Vísir


Vísir - 07.07.1970, Qupperneq 3

Vísir - 07.07.1970, Qupperneq 3
VlSIR . Þriðjudagur 7. júh' 1970. í MORGUN UTLONDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason CERNIK rekinn úr kommúnktafíokknum — Reyndi oð oðsfoðo flóttamenn Fyrrverandi forsætisráð- herra Oldrich Chernik hef ur verið rekinn úr komm- únistaflokki Tékkóslóvak- Cernik. íu, að því er hermt var í Prag í gærkvöldi. Cernik var forsætisráðherra þegar Alexander Dubcek var leið togi kommúnistaflokksins, og hélt Cemik embætti um hríð eftir fall Dubceks. Brottreksturinn þýðir, að Cernik er sjálfkrafa vikið úr miðstjórn. Útvarpið í Prag ákærði í gær- kvöldi hinn 49 ára Cemik fyrir að hafa reynt að vemda tékkneska flóttamenn i útlöndum, sem væru óvinir ríkisins. Hafi Chemik verið afhjúpaður, þegar hann skipaði Antonin Liehm, kunnan frjálslynd- an blaðamann, fulltrúa kvikmynda- iðnaðar landsins í Paris. Hafi þá Liehm þegar verið flúinn úr landi. Með þessum ákærum er talið, að enn sé verið aö þvo fyrri leiðtog- um Tékkóslóvakíu upp úr sakar- giftum um „gagnbyltingu". Talið er, að brottvtsun Cerniks hafi verið ákveðin 1 júní, enda vék Cernik úr siðustu stöðum sinum i rikisstjóm tveimur dögum fyrir fund miðstjómar kommúnista- flokksins þá. Cernik er nú sagður „atvinnu- laus“ eins og Dubcek. ÁRANGURSLAUS LEIT I 365 ÁR. Myndin sýnir menn drottningar gera leit undir brezka þinginu, áður en Elisabet drottning flutti hásætisræðu sína fyrir helgi. Þessi Ieit er gerð reglulega við hverja setningu þings, og er upphaf hennar, að Guy nokkur Fawkes kom þar fyrir sprengiefni hinn 5. nóvember 1605. Ætlaði hann að sprengja í loft upp þingið og Jakob I konung, en mistókst. — Þetta er að sjálfsögðu eitt af hinum mörgu skringilegu uppátækjum þeirra í Bretlandi, sem þeir hafa haldið í heiðri öldum saman, 'þótt tilgangur- inn sé annars oft ekki augljós. FYLGI KOMMÚNISTA KOM Á ÓYART — Einingarflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á Kýpur Tveir stærstu hægfara flokkarnir á Kýpur kunna að verða neyddir til að hafa samstarf við aðra vegna fylgisaukningar kommúnista í kosningun- um í fyrradag. Hægfara einingarflokkurinn hlaut 15 þingsæti i kosningunum og skorti aðeins þrjú sæti til að fá hreinan meirihluta hinna 35 full- trúa, sem grískir menn kjósa á þingið. — Tyrkir kjósa svo 15 fulltrúa. Kommúnistar komu flestum á óvart með því að fá níu þingmenn kjöma, sem var aukning um fjóra. Tvo þingmannanna fengu kommún istar I höfuðborginni Níkósiu, en þar hafa þeir verið fylgislitlir til þessa. Segja fréttamenn, að kommún- istar hafi hagnazt á því, að atkvæð um hinna hægfara var dreift milli margra flokka og tveggja óháðra frambjóöenda Nú mun einingarflokkurinn lík- lega reyna að hefja samstarf við framsóknarbandalagið, sem er lengra til hægri en einingarflokkur- inn, en bandalagið fékk sjö þing- menn. Komist slíkt samstarf á lagg imar, mun ríkisstjóm þessara flokka hafa fimm þingsæta meiri- hluta á þinginu, meðal griskra manna. Ótti við bein átök ísraels- manna og rússneskra ráðunauta ísraelsmenn héldu því fram í gær, að rússneskir sérfræðingar hefðu sjálfir skotið eldflaugum að flug- vélum ísraels frá eldflauga stöðvum í Egyptalandi. Yfirmaður herráðs Israels Hayam-Bar-Lev kvað á blaöamanna fundi í gærkvöldi ekki ólíklegt, að rossneskir menn hefðu nú þegar skotið SAM-3 eldflaugum á flug- vélar frá Israel. Hann kvað það einnig hugsanlegt, aö Rússar hefðu beðið bana í loftárásum Israels- manna á egypzkar stöðvar við Súezskurð. Bent er á, að yfirmaöurinn hélt blaðamannafund 1 eigin nafni, og sýndi þetta, hversu alvarlegt ísra- elsmenn telja ástandið vera, er þró- unin gæti leitt til beinna átaka milli þeirra og rússneskra her- fræðinga. Herforinginn lagði áherzlu á, að Israeismenn væru staðráðnir að halda viglínu sinni við Súezskurð- inn. „Við emm tilbúnir að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir," sagði hann. Svo virðist, að orrustu- þotur ísraels hafi ekki ráðizt á þær SAM-3 stöðvar, sem eru langt frá skurðinum. Hins vegar hafa flugmenn ísraels sagt, að ekki færri en tvær af eldflaugum, sem skotið var að þeim, hafi verið af gerð- inni SAM-3. Herforinginn sagði, að meðfram skurðinum væri kerfi sovézkra eld- flauga, um það bil tólf af gerðinni SAM-2 og tvær af gerðinni SAM-3. Þúsund kommúiíistar sitja um bæinn Saang Utanríkisráðherra Bandaríkjanna William Rogérs, sagöi i morgun, að stjórnin í Washington mundi gera allt, sem i hennar valdi stæði, til að hjálpa Kambódíu bæði efna- hagslega og hernaðarlega. Fréttir berast frá Phnom Penh, að her- sveitir Víetkong undirbúi enn á- hlaup á bæinn Saang, sem er 28 kílómetrum suðvestur frá höfuð- borginni. Rogers kom fram á blaðamanna- fundi, áður en hann hélt frá Saigon, en þar hafði hann setið ráðstefnu meö bandamönnum S-Víetnama í stríðinu. Rogers ræddi i gær við Kuon Wick utanríkisráðherra Kambódíu. Eftir fundinn gaf hann í skyn, að hernaðaraðstoö Banda- ríkjanna við Kambódíu yrði I formi léttra vopna, sprengjuvarpa og eld- flauga. Þrjár sveitir stjórnarhers Kamb- ódíu halda nú bænum Saang, eftir að þær hröktu kommúnista úr hon- um. Sagt er, að 1000 kommúnistar hafi safnazt rétt utan bæjarins, og hafi þar meðal annars 120 milli metra sprengjuvörpur. Hinum síðastnefndu sé eingöngu stjórnað af Rússum, en SAM-2 stöðvunum stýri Egyptar, að því er talið er. Einnig þar séu þó rúss- neskir ráðunautar til aðstoðar. Herforinginn sagði, að væntanlega ýttu þessir ráðunautar ekki sjálf- ir á hnappana, en þeir sæju þó um, að Egyptar þrýstu á hnappana í tæka tíð. Kairóblaðið A1 Ahram, sem er málgagn egypzku stjórnarinnar, neitaði í gær, að sovézkir sérfræð- ingar störfuðu við skuröinn. Hann sagði, aö egypzkir hermenn einir bæru ábyrgð á þvi, er ísraelskar flugvélar voru skotnar niður í fyrri viku. Segir blaðið, að þetta sé ráöa mönnum i ísrael vel kunnugt, en þeir reki upp mikið harmakvein til þess aö afsaka það, að vélarnar voru skotnar niður. Bílar til s Dodge Dart — 1967 ölu Rambler American station — 1966 Glæsilegir einkabílar til sölu og sýnis í dag. Vökull hf. Hringbraut 121 — Sími 10600. Hjólastillingar Lú!:nsverkstæðið Suðurlandsbraut 10 . Sími 81320

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.