Vísir - 21.07.1970, Qupperneq 7
VISIR . Þriöjudagur 21. júii iír/0.
Það er ekki einleikið með veiði-
doðann í Þingvallavatni. — „Er
hann rikinu að kenna?“ spyr
áhugamaður um silungsveiði.
□ Veiðidoðinn í Þing-
vallavatni ríkinu
að kenna?
Áhugamaður um silungsveiði
sem raunar kallar sig Jakob ær
legan, hringdi eftirfarandi orð-
sendingu til blaðsins:
„Nú eru menn í veiðihug, líka
þeir sem ekki hafa efni á að
fara í lax. Ég hef á undanförn-
um sumrum oft skroppið í vötn
in hérna í nágrenninu og keypt
þar ódýr veiðileyfi. Þetta hafa
margir notfært sér og
oft haft nokkra silunga upp úr
krafsinu. Nú fór ég á dögunum
með stöngina mína austur að
Þingvöllum sem oftar og hugs-
aði mér gott til glóöarinnar, blíð
skaparveður var en ekki mikil
sól, gott veiðiveður. — En viti
menn, þa-rna dorgaði ég allan
daginn án þess svo mikið að
verða var. Hverju sætir þetta?
Hér áður, þegar ég var þarna
hafðj ég prýðilega veiði. Er ekki
ríkiö búið að eyðileggja veiðina
f vatninu með virkjununum? —
Ég man það til dæmis, þegar
Hrafallsvirkjunin var byggð, þá
var mýið drepið gjörsamlega nið »
ur með skordýraeitri og hefurj
kannski ekki náð sér fyllilegaj
síðan. Þar með auðvitað dregið •
úr lífsmöguleikum fisksins íj
vatninu. Auk þess hefur yfir- •
borð vatnsins breytzt við virkj- •
animar. Nú er ég sízt að amastj
við virkjununum. En væri ekki •
hægt að bæta þetta upp? Er ekki 2
siðferðiieg skylda ríkisins aðj
koma upp öfiugu silungseldi við •
vatnið og sleppa í það seyðumj
til þess að ná aftur upp veið- •
inni? Mætti ekki nota til þess •
eitthvað af því fé, sem fec til •
reksturs hinnar umdeildu laxa-«
eidisstöðvar í Kollafirði?“ J
Jakob æriegur. •
□ Hreint land — fagurt j
land — ekki S
alls staðar j
Það þarf að herða eftirlit með"*
hreinlæti og hreinlætisaðstöðu*
úti á landsbyggðinni, ef „HreintJ
land — fagurt land” herferðin á •
að bera einhvern árangur. ÉgJ
sting upp á því, að herferöinni»
verði beint að „sjoppuósóman- •
um“. Ruslafötur með loki bæðij
inna-n- og utandyra við hverja •
sjoppu — annars verði hennij
lokað. Það getur enginn farið •
þess á leit við ferðamanninn að •
hann hafi ruslafötuna með sérj
að 'heiman ef aðeins er um helg •
arferð að ræða eins og þá er ég J
fór í um siðustu helgi. Komið J
var við í einni sjoppu á leiðinni*
og keyptar pylsur — engin rusla J
fata var sjáanleg til þess að»
stinga pylsubréfinu í, eftir að J
þessi „matvara“ hafðj verið inn •
byrt. Einnig mætti benda sjoppu •
eigendum á það að kenna starfsj
fólki sínu almennt hreinlæti, •
sem er m.a. í þvi fólgið aðj
stinga ekki þumalfingrinum íj
pylsubrauður til að „opna“ þaðo
fyrir pylsuna — eins og gerðist J
í þessu tiifeHi. •
Helgarferðalangur. •
□ Nöldurskjóður J
Karl úr vesturbænum sendi •
okkur tóninn: J
„Hvemig er j>að eiginlegaj
með þessi árans dagblöð sem út •
koma hérlendis. Það er eins ogj
ekkert dagbiað telji sig standa •
undir nafni nema það haldi úti*
eirthverjum lesendadálki. Öll J
biöðin eru full af velvököndum •
landförum, bæjarpóstum og les-J
endur-hafa-orðið-mönnum, Get- •
úr það verið að fólk nenni endaj
laust að skrifa þessum dagblöðj
um og kvarta undan einhverj- •
um fjáranum? J
Min skoðun er sú, að það séu»
heldur innan tómar sálir sem •
þanig nenna að þenja sig á J
prenti dag eftir dag — því ef-*
laust er þetta mest sama fólkið, J
sömu nöldurskjóðurnar, ætla ég*
að segja, sem hamrar stanzlaust#
geðvonzku sina inn á siður dagj
biaðanna. Það virðast engin tak- •
mörk fyrir því, hvað fólk geturj
verið nöldursamt og hundleiðin*
legt. I
Ég vil vera í góðu skapi —J
einkum þegar sólin skín. Ég hef«
aidrei skrifað bréf til velvak-,
anda bæjarpósts eða land-»
fara — heldur ekki til lesendur-J
hafa-orðið. J
Kringur“.»
HRINGIÐ I
S(MA 1-16-60
KL13-15
FÁAR FRÍSTUNDIR
TIL LISTIÐKUNAR
— jbegar sinna þarf á 3. hundrað Islendingum á sólskinseynni
Jónas Guðvarðarson heitir
ungur íslendingur búsettur á-
samt fjölskyldu sinni suður í
Miöjaröarhafi á ey þeirri, sem
hvaö kunnust er íslendingum,
•— Mallorka. Jónas er listmálari
og tók sig upp fyrir 3 árum á-
samt konu og þrem börnum og
hélt suður til Barcelona til að
læra við listaskóla þar í borg.
Síðan fékk hann þann starfa
fyrir ferðaskrifstofuna Sunnu
að leiðbeina Islendingum á Mall
orka og hafa þau hjónin Dóra
og Jónas siðan haft yfirumsjón
með móttöku ferðamanna þar.
„Auðvitað er starf mitt hér
ekki það alira bezta sem hugs-
azt getur, eigi maður að ástunda
llstir“, sagöi Jónas, sem í sum
ar sér um móttöku a.m.k. 2000
íslendinga sem fljúga suður á
bóginn í leit að sólskini, fögru
landsiagi, fornum minjum, næt
urlffi, glensi og gamni.
Sunna hefur fjóra starfsmenn
á skrifstofu sinni í Palma, höfuð
borg Mallorka og veitir ekkj af.
Starf þessa fólks er mjög mikið
og vandasamt, enda mörg vanda
málin sem leysa þarf úr. í
síðustu viku hófst fyrir alvöru
feröamannastraumurinn til Mall
orka með flugvél Air Viking, og
næstu vikurnar verður fiogið
vikulega með farþegana.
Jónas Guövarðarson starfaði
sem skrifstofustjóri fyrir nokkr
um árum hjá sölunefnd varnar-
liðseigna í Reykjavík, en stund
aði einnig listmálun I fristund-
um. Það var því mikið stökk |
að fara utan með fjöiskylduna í
til náms í ókunnu landi, — erfið j
ákvörðun. Samstillt og samtaka ’
hélt fjölskyldan þó á mót ævin
týrunum, — og er nú góðri j
reynslu ríkari. Ekki kváðust þau
Jónas og Dóra hafa ákveðið um
framtíðina, hvort þau flyttu aft
ur til Hafnarfjarðar, þar sero
þau eiga sér snoturt einbýlishús,
eða héldu áfram störfum og
námi á Mallorka en synir þeirra
tveir stunda nám á Mallorka en
dóttirin, sem er elzt hefur að
undanförnu starfað hjá banda-
rískri fjölskyldu í nágrenni
Genfar. — JBP
ÞJÓNUSTA
MÁNUD. TIL
FÖSTUDAGS.
Listiðkun er erfið fyrir mann, sem ábyrgur er gagnvart alit a
300 isl. ferðamönnum, sem dvelja munu í sumar suður á Malloiit
— en alls er reiknað meö a. m. k. 2000 ísl. gestum á eynni. -
Hér er Jónas Guðvarðsson með Kristsmynd, sem haim heft
unnið við í frístundum, en úr þessu verður vart um frístund
að ræða. (Ljósmynd: JBF
ÚTB0Ð
Sé hringt fyrir kl. 16,
sœkjum við gegn vœgu
gjaldi, smóauglýsingar
ó tímanum 16—18.
Staðgreiðsla. VÍSIR
Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrágang eft-
irtalinna húsa:
1. Póst- og símahús á Egilsstöðum, seinni
áfangi.
2. Hús pósts og síma og Landsbanka íslands
í Grindavík.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Síma-
tæknideildar, á 4. hæð í Landssímahúsinu í
Reykjavík, gegn 5.000 króna skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama staö, þriðjudag-
inn 11. ágúst 1970 kl. 11 árdegis.
Póst- og símamálastjómin.