Vísir - 02.09.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 02.09.1970, Blaðsíða 4
V í SIR . Miðvikudagur 2. september 1970. Sextíu dómarar starfandi Kennsla fer fram miðsvæðis í borginni og einnig í Árbæjar- og Breiðholtshverfi. Þessar kennslugreinar verða kenndar í einka- tímum: píanó klarínetta harmoníum saxófónn fiðla obo celló fagott gítar horn alt-blokkflauta trompet þverflauta básúna og hljómfræði. BÓKAVÖRÐUR Bókavarðarstaðan við bæjar- og héraðsbóka- safnið á Akranesi er laus til umsóknar, stað- an veitist frá 1. okt. n.k.. Umsóknarfrestur er til 20. sept. — Til greina koma aðeins þeir um sækjendur, sem numið hafa bókasafnsfræði eða hafa starfsreynslu. Uppl. gefur Þórleifur Bjarnason, Akranesi. — Sími 93-1523, og bókafulltrúi ríkisins. Bókasafnsstjórn. í hóptímum: Nótnalestur, blokkflautuleikur og auka náms greinar. Kennsla hefst miðvikudaginn 16. september. Skólastjóri. — en engan að fá, ef einhver forfallast — „Óánægður með jbátt mótaneíndar", segir Guðmundur Guðmundsson, sem hefur hætt starfi sinu við niðurr'óðun og boðun dómaranna • „Sé um einhver mistök að ræða, þá eru þau póstsins,“ sagði Guðmundur Guðmundsson knattspyrnudómari, en hann hefur til skamms tíma séð um niðurröðun og boðun á dómurum til leikja, en hefur nú sagt því starfi lausu. — Guðmundur tjáði íþróttasíðunni þetta vegna skrifa að undan- förnu, en þar sagði einn dómarinn, sem ekki mætti, að boðun á leik, sem hann átti að dæma 22. ágúst, hefði verið póst- stimpluð 21. ágúst, en þann dag fór hann í góðri trú úr borginni. Guömundur kvaö aðra dóm- ara hafa fengið boðunina snemma í vikunni enda hefði hann póstlagt öll bréfin á mánu degi og tryði því ekki fyrr en hann fengi að sjá bréfið að það værj póststimplað svo seint. Staðfestingar frá dómurunum hefði hann fengið á fimmtudag till baka. „Starfinu sagði ég lausu af ýmsum ástæðum", sagði Guð- mundur aðspurður. „Þetta var mjög mikið verkeifni og vinnan yfirleitt frá 6.15 fram til 10 á kvöldin, auk heilgarvinnu. Eilíf ar tilfærslur og afboðanir dóm ara voru mjög erfitt vandamá'l, ég var óánægður með þátt móta nefndarinnar, niðurröðun henn- ar var oft mjög ábótavant og frestanir leikja ofit nánast furðu legar. Þá var eins og fullkomið sambandsleysi ríki. Þannig setti nefndin 1. deildarleiki Ak- ureyrar og KR. og Keflavfkur og Vestmannaeyja á, án þess að gera mér viðvart. Ég frétti þetta bara á skotspónum“. — Telurðu að dómarar al- mennt séu of fínir til að dæma hjá yngri flokkunum? „Nei, yfirleitt ekki. Sérstak- lega eru mi/lliníkjadómarar og landsdómarar alltaf reiðubúnir til að dæma hjá strákunum, t. d. Magnús Pétursson, Hannes Þ. Sigurösson og Guðmundur Har- aldsson, svo ég neifni einhver nöfn. Þessir menn voru alltaf til í að hlaupa í skarðið. Sjálfur varð ég að taka marga leiki, hef dæmt 18 leiki í sumar. Strák arnir eru hrifnir af því að fá milliríkjadómara eða landsdóm ara ti'l sín. — eins ánægöir og þeir verða hvekktir þegar fresta þarf leik vegna þess að dómari mætir ekki“ Sextíu dómarar eru í Reykja vík að sögn Guðmundar, en ekki taldi hann þó að mögu- leiki væri að fyllla í skarð dóm- ara, sem forfallast, með liflum fyrirvara. Dómarar eru greini- lega ekki eins og slökkviliððs eða lögreglumenn. fljótir að bjarga málum, sem virðast komin i eindaga. Þó eru eflaust heiðarlegar undantekningar á. Á dögunum varð lið ungra stráka frá Selfossj að fara heim aftur frá Reykjavík vegna dómaraleys is — ferðin varð algjörlega fýlu ferð. , „Mitt álit er það,“ sagði Guð mundur að lokum, „að dómara- málin og mótafyrirkomulagið í heiild þurfi endurskoðunar við. Leikir eru orðnir of margir, og haustmótinu raunar ofaukið. Strákarnir fá orðið of marga leiki. a. m. k. margir þeirra, sem leika í fleiri en einum flokki. Þeim gefst mörgum enginn tími til æfinga, og leikleiði gerir vart við sig. Því fyrr, sem endur- skoðun á þessum málum í heild á sér stað, þeim mun betra“. —JBP Skrifstofuhúsnæði 2 herb. við miðbæinn til leigu. — Upplýsingar í síma 14719 milli kl. 6 ög 8 næstu daga. f'V. ONSKOLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR tilkynnir: Ingólfur Óskarsson, fyrirliði landsliðsins. Landsleikir í Rúss- landi rétt fyrir jólin I -yk- Samningar hafa tekizt um aö islenzka karla'landsliSið í handknattleik fari í keppnis- '' för ti‘1 Rússlands í desember 11970. Rússneska handknattleiks l sambandið hefur ákveðið að efna til keppnj 6 liða, þ. e. 2 lið frá 1 Rúss'landi, lið frá íslandi Júgó- I slavíu, Téikkósilóvakíu og Vestur I Þýzkalandi. Ákveöið er að keppni þessi fariifram í Tibilisi 1 á tímabilinu 9.—13. desember 1970. Innritun daglega frá kl. 5—7 síðdegis að Óð- insgötu 11. Uppl. í síma 19246 á sama tíma. Guðmundur Guðmundsson (til vinstri) ásamt Einari Hjartarsyni. HÚSNÆÐI Vantar 100 fermetra húspláss fyrir léttan, þrifalegan iðnað með aðstöðu fyrir verzlun. — Sími 13730. Sig. Einarsson, eínn reyndasti landsliðsmaður okkar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.