Vísir - 04.09.1970, Síða 8
8
V í SIR . Föstudagur 4. september 1970.
Otgefanií Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri • Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610 11660
Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660
Ritstjóra • Laugavegi 178. Sfmi 11660 f5 linur)
Áskriftargiald kr 165.00 á mðnuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintaklö
Prentsmiðja Vfsis — Edda hf.
Hressandi gustur
gtjórnmálin á íslandi í ár hafa einkennzt af tilraun-
um til að opna stjórnmálaflokka, gefa almennum
flokksmönnum og kjósendum kost á að verða virk-
ir aðilar að vali frambjóðenda og að mótun flokks-
stefnu.
Prófkjör einkenndu undirbúning sjálfstæðismanna
í mörgum sveitarfélögum fyrir kosningamar í vor
og þóttu yfirleitt gefa prýðilega raun. Sérstaklega
var glæsilegt prófkjörið í Reykjavík, sem var öllum
opið og var með bindandi úrslitum. Þá höfðu fram-
sóknarmenn víða skoðanakannanir í vor. Þær gáfu
nógu góða raun til þess, að þær eru nú orðnar að
reglu hjá þeim, eins og prófkjörin hjá sjálfstæðis-
mönnum.
En prófkjörin eru ekki hið eina, sem gerzt hefur.
Stjórnmálaákvarðanir eru nú í meiri mæli en áður
teknar fyrir opnum tjöldum og fjölmiðlar gefa betri
innsýn í þær en áður var.
Birtar voru atkvæðatölur allra efstu mannanna í
skoðanakönnun þeirri, sem gerð var í fulltrúaráði
sjálfstæðismanna í Reykjavík um skipan manna á
væntanlegan prófkjörslista vegna næstu alþingis-
kosninga. Engin leynd hvíldi yfir því, hve mikinn
stuðning hver maður hlaut í þeirri atkvæðagreiðslu.
Þá voru birtar atkvæðatölur kosningarinnar, sem
fór fram í þingflokki sjálfstæðismanna um, hver
skyldi vera forsætisráðherraefni þingflokksins. Allir
vita, hvemig atkvæði féllu.
Sumir óttast, að nýbreytni af þessu tagi valdi úlf-
úð og klofningi innan flokka. Þeir óttast, að skoð-
anabræður berist á banaspjótum í stað þess að snúa
bökum saman. Þetta er ekki rétt. í öllum stjóm-
málaflokkum er valdabarátta. Er ekki heilbrígðara,
að hún fari fram á yfirborðinu og eftir lýðræðis-
legum aðferoum, en að hún fari fram sem leyni-
)
)
)
l(
f
v\
u
makk? ii
Andstæðingar sjálfstæðismanna útmáluðu í vor, að /
átök og úlfúð hefðu fylgt prófkjöri þeirra í Reykja- )
vík. Samt varð ekki annars vart, en sjálfstæðismenn )
væru einhuga um þann lista, sem þannig var mynd- \
aður. í sumar hefur líka verið spáð miklum illind- (
um út af vali á eftirmanni Bjama heitins Benedikts- (
sonar forsætisráðherra, en ekkert bendir í þá átt. /
Vitað er, að í Sjálfstæðisflokknum em margir hæfi- /
leikamenn, sem geta gegnt hinum erfiðustu störf- )
um í þágu þjóðarinnar. í því er fólgið mikið öryggi. \
Eðlilegt er, að menn séu ekki allir sammála um, hver \
þessara manna sé beztur. En það kemur ekki að sök, (
þegar menn em nógu lýðræðislega sinnaðir til að /f
virða leikreglurnar og snúa bökum saman að keppni /
lokinni. )
Sumir flokkar þola ekki hinn hressandi gust, sem \
fylgir hinu opna stjómmálastarfi. En þeir, sem þola \
hann, vaxa að þrótti. (
Úrslitakos
gerast margir merkustu
viöburðir heimsstjómmáil-
anna á bak við lokaöar dyr.
Þegar stærstu örlagaatburðir
eru að gerast, þar sem ákvarö-
anir eru teknar, sem ráöa
kannski úrslitum fyrir framtíð
heiilla þjóöa eða allrar veraldar-
innar er það venja, aö umræð-
ur valdhafanna, hugleiðingar
þeirra, ráðuneyti og ákvaröanir
eru frámkvæmdar leynilega.
Engar upplýsingar er hægt að
fiá um, hivað raunverulega hafi
gerzt, eða í hæsta lagi, að menn
reyni að geta sér til um rökin
aftir þeim framkvæmum, sem á
eiftir fylgja. Þaö er þá sjaldnast
fyrr en mörgum árum seinna,
sem einhver leysir frá skjóð-
unni, þegar atburðimir eru
orðnir liðin saga, en frásögnin
getur þá enn snert þá, sem
persónulega minnast enn hinnar
miklu alvömstundar, þegar all-
ur heimurinn hékk svo sem í
bláþræði skelffingarinnar. Einnig
geta þær frásagnir verið merki-
legur leiðarvísir og sýnishom
af margvísiegum mannlegum
viðbrögðum. Þær geta sýnt,
hvemig sífelldur reipdráttur fer
fram milii valdh., hvemig þeir
lei'ka sér að því eins og tröllin
að kasta fjöreggj þjóðanna milli
sín. Hvernig sumir heimta
miskunnarlausar aðgerðir,- stríð
og blóð, meðan aðrir ráðleggja
hógværð og ábyrga umhugsun.
Þær geta lí'ka sýnt okkur vel
inn i kerfi og starfsskipulag
þjóðfélaga og landsstjórna og
dregið upp athyglisverðar mynd
ir aif þeim valdfaöfum sem enn
í dag standa við stjórnvölinn og
hafa líf þjóðanna í hendj sér.
Slík rit um það sem gerzt
hefur á bak við tjöldin eru aifar
vinsæl meðal stórþjóðanna, þau
eru ómissandi þáttur í árlegri
bókaútgáfu og skapa almennari
þekkingu á innihaldi líðandi
heimsmála. Nú em þau til
dæmis orðin óteljandi ritin,
sem fjallað hafa um, hvað gerð-
ist á bak við tjöldin í stjórnar-
ákvöröunum Hitlers, sömuleiðis
rit um Churchill gamila. í þess-
um hópj má einnig telja rit
Milovan Djilas í Júgóslavíu,
sem gaf mjög ýtarlegar o-g
merkilegar upplýsingar um kúg-
unaraðgerðir Rússa gegn Júgó-
siövum og þann ágreining sem
kom upp innan júgóslavnesku
fomstunnar um það, favort þeir
ættu að beygja sig fyrir kröfum
Rússa eða fara út á hina hæt-tu-
legu sjiálifstæöisbraut. Enn
mætti minna á þær stórfróð-legu
upplýsingar sem Robert
Kennedy ,ga-f á slnum tíma um
einstaka atburði í Kúbudeilunni,
bæði um innrásina I Svínaflóa
og hina harðwítugu eldflauga-
deilu við Krúsjeff. Af ritum,
sem s-tanda okkur nokkuð nær
mæt-ti til dæmis nefna upplýs-
ingar Þær sem Halvard Lange
og aðrir I Nore-gi hafa gefið um
atvik að þátttöku Noregs í
stofnun Atlantshafsbandalags-
ins svo nokkuð sé nefnt.
ITitt hefur alltaf reynzt miklu
örðugra að afla slíkra upp-
lýsinga um viðburði i einræðis-
ríkjunum austan jámtjaids.
Þar I sveit er sl-ík ú-tgáfa sannra
heimildarrita gersamilega úti-
lokuð. Þar tíð-kast það sem í
öðrum ein-ræðisníkjum, að allar
mikilvægustu ákvarðanir em
tsknar á lokuðum valdhafa-
fundum, sem líkt og koma al-
menningi ekki nofckum skapað-
an hilut við. Þar er heldur eng-
in söguri-tun leyfð nema hin
opinbera, sem aldre; kemst nið-
ur fyrir yfirborð-sskelina, og
rís aldrei hærra i andanum en
væmin og innifaaldslaus lofgerð-
a-rro-lla um þá se-m fara með
völdin á faverjum tíma. Þess
Ulbricht foringi austur-þýzkra
kommúnista.
vegna þóttu það slík stórtiðindi
þegar dóttir Stalins fór að gefa
út og græða miiljónir á því sem
hún vissi. í bók hennar voru
noifckur merkileg atriði, aðallega
varöandi einkalíf og fjöl-
skyldumeðlimi hópsins í kring-
um Stalin og þar var að finna
áhrifamikla lýsingu á dauða
hins harðskeytta einræðisherra,
föður hennar, en aö öðm ley-ti
var bók hennar fremur ó-
merkileg, vegna þess hve
grunnt hún risti. Síðar kom svo
að vísu dálítil glufa á þennan
upplýsingaskort, þega-r Tékkar
fóm á hinu skammvinna frjáls-
ræðist-ímabiíli að rifja upp hin
óhugnanlegu gléepaverk, sem
höfðu1 verið framin þar í landi
á Stalinstímanum, en á fáu
öðm hefur verið mikið mark
takandi.
Nú um þessar m-undir er
hins vegar að koma ú-t víða um
lönd aiHmerki-leg bök, eftir
pólskan mann að nafni Erwin
Weit, sem félck á síðastliðnu
ári leyf; til að fara þaðan úr
landi. Maður þessi gegnd; um
m’argra ára skeið starfi sem
einkatúlkur pó-lska kommúnista-
foringjans W-ladislaw Gom-ulka
og hafði í þvi starfj einstakt
tækilfæri til að fylgjast með þvi
sem geröist á æðstu stöðum i
Austur-Evrópu og greinir hann
margt frá því f bók sinni.
Kannski hafa menn haft laus-
legar hugmyndir um sumt af
þvi sem þar kemur fram, en
Wei-t gerir þessu efni svo ýt-
arleg skil, að h-ver sem les,
verður miklum mun fróðari um
stjórnmál Austur-Evrópu og þá
menn persónulega, sem þar eru
að verki. Hann segir af eigin
kynnum frá ó-tal ráðstefnum og
fundum heimsóknum og per-
sónu-legum viðræðum, þar sem
til dæmis æöstu núverandi ráða.
menn Sovétríkjanna koma
rnjög við sögu, og fá menn m. a.
af því greinargóða mynd af
sjálfum Bresnév. sem þar er
nú hvað mestur valdamaður.
Hafa þættir úr bók Weits birzt
að undanförnu í þýzka viku-
blaðinu Spiegel.
JYJeðal þess sem Weit lýsir
þar og vekur favað mesta
atfaygli e,r ráðstefna Varsjár-
banda-lagsins, sem haildin var
einmitt í Varsjá, höfuðborg
Pó-liiands, 14. júlí 1968, en þar
voru mjög örlagaríkar ákvarðan
ir teknar um það, hvað gera
skyld; í Tékkóslóvakiumálinu.
Var þaö verk þessarar ráðste-fnu
að semja úrslitakosti til Tékka
um það, að þeir yrðu að stöðva
gagnbyltingarþróunina í landi
sínu bræðraþjóðimar I Austur-
Evrópu myndu ekfci sætta sig
við slí'ka þróun, heldur grípa í
taumana með einhverjum hætti.
Það er til dæmis athyglis-
vert í frásögn Weits, aö allir
þátttakendur í þessari ráö-
stefnu voru mjög andvígir
þeirri þróun. s-em orðið hafði í
Tékkóslóvakíu að undanfömu.
Það er t.d. ekki rétt sem sum
ir hafa haldið, að Gomulka hafi
reynt að bera blak af Tékkum
og afsakað frjálsræðisþróun-
ina. En kannski er ekki fylli-
lega að marka þessa einhliða
afstöðu ráðstefnunnar, vegna
þess að Mos-kvuvaldið hafði
þegar talað og því var ekki
lengur unnt þar í hópi að bera
brigður á það, að gagnbylting
in í Tékkóslóvakíu ógnaði öðr-
um kommúnistastjómum. Sér-
staða Gomulka var aðallega í
þvi fólgin, að hann vildi að
Tékkar fengju áfram að gera
upp reikningana í landi sinu
vegna glæpaverka Stalins-tím-
ans og fórnardýmm þeirra ógna
yrðu greiddar skaðabætur. En
svo virðist sem A-Evrópu-leið-
togar, svo sem fulltrúar Rússa
hafi ekki verið hrifnir af slík-
um skaðabótum, sennilega af
því að slík stefna gæti haft
geigvænleg efnahagsleg áhrif
um alla Eustur-Evrópu, þar sem
fórnardýr Stalin-tímans, er
máttu þola fangabúðavist og
pyntingar skipta milljónum.
Weit skýrir frá því, að harð-
astir í kröfunum um hemaðar-
íhlutun í Tékkóslóvakíu hafi
þeir veriö Shivkov frá Búlgaríu
og Ulbricht frá Austur-Þýzka-
landi. En ákveðnasti andstæð-
ingur slíks ofbeldis var Janos
Kadar frá Ungverjalandi. —
Gomulka var harðorður um þró
un mála í Tékkóslóvakíu, en
vildi forðast sem lengst valdbeit
ingu. Svo komu rússnesku full-
trúarnir. fremstur í hópnum
Bresnév, og varð Ijóst af ræðu
hans, að Rússar höfðu þegar
tekiö ákvörðun um að beita
vopnum. Hinn herskái armur
framkvæmdaráðsins hafði náð
meirihluta, en fulltrúi hinna,
Kosygin, sat fundinn én hafði
hægt um sig.
Meðal þess sem gerðist á
fundinum var aö Janos Kadar