Vísir


Vísir - 07.07.1970, Qupperneq 1

Vísir - 07.07.1970, Qupperneq 1
Jörð til sölu fyrir 20 milljónir 00. ásg. — firrðjudagur 7. Eins og — 150. tbl. — Svimandi verðlag á laxveiðiréttindum og sumarbústaðalandi ■ íslendingar búa í stóru Iandi, en þó virðist eitthvað farið að þrengja að okkur a. m. k. hér í nágrenni Reykja- víkur. Verð á sumarbústaða- löndum hækkar sífellt frá ári til árs og mun komið í 100 þús. krónur hektarinn í nágrenni Reykjavíkur á góð- um stöðum. Þá er verð á lax- veiðiréttindum orðið svim- hátt, enda laxakílóið komið síldarhrota eystra í uppundir 400 kr. og stöngin í sæmilegri á f 3—4000 kr. Með ofangreint í huga er ekki að furða þó að eigandi jarðar- innar Alviðru undir Ingólfsfjalli telji sig geta verðlagt jörð sfna nokkuð hressilega. Jörðin er nú til sölu og mun verða verðlögð í 20 milljónir króna, enda hefur hún bæði sumarbústaðaland á- gætt og 30 — 40% af veiðirétt- inum i Soginu, Sumarbústaða- landið er í Skógtanga, sem er skóglendið suður af Þrasta- skógi. — VJ ^ — unnið um helgar og til 11 á kv'óldin — Mesta fiskiri um áraraðir Þessa dagana er engu líkara en sfldarvertíð standi yfir á Austfjörðum. í gærkvöldi var unnið fram til klukkan ellefu og tólf á flestum eða öllum Aust- fjarðahöfnum við verkun fisks. Sfðustu tvær vikurnar hefur verið unnið fram til klukkan ellefu á hverju kvöldi í frysti- húsunum á Seyðisfirði og Nes- kaupstað. Að sögn Jóhanns K. Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra Síldarvinnslunnar á Nes- kaupstað hefur þar verið eitt- hvert mesta fiskirí, sem kekkzt hefur í áraraðir. Mikil vinna hefur einnig verið á Eskifiröi, Fáskrúðsfirði, Stöðvar firði, Djúpavogi, Breiðdalsvík og á Höfn í Homafirði. Karlamir hafa dregið allt að tveimur skippundum á færi yfir daginn, en fiskvinnslan þar eystra byggist víða mikið á trillufiski. Togbátar hafa fengið mjög góð- an afla úti fyrir SV-landi, eða um og yfir 100 tonn á fimm dögum eða svo. Þrír bátar eru gerðir út á tog veiðar frá Neskaupsstað og kom einn þeirra Börkur inn í morgun með 80 tonn. Einn bátur er gerður út á grálúðuveiðar frá Norðfirði og kom hann inn f gær með 60 tonn eftir sex lagnir. Humarveiði hefur verið góð úti af Hornafirði, en nokkrir Aust- fjarðabátar stunda þar veiðar og ellefu humarbátar hafa lagt upp á Hornafirði. Vinnur nú hver sem vettlingi get ur valdið í Austfjarðaplássunum, um helgar og fram á kvöld, og sums staðar er aökomufólk komið og setzt að í gömlu síldar„brögg- unum“ til þess að vinna í fiski. I - JH Talsverðar lóðningar 60 mílur út af Langanesi — Sennilega kolmunni — Norðmenn með 3 kolmunnaleitarskip eystra -r- Sild úr Norður- sjó til Djúpavogs i dag Norskur grálúðuveiðari sem kom inn til Seyöisfjarðar í gær sagöi frá taisveröum lóðningum, sem hann hefði orðið var við um 60 mílur SSA af Langanesi. LóÖn- ingarnar hefðu veriö á 15 faöma dýpi og mikill fugl yfir. Að líkindum mun hér hafa verið um kolmunna að ræða, því að leit- arskipin sem hafa verið úti af Austurlandi, bæði norsk og íslenzka leitarskipið Árni Friðriksson hafa ekkj orðið vör við neina síld, en hins vegár talsverðar dreifðir af kolmunna. Þrjú lítil norsk skip, sem leita kolmunna austur af landinu komu Bretar á barmi ofdrykkju — Sjá bls. 8 einnig inn til Seyðisfjarðar nú á dögunum, Ytterstad, Borgarsker og Merkantor. Öll áherzla gr nú lögð á að finna kolmunnann, þar sem síld in virðist ekki ætla að verða til mikilla fanga í sumar. Leitarskipið Árnj Friðriksson hef ur að undanförnu verið á hrygning- arsvæði sunnanlandssildarinnar milli Hornafjarðar og Ingólfshöfða, og sagðj Jakob Jakobsson að þar hefði orðið vart við talsvert af síld á leið þangað til þess að hrygna. Skipið mun nú halda aftur austur fyrir land og kanna þar svæðið úti fyrir. Margir bátar eru sem kunnugt er { Norðursjó við síldveiðar og einn þeirra var í dag væntanlegur meö síld í 1200 kössum til Djúpavogs, þar sem allar konur { plássinu verða nú kallaðar í síld í dag til þess að salta. Hér er um að ræða um 40 tonn sem söltuð verða fyrir Finnlandsmarkað. — JH KONA LOKAST INNI Á SÖGU — Braut rúðu til þess að komast út klukkan hálf fjögur Þaö var orðið ósköp tómlegt { veiziusöiunum, þegar ung, ein- mana kona bjóst tii brottferðar af Sögu í gærkvöldi, eöa 'i nótt öllu heldur, engin birta í salnum nema örlítil skíma af bjartri nótt gegn- um gluggatjöidin, gestirnir farnir, hljóöfærin þögnuö og þjónarnir sá- ust ekki einu sinni. Einhverra hluta vegna varð þessi eini gestur viðskila við sam kvæmið í húsinu um stundarsakir og áttaði sig ekki á lokunartíman- um. Varð henni að vonum bilt við, þegar hún vaknaði ein 1 þess- um stóru tómu sölum. Hún fór niður í anddyrið og barði þar á dyr til þess að komast út. Á end anum braut hún rúðuna og skarst við það á hendi, en þá loks varð einhver var við hana. Lögreglan kom á staðinn, en konan var flutt á slysavarðstofuna. Þá átti klukk an skammt eftir í fjögur. — JH np • * • Iveir goðir • Tveir góöir á Laugardals- vellinum í gær, Jorma Kinnunen, finnski heimsmethaf- inn í spjótkasti, og Jóel Sigurðs son (til hægri) Islandsmethafinn i greininni. Kinnunen hefur kast að 92,70 m en í kuldanum í gær kastaöi hann spjótinu 10 m styttra, en þó var það stór- glæsileg sjón, aö sjá spjótið svifa vel yfir 80 m. — Met Jó- els er elzta íslandsmctið, 66,99 m, sett 1949, og hefur ekki ver ið ógnaö ennþá. Og Jóel heföi sigrað írann í gær og veitt hin- um — sema Kinnunen — harða keppni með þeim árangri, sem hann náöi hér á árum áöur. — Sjá íþróttir bls. 4 og 5. Saigonhermaður skað- brennist / Krísuvík — Engar hættumerkingar á staðnum, en Þorvaldur Guðmundsson hefur boðið Hafnar- fjarðarbæ girðingarefni ókeypis Honum fannst það hálf súrt að slasa sig í hinni frið- sömu náttúru, bandaríska ferðamanninum, sem skað- brenndi sig á báðum fótum I Krísuvík í gær. Fyrr um dag inn hafði hann verið að prísa sig sælan fyrir að vera ný sloppinn úr hernum í Saigon i Víetnam, þar sem hann hafði dvalið við litla hrifn- ingu í eitt ár. Bandaríski ferðamaðurinn brenndist, þegar hann steig ofan í hver með báða fættir, en eng- ar hættumerkingar eru á þessu fjölsóttasta hverasvæði lands- ins. — Við erum orönir lang- þreyttir á þvi að hafa engar viðvaranir né girðingar á þessu svæði, sagði Kristján Jónsson í Ferðakynningu í viðtali við Vísi í morgun. Hafnarfjarðar- bær, sem hefur umráðarétt yfir þessu svæði hefur ekk{ fengizt til að gera neitt, jafnvel ekki, þó að Þorvaldur Guðmimtís- son forstjóri Hótel Holts hafi boðizt til þess aö gefa bænum girðingarefni, ef hann vildi setja girðingar upp. Ég geri mér fyllilega ljóst, að ekkj er hægt að giröa af alla hveri landsins, en það ætti að vera hægt að girða af fjölsótt- ustu hverasvæðin eða koma þar upp aðvörunum, sagði Kristján. — VJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.