Vísir - 19.09.1970, Page 2

Vísir - 19.09.1970, Page 2
 HEIMSSAMYIZKA JANE 55 Kennedy og Shriver 3. „kaldir kallar“ Meðlimir táningafélags í Banda ríkjunum, sem þekkt er undir nafninu „Hyannisport Terrors“, eða bara HPT segja aö bæði þeir Robert Kennedy jr. og R. Sargent Shriver 3. séu meðlimir félagsins Lögreglumaður sem starfaö hef «r að unglingamáhim kring- um Hyannisport, sem er aðalað- seturstaður Kennedy-fjölskyld- unnar, sagði, að „síðustu sumur hafi veriö þar hópur drengja, frekar villtra unglinga, sem hafi ætíð verið að sniglast í skúma- skotum.“ „Shriver og Bobby Kennedy litli voru báöir með í þessu“, sagði lögfræðingurinn blaöamönn um, „og einnig börn annarra auð kýfinga sem koma higaö til Hyannisport í sumarleyfum sín- um.“ Fréttamaður einn fór á stúfana og hitti nokkra meðlimi HPT og gekk meö þeim um götur Hyann isport. Unglingarnir sögðu að HPT félagar leggðu helzt stund á tryllingslegan akstur í bifreið um, brennivínsdrykkju og að baða sig allsnaktir í tunglskini — stundum væri kvenfólk með. Til þess að fá inngöngu í HPT yrði viðkomandi að vera táningur og vera hvergi smeykur við yfirvöld. Félagið á svo að hafa leystst upp er þeir Bobby Kennedy og Shriver voru te'kniir fyrir eitur lyfjanotkun og dregnir fyrir rétt. Ein ástæöan fyrir þvi að þeir Shriver og Kennedy fengu að- gang að félaginu sögðu félagar þeirra vera þá, aö þeir héldu að enginn úr félaginu yrði handtek- inn með þá ríku Kennedya að bandamönnum. „Hér var allt brjálað 1 sumar þegar Kennedy og Shriver voru með okkur og þá var Hka hægt aö fá marijuana. Núna eru allir miðlarar horfnir héðan“, sagði einn unglingurinn. Róbert Kennedy, yngri. GENGUR OF LANGT — Faðir Jane Fonda og eiginmaður hennar gagnrýna hegðun hennar 66 Jane Fonda, leikkona, er að verða frægari fyrir afskipti sín af stjómmálum, en fyrir leiklist arafrek sín. Þeir tveir karlmenn sem næst henni standa, þ.e. faðir hennar, Henry Fonda, leikari og leikstjór inn franski Roger Vadim eru hræddir um að hún hafi algjör- lega glatað imynd sinni i hugum manna sem „Kyn-kettlingur“, eins og það er svo listilega orðað á amerískunni, og sé orðin i stað inn etais konar bandarísk Jóhanna frá örk. í blaðaviðtali sögðu þeir Henry og Roger að þeir væru hvorugir ánægðir yfir breytingunni. Roger Vadim lagði áherzlu á að bardaga g'leði Jane og þátttaka hennar f allls kyns mótmælaaðgerðum og upphlaupum gætu auðveldlega eyðilagt bæði framtíð hennar sem leikkonu og svo einnig hjóna- Kveðja hinna svörtu hlébarða: Jane Fonda, leikkona, reisir krepptan hnefann sem svartur hlébarði. Þama er hún að taka þátt í mótmælum gegn því sem hún sjálf kallar: „Þessi ófreskja ... bandaríska þjóðféiagið“. band þeirra. „Hún verður lík- lega ekki ánægð fyrr en þeir brenna hana á eldi eins og Jó- hönnu frá Örk“, sagði faðir henn ar. Vadim, sem hefur verið kvænt ur Fonda í um 6 ár og á allan „heiður" af þvl að hafa gert hana aö kynbombutákni, segir að sam band hennar við bandarísku Indi ánahreyfinguna og svörtu hlé- baröana hafi raunar riðið hjóna bandi þeirra að fullu. „Mig iangar til að vera kvænt ur elskulegri og fyrst og 'fremst kvenlegri konu“, sagði Vadim, „ekki bandarískri Jóhönnu frá Örk.“ Sú fagra, 32 ára gamla, Jane Fonda kom til USA I nóvember sl. ár eftir að baifa búið 7 ár i Frakklandi og síðan hún kom hef ur hún varið mun lengri tima I að starfa með Indíánum og svörtu hléböröunum en I að leggja á minnið texta sína I kvik myndum. Fjórum sinnum hefur Jane verið handtekin fyrir að dreifa bæklingum með áróðri gegn Víetnamstríðinu I bandarísk um herbúðum. Hún hefur haldiö ótail ræður yfir stúdentum og menntaskólanemum og eitt sinn fastaði hún I 36 klukkutíma I þeim tilgangi að ieggja kröfum Indíána lið um að þeir fengju Alcatraz-eyju að gjöf. Nýlega opn aði hún skrifstofu ásamt lögfræð ingnum og rithöfundinum Mark Lane. Skrifstofa -sú er I New York og þangað safna þau vitnis burðum og skýrslum um mis- þyrmingar á fólki sem hefur sýnt Vletnam-stríðinu andúð sína í verki. „Hún er allt of mikið i bar- áttunni", sagði Henry Fonda, „hún er öll eitt tilfinningabál yfir þessu. Hún finnur svo margar ástæður fyrir mótmælastarfi sínu að ég hendi ekki reiður á þeim. Það er eins og hún hafi dottið niður á ný trúarbrögö. Það er næstum heiisuspillandi hvernig hún tallar stöðugt um „orsakir alls þessa.“ Vadim virðist skilja hana betur: „Hún er bara svona. Þegar hún fær áhuga á einhverju, þá hellir hún sér út I það af líkama og sál. Hún fer eins langt og hún kemst“. Vadim sagði að Jane væri ekki I neinum stjórnmála- flokki en umgengist mikið fólk sem hefði fengið á sig „stimpil“. „Ég vona að það verði henni ekki fjötur um fót“ sagði hann. Þeir tengdafeðgamir sögðu að langa dvölin I Frakklandj hefðj losað hana við a'l'lan ameríkanisma, hún væri ekki eins og Ameríkani sem hefur lifað mestan hluta llfs sína I USA heldur sem trúboði sem kæmi erlendis frá uppfullur af nýjum hugmyndum. Vadim segir hins vegar að Jane sé tenaó Peter bróður sínum mjög sterk um böndum og að hann hafi mik il áhrif á hana. Sem kunnugt er þá var Peter Fonda stjama hinnar róttæku kvikmyndar, „Easy Rider“. „Peter hefur verið róttækur og gengið með heimssamvizku árum saman“, sagði Henry Fonda, „ var eins og Jane uppgötvaði í einu að hún þyrfti líka að hafa heimssamvizku og að hún skyldi gera betur en Peter. Og það ger ir hún sannarlega." Og nú er hjónaband þeirra Rog ers og Jane að springa. Þau eiga 22 mánaða gamla dóttur, Van- essu að nafni, og segir Roger að hann hafi sjálfur annazt bamið Iengst af þann tíma sem þau hafi veriö I USA. Hann hefur reyndar bamfóstru með sér. „Jane var hjá okkur um hríð, eftir að við kom um hingað, en hún eyddi mestu af tíma sínum I að tala I símann og aö fara á fundi. Og þaö er ekki auðvelt að lifa venjulegu fjölskyldulífi vdð slfkar að- stæöum. Ég veit ekki hversu lengi ég þoli þetta, en hvaö sem gerist, þá býst ég við að við verð um mjög nánir vinir. En hún hef- ur komizt að þeirri niöurstöðu, að þaö sem hún er núna að fást við sé henni mikilsverðara en fjölskylda hennar og frami.“ „Fg vil setja viðskiptabam á Daai — svo jbe/r hætti að eyða laxastofni Atlantshafsins' „Ég held að enginn álíti mig beinlínis baráttuglaða persónu — nei, ekki mig, þennan gamla raul ara. Vdðskiptabann er ljótt orð, en ég værj fús til að beita mér fyrir slíkum ráðstöfunum gagnvart Danmörku, ef það gæti orðið til að bjarga Atlantshafs- laxinum frá dönsku útrýmingar- herferðinni. Mér geðjast vel að dönskum bjór, svlnakjöti, osti, silfurvör- um, postulíni, húsgögnum, Ham- let og Victor Borge, en ég neld að ég gæti gleymt þessu öllu, ef það yrði til þess að fá Dani ti! að hætta að veiða laxinn I net i svo miklum mæli. Æ... ég skil þá kannski Vic- tor Borge eftir. Hann er svo skemmtilegur náungi og mjög góöur vinur minn. Auðvitað segir enginn að Atlantshafslaxinn sé það merkilegasta sem nokkur maður geti sett ofan í sig en hann er bara á meðal þeirra dýr- legu náttúruauðlegða sem veru- leg eftirsjá væri í. Ef hann væri horfinn værum við laxinn þar með kominn á þann langa óhappa lista yfir s'kemmdarverk mannsins gaignvart náttórunni'. Og málið er raunverulega ekkert annað en að maðurinn skili bömum slnum einhverju aif þeim gæðum sem hann hefur notiö. Nú er svo komið að útrýming laxins stend ur fyrir dyrum, ef ekkert verður að gert og veiðunum haldið á- fram. Fyrir 6 árum vissi ekki nokk ur sála hvert laxinn ætíð fór er hann gekk niður úr ánum að af- lokinni hrygningu. Og einhvem veginn rakst danski fiskiflotinn á laxinn við suðvesturströnd Grænlands. Fyrsta árið veiddu þeir 56 tonn í net. 1969 veiddu þeir næstum 1200 tonn. Og vitað er að 95% af fiskinum sem Dan imir veiða er á þroskaaldri. Full orðinn lax getur vegið um 20 pund, en sá sem Danirnir veiða er rétt um 7 pund, og það merk ir auðvitað að miklu fleiri fiska þarf tii að fylla t'onndð en ef um fullvaxinn fisk væri að ræða ... Hver sem stundað hefur lax- veiði, rei'kað upp með ánum t.d. hinum dýrlegu laxveiðiám Kan- ada. veit. hve mikið laxinn þýðir. Ekki aðeins fyrir laxveiðimenn- ma sjálfa, heldur einnig þær þús undir manna sem hafa starf af að vera við árnar og aðstoða veiði mennina. Veitingamenn og öku þórar. í Kanada eru sjávarþorp in orðin að eins konar drauga- bæjum, því laxinn kemur þangað ekki lengur. Þannig getið þið séð að laxinn er lífæö þúsunda. Gerum ekki laxinn að enn einni sælli minningu --- enn einu fómariambi hugsimarieysis mannsins.“ Bing Crosby er ekki aðeins á- hugasamur um laxveiði, heldur náttúruvernd eigi að síður. Hann er formaöur eða forseti félags- skapar sem kallar sig „Ducks Unlimited and Trout Unlimited“ og stefnir sa félagsskapur að því að vemda stofn villtra anda og gæsa og i:>erst os gegn tmmgun laxveiðiánna. Bing Crosby tilbúinn að kasta fyrir lax.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.