Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 2
Nektardýrkendur í Danmörku
eiga f deilum við yfirvöld vegna
þess að hin síðarnefndu leyfa
ekki berrössuðum að baða sig á
ströndinni við Lyngbo, en Lyngbo
er tjaldstæði til almenningsnota.
Þeir beru sitja nú á samninga-
fundum með borgaryfirvöldum,
og á myndinni er Jens Kristian
Kristinsen borgarstjóri að ræöa
málin við formann nektarfélags-
ins. Louis Lauridsen. ,,Ég hef
ekkert á móti því að fólk baði sig
nakið", sagði borgarstjórinn
„bara ef ég fæ sjálfur að vera
f buxunum".
Maxi heldur velli
Maxi tízkan virðist ætla að
verða lífseig. Hvarvetna eygja
tízkufrömuðir möguleika á að ota
sfnum maxi-klæðum að. Nú eru
það ekki aðeins samkvæmis-
kjólar sem eru orönir öklasíðir
eður vetrarkápur: Sundbolir eru
meira að segja að ná útbreiðslu
á hinum sólrfku baðstöðum Suð-
ur-Evrópu. Þessi stúlka er reynd
ar ekki að spóka sig við Miðjarð-
arhafiö, heldur er það Eystrasalt-
ið sem glyttir á bak við hana.
Hvað sem karlmenn nú bölsót-
ast yfir öklasíðum klæðum
kvenna, svona rétt f kjölfarið á
pínu-pilsunum, þá virðist sem
maxi-baðföt séu bara vinsæl í
þeirra hóp. Ekki þannig að karl-
ar séu famir að klæðast síðum
sundbolum, heldur verða konur
í næfurþunnum rennandiblautum
maxi-sundkjól mjög æsandi...
eða svo er sagt.
ilSi I| SsSSpííf slí :,iía!
, -., ...' “ CpSW
1:1 ’ ‘ ”a' 5' ' ® ^
' ,- i. .. J
ÉflMl
-i ! 1
“■ -....................
loforð sitt
Sari Dewi var fjórða kona
Súkamós fyrmm forseta Indó-
nesfu og sú er hann elskaöi mest,
ef marka skal það sem hann
sjálfur sagði.
Eftir að Súkarnó hafði verið
steypt af stóli var honum komið
fyrir í stofufangelsi, en Sari Dewi
flýöi til Parísar þar sem hún bjó
við ágæt kjör með dóttur þeirra
Súkamós, Kartika. Þegar Súk-
arnó svo dó, var henni tjáð að
hann hefði á banabeðinu óskað
eftir því að Sari og dóttir þeirra
yrðu við útförina. Súhartó, sá
sem steypti Súkarnó, lofaði að
veita henni fullt ferðafrelsi um
landið og leyfa henni að hverfa
aftur til Parísar að útförinni af-
staðinni. Vinir Sari f París ráð-
lögðu henni að fara hvergi, þetta
væri bara lýgi í Súhartó, hann
mundi fangelsa hana ef hún færi
til Indónesíu. Sari Dewi trúði
þeim hins vegar ekki og fór og
var viðstödd jarðarförina. Varla
var útförin afstaðin, en menn
Súhartós komu og settu Sari og
dóttur hennar í stofufangelsi.
Og nú grætur Sari frelsi sitt
og eiginmann, jafnframt þvl sem
hún bölvar Súhartó. Súhartó á-
kærir hana fyrir að hafa stolið
3500 milljónum sem Japanir
greiddu Indónesíu í stríðsskaða-
bætur.
Sari Dewi er japönsk að þjóð-
erni og var dansmær áður en
Súkamó kvæntist henni.
DANSKIR PRESTAR
HAFA ÞAÐ SKÍTT
Það er víðar en á íslandi sem
langskólamenn kvarta yfir slæm
um kjörum. Prestlingur einn í
Danmörku, Niels Ebbe Schmidt
Huus lauk námi fyrir nokkrum ár
um. Hann gat þó ekki séð
fyrir sér og konu sinni og börn-
um þeirra tveimur með prests-
starfinu einu saman, því i Dan-
mörku er litið á klerkdóminn sem
hæfilegt hálfsdagsstarf. Huus
fékk sér aukastarf við að kenna
við kennaraskóla einn. Hann
hafði hins vegar svo lítinn tíma
dag hvern til aö sinna kennsl-
unni, því í reynd þurfti hann
allan daginn til að gegna embætti
sínu í þágu drottins. Þá varð
hann að fara að vinna á nóttinni.
Ekki gat hann bætt á sig auka-
tímum við kennaraskólann, því að
skóli starfar ekki um nætur. Séra
Niels Ebbe varð því aö fara að
aka leigubíl um nætur til þess
að fjölskyldan hefði i sig og á.
Þannig gekk þetta í tvö ár og þá
gafst presturinn upp. Hann sagð-
ist ekki einu sinni banni-
séð fjölskyldunni farþorða og
greitt námslán sín. Hann hefur um
það bil 36.000 danskar krónur 1
árslaun og skuldar 80.000 frá þwí
á námsárunum. Séra Ebbe ákvað
því aö skiljast við fjölskyldu sfna
um tíma og fara til Grænlands I
byggingavinnu. I Grænlandi æfclar
Ebbe að vera i 2 ár og heldur að
þá verði hann búinn að nurla sam-
an fyrir námslánunum, en aHar
tekjur eru skattfrjálsar I Græn-
landi.