Sigur- bjömsson (G). Ólafsfjörður Sjálfstæðismenn halda meirihluta Á Ólafsfirði halda Sjálfstæöis- menn meirihluta, 4 mönnum, en þar bjóða Framsóknarmenn og Alþýðubandalag nú fram sitt í hvoru lagi og fá sinn hvorn manninn, en höfðu tvo, er þeir buðu saman. Alþýðuflokkur hef- ur einn mann, sem fyrr. (111 - 1) B — Framsóknarflokkur 23 — 1 D — Sjálfstæðisflokkur 251 —4 (237 — 4) G — Alþýöubandalag 86 — 1. H-listinn fékk 176 — 2 irið 1966. Á kjörskrá voru 613, 570 kusu eða 92,2%. í bæjarstjórn Ólafsfjaröar eru: Hreggviður Hermannss. (A), Ár- mann Þóröarson (B), Ásgrimur Hartmannsson (D), Jakob Ag- ústsson (D), Haraldur Þórðar- son (D), Kristinn G. Jóhannsson (D), Björn Þór Ólafsson (G). Ákureyri Sjálfstæðismenn bættu við einum munni Sjálfstæðismenn á Akureyri bættu við sig einum fulltrúa í bæjarstjóm og hafa nú 4 eins og Framsóknarmenn, en Alþýðu flokkurinn tapaði einu sæti, en þat var sæti Braga Sigurjóns- sonar.Kemur I staðinn inn Jón G. Sólnes (íbaráttusætinu) sem áöur var i fyrsta sæti hjá Sjálf- stæðisflokknum og var efstur í prófkjörinu. Til gamans má geta þess, að báðir eru bankastjórar, Bragi og Jón, annar hjá Lands- bankanum en hinn hjá Útvegs- bankanum. Hafa nú Alþýöu- flokkur, Samtök vinstri manna og Alþýðubandalag (sem nú missir einn til F-listans einn mann hver. Blaðið haföi sam- band við Jón G. Sóines, þegar talningu var iokið og sagði hann um kosningarnar: „Við erum ákaflega glaðir héma á Akureyri þessa stund- ina. okkur hefur tekizt að hefta það tap, sem varð f sfðustu og næst síðustu kosningum. Við töpuðum einum manni 1962 og öðrum 1966, en nú höfum við þó unnið annað sætið aftur." „Breyta þessi úrslit miklu fyr ir ykkur í bæjarstjóm?" „Þau skipta okkur Sjálfstæð- ismenn í bæjarstjóm mjög mikiu, því nú höfum vfð 2 menn f 5 manna nefndum. Vfð erum mjög bjartsýnir, enda með nýjan mann með okkur, sem við bind- um miklar vonir við. Hann er, Lárus Jónsson. Jú, við getum sannarlega verið ánægðir," sagði Jón að lokum. A — Alþýðuflokkur 753 — 1 j (846 — 2) B — Framsóknarflokkur 1663 — 4 (1466 — 4) D — Sjálfstæðisflokkur 1588 — ’ 4 (1356 — 3) F — Samtök vinstri manna 721 - 1 G — Alþýðubandalagið 514 — — (934 — 2) F-listinn bauð ekki fram árið 1966. Á kjörskrá voru 6062, at- kvæöi greiddu 5735 eða 88,0%. í bæjarstjóm Akureyrar em: Þorvaldur Jónsson (A), Sigurður Ó. Brynjólfsson (B), Stefán Reykjalín (B), Valur Am- 1 þórsson (B), Sigurður Jóhann-' esson (.B), Gfsli Jónsson (D), Ingi ' björg Magnúsdóttir (D), Lárus Jónsson (D), Jón G. Sólnes (D), Ingólfur Ámason (F) og Soffía Guðmundsdóttir (G). Húsavik Vinstri samsteypa mest Á Húsavík fékk listi samein- aðra kjósenda, I-listinn, sem nú býður fram í fyrsta sinn, 3 menn en hann tekur einn frá Fram- sóknarflokknum, einn frá óháð- um kjósendum, H-listanum, og sæti G-listans, sem nú bauð ekki fram. Læknamáliö alræmda er taiiö hafa sitt að segja f kosningun- um á Húsavík og eiga I-lista- menn mikið fylgi að þakka Daníel Daníelssyni fyrrverandi yfiriækni á Húsavík, en listinn var borinn uppi af eindregnum stuöningsmönnum hans í lækna deilunni frægu. A — Alþýðuflokkur 177 — 2 (173 - 2) B — Framsóknarflokkur 230 —2 (243 - 3) D — Sjáifstæðisflokkur 144 — 1 (144 — 1) H — Óháöir kjósendur 125 — 1 (151 — 2) I — Sameinaðir kjósendur 286 — 3 G-listinn hiaut 145—1 árið 1966. Á kjörskrá voru 1068, 997 kusu eða 93,36%. í bæjarstjórn Húsavíkur sru: Arnljótur Sigurjónsson (A), Ein- ar Fr. Jóhannesson (A), Finnur Kristjánsson (B), Guðmundur Bjarnason (S), Jön Ármsnn Árnason (D), Ásgeir Kristjáns- n (H) Jóhann Hermannsson U) Jóhanna Aðalsteinsdóttir ;I) Guðmundur Þorgrímsson (I). 276 — 2' A — AlþýÖuflokkur T08 — 1 526—4

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.