Vísir - 29.09.1970, Blaðsíða 4
* i jik . t»rfojuaagut £3. september 1970.
Alan Ball
ems og
þeir geta beztir orðið
Vallargestir eiga von á góðri heimsókn
i dag - KEFLAVIK: EVERTON leika
á morgun klukkan 17.30
íslenzkir vallargestir urnar, sem knattspyrnu-
fá aö sjá Alan Ball & Co.
eins og þeir geta beztir
orðið, þegar þeir leika
við Keflavík á Laugar-
dalsvellinum á morgun,
en leikurinn hefst kl.
17.30 og er ekki annað
að sjá en aðsóknin
verði góð, enda einstakt
tækifæri til að sjá stjörn
áhugamenn sjá svo oft á
sjónvarpsskerminum.
Áhuginn fyrir leiknum er
ekki aðeins hjá íslehzkum
áhuigamönnum, því úti í 1 Eng-
landj bíða menn eftir úrslitum
leiksins, því Everton á sér stór-
an aðdáendahóp. Vegna þessa
verða líkiega einir 10 eða 12
fréttamenn, útvarps, sjónvarps
og blaða, sem þegar hafa pant-
að síma í blaðastúkuna nýju,
sem greiniilega verður of lítil
annað kvöld. Þá er verið að
gera samninga um að sjón-
varpsmynd verði tekin af leikn-
um en allt enn óvíst um töku
myndarinnar. Munu erlendar
stöðvar haifa áhuga á að fá til
sýningar kafflia úr leifenum.
EVERTON-liðið kemur flug-
leiðis í dag til Keflavíkurfluig-
vallar og kemur í leiguvél.
Hafsteinn Guðmundsson, for-
maður ÍBK, sagöi í gaerkvö'ldi að
hann hefði þá nýlega móttekið
skeytj frá stjóm Everton, þar
sem staðfest er að 16 leikmenn
komi í dag, — ásamt 10 farar-
stjórum. Frá KeflavíkunPl'ugvel-li
verður haldið að Hótel Sögu og
komið þangað einhverntíma
undir hálf-sex.
Ekki hafa stjörnumar frá
Everton áhuga á að dvelja á
góöu hóteij oif lengi, þeir ætla
að halda „heim 1 háttinn" þ.e.
ti'l Liverpoo'i, strax eða því sem
næst, að loknutn leiknum í
Laugardal.
Hafisteinn Guðm-undsson kvað
söluna undanfarna daga hafa
gengið vel, o-g ail-lt benti til þess
að góð aðsókn yrði að leiknum.
Kvað liann á 3. þúsund rmiða
selda, og stúkumiða senn á þrot-
um, ef svo héldj áfram. Eru
miðar seldir úr tjaldi við Út-
vegsbankann frá 2—6 í dag og
frá kl. 9—3 é morgun, en eftir
það í Laugardalnum.
Eins o-g kunnugt er byrjaði
Everton illa í haust, en nú hef-
ur liðið tekið heldur en ekki
góðan kipp og um síðustu helgi
vann liðið góðan sigur hetona,
vann Crystal Paia-ce 3:1. Knatt-
spyrnuáhugamenn eiga von á
góðri skemmtun. — JB'P
FELAGSLIF
ÞRÖTTUR —
Handknattleiksdeild.
Æfingataflan gildir fyrst um sdnn.
M.fL, 1. fl 2. fl. karla:
Þriðjud. kl. 10.10—11.00 Alfta-
mýrarskóli.
Föstud. kl. 8.30—10.10 Álfta-
mýrarskóli.
3. fl. karla:
Föstud. kl. 9.30—10.20 Réttar-
holtsskóli.
Sunnud. kL 1.50—2.40 Laugar-
dalshö'll.
4. fL karla:
Föstud. kl. 8.40—9.30 Réttarholts-
sfcóli.
Sunnud. kl. 6.00—6.50 Álftamýrar-
sikóli.
3. fl. kvenna:
Miiðvikud. kl. 7.40—8.30 Valshús.
Laugard. fcl. 3.30—5.10 Réttar-
holtssifeóli
Mætið vel og stundvíslega.
Nýir félagar velkomnir.
Stjómin.
I
lýf
1:1:
Loftleiðamenn meö bikarinn fyrir utanförina. Bjarnl.
Flugfélögin nú
góðum órungri í
knnttspyrnunni
• Knattspymulið flugfélag-
anna tveggja hafa að undan-
fömu leikið ytra við starfsmenn
erlendra flugfélaga, hafa liðin
staðið sig vel bæði tvö.
Flugfólagsmenn léku í London
á dögunum gegn úrvalsliði BEA og
fóru leikar svo, að jafntefli varð
0:0. Lið BEA er mjög sterfct og
árangur Flugfé'lagsmannia þvi prýði-
legu-r.
Um heigina héidu Loftleiðamenn
utan til Luxemhúrgar. Þar léfcu
þeir við úrvalslið Luxair. Fóru leik-
ar svo að Loftteiðamenn unnu
með 1:Ó. Tóku þeir þvi heim með
sér aftur veglegan silfurbikar, sem
þeir höfðu haft með sér. en hann
er gjöf ESSO til þessarar keppni.
Aukalejk léfeu Loftleiðamenn í ferö-
inni, unnu starfsfélagana hjá Loft-
leiðum í Luxembúrg með 4:1.
Myndin er af liði Loftleiða þegair
það var á leið utan til keppninnar.
ALAN BALL
fyrirliði, einn
snjallasti knatt-
spyrnumaður
heims í dag.
Í.B.K. — iyrópukeppni meistarnliða í knattspyrnu — K.S.Í.
Everton
á LuugurduIsveiSinum miðvikuduginn 30. sept. kl. 17.30
Forsala aðgöngumiða er hafin í Reykjavík í sölutjaldi við Útvegsbankann kl.
2—6 e.h. — í Keflavík í Verzluninni S portvík.
Verð aðgöngumiða: Stúka: 200 — Stæði: 150 — Böm: 50
Missið ekki af stórkostlegasta knattspymuleik ársins.
Í.B.K.