Vísir - 27.06.1970, Blaðsíða 6
cýWenningarmál
y Ólafur Jónsson skrifar um listahátíð:
VIS1R . Laugardagur 27. júní 1970.
BRÚÐUR Á
grófgerða flím og fína spaug
hans, er í eðli sínu sprottið ór
bamaleikjum, strákafyndni, ná-
skylt trúöleikum markaöstorgs-
ins þar sem liggur ein uppruna-
taug leiklistar og nærist nýju
lífj enn í dag.
Átta manns eru f flokknum
sem fara með brúðumar á svið-
inu, en ágætir sænskir leikarar
tala hlutverkin Allan Edwall
Bubba kóng sem Michael
Meschke leikur sjálfur, Marga-
retha Krook sem Ing-Mari Tirén
leikur — þau fara með hlutverk-
in eða brúðurnar í hlutverkun-
um. Sjón er sögu ríkarj — en
áhorfandi varð fyrir alveg nýrri
reynslu í Þjóðleikhúsinu á
fimmtudagskvöld, sá spánný
tækifærj og möguleika á svið-
inu, ekki aðeins til „brúðuleiks“
eins og hér var leikinn heldur
einnig annarra leika og sýninga.
k vegum listahátíðarinnar
efndi finnska leik- og söng-
konan Kristiina Halkola til
vfsnakvölds í Norræna húsinu
sl. fimmtudag. Undirleikari var
Eero Ojanen, finnskur tón-
smiður og jazz-píanóleikari,
sem aðstoðaði af öryggi við
sínar eigin og annarra tónsmfð-
ar. Efnisskráin var blendingur af
„chansons'* og mótmælasöngv-
um.
Kriistina Halkola
Kristiina Halkoia er mjög aö-
laðandj ung kona sem hefur
yndisþokka, en ekki enn þann
persónuleika, sem þarf til þess
að sannifæra áheyrendur með
mótmælasöng.
Það er mikil list að vera góð-
ur „chanson"-, kabarett- og
mótmælasöngvari. Mörg nöfn
hafa orðið hlustendum ógleym-
anleg á þessu sviöi; ívlariene
Dietrich, Lotte Lenya, Joan
Baez o. fL
1 mótmælasöng er fögur rödd
ekki aðalatriðið. En vald yfir
rödd og texta er frumskilyrði.
Innlifun túlkandans í þanr. boð-
skap, sem textinn býr yfir, et
einnig frumskilyrði til þess að
skapa samband við hlustandann
og yfirfæra sfna eigin sannfær-
ingu á meðvitund hans. Mér
fannst töluvert vanta á, að
þetta samband næðist.
Einna bezt tókst Kristiinu
Halkola að hitta á „mótmæla-
strenginn“ í söngnum „United
Frait" og í vísunnj um „Bertu
feitu“, þá frægu fallbyssu.
Ég hygg. að söngur Kristiinu
Halkola hefði notið sín betur í
„stúdentaumhverfi“, þ. e. í
ramma, sem hefði skapað hiö
rétta andrúmsloft og hjálpað
hennj til að tjá sig betur. Meðal
annarra orða: Hvar var unga
fólkið þetta kvöld?
Bubbi kóngur: Rússaher
XTræddur er ég um að forsjár-
mönnum listahátíðar hafi
orðið á í messunni við heimsókn
sænska Marionettuleikhússins
— með þeirrj áherzlu sem lögð
var í kynningu leikflokksins
fyrirfram á róttæka framúr
stefnu, listræna alvörugefni og
tilraunir hans. Þetta er að vísu
allt satt og rétt: Það gátu áhorf-
endur sannfærzt um í Þjóðleik-
húsinu á fimmtudagskvöld. Á
listahátíð til þessa er nýstárleg-
astur bragur á sýningum Marion-
ettuleikhússins ásamt Culiberg-
ballettinum kvöldin á undan.
Báðar þessar sýningar leiddu
áhorfendum fyrir sjónir raun-
veruleg nýmælj í leiklist, nýjar
færar leiðir í leikhúsinu sem
við höfðum litlar spumir af áð-
ur. Slík kynning nýjunga, hins
bezta sem gerist af sínu tagi,
hlýtur að verða meginþáttur á
listahátíöum til frambúðar, einn
sá sem liklegastur er til að
verða innlendu menningarlífi aö
gagni. En með allri viröing fyrir
listrækni, nýstárlegum tilraun-
um Marionettuleikhússins mega
menn ekki gleyma hreinu og
beinu skemmtigildj þess. Mioh-
ael Meschke rýfur aldeilis
ekki alþýðlega hefð brúðuleik-
hússins, eld'fornrar skemmtilist-
ar. Fyrir minn smekk hefð; átt
að kynna og auglýsa seinni sýn-
ingu ieikflokksins á Bubba
kóngi síödegis í gær, gagngert
handa bömum og unglingum
sem vegna þessarar yfirsjónar
hafa misst af góðrj skemmtun
á listahátíð. Og það er reyndar
unga fólkið sem líklegast er að
meta rétt, fyrirstöðulaust þau
listrænú nýmæli sem þarna
voru á ferð.
Brúðuleikhús er vandræða-
legt orð. Það gefur til kynna
leikföng barna, ba.rnagaman,
smábrúður á streng eða staf
innan í dálitlum kassa. Ekki
bætir úr skák að hér á landi er-
um við öldungis ókunnug eigin-
Bubbi kóngur: striðið við Rússa
legri brúðulist nema þá sem
heldur lítilf j örlegri barna-
skemmtun. I rauninni er tómt
mál að tala um „brúður“ í
venjulegri merkingu í sambandi
við Marionettu-Ieikhúsið — þó
stafbrúður komj lítillega við
sögu í Bubba kóngi. Segja mætti
að Michael Mescbke takj brúð-
umar úr kassanum, stækki þær
í mannlega mynd og sleppi þeim
Stefán Edelstein skrifar um listahátíð:
UNITED
OG BERTA FEITA
síðan lausum á sviöið. í sýning-
unni taka brúöuleikur og lát-
bragðslist höndum saman. Og
með þessum hætti skapast alveg
ný stæröarhlutföll á sviðinu,
leikurinn gerist í einni. tveimur
og þremur víddum í senn, tröll-
vaxinn og ofursmár. Bubbi
kóngur reyndist sannkallað
fjöllistaverk á svið; Þjóðleik-
hússins, og hélt ég þó fyrirfram
að meiri íburöur ljóss og skugga
og lita væri viöhafður i sýning-
unni en reyndist. En einfeldnin
sjálf er einmitt eitt listarein-
kenni Marionettuleikhússins,
hin ýtarlega stílfærsla, hreint og
klárt. og kvitt yfirbragð sýning-
arinnar, Slíkrar rneðferðar nýt-
ur leikurinn um Ðubba kóng,
kunnur áhorfendum af Herra-
nótt í fyrra, einni hinni skemmti
legustu á seinni árum, einmitt
mætavel. Afkáraháttur hans, hið
SVIÐI