Vísir - 07.07.1970, Side 8

Vísir - 07.07.1970, Side 8
I 5 VISIR Otgefanii: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla: Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands { wt*v»«ölu kr. 10.00 eintakið rrentsmiðja Visis — Edda hf. Tvö metár „Lengra verður ekki komizt“, hugsuðu margir, þegar birtar voru tölur um afkomu íslands í fyrra. Þær sýndu jákvæða þróun á flestum sviðum þjóðar- búskapsins. Þær sýndu meira að segja jákvæðan við- skiptajöfnuð, sem er ákaflega sjaldgæft. Vafasamt er, að þjóðarhagur hafi nokkru sinni áður batnað jafnmikið á einu ári. En fyrri hluti ársins 1970 hefur verið enn hagstæð- ari. Fyrstu þrjá mánuði ársins gerðist það ótrúlega, að allar tegundir jafnaðar gagnvart útlöndum voru hagstæðar, jafnvel vöruskiptajöfnuðurinn. Hann var 370 milljón krónum betri en á sama tíma í fyrra. Og þjónustujöfnuðurinn var 235 milljónum krónum betri. Samtals var því viðskiptajöfnuðurinn, sem sýnir heildarviðskiptin við útlönd, 605 milljón krónum betri fyrstu þrjá mánuðina í ár en í fyrra. Þetta hlýtur að teljast gífurlegur bati á aðeins einu ári. 270 milljón króna halli hefur breytzt í 335 milljón króna umframtekjur. Árangurinn varð m.a. sá, að gjaldeyrisstaðan batnaði um 570 milljón krónur á þessum þremur mánuðum, án þess að skuldir lands- ins gagnvart útlöndum ykjust neitt. Sundurliðaðar tölur fyrir næstu þrjá mánuði, apríl —júní, eru ekki enn til. En þær tölur, sem til eru, sýna, að sama hagstæða þróunin hefur haldið áfram. Ef tal- ið er frá áramótum, nam hinn jákvæði vöruskipta- jöfnuður 35 milljón krónum 1. apríl, en var kominn upp í 285 milljón krónur 1. júní. Athyglisvert er, að á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 1.090 milljón krónur. Umskiptin til batnaðar nema hvorki meira né minna en 1.375 milljón krónum. Á þessum fimm mánuðum hefur gjaldeyrisvara- Sjtiður þjóðarinnar aukizt um 1400 milljón krónur, sem er næstum því eins mikið og aukningin á öllu árinu í fyrra. Miðað við þessa byrjun ætti árið 1970 því að verða enn meira framfaraár en árið 1969 var. En kjarasamningarnír nýju valda því, að þjóðarhag- urinn mun senniicga batna hægar seinni hluta ájsins. Þjóðin hefur ákveðið, að nú sé kominn tími til að njóta ávaxtanna af þespum hagnaði í þjóðarbúskapn- um. Allt kaup hefur hækkað um 15% eða meira í samningunum Það sem eftir er ársins mun því neyzla án efa aukast hlutfallslega á kostnað fjárfestingar. Jafnframt munu mörg fyrirtæki, sem hafa búið við velgengni að undanförnu, horfast í augu við stórauk- inn kostnað og jafnvel hallarekstur. Of snemmt er að spá um, hve mikil neikvæð áhrif þetta mun hafa. Við verðum annars vegar að vera undir það búin, að hin hagstæða þróun hægi á sér og hverfi jafnvel, og mundi slíkt ekki lofa góðu um árið 1971. Við getum hins vegar vonað, að ekki dragi nema lítillega úr velgengninni. Það kemur í ljós á sín- um tíma. En altént er þegar Ijóst, að árið 1970 verður metár í svipuðum mæli og árið 1969, hvað sem fram- tíðin kann að bera í skauti. I v VÍSIR . Þrlðjudaguf 7. júb' 1970. Bretar á barmi of- drykkjunnar Við hugsum okkur sannan Englending með tebolla í hendi. Bretar drekka þó ýmislegt ann- að, sem engum kemur á óvart sem þangað hefur slæðzt. í nýútkom inni bók um drykkju- menningu eða — ómenn ingu Breta segir, að með álmaður þurfi PA lítra af vökvun daglega. Bret ar verji hins vegar yfir 400 milljörðum króna á ári í „dýra vökva, sem komi í stað vatnsins og eru ekki allir áfengir“. Vatnið „endurnotað skólp“ Höfundurinn, Derek Cooper, hefur áður tekið til bæna fæðu Bretans, og kallaði hann þaö verk „handbók um vondan mat“. Þessi bók naut vinsælda, ekki sízt meðal þeirra, sem voru í megrun og misstu mat- arlyst við lesturinn. Lýsingin á vökvum þeim, sem fara niöur f Bretann, er ekki geðslegri. Cooper kallar vatn I London „endurnotað skólp". Vatn er notað í te. Hann viðurkennir þó, að sum fyrirtæki hafi sér- staka brunna, og ætti te frá þeim að vera fremur öruggt. Mjólkin er ekki betri, segir greinarhöfundur. Mönnum til hrellingar nefnir hann dæmi um húsmóður, sem fann hluta af kjálkabeini úr rollu í mjólk- urpottinum sínum. „Munnurinn virtist glotta framan i hana,“ sagði ákærandi f réttarhöldum, sem spunnust vegna þessa máls. 8V2 lítri af bjór á klukkustund Bretar drekka hins vegar margt annað en vatn og mjólk, og líklega ekki af ástæðulausu, ef marka má Cooper. Methafi llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason heimsins í tedrykkju kom niður tuttugu og einum bolla á hálfri klukkustund, en heimsmeistar- inn í bjórdrvkkju skolaði niður átta og hálfum lítra af þeim vökva á einni klukkustund. Var það níu bama faðir, 37 ára, sem' þetta afrek vann. Bjórverðið hækkar, og sömuleiðis vex bjór- drykkjan. Ýmsir leggja sitt að mörkum, þótt þeir standi meist- aranum ekki á sporði. Höfundur bókarinnar segir hins vegar, að bjórknæpur hafi versnað um allan helming. Fær- ir bjórdrykkjumenn telji, að „sannar knæpur" hafi ekki kom ið til sögunnar síðan 1914. Þannig sé hin sanna brezka bjórmenning að fara f hundana. Segir Cooper ýmsar sögur af óhreinum veitingamönnum, skít ugum vínum eða þá svo frosn- um, að flaskan sé eitt gler. Mest heimabrugg Því kemur ekki á óvart, að heimabrugg tfðkist mjög f Bret- landi, meira en f nokkru öðru landi. Margir telji, að bezt sé heima hvað. Þannig hræri menn saman hvers kyns sulli heima hjá sér. Cooper gerir gys að hreðkuvíni, peruvfni og ýmiss konar blóma- og baunavfni, sem hann hefur komizt í kynni viö. Kaffi og te koma Bretum í sérstakt hugarástand. Þessir drykkir vekja göfugar tilfinning ar. „Kaffi,“ segir Cooper, vek- ur hjá Bretanum lýsingarorðin „gáfaður", „efnaður", „mið- stéttar", og te vekur aftur á móti lýsingarorðin „glaður", „holdugur", „miðaldra", „ör- látur", „rólyndur" og „gamal- dags“. Tepotturinn á vélinni er tákn ástar og heimilis. ... og þó Eftir allan þennan lestur er þó, Bretum til gleði, sagan af fjölskyldunni, sem fór til Frakk- lands. Þar var bifreið þeirra stöðvuð af annarri brezkri bif- reið. „Gamli minn," sagði að- komumaðurinn, „ég var að velta því fyrir mér, hvort þú hefðir ekki með þér eitthvað af ensku vatni. Við höfum verið á Spáni f hálfan mánuð, og við erum að deyja af löngun f eitthvað ann- að en vín." Svo vildi til, aö fjölskyldan hafði meðferðis smá lögg af ensku vatni, sem gefiö var af fúsum vilja og- drukkið af lyst. Skildust Bretamir sæl- ir að svo búnu. Þeir segja... Vopn handa Suður- Afríku. „Ákvörðunin að selja vopn til Suður-Afríku ... er snögg breyt ing á utanríkisstefnunni. Ef Sir Alec selur hvíta minni hlutanum í Pretöríu vopn, þá brýtur hann í bága við sam- þykktir Sameinuðu þjöðanna. Hann móögar svarta meirihlut- ann um alla Afriku. Hann hrind ir frá sér hlutlausum ríkjum í Evrópu, og hann nálgast að missa hollustu ríkjanna í brezka samveldinu, Forsætisráðherrar samveldislandanna munu ef til vill fyrirgefa Bretum þetta, en ef til vill munu þeir ekki gera það. Guardian (London). Nýja andlitið í Frakklandi. „Hin löngu persónuleika- stjórnarár de Gaulle hershöfð- ingja eyöilögðu hefðbundna stjórnmálaflokka og gerðu stjómmál Frakklands hættulega háð baráttunni milli erfingja hins fallna foringja annars veg- ar og kommúnista hins vegar. Það er mikilvægt fyrir heil- brigði í frönskum stjórnmálum, að nýtt afl skuli koma til skjal- anna til þess að skapa jafnvægi milli öfganna tveggja. Tilraunir til að vekja til lífs hægfara kristi legan flokk um hinn aðlaðandi persónuleika Lecanuets mistók- ust. Það er feikilegt verkefni að reisa af grunni eitthvað af þessu tagi, en Servan-Schreib- er hefur byrjað það starf með miklum ákafa og bjartsýni." EI Mercurio (Santiago, Chile). Gildi Kambódíuher- ferðarinnar. „Raunverulegt gildi Kam- bódíuherferðarinnar mun vænt- anlega ekki koma í ljós um margra mánaða skeið, en þá mun verða séð, hvemig komm- únistum tekst að endumýja að- flutningsleiðir sinar. Á því er enginn efi, að það hefur orðið Bandaríkjastjóm og Saigon- stjóm mjög mikilvægt, að rík- isstjórn Lon Nols falli ekki fyT- ir kommúnistum. Að því leyti hefur herferðin orðið til þess að auka verkefni Bandaríkja- manna og Suður-Víetnama. Ætla má, að kommúnistar séu ólfklegri en nokkru sinni til að fallast á endumýjað tilboð Nix- ons um samninga." Daily Telegraph (London).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.