Vísir - 19.09.1970, Side 8
l'I
VISIR . Laugardagur 19. septemuer iotu.
VÍSIR
Otgefan li Reykjaprent öf.
Framkvæmdastjóri: Sveino R Eyjólfsson
Ritstjóri • Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jór< Birgii Pétursson
Ritstjómarfullti'ai Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símai 15610 11660
Afgreiftsla ■ Bröttugötu 3b Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178 Sími 11660 <5 linur)
Askrift.arpjald ki 165.00 S tnánuöi innanlands
í lausasölu ki 10.00 eintakift
Prentsmiftja Vísis — Edda hl.
Verðbólguhagfræði
Þjóðviljans
þjóðviljinn segir að verðbólgan sé þannig til orðin,
að „atvinnurekendur og fésýslumenn“ hafi fundið
þar upp aðferð til að raska kjarasamningum, þegar
eftir undirskrift þeirra. Jafnframt heldur blaðið því
fram, að ríkisstjórnin leggi blessun sína yfir þessa
„aðferð“ og þjóni fyrst og fremst þeim öflum, sem
vinni að því að ómerkja alla kjarasamninga.
Ráðið til þess að breyta þessu ástandi segir blaðið
vera, að efla flokk kommúnista. í því sambandi er
ekki úr vegi að minna á. að kommúnistar áttu sæti
í vinstri stjórninni víðfrægu, sem einn framsóknar-
maður sagði um í Tímanum fyrir nokkru, að væri
bezta ríkisstjórn, sem setið hefði á íslandi. Þegar sú
sæla stjórn fór frá, lýsti forsætisráðherrann yfir, að
þjóðin væri komin fram á „hengiflugið“ og ný verð-
bólgualda að skella yfir. svo geigvænleg, að önnur
eins hefði ekki áður þekkzt. Af þessu mætti ætla, ef
skýring Þjóðviljans á verðbólgunni væri rétt, að
kommúnistar hefðu starfað í vinstri stjóminni í þjón-
ustu atvinnurekenda og fésýslumanna.
Kenning kommúnista og raunar framsóknarmanna
líka, þegar þeir eru ekki í ríkisstjóm, er sú, að kaup-
hækkanir, hversu stórfelldar sem þær eru, þurfi ekki
að hafa nein áhrif á verðlagið; það sé aðeins „uppá-
finning hagfræðinga og stjórnmálamanna“, sem hafi
það að markmiði að skerða sem mest kjör alþýð-
unnar. Þess er varla að vænta, að meðan svona blekk-
ingum og þvættingi er haldið áfram, að samkomulag
náist um raunhæfar aðgerðir gegn verðbólgunni.
Þjóðviljinn segir, að hver króna, sem fengin sé að
láni, sé ævinlega endurgreidd með miklu minni krónu,
en fasteignir og fyrirtæki haldi verðgildi sínu óskertu
og þar komi gróðinn fram. Látum svo vera, en þá
hlýtur sá fjöldi fastlaunamanna, iðnaðarfólks og
verkamanna, sem hefur komið sér upp húsnæði eða
öðmm fasteignum, með lánum á tímum verðbólg-
unnar, að hafa hagnazt á henni líka. Þetta fólk hlýtur
að greiða sín lán með síminnkandi krónum eins og
aðrir. Og sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir alla ókosti
verðbólgunnar og þá hættu, sem af vexti hennar
stafar, hafa fjölda margir komið sér upp húsnæði,
sem heldur verðgildi sínu og þeir hefðu aldrei talið
sér fært að ráðast á að reisa að öðrum kosti. Hitt er
rétt, að sparifjáreigendur ganga þar með skarðan hlut
frá borði, en ekki virtust stjórnarandstæðingar bera
þá sérstaklega fyrir brjósti, þegar þeir vom að böl-
sótast yfir vaxtahækkuninni; því varla dettur þeim
í hug að halda því fram, að fært hefði verið að hækka
aðeins innlánsvextina, en láta útlánsvexti standa í
stað. Kommúnistar hafa aldrei bent á jákvæðar leið-
ir til að stöðva verðbólguna. Þeir hafa þvert á móti
reynt að magna hana.
)
);
Baráttan um lága kaupið
Fyrirtæki á Vesturlöndum leita i vaxandi
mæli með starfsemi sina til vanþróuðu
rikjanna, þar sem vinnuafl er ódýrara
n Japanskar vörur hafa
rutt sér til rúms á Vest-
urlöndum bæði vegna
gæða og hins lága verðs.
Það er alkunna, að Jap-
anar hafa náð sínum
glæsilega árangri vegna
þess, að laun verkafólks
í Japan eru miklu lægri
en laun á Vesturlönd-
um. Framleiðslukostnað
urinn er miklu minni, og
varan verður ódýrari.
Þess vegna eru japönsk
tæki í Reykjavík að jafn
aði ódýrari en sambæri-
leg tæki frá Vesturlönd-
um.
Kostaði 700 þúsund
verkamenn vinnu
Mikið kapphlaup er um lönd
lágu launanna. Fyrirtækjum hef
ur skilizt, að hagkvæmt getur
verið að framleiða vörumar ut
an heimalandsins, einhvers stað
ar þar sem minna þarf að greiða
í laun. í hinum háþróuðu iðn-
aðarríkjum Norður-Ameríku og
Vestur-Evrópu eru lífskjör betri
og laun hærri en annars staðar.
Laun eru aö jafnaði mjög hár
hiluti framleiðsiukostnaðar. Ef
unnt er að þrýsta launaiiðnum
niður, má framleiða ódýrari
vöru, selja miklu meira og
græða. Laun þróast hins vegar
upp á við í iðnaöarríkjum en
ekki niöur. Nú tjóar varla að
reyna að þrýsta launum verka
fólks niður. Því leita æ fleiri
vestræn fyrirtæki inn á vinnu
markað vanþróaðra rikja.
Þetta er ekki átakalaust. Al-
þýðusamband Bandaríkjanna
tethir til dæmis, að flutningur
framleiðslu frá Bandarfkjunum
yfir til erlendra rfkja hafi kost
að 700 þúsund bandaríska verka
menn vinnuna milli 1966 og
1969. Bandaríska sambandið
berst fvrir breytingum á tolla-
lögum, sem hamli á móti þess-
ari þróun.
Eitt dæmi af þessu tagi er
fyrirtækið Rollei-Werke í Vest
ur-Þýzkalandi, sem framleiðir
ljósmyndavélar, og hefur sffellt
misst sölu til japanskra framleið
enda, sem selja vöru sína ódýr-
ari. Þýzka fyrirtækið ætlar nú
að skjóta Japönum ref fyrir
rass.
Rollei-Werke ver um þessar
mundir um einum milljarði ís-
lenzkra króna til byggingar verk
smiðju í Singapore. Þar ætlar
fyrirtækið að framleiða mynda
vélar til sölu I Bandaríkjunum.
Orsökin er sú, aö í Singapore
eru laun aðeins einn sjötti af
launum í Vestur-Þýzkalandi, og
þau eru jafnvel langt undir laun
um f Japan.
100% hækkun launa I
Japan síðan 1963
Japanir eru sjálfir á höttun-
um eftir ódýrara vinnuafli. —
Þótt laun séu lág í Japan, þá
hafa þau hækkað um meira en
100% síðan árið 1963. Fjörutíu
japönsk fyrirtæki hafa síðustu
fjögur árin byggt verksmiðjur á
Formósu. Þar greiða þau aðeins
þriðjung þeirra launa, sem borg
uð eru í Japan. Japanar fram-
leiöa á Formósu undirföt, eld-
hústækj og sjónvarpstæki og
aMt upp í tölvur.
Um gjörvallan hinn iðnvædda
heim gerist svipuð saga. Oft
birtist hún í því, aö ýmsir þætt
ir framleiðslunnar hafa veriö
fluttir til vanþróaðra ríkja, þótt
lokastig framleiðslunnar sé
enn á heimagrund.
Bandarísk fyrirtæki byrjuðu
þennan leik. Þau greiða lfka
hæstu vinnulaun f veröldinni.
Þau fóru að veita fyrirtækjum
mmnmi
■■■■■■■■■■■■
Umsjón: Haukur Helgason.
í Japan og Vestur-Evrópu uœfir-
samninga. Til dæmis láta Ford
verksmiðjumar bandarísku fyr
irtæki f Tókíó framleiða rafate.
fyrir bfla módel 1971.
Síðan hafa fyrirtækin stigið
skrefi lengra og reist sftiar eig-
in verksmiðjur vfða um heim.
Fyrirtækið Signetios sendir til
dæmis flugleiðis tölvuhluta til
Seoul í Suður-Kóreu, og þar eru
þeir settir saman og síðan send
ir flugleiðis aftur til Bandarfkj-
anna. Þetta borgar sig fyrir hið
bandaríska fyrirtæki, af því aö
það greiðir verkamönnunum í
Suður-Kóreu aðeins einn átt-
unda þess kaups, sem það yrði
að greiða í Bandaríkjunum. Með
því fæst flutningskóstnaðurinn
endurgreiddur og meira til.
Saab-verksmiðjur
í Finnlandi
Sænsku Saab-verksmiöjumar
hafa reást verksmiðju f Uusikau
punkt, sem er vanþróað svæði i
Finnlandi, þar sem latin eru
helmingi lægri en f Svfþjóð
sjálfri. Þýzku bílaverksmiðjum
ar Daimler-Benz smíða vara-
hluti f Jógóslavíu.
Laun hafa löngum verið lægri
á Itallu en í öörum ríkjum
Efnahagsbandalags Evrópu. —
Þess vegna hafa til dæmis kæli
skápar veriö framleiddir á Italíu
undir þýzkum, frönskum og
hollenzkum vörumerkjum og
seldir um alla Evrópu. Jafnvel
ítalir hugsa þó til vanþróuðu
ríkjanna,' og ítalskt fyrirtæki er
að reisa verksmiðju í Singapore.
Verkaskipting
Verkalýðsfélög í iðnaðarríkj-
unum kvarta yfir því, að þetta
leiði til atvinnuleysis heima fyr
ir. Kostir þessarar þróunar eru
aftur á móti augljósir. Vanþró-
uðu ríkin fá vaxandi tekjur, þeg
ar erlend fvrirtæki flytja starf-
semi sína til þeirra. Atvinna
vex þar og iafnframt kunnátta.
Bandarísk fyrirtæki segja, að
það taki stúlku í Suður-Kóreu
fiórðungi skemmri tíma en
bandaríska stúlku að læra að
setja saman transistortæki. Or
sökin sé sú, að menn þurfi að
hafa meira fyrir Wfinu i Asíu-
löndum og stúlkurnar séu nám-
fúsari og vanar að leggja hart
að sér
Á þennan hátt myndast verka
skipting, sem er hagkvæm frá
siónarhóli heildarinnar. Iðnaðar-
ríkin leggja til tæknikunnáttu
og fjármagn en vanþróuðu rík
in leggja til vinnuafl, sem bau
hafa nóg af. Þessi þróun dreeur
úr mismuninum milli hinna ríku
þjóða og fátæku og hleypir
fjöri i allt efnahagslíf fátæku
þjóðanna.
ÞaÖ getur borgað sig að flytja hlutina flugleiðis til Singapore,
setja þá saman þar og senda þá síðan aftur til Bandaríkj-
anna á markaðinn.