Vísir - 07.07.1970, Page 7

Vísir - 07.07.1970, Page 7
PfSMu Þriðjudagur 7. júlí 1970. 7 cTMenningarmál ** Hjörleifur Sigurðsson skrifar um myndlist: I Listasafni | ... og Bogasal T istasafn Islands sýnir mynd ^ ir tíu málara vegna Lista- hátíðar. I fremsta salnum hitt- um við Jön Stefánsson og Þór- arinn B. Þorlákson. Þórarinn mun vera elztur sýnenda og tengir nítjándu öldina við þá tuttugustu. Áning — er vafalítið mesta verk hans þarna. Hún sannar hve langt hann komst á góðum stundum. Smáatriðin urðu Þórarni hvergi að fóta- kefli. Samt lifði hann í þröngu og myndvana umhverfi. Ég minnist þess ekki að hafa séð fyrr gullfallega mynd. sem Þór arinn nefnir Vestan úr Dölum. Aldrei stígur hann nær samtíð okkar en einmitt í slíku verki. Listasafnið klófesti á réttum tíma Útigangshesta og Höfn Jóns Stefánss. Báðar þessar fág uðu myndir hanga í hliðarherb erginu fremst til vinstri og eru teknar að lifa annað eða þriðja blómaskeið sitt í augum málar- anna. unnlaugur Soheving fyllir rösklega hálfan næsta salinn. Langmest ber á gríðarlega stóru verki hans af sjómönnum. Það er ekki aðeins hiti í átökum karlanna heldur einnig í hring sóli litatónanna. Hver keðjan tekur við af annarri unz stóri hringurinn lokast og veröur að spenntri grind. Litlu málverkin eru mildari og þægilegri í um gengni en ég er ekki viss um að grásprengd yfirferö litanna komi að fullu í stað blikunnar sem lifði í kaldri og hrjúfri sjón. Kirkjan útj við dyrnar vík ur ekki fyrir nýju myndunum. Þeir virðast ólíkir gömlu fé- lagarnir: Snorri Arinbjarnar og Gunnlaugur. Engum dylst til lengdar að hinn síðartaldi er mjög háður fyrirmyndum sínum og umhvenfi þeirra. Aftur á móti gætu ókunnugir látið sér detta í hug, að Snorri hefði stuðzt við gafla húsanna og bogalínur skip anna aðeins til málamynda. En það er ekki nema háLfur sann- leikurinn. Rökin fyrir uppdikt- uðu tilgátunni mega þó teljast augljós: Flestar af myndum Snorra líkjast hreinni ab- straktsjón með guulnlm blæ einfaldrar og hlýrrar uppistöðu. Þessa uppistöðu átti málarinn til æviloka . ... og engum hefur sfðan tekizt að herma hana eft- ir. Veggur Snorra sýnir aðeins hluta af styrkleik hans. Hvers vegna? Menn voru of seinir að skilja þennan fína málara —og enn er hann tæpiega metinn að verðleikum sinum. Nina Tryggvadóttir sló hins vegar í borðið og skipaði mönn um að leggja við hlustirnar — eða réttara sagt horfa einarð- lega í flötinn þar sem litirnir hrönnuðust upp í sveigum og búntum. Þessi gáfaða og skap- ríka kona er honfin sjónum löngu fyrir eðlilegan burtfarar tíma. í dag hlýtur það að gleðja okkur sérstaklega, að safnið vildi og gat eignazt syrpu henn ar um leiö og sagan gerðist. — Flokkur Nínu er heilsteyptasta eignin og samfelldasta runan. |7ngilberts og Kjarval, eiga þeir heima hlið við hlið? Ef til vil! i tuttugu daga, varia Gunniaugur Scheving: Sjómenn. Jón Engilberts í Listasafni Islands. lengur. Madame er glæsileg kona enn i dag þótt hún hafi byrjað að taka þátt í samkvæm islífinu fyrir stríð. Svipað má segja um breiðu kollana á stóra verkinu við hlið hennar. En mað ur saknar svo ótalmargra þráða í myndum Jóns: Fínna og sterka einfaldra Og flókinna á sömu stund og Kjarval byrjar að orka á skynfærin. I safninu bessa dagana getur að líta fjölmörg tilbrigði við leiftur meistarans en ótrúlega sjaldan verkin, sem óumdeilanlega skyldu prýða veggina. Ásgrímur í heild lið- færri bæði i geymslu og sölum — kemur betur til skila: Heklu myndirnar tvær, jökullinn auk þriggja vatnslitamálverka. — Myndir Jóns Þorleifssonar og Gunnlaugs Blöndals falla prýði- lega saman innbyrðis en ég er ekki sannfærður um, að þær hafi átt erindi á sýningu Lista- safnsins .. . eins og henni var skorinn stakkur frá upphafi. T Bogasal ríkja tólf listamenn 4 fyrrj alda. Bezta og mesta verkið er að líkindum altaris- taflan frá Reykjum í Tungusveit. Guðmundur smiður i Bjarna- stáðahlíð er höfundur hennar. En gesturinn stendur líka undr andi frammi fyrir handaverkum og listbrögðum séra Hjalta í Vatnsfirði, einkum málverkinu af Þórði biskupi og konu hans. Sæmundur Magnússon Hólm var afbragðs teiknari, ef til viH einhver allra bezti á íslandi fyrr og síðar. Portrett Sveins fjórð- ungslæknis Pálssonar er skil- merkilegt dæmi um leikni hans og hæfileika til að láta yfirborð ið spegla kjarna verksins. Mynd ir Sigurðar málara Guömunds- sonar eru að vísu mjög vand- virknislega gerðar en þurrar og hugmyndasnauðar. Hið síðar- nefnda er dálítið undarlegt, þar eð Sigurður lét sér jafnan detta margt gott og upprunalegt í hug í öðrum máluni. Ég held að honum hafi leiðzt að teikna og mála er fram í sótti. Stutti Jóhannes, Svein- unga Sveinungasonar víkkar listasögu okkar ... bráðskemmti leg mynd. Hallgrímur Jónsson smiöur gerði nokkrar indælar altaristöflur. Þeirra skemmtileg- asta tel ég Ufsa-myndina. Lit- imir glóa í mannamyndum Am gríms Gislasonar en mótun foim anna vefst stundum fyrir hon- óska eftir víðtækari kynningu um En þetta ei orðin þreytandi þessara gömlu og forvitnilegu upptalning. Mættj ég að iokum myndlistarmanna okkar. wm Ámundi Jónsson: Altaristafla frá Odda, 1783. UTSALA Verzlunin hættir. Allar vörur seldar á heildsöluverði. Verzlunin DORIS Lönguhlíð. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 HJÓLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR l JÚSASTILLINGAR Látið stilla i tíma. 4 Fljót og örugg þjónusta. B 13-10 0

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.